Morgunblaðið - 03.03.2011, Qupperneq 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MARS 2011
✝ Jóhannes Ing-ólfur Hjálm-
arsson fæddist 28.
júlí 1930 á Þórs-
höfn. Hann lést á
Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi
sunnudaginn 20.
febrúar 2011.
Foreldrar Jó-
hannesar voru
Hjálmar Hall-
dórsson, f. 5. maí
1904, d. 5. mars 1978 og Ólöf
Sólveig Albertsdóttir, f. 5. des-
ember 1903, d. 22. júní 1991.
Systkini Jóhannesar eru Hall-
dór, f. 1928, d. 1949, Kristín, f.
1935 og Stella, f. 1940.
Jóhannes kvæntist eftirlif-
andi eiginkonu sinni Ólöfu Páls-
dóttur, f. 11. júlí 1935, þann 27.
júní 1953. Börn þeirra eru: 1)
Halldór, maki Inga Þ. Gunn-
arsdóttir, börn þeirra eru a)
Telma; b) Bjarmi, sambýliskona
Berglind Gunnarsdóttir, barn
þeirra er Katrín Þóra. c) Bjarki
Þór. 2) Anna, hennar börn eru:
a) Vigfús Már, maki Margith
Eysturtún, börn þeirra, Andri-
as, Arndis og Sebastian, b) Sig-
þór Viðar, sambýliskona Jóna S.
Svavarsdóttir, börn þeirra eru
Adam, Kristófer, Eydís, Þórhall-
ur og Alexander Máni, sonur
hannes með foreldrum sínum að
Hallandsnesi á Svalbarðsströnd
og sleit þar barnskónum. Jó-
hannes fór snemma til sjós og
starfaði lengi á síðutogurum
ÚA. Þegar Jóhannes hætti sjó-
mennsku hóf hann sjálfstæðan
atvinnurekstur á smurstöð
Shell. Eftir það starfaði hann
við ýmis verkamannastörf, m.a.
hjá Möl og Sandi, Ofnasmiðju
Odda, Slippstöðinni og Íslensk-
um skinnaiðnaði. Samhliða
þessu starfaði Jóhannes sem
dyravörður í Borgarbíói á Ak-
ureyri. Jóhannes var virkur í
hinum ýmsu félagasamtökum.
Hann starfaði um árabil með
Góðtemplarareglunni, Reglu
musterisriddara og síðustu 20
árin var hann virkur félagi í
reglu Oddfellowa. Jóhannes var
mikill stuðningsmaður íþrótta-
félagsins Þórs. Á síðustu 20 ár-
um er óhætt að segja að það hafi
varla farið fram íþrótta-
viðburðir á vegum Þórs þar sem
hann var ekki meðal áhorfenda.
Jóhannes tók virkan þátt í starfi
Skíðaráðs Akureyrar um nokk-
urra ára skeið, Lyftingaráði Ak-
ureyrar þar sem honum voru
veitt heiðursverðlaun fyrir störf
sín þar. Jóhannes var gerður að
heiðursfélaga í íþróttafélaginu
Þór á 90 ára afmæli félagsins.
Jóhannes náði undraverðum ár-
angri í kraftlyftingum og var
heimsmeistari öldunga í tví-
gang.
Útför Jóhannesar verður
gerð frá Glerárkirkju í dag, 3.
mars 2011, kl. 13.30.
Sigþórs og Elsu
Sigfúsdóttur er
Haukur Ingi, c) Jó-
hannes Óli, sam-
býliskona Lena
Rögnvaldsdóttir,
dóttir þeirra er Ca-
milla Rós, d) Ragn-
ar Þór. 3) Páll,
maki Margrét H.
Pálmadóttir, börn
þeirra: a) Dagbjört
Elín, maki Jóhann
Jónsson, þeirra börn Margrét
Birta, Elín Alma, Jón Páll og
Hólmfríður Lilja, b) Sölmundur
Karl, c) Sædís Ólöf. 4) Hrönn,
maki Ágúst S. Hrafnsson, þeirra
börn: a) Hrafnhildur S., maki
Jeffrey, börn þeirra, James
Haukur og Kristín Rae, b)
Ágúst, sambýliskona hans er
Margrét S. Hilmarsdóttir, sonur
þeirra er Róbert Hilmar, c)
Aníta, sambýlismaður hennar er
Davor Lucic, börn þeirra eru
Birna, Emilía og Ivan Freyr, d)
Ævar Már, e) Sævar Örn. 5) Jó-
hannes Mar, maki Björg Theo-
dórsdóttir, börn þeirra: a) Ólöf
Kristín, b) Theodór, c) Samúel
Þór, d) Ingibjörg Eva, sambýlis-
maður Hörður Már, e) Karl Ant-
on. 6) dóttir Jóhannesar, Una,
sambýliskona Ásdís Egilsdóttir.
Ungur að árum fluttist Jó-
Elsku pabbi. Ekki grunaði
mig frekar en aðra að þú kæmir
ekki aftur lifandi heim. Þið
mamma ákváðuð að fara suður í
afmæli og skírn hjá barnabarna-
börnum ykkar. En þú náðir því
ekki þar sem þú veiktist alvar-
lega á laugardagsmorgni og
varst dáinn á sunnudagsmorgni.
Það voru forréttindi að eiga
þig sem föður. Þú varst hörkutól
bæði í vinnu og öðru sem þú
tókst þér fyrir hendur. Minning-
arnar hrannast upp, hægt væri
að skrifa heila bók um allt sem
hefur verið gert og brallað um
ævina. Til dæmis sumrin sem
fjölskyldan fór í ferðalög, berja-
ferðir og skíðaferðirnar. Síðast-
liðið sumar er mér ofarlega í
huga, þar sem við áttum góðar
stundir saman. Eins og í garð-
inum hjá ykkur mömmu þegar
við söguðum niður stóru rósirn-
ar og litum út eins og við hefðum
lent í villiköttum. Síðan var farið
upp á háaloftið og tókum við þar
aldeilis til hendinni. Hrönn og
Ágúst komu norður og hjálpuðu
okkur við að fara í gegnum hlut-
ina sem þar voru. Þar var ým-
islegt að finna og við skemmtum
okkur konunglega. Síðan en ekki
síst þegar haldið var upp á 80
ára afmælið þitt sem var stór-
kostlegt. Takk fyrir samveruna,
elsku pabbi minn.
Kveðja. Þín dóttir,
Anna.
Þegar ég lít um öxl til þess að
gera upp samleið okkar feðga í
lífinu í stuttri minningargrein er
manni vandi á höndum. Við þá
staðreynd að faðir manns var
sannkölluð goðsögn í lifanda lífi
verður verkið enn vandasamara.
Fyrir mig voru það alger for-
réttindi að eiga föður með svo
breitt bak, stórar og þykkar
hendur með krafta í kögglum,
pabba sem var fær í flestan sjó.
Til að byrja með stóð hann vakt-
ina í lífisins ólgusjó í orðsins
fyllstu merkingu, hann var ein af
hetjum hafsins. Hann var þann-
ig maður að sem barni í uppvexti
vildi maður ólmur feta í fótsport
hans, vera eins og pabbi. Kæm-
ist maður með tærnar þar sem
hann hafði hælana gat maður
talist bara nokkuð góður. En að
ætla sér að feta í öll hans fótspor
var einfaldlega ekki á hvers
manns færi. Pabbi var í orðsins
fyllstu merkingu ótrúlegur mað-
ur hvernig sem á það er litið.
Hann skildi eftir sig djúp fót-
spor hvar sem hann staldraði
við. Hann var ósérhlífinn vinnu-
þjarkur og eins og einn frændi
hans sagði: „Jói var eins og trak-
tor, sem stoppaði ekki fyrr en
allt var búið og hvergi eldsneyti
lengur að fá.“ Hann kunni ekki
að gefast upp, uppgjöf var orð
sem var ekki til í hans orðabók.
Það sást ágætlega á því þegar
hann á fullorðinsárum tók upp á
því að reyna fyrir sér í kraftlyft-
ingum. Byrjaði smátt, prufaði að
setja nokkur Akureyrarmet, síð-
an ófá Íslandsmet og fáein
heimsmet og að lokum bættist
heimsmeistaratitill við í safnið,
ekki einu sinni heldur tvisvar.
Ekkert hálfkák, þannig var
pabbi. Áhugi pabba á íþróttum
var með eindæmum. Þá körfu-
bolta- og fótboltaleiki hjá Þór
sem hann missti af síðastliðin 20
ár mætti telja á fingrum annarr-
ar handar. Væri hann staddur
erlendis þegar leikir fóru fram
heima mátti ekki draga það um
of að senda sms til mömmu svo
hann gæti verið rólegur ytra.
Það verður skrítið að venjast
því fyrir okkur feðga að hafa
hann ekki með á Þórsleikina.
Fyrir son minn verður það líka
undarlegt að hafa ekki þann full-
orðna með í að horfa á Arsenal
og taka með honum einn og einn
hring í golfi. Einnig er höggvið
skarð í hóp félaganna sem hitt-
ast alla föstudagsmorgna í
Hamri, þar sem öll vandamál
heimsins eru rædd og leyst. Já,
þegar menn eins og pabbi hverfa
af sjónarsviðinu breytist margt,
stórt skarð sem verður vand-
fyllt.
Ég er afar þakklátur fyrir það
að hafa fengið að hafa átt hann
að. Sjóarann, verkamanninn, bíl-
stjórann, íþróttamanninn, vin-
inn og Þórsarann pabba minn,
afa barna minna og langafa
barnabarna minna kveð ég með
virktum. Ég er þakklátur fyrir
öll þau ár sem við áttum samleið
í lífinu. Pabbi, þú veittir mér og
mínum svo ótal margt. Þökk sé
þér að ég get haldið áfram að
halda í humátt á eftir þér, hafa
þig sem fyrirmynd, láta mig
dreyma um að koma tánum þar
sem þú hafðir hælana. Komið er
að leiðarlokum, leiðir skiljast í
bili a.m.k. Pabbi minn, ég mun
reyna að halda vel utan um
mömmu og veita henni styrk í að
halda áfram lífinu án þín enda
missir hennar mikill. Lokaorð
mín eru þessi: „Hver minning
um þig er sem dýrmæt perla.“
Þinn sonur,
Páll Jóhannesson.
Elsku pabbi, nú er komið að
leiðarlokum hjá þér. Það koma
upp ótal margar minningar sem
ég mun ávallt geyma í hjarta
mínu. Það er engin leið að minn-
ast þín í fáum orðum, um mann
eins og þig sem afrekaðir svo
mikið þarf að skrifa heila bók.
Skrítið hvernig hlutirnir æxlast
að þú skyldir vera staddur hérna
fyrir sunnan. Við fjölskyldan
mín náðum að kveðja þig vegna
þess, ég náði að tala við þig áður
en þú kvaddir þennan heim.
Þessi dagur mun aldrei gleym-
ast enda markar hann spor í lífi
okkar. Ivan Freyr barnabarn
mitt átti afmæli þennan dag og
skírt var barnabarn elsta bróður
míns sem fékk nafnið Katrín
Þóra.
Við systkinin munum gæta
mömmu vel og hugsum um hana
í þessari erfiðu sorg. Minning
þín er ljós í lífi mínu. Læt hérna
fylgja tvö ljóð að lokum.
Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý
og hógvær göfgi svipnum í.
Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt
og hugardjúpið bjart og stillt.
(Höf. ók.)
Táp var þitt eðli,
trúr til góðs þinn vilji,
stofnsettur varst þú á sterkri rót.
Um þig og að þér
öfl og straumar sóttu,
sem brotsjór félli fjalls við rót.
Orka þér entist,
aldur tveggja manna,
að vinna stórt og vinna rétt.
Vitur og vinsæll
varstu til heiðurs
í þinni byggð og þinni stétt.
(Einar Ben.)
Þín dóttir,
Hrönn.
Mig langar að minnast
tengdaföður míns Jóhannesar
Ingólfs Hjálmarssonar. Ég
kynntist honum vorið 1986 þeg-
ar ég kynnist dóttur hans. Þegar
ég kom fyrst á heimili hans var
þar margt fólk því það hafði
spurst út að dóttir hans væri að
koma að sunnan með kærasta
sinn. Tekið var á móti mér með
miklum kostum og gleði. Þegar
ég bað svo dóttur hans um að
flytja til mín suður var haldinn
fundur með mér og spurt að því
hvort alvara væri í þessu sam-
bandi, hvort ég gæti séð fyrir
henni. Við tengdapabbi urðum
svo góðir vinir að við kölluðum
hvor annan okkar millinöfnum.
Alltaf var gaman að koma
norður, þar áttum við okkar
tíma saman. Hann var mikill
Þórsari og bauð mér með sér í
kaffi og meðlæti í Hamar, þar
var hlustað á félagana tala um
íþróttir. Við löbbuðum svo
nokkra hringi á vellinum. Þess-
ara stunda á ég eftir að sakna
mikið. Tengdapabbi smíðaði
nokkur skipslíkön sem hann var
stoltur af, eitt af fyrstu verkum
mínum þegar ég kom norður var
að fara út í bílskúr með honum
og skoða smíðina. Hann fékk
hjálp við smáatriðin frá Palla
syni sínum og sagði óspart frá
því svo allir vissu af því.
Ég kveð hér með tengdaföður
minn með miklum söknuði og
gleymi honum aldrei. Votta
tengdamóður minni, systrum
hans og allri fjölskyldunni sam-
úð mína. Megi guð vernda þau.
Þinn tengdasonur,
Ágúst Sigurður Hrafnsson.
Elsku afi minn og langafi, nú
ertu farinn frá okkur og það er
sárt að horfa á eftir þér.
Þú varst alltaf eini afi minn og
auðvitað sá allra besti. Ég vakn-
aði að morgni 19. febrúar síðast-
liðins og var svo spennt, við vor-
um að fara að halda upp á
afmælið hans Ivans og ætlaði
Davor að fara í Mosfellsbæinn
að sækja ykkur enda alltaf gam-
an að fá ykkur og einnig að koma
til ykkar. Því miður komust þið
ekki þennan dag því þú varst
orðinn veikur, en við Davor urð-
um þess aðnjótandi að geta kom-
ið og kvatt þig um kvöldið. Þú
kvaddir okkur svo að morgni 20.
febrúar á afmælisdegi Ivans og
skírnardegi Katrínar Þóru og
var sárt að hafa þig ekki þar, en
eftir stendur fullt að góðum og
fallegum minningum enda varst
þú eðalmaður.
Ég minnist þess þegar ég var
lítil stelpa og var hjá ykkur
ömmu hvað það var gott að vera
á milli á kvöldin og þú last fyrir
okkur, ég minnist þess einnig
þegar við Davor vorum að kynn-
ast, og þegar þú vissir að hann
héldi með Arsenal sagðirðu
strax við mig að ég hefði sko val-
ið rétt enda héldi hann með
réttu liði. Þið náðuð strax saman
og urðuð hinir mestu félagar og
var það alltaf númer eitt hjá
okkur að ef við komum norður
yrði sko gist hjá ykkur til að eiga
góða stund enda alltaf best að
vera hjá ömmu og afa. Ég var
líka alltaf svo montin með þig
sem krakki enda ekki allir sem
geta státað af því að eiga afa sem
var sko heimsmeistari í kraft-
lyftingum og held ég að allir
mínir vinir hafi vitað það því ég
var sko ófeimin við að monta mig
með það. Það verður skrítið að
koma norður og enginn afi þar
og enginn langafi til að fara með
Ivan út í bílskúr, enda var það
alveg ótrúlega gaman að sjá
hvað ykkur kom vel saman og
gat hann dregið þig með sér út
um allt án þess að þú kipptir þér
upp við það og það eru nú ekki
allir sem eiga svo góðan langafa.
Afi, þú varst yndislegur mað-
ur sem verður sárt saknað en ef-
laust hefurðu það mjög gott þar
sem þú ert núna
Ég ætla að láta fylgja hér með
eina vísu sem þú samdir og gafst
mér á litlum miða sem ég geymi
í veskinu mínu og fylgir þessi
miði mér hvert sem er.
Þú skalt bara horfa á ská
og brúnir hnykla.
Sérðu kannski ömmu þá
svo bjarta og mikla.
Nú kveðjum við þig í hinsta
sinn. Guð blessi þig, elsku afi og
langafi.
Aníta, Davor og Ivan Freyr.
Það er eitt sem við höfum
ávallt vitað. Það er, að einhvern
tímann þurfum við að kveðja
þetta líf okkar á jörðinni. Það er
því afar mikil sorg í hjarta mínu
að þurfa að kveðja þig, afi, eftir
langa en jafnframt skemmtilega
samferð okkar í gegnum lífið.
Þrátt fyrir söknuðinn, er ég afar
þakklátur fyrir þann tíma sem
ég fékk með þér og þær minn-
ingar sem við áttum saman
munu lifa um ókomna tíð.
Eflaust munu margir minnast
þín sem miklum vinnuþjarki,
fyrrverandi heimsmeistara og
manni sem gat staðið allt af sér.
Ég mun þó ávallt minnast þín
sem afar góðs vinar og afa sem
var ávallt tilbúinn að gera hvað
sem er með mér. Þegar ég lít til
baka á þær mörgu samveru-
stundir sem við áttum, er afar
erfitt að velja nokkur atriði úr.
Manstu þegar ég kom til þín í
kringum 10 ára aldur og bað þig
að hjálpa mér við að smíða hillu
sem ég ætlaði að gefa foreldrum
mínum? Reyndar endaði hillu-
smíðin að mestum hluta á þér
þar sem ég gat í raun bara
skrúfað hilluna saman og lakk-
að. Manstu líka þegar við stund-
uðum golf af miklum kappi?
Golfið gerði okkur reyndar
gjarnan gráhærða, enda vorum
við pirraðir yfir því að þurfa að
koma alltof litlum bolta ofan í
alltof litla holu, auk þess að
skemma góðan göngutúr með að
dröslast með níðþungan golf-
pokann. Þrátt fyrir að íþróttin
hafi reynt á þolrifin, þá snerum
við ávallt til baka á golfvöllinn og
tókum einn hring í viðbót. Eins
og við báðum vitum, þá er ættin
okkar afar rík að þolinmæði! En
flestar minningar okkar snúast
þó í kringum Íþróttafélagið Þór
og Arsenal. Við nutum þess að
horfa á Arsenal spila sinn fagra
bolta og misstum vart af leik.
Því miður náðum við aldrei að
fara saman til Englands og
horfa á leik, þar sem örlagadís-
irnar tóku fram fyrir hendur
okkar. En þú verður þó ávallt
með mér í anda á þeim leikjum
sem ég mun fara á með Arsenal,
þegar fram líða stundir. Við tók-
um hins vegar Íþróttafélagið
Þór fram yfir allt. Við misstum
ekki af leik með Þór, hvort sem
það var knattspyrna eða körfu-
knattleikur. Ávallt varstu tilbú-
inn að fara með mig á völlinn,
sama hvernig viðraði. Ég mun
því ávallt sakna þín og hugsa til
þín þegar ég fer á völlinn. Það
verður þó aldrei eins að fara á
völlinn án þín, enda fórum við
saman á völlinn í hartnær 20 ár
eða svo.
Ég veit, hversu lánsamur ég
var að eiga þig sem afa og ég
mun sakna þín. Hins vegar
munu allar þær minningar um
þig hlýja mér um hjartaræturn-
ar, hvert sem leiðir mínar munu
liggja. Ég vona að við munum
hittast aftur og þá vona ég að ég
hafi einhverju skemmtilegu frá
að segja og við getum tekið upp
þráðinn þar sem frá var horfið.
Að lokum vil ég þakka þér fyrir
þann tíma sem við áttum saman
og lofa því að hugsa eins vel um
ömmu og ég mögulega get.
Sölmundur Karl Pálsson.
Elsku afi, að hugsa sér, nú
ertu farinn og ég sit með tárin í
augunum við tölvuskjáinn og er
að lesa minningagrein um þig á
kraftasíðu. Þú varst æðislegur
afi í alla staði og ég elskaði
meira en orð geta lýst. Það var
alltaf toppurinn þegar maður fór
norður í heimsókn að hitta afa
gamla, fara út í skúr og skoða
skipin sem þú byggðir og alltaf
þegar mér var illt þá tókstu í
tærnar mínar og kreistir og
sagðir að þetta væri svæðanudd,
það var alltaf jafn vont en samt
svo fyndið og gaman.
Ég get ekki ímyndað mér að
fara norður og þar verður eng-
inn afi. Einhvertímann mun ég
eignast konu og börn og þau fá
aldrei að hitta þig, afa minn sem
ég elska svo mikið. En ég mun
þó alltaf geta sagt þeim sögur af
hinum víðfræga Jóa fíra, afa
mínum sem gat allt! Ég montaði
mig alltaf við vini mína að afi
minn væri sko heimsmeistari í
kraftlyftingum enda er ekkert
meira cool en það að eiga svona
töff afa! Það er ótrúlegt hvað
maður lítur á alla í kringum sig
sem ódauðlega þangað til dauð-
inn skellur á. Þá virðist allt
hrynja í kringum mann. En sem
betur fer erum við náin og góð
fjölskylda og styðjum ávallt við
bakið hvert á öðru.
Það er skrítið að hugsa út í
framtíðina núna en gaman að
hugsa til baka. Þetta er mjög
erfiður tími og ég mun sakna þín
svo ótrúlega mikið. Elsku afi
minn, hérna er ljóð sem vinkona
mín sendi mér og á svo sann-
arlega við á þessari stundu. Ég
elska þig, afi, og þú munt alltaf
vera partur af mér.
Missir veldur brotnu hjarta
sem enginn getur breytt
en ást vekur minningar
sem enginn getur eytt.
Ævar Már Ágústsson.
Elsku afi, núna sitt ég hér
með tárin í augunum og rifja upp
margar minningar sem ég og þú
áttum saman. Það er oft venja
hjá mér þegar ég kem norður að
fara inn í gestaherbergi og taka
fram ættabækur og skoða þær.
Eitt skipti komstu að mér að
skoða bækurnar og sýndir mér
langafa og langömmu og bróður
þinn Halldór heitinn og sagðir
mér allt um ættina mína og það
sem mig langaði að spyrja þig
útí um langafa og langömmu og
þú svaraði eiginlega flestum
svörum sem ég spurði þig að. Og
þú sagðir mér svo mikið um
bróður þinn sem þú misstir ung-
ur.
En þann 19. febrúar síðastlið-
inn þegar ég kom uppá spítala
þá lást þú í rúminu og tilfinning-
arnar fóru að streyma í gegnum
hugann minn og það helst sem
kom upp í hugann minn var að
þú fengir loksins að hitta bróður
þinn á ný.
En ég vill enda þessi orð með
smáljóði.
Þó er eins og yfir svífi
enn og hljóti að minna á þig
þættirnir úr þínu lífi,
þeir, sem kærast glöddu mig.
Alla þína kæru kosti
kveð ég nú við dauðans hlið,
man, er lífsins leikur brosti
ljúfast okkur báðum við.
(Steinn Steinarr)
Sævar Örn.
Jóhannes Ingólfur
Hjálmarsson
HINSTA KVEÐJA
Góði besti langafi, við
erum ofboðslega þakklát
fyrir að hafa átt þig. Í
dag kveðjum við þig en
þú verður alltaf í hjarta
okkar. Við munum alltaf
elska þig. Þú varst alltaf
góður við okkur og
skemmtilegur. Þú verð-
ur alltaf langafi okkar og
mun okkur þykja vænt
um þig um alla eilífð og
söknum við þín ofboðs-
lega mikið.
Öll fjölskyldan mun
minnast þess hversu frá-
bær þú varst og verður
þú alltaf með okkur í
hjartanu. Við vitum að
þú munt alltaf fylgjast
með okkur.
Þín langafabörn,
Margrét Birta, Elín
Alma, Jón Páll og
Hólmfríður Lilja.
Fleiri minningargreinar
um Jóhannes Ingólf Hjálm-
arsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.