Morgunblaðið - 03.03.2011, Side 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MARS 2011
✝ GuðmundurIngvi Sigurðs-
son fæddist 16. júní
1922. Hann lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Eir 21. febr-
úar 2011.
Foreldrar hans
voru Halldóra
Ólafsdóttir, f. 1892,
d. 1968, og Sig-
urður Guðmunds-
son skólameistari
Menntaskólans á Akureyri, f.
1878, d. 1949.
Systkini Guðmundar voru
Ólafur yfirlæknir á FSA, f. 1915
d. 1999, Þórunn húsmóðir í
Englandi, f. 1917, d. 2008, Ör-
lygur listmálari og rithöfundur,
f. 1920, d. 2002, og Steingrímur
listmálari, f. 1925, d. 2000.
Árið 1947 kvæntist Guð-
mundur Kristínu Þorbjarn-
ardóttur, f. 1923, d. 2008. Krist-
ín var dóttir hjónanna
Guðrúnar Pálsdóttur, f. 1883, d.
1971, og Þorbjarnar Þórð-
arsonar héraðslæknis á Bíldu-
dal, f. 1875, d. 1961. Börn Guð-
mundar og Kristínar eru: 1)
Sigurður smitsjúkdómalæknir
og forseti heilbrigðisvís-
indasviðs Háskóla Íslands, f.
1948, maki Sigríður Snæbjörns-
dóttir, forstjóri Heilbrigð-
isstofnunar Suðurnesja, f. 1948.
Börn þeirra a) Bryndís smit-
prófi frá Menntaskólanum á Ak-
ureyri 1941 og varð cand. juris
frá Háskóla Íslands 1947. Þau
Kristín voru í Kaupmannahöfn
1947-1948, Guðmundur við nám
í afbrotafræðum, en Kristín í
hússtjórnarnámi. Guðmundur
nam einnig afbrotafræði við
Pennsylvaniu háskóla 1954-
1955.
Guðmundur var sakadómara-
fulltrúi 1947 til 1959. Hann
stofnaði lögmannsstofuna LEX
ásamt Sveini Snorrasyni 1959.
Hann stundaði lögmannsstörf
til 2001. Hann var nokkrum
sinnum setudómari í héraði og
varadómari í Hæstarétti. Hann
kenndi við Fóstruskóla Sum-
argjafar, var prófdómari við
lagadeild Háskóla Íslands.
Hann var í stjórn Lögfræðinga-
félags Íslands 1958-1963, for-
maður Samtaka dómarafulltrúa
1959-1960, í stjórn Lögmanna-
félags Íslands 1969-1971 og for-
maður félagsins 1970-1971. Þá
var hann í stjórn Íslandsdeildar
norrænu lögfræðingaþinganna
1972-1987 og formaður Náms-
sjóðs Lögmannafélagsins 1974-
1984. Guðmundur var heið-
ursfélagi í Lögmannafélagi Ís-
lands.
Guðmundur og Kristín
bjuggu í Hvassaleiti 113 frá
1961-2004. Þá fluttu þau á Eir,
þar sem þau bæði dvöldu til
dánardags. Guðmundur lék á
yngri árum knattspyrnu með
meistaraflokki KA og lagði
stund á golf og badminton.
Bálför hans er frá Háteigs-
kirkju í dag, 3. mars 2011, kl.
15.
sjúkdómalæknir, f.
1970. Hún á þrjú
börn með Skúla
Tómasi Gunnlaugs-
syni lækni, f. 1968,
Hjalta Gunnlaug, f.
1994, Guðmund
Ingva, f. 2001, og
Halldóru Hörn, f.
2007, b) Kristín
rekstrarstjóri, f.
1972, maki Scott
Bricco matsmaður,
f. 1967. Þau eiga Emmu Katr-
ínu, f. 2003, og Amöndu Sigríði,
f. 2007. c) Guðmundur Ingvi
lögmaður, f. 1977, maki Magða-
lena Sigurðardóttir viðskipta-
fræðingur, f. 1977. Þau eiga
Sigurð Atla, f. 2003, og Thelmu
Guðrúnu, f. 2007. 2) Þórður
Ingvi stjórnsýslufræðingur og
sendiráðunautur í utanrík-
isþjónustunni, f. 1954, maki
Guðrún Salome Jónsdóttir
menntaskólakennari, f. 1953.
Börn þeirra a) Guðrún Finn-
borg lögmaður, f. 1978, maki
Róbert Ferdinandsson kennari,
f. 1972, þau eiga Matthías
Ingva, f. 2008. b) Þorbjörn
fréttamaður og laganemi, f.
1983, maki Inga Kristín Skúla-
dóttir kennaranemi, f. 1987, og
Þórunn Halldóra læknanemi, f.
1986. 3) Þórunn hæstarétt-
arlögmaður, f. 1957.
Guðmundur lauk stúdents-
Heiðursmaðurinn, tengdafaðir
minn, Guðmundur Ingvi Sigurðs-
son, er látinn eftir langavarandi
veikindi, 88 ára að aldri. Þegar
litið er yfir æviferil Guðmundar
er ljóst að þar fór enginn með-
almaður. Hann var fyrirmynd
annarra enda búinn flestum þeim
kostum sem prýða góða menn.
Hugurinn reikar aftur til þess
tíma þegar ég kynntist Sigurði,
syni Guðmundar og Kristínar
Þorbjarnardóttur eiginkonu
hans. Það var glæsibragur og
stíll yfir húsbóndanum í Hvassa-
leiti. Alltaf gat maður átt von á
fjörugum og fræðandi samræð-
um um menn og málefni. Gjarn-
an voru mál brotin til mergjar og
um leið reynt að upplýsa og
fræða okkur yngri kynslóðina
með mismiklum árangri. Eitt af
aðalsmerkjum tengdaföður míns
var að sýna samhygð, hann tók
iðulega upp hanskann fyrir lít-
ilmagnann og hann var fljótur að
hlaupa undir bagga með öðrum
þegar erfiðleikar steðjuðu að
hvort sem þeir voru innan eða ut-
an fjölskyldu.
Veraldleg auðæfi voru aldrei
keppikefli í hans augum. Fyrir
honum var fjárhagslegt öryggi
mikilvægt, að geta séð vel fyrir
sínu heimili og stutt börn sín til
mennta. Þegar hann fór að
stunda sjálfstæð lögmannsstörf,
var hann ekki knúinn áfram af
þeirri þörf að afla hárra tekna,
heldur því að sinna starfi sínu af
metnaði og sjá til þess að réttlæt-
inu væri fullnægt í anda laganna.
Það var skemmtilegt að heyra
Guðmund ræða lögfræðileg mál-
efni, hann var einstaklega rök-
viss og talaði af öryggi og sann-
færingu. Hann kunni listina að
hlusta og gaf sér tíma til að leið-
beina og gefa góð ráð. Guðmund-
ur var einstakur fræðari í eðli
sínu enda sonur þekkts fræði-
manns, Sigurðar Guðmundsson-
ar, skólameistara MA. Persónu-
fróðleikur var honum hugleikinn,
hann gat þulið upp ættir og
skyldleika ólíklegustu manna.
Ekki síður hafði hann gaman af
því að ræða ættfræði við systkini
sín sem öll deildu þessum áhuga
með honum.
Ég minnist hans oftar en ekki
með bók í hendi uppi í stofu í
Hvassaleiti þegar þangað var
komið. Hann byrjaði gjarnan á
því að segja manni hvað hann
væri að lesa, gagnrýndi bókina
eins og fræðimaður, skrifaði oft
athugasemdir sínar út á spáss-
íuna og leiðrétti texta, ártöl eða
annað sem hann rak augun í og
mátti betur fara.
Ekki er hægt að minnast
tengdaföður míns án þess að
minnast Kristínar tengdamóður
minnar. Þau voru sannir jafnok-
ar þó að ólík væru. Bæði geisl-
andi vel gefin og var skemmtilegt
að hlusta á þau ræða það sem
efst var á baugi. Matarveislurnar
í Hvassaleiti voru margar
ógleymanlegar. Það var líka ein-
staklega fallegt og lærdómsríkt
að fylgjast með Guðmundi ann-
ast tengdamóður mína hin síð-
ustu ár eftir að hún fór að líða
verulega af Alzheimerssjúk-
dómnum. Þá sá maður enn eina
nýja hlið á Guðmundi. Mér
fannst hann jafnvel rísa hvað
hæst þá og er þó af miklu að
taka. Þolinmæðin var endalaus,
hann hugsaði um Kristínu af ein-
stakri nærfærni og gerði það
sem í hans valdi stóð til að létta
henni lífið áður en hún fór alveg
yfir á annað tilverustig.
Ég kveð tengdaföður minn
með virðingu og þakklæti og tel
mig vera ríkari af samfylgdinni
við hann.
Sigríður Snæbjörnsdóttir.
Einstakur maður, Guðmundur
Ingvi, tengdafaðir minn, er fall-
inn frá. Það var snemma árs 1972
að Þórður Ingvi, eiginmaður
minn, kynnti mig fyrir föður sín-
um, þeim öðlingsmanni. Hann
var góð fyrirmynd allra afkom-
enda sinna og okkar sem tengd-
ust honum og jafnframt elskaður
af öllum í fjölskyldunni. Viðmót
hans og hegðun var öðrum til eft-
irbreytni. Hann lagði áherslu á
að metnaður væri nauðsynlegur
og að sinna skyldi starfi sínu af
alúð og kostgæfni. Smjaður,
snobb og titlatog var ekki að
hans skapi. Guðmundur Ingvi
var glæsilegur á velli og með
mikla persónutöfra. Hann hafði
afar góða kímnigáfu og oft sá
hann spaugilegu hliðarnar á mál-
unum. Því var mikið hlegið á góð-
um stundum.
Ég vil að lokum þakka honum
alla þá velvild og hlýju sem hann
sýndi okkur hjónum og börnun-
um okkar, Guðrúnu Finnborgu,
Þorbirni og Þórunni Halldóru,
alla tíð.
Blessuð sé minning um ein-
stakan mann.
Guðrún Salome Jónsdóttir.
Hann var rammíslenskur að
anda og orðfæri en um leið há-
borgaralegur, víðsýnn og fáir
stóðu honum jafnfætis að per-
sónutöfrum og andríki. Guð-
mundur Ingvi er nú horfinn okk-
ur. Ellin virtist lengi vel
sniðganga hann að mestu en síð-
ustu árin voru erfið og að lokum
var lífsþrekið með öllu þrotið.
Landið tók nú heldur betur að
rísa þegar ég fyrst kynntist þeim
Guðmundi og Kristínu fyrir um
20 árum. Fyrir mig bar þá páska
upp á jól. Karnevalísk frásagn-
argleði einkenndi andrúmsloftið.
Þau hjón voru um margt lík en
um leið ólík. Hann lét flest flakka
en hún var fastari fyrir. Bæði
voru stór í sniðum og býsna
fylgin sér. Hreinskilin klöppuð
bergi. Hvorugt þeirra dró styttri
stráin hvað gáfur varðar. Þau
andlegu fararefni sem þeim voru
gefin í föðurgarði voru mikil og
líka vel nýtt. Menningarlegt upp-
eldi þeirra fylgdi þeim alla tíð.
Hann var metnaðarfullur lög-
maður og sótti sér framhalds-
menntunar í tvær heimsálfur.
Hann valdi sér svo sannarlega
réttan starfsvettvang enda
fannst mér hann alltaf hlakka til
að fara í vinnuna. Slíkir menn ná
árangri. Eftirminnilegust verða
þau hjón þó alltaf sem „ái og
edda“ barna okkar Bryndísar.
Ég mun aldrei gleyma hversu
mikið þau létu sig nærveru okkar
skipta þegar Hjalti Gunnlaugur
sonur okkar fór að fara með okk-
ur í heimsókn í Hvassaleitið.
Guðmundur var barngóður og
fannst skemmtilegt þegar litli
snáðinn fór að draga bækur úr
hillum og skoða sér til fróðleiks.
Guðmundur hafði kímnigáfu í
besta lagi og við náðum vel sam-
an. Þannig var því oftast farið að
þar var einni sögu svarað með
annarri. Við ræddum nánast allt
nema þá helst lögfræði og lækn-
isfræði.
Fyrir nokkrum árum var kom-
ið hausthljóð í vindinn og nú skil-
ur leiðir. Að Guðmundi gengnum
verður mér hugsað til einhvers
jafnbest gerða manns sem ég hef
kynnst. Ég minnist hans með
virðingu og þakklæti. Allt sem
hefur verið til heldur áfram að
vera til, sagði skáldið. Minning
hans lifir.
Skúli Gunnlaugsson.
Dagrenningin var svipuð
mörgum öðrum í Wisconsin um
miðjan vetur, snjóbylur, 12
tommu jafnfallinn snjór og 15
stiga frost. Þegar ég var kominn
til vinnu þennan morgun hringdi
Kristín kona mín með þær fregn-
ir að afi Gummi væri látinn. Mig
setti hljóðan. Við vissum að þessi
stund rynni upp, og við vissum
líka að hann væri saddur lífdaga.
Samt er alltaf erfitt að skilja við
þá sem okkur þykir vænt um.
Guðmundur var maður sem við
bárum ómælda virðingu fyrir.
Ég hitti hann fyrst 2001. Það
var í fyrstu ferð minni til Íslands,
og við Kristín nýgift. Ég kveið
því örlítið að hitta alla fjölskyld-
una, en um leið og ég mætti afa
Gumma hvarf sá kvíði eins og
dögg fyrir sólu. Afi Gummi var
hávaxinn og virðulegur með
djúpan íslenskan hreim á ensk-
unni. Við fyrsta kvöldverð heim-
sóknar okkar sat ég við hliðina á
ömmu Kristínu. Hún var smá-
vaxin, fíngerð og glæsileg. Ég
vissi að hún þjáðist af fyrstu ein-
kennum Alzheimer-sjúkdóms og
spurði oft sömu spurninganna
aftur og aftur um mig og fjöl-
skyldu mína, en einhvern veginn
var eðlilegt að endurtaka sig. Afi
Gummi kom til mín og þakkaði
mér þolinmæðina. Þannig hófst
sú fyrsta af nokkrum löngum
samræðum mínum við afa
Gumma.
Næst hittumst við fáeinum
dögum síðar í matarveislu hjá
Tótu. Við tókum tal saman, og
ræddum m.a. um listaverkin
mörgu á veggjunum hjá Tótu.
Hann spurði mig um afa mína og
ömmur. Ég sagði honum að ég
hefði misst báða afa mína fyrir 12
ára aldur og hefði óskað þess að í
mínu lífi hefði verið afi. Hann
sneri sér að mér og sagði: „Þá
skaltu líta á mig sem afa þinn.“
Þetta snart mig djúpt. Daginn
sem við flugum vestur aftur eftir
þessa heimsókn kom öll fjöl-
skyldan til að kveðja okkur. Afi
óskaði okkur Kristínu velfarnað-
ar og tók okkur í faðm sér. Á
næstu árum komum við öðru
hvoru aftur í heimsókn til Ís-
lands. Við heimsóttum afa. Við
töluðum um heima og geima, fjöl-
skylduna og listaverkin sem
hann hafði á veggjum hjá sér.
Hann var stoltur af börnum sín-
um, Sigga, Dodda og Tótu. Hann
gaf okkur öllum sérrístaup. Ég
hafði aldrei smakkað sérrí áður
svo ég býst við að hafa drukkið
staupið nokkuð hratt. Afi fylgdi á
eftir og fyllti staupið aftur og aft-
ur. Kristín spurði af hverju ég
segði honum ekki bara að nóg
væri komið. Ég svaraði því til að
ég hefði ekki brjóst í mér til þess.
Einhvern tíma töluðum við tveir
um trúmál. Ég sagði honum að
ég væri katólskur en færi þó
sjaldan til kirkju. Hann hló þá
við og sagði að kannski ætti hann
að huga að trúnni sjálfur ef ein-
hverjum væri þægð í því, en
sagði svo með sinni djúpu rödd
að það tæki því varla svona seint
á ævinni. Ég sakna samtalanna
við vin minn og afa. Ég vildi óska
að ég gæti drukkið með honum
eitt sérrístaup í viðbót og talað
við hann einu sinni enn, manninn
sem við virtum svo mikils. Ég er
af írsku bergi brotinn og ætla að
lyfta glasi af írsku vískíi honum
til heiðurs útfarardaginn: „Her-
e’s to me, and here’s to you, and
here’s to love and laughter, I’ll
be true as long as you, and not
one moment after“.
Ég kveð vin minn og afa með
virðingu og söknuði.
Scott Raymond Bricco,
Appleton, Wisconsin.
Guðmundur Ingvi afi minn var
þeim fágætu eiginleikum gæddur
að hann hafði áhrif á og hreif
hvern sem hann kynntist. Hann
sýndi öllum sömu virðinguna og
ég man hvað ég var fyrst upp
með mér þegar afi spurði mig
álits á einhverju þegar ég var
enn bara barn. Hann talaði enda
aldrei niður til manns heldur
ávallt sem jafningja. Þá var afi
herramaður fram í fingurgóma,
myndarlegur og hávaxinn, og
hann og amma svo glæsilegt par
að eftir var tekið. Hann hafði al-
ist upp á Akureyri, sonur fyrsta
skólameistara Menntaskólans á
Akureyri, næstyngstur systkina
sinna. Það var ævintýri líkast að
hlusta á sögur afa af uppátækj-
um bræðra sinna, sem voru mikl-
ir grallaraspóar, og af átökum
Brekku-
snigla og Þorpara. Þegar ég
varð eldri tóku við sögur af fræg-
um dómsmálum svo sem Guð-
mundar- og Geirfinnsmálinu og
Hafskipsmálinu. Við frændsystk-
inin sátum oft stjörf og agndofa
yfir lýsingum af þessum málum
sem áttu stóran þátt í því að ég
ákvað að nema lögfræði. Hann
gaf sér alltaf tíma, þrátt fyrir að
hann væri önnum kafinn við störf
sín sem hæstaréttarlögmaður, og
leyfði mér að rekja úr sér garn-
irnar varðandi hin ýmsu fög lög-
fræðinnar fyrstu árin mín í laga-
deildinni. Aldrei kom ég að
tómum kofunum hjá afa varðandi
fræðin né nokkuð annað. Þá er
mér minnisstætt þegar hann
sagði eitt sinn við mig að hann
leitaðist ávallt við að vera græð-
ari í sínum störfum – og átti þá
ekki við að græða peninga. Hon-
um mislíkaði enda fátt meira en
einstaklingar sem höfðu það eitt
að markmiði í lífinu. Afi kunni
margar mjög skemmtilegar sög-
ur af samtímamönnum sínum,
hann var afar hnyttinn og sagði
skemmtilega frá, en aldrei heyrði
ég hann tala illa um nokkurn
mann. Mér leið alltaf vel í návist
afa og á afar góðar minningar frá
Hvassaleitinu en það var gott að
koma til hans og ömmu og dvelja
þar í rólegheitunum við að lesa
bækur eða dunda sér. Afi sótti að
miklu leyti hamingjuna í starfið
sitt, eins og hann sagði sjálfur,
enda naut hann virðingar innan
stéttarinnar og sóttust kollegar
hans eftir því að leita ráða hjá
honum. Ég á eftir að sakna afa
mikið en ég tel mig hafa notið
forréttinda að hafa fengið að
kynnast honum jafn vel og ég
gerði því það er leitun að betri
fyrirmynd í lífinu.
Elsku afi minn, hvíl í friði.
Guðrún Finnborg.
Guðmundur Ingvi Sigurðsson
föðurbróðir minn lést 21. febrúar
síðastliðinn, aldraður og lúinn
eftir langa og farsæla ævi.
Guðmundur Ingvi var einstak-
ur öðlingur, gegnheill, traustur
og heiðarlegur. Hann hafði mikla
persónutöfra og það var alltaf
heiðríkja í kringum hann. Áran
hans var stór og björt. Það
hlustuðu allir, þegar hann talaði.
Guðmundur Ingvi var glæsilegur
lögfræðingur, sem maður bar
mikla virðingu fyrir. Ég var stolt
af þessum frænda mínum, hann
var langflottastur.
Guðmundur frændi hefur allt-
af átt stóran sess í lífi mínu. Það
voru mjög náin og skemmtileg
tengsl á milli þeirra bræðranna,
pabba og hans. Þeir bræður voru
samt mjög ólíkir, nánast eins og
hvítt og svart. Guðmundur var
bjartur yfirlitum, staðfastur og
vinnusamur, pabbi var dökkur
yfirlitum, órólegur og óagaður.
Guðmundur stundaði íþróttir, fór
á skíði og spilaði golf, meðan
pabbi þóttist gætinn, fór allt ak-
andi á volvónum sínum og horfði
bara á íþróttir í sjónvarpinu.
Samt var eitthvað svo líkt með
þeim og þeim fannst svo vænt
hvorum um annan. Sennilega var
það hláturinn, gleðin og hjarta-
hlýjan sem sameinaði þá bræður.
Það eru svo margar og góðar
minningar sem skjóta upp koll-
inum á þessari kveðjustundu.
Það var mikill samgangur á milli
fjölskyldnanna. Þá var oft
skroppið í heimsókn, kíkt í kaffi á
skrifstofuna hjá Guðmundi, þar
sem allt var gert vitlaust með há-
vaða og hlátrasköllum. Það var
farið í bíltúra á tveimur bílum, „í
samfloti“ eins og bræðurnir köll-
uðu það, út fyrir bæinn eða bara í
ísbúðina vestur í bæ. Á hverju
einasta kvöldi töluðu þeir bræður
saman í síma klukkan hálfátta,
fyrir sjónvarpsfréttirnar. Þá var
talað ógurlega mikið, hratt og
hátt og engst af hlátri, þar til
pabbi lá iðulega á sófanum á
herðablöðunum og náði ekki
lengur andanum. Alltaf fundu
þeir eitthvað skemmtilegt að tala
um.
Það var dálítið sérstakt, að
þegar þeir bræður hittust, þá
föðmuðust þeir alltaf innilega og
kysstu hvor annan á vangann.
Seinna meir lærðist manni að
þetta tíðkaðist ekki hjá fullorðn-
um karlmönnum og væri kannski
alls ekki við hæfi. En þeir kærðu
sig kollótta og héldu alltaf þess-
um fallega vana.
Guðmundur frændi var klett-
urinn í lífi mínu. Alltaf var leitað
til hans á erfiðum stundum og
alltaf gat maður reitt sig á hann.
Hann var alltaf tilbúinn til að
hjálpa og aðstoða. Nærvera Guð-
mundar veitti mér sem barni
mikla öryggiskennd. Ég fann að
honum fannst vænt um mig og
fjölskyldu mína, hann vildi okkur
vel, verndaði okkur, bar hag okk-
ar fyrir brjósti. Þegar pabbi datt
í það og Bakkus skók tilveru
manns, þá gramdist Guðmundi
hátterni bróður síns. Hann gekk
í málið og reyndi ávallt að koma
vitinu fyrir bróður sinn, en hugg-
aði og hughreysti aðra í fjöl-
skyldunni.
Elsku frændi, ég kveð þig með
hlýju og þakklæti í hjarta.
Malín Örlygsdóttir.
Fallinn er frá Guðmundur
Ingvi, föðurbróðir minn, á 88.
aldursári eftir harðvítuga og
langvinna baráttu við Elli kerl-
ingu og allt hennar hyski. Vera
má, að honum hafi verið skapi
næst að kveðja þennan heim
meðan starfsþrek og andlegt at-
gervi var enn til staðar, „with my
boots on“, eins og hann orðaði
það einhvern tímann í hálfkær-
ingi. Því að hann var bæði mikill
starfsmaður, duglegur og fylginn
sér, og gæddur góðum gáfum,
skörpum skilningi á anda og
túlkun laganna, næmu innsæi í
sálarkytrur náungans og ríkri
samúð með lítilmagnanum.
En Guðmundur var líka töff-
Guðmundur Ingvi
Sigurðsson
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
ANDREU MARGRÉTAR
ÞORVALDSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri.
Þorvaldur Aðalsteinsson, Aðalheiður Ingólfsdóttir,
Auður Aðalsteinsdóttir,
Þórey Aðalsteinsdóttir, Stefán Jóhannsson,
Þórólfur Aðalsteinsson, Árni Júlíusson,
Signý Aðalsteinsdóttir, Jóhann Austfjörð
og ömmubörnin.