Morgunblaðið - 03.03.2011, Qupperneq 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MARS 2011
Raðauglýsingar 569 1100
Nauðungarsala
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Kleppsvegur 128, 201-8452, Reykjavík, þingl. eig. Norðurbakki ehf.,
gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 7. mars 2011 kl. 11:00.
Miklabraut 70, 203-0567, Reykjavík, þingl. eig. Guðni Birgir Gíslason,
gerðarbeiðendur Lífeyrissj. starfsm.rík., B-deild, ogTrygginga-
miðstöðin hf., mánudaginn 7. mars 2011 kl. 11:30.
Sundlaugavegur 12, 201-8859, Reykjavík, þingl. eigandi Rúnar Bjarni
Bjarnason, gerðarbeiðendur Innheimtustofnun sveitarfélaga,
Sýslumaðurinn á Blönduósi ogTryggingamiðstöðin hf., mánudaginn
7. mars 2011 kl. 10:30.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
2. mars 2011.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir
Brekkugata 5, fastanr. 213-1337, Sauðárkróki, þingl. eig. Njáll Heiðar
Njálsson, gerðarbeiðendurTryggingamiðstöðin hf., Sparisjóður
Skagafjarðar og Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 9. mars nk. kl. 10:00
Skógargata 8, fastanr. 213-2183, Sauðárkróki, þingl. eig. Ingólfur Örn
Guðmundsson, gerðarbeiðendur Vátryggingarfélag Íslands, Lýsing,
Sparisjóður Reykjavíkur og nágrenni, sýslumaðurinn á Blönduósi og
sveitarfélagið Skagafjörður, miðvikudaginn 9. mars nk. kl. 11:00.
Þormóðsholt, land 193022, fastanr. 214-2253, Akrahrepp, þingl. eig.
Sævar ÞrösturTómasson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Sjóvá
Almennar tryggingar hf., Afl-Sparisjóður, Söfnunarsjóður lífeyrisrétt-
inda, miðvikudaginn 9. mars nk. kl. 14:00.
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki,
2. mars 2011.
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Austur-
vegi 6, Hvolsvelli, sem hér segir á eftirfarandi eignum:
Berjanes, fnr. 163648, Rangárþing eystra, þingl. eig. Vigfús
Andrésson, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóðir Bankastræti 7,
miðvikudaginn 9. mars 2011 kl. 10:30.
Búðarhóll 2, fnr. 193214, Rangárþing eystra, þingl. eig. Jón Þorvarður
Ólafsson og Bertha Guðrún Kvaran, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður,
miðvikudaginn 9. mars 2011 kl. 10:30.
Galtalækur, fnr. 164973, Rangárþing ytra, þingl. eig. Júlíus Ævarsson
og Páll Sigurjónsson, ehl. Júlíusar Ævarssonar, gerðarbeiðandi AFL -
sparisjóður, miðvikudaginn 9. mars 2011 kl. 10:30.
Gerði, fnr. 219-8908, Rangárþing ytra, þingl. eig. Benedikt R.
Jóhannsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður ogTrygginga-
miðstöðin hf, miðvikudaginn 9. mars 2011 kl. 10:30.
Gularáshjáleiga, lnr. 163858, Rangárþing eystra, þingl. eig. Ólafur
Árni Óskarsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Hvolsvelli,
miðvikudaginn 9. mars 2011 kl. 10:30.
Heiðarbrún 4, fnr. 212-759, Rangárþing ytra, þingl. eig. Landeigenda-
félagið ehf, gerðarbeiðandi Rangárþing ytra, miðvikudaginn 9. mars
2011 kl. 10:30.
Hvammur, lnr.165091, Rangárþing ytra, þingl. eig. CubiCasa á Íslandi
ehf, gerðarbeiðandi Rangárþing ytra, miðvikudaginn 9. mars 2011 kl.
10:30.
Hvolsvegur 20-22, fnr. 219-4859, Rangárþing eystra, þingl. eig. Joao
Maria Loureiro Moita og Idalina Da C. Da Silva A Moita,
gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 9. mars 2011 kl.
10:30.
Lyngholt 13, landnr. 212787, Rangárþing ytra, þingl. eig. Slóð ehf,
gerðarbeiðandi Rangárþing ytra, miðvikudaginn 9. mars 2011 kl.
10:30.
Meiri-Tunga 2, lóð 209885, fnr. 219-7376, Rangárþing ytra, þingl. eig.
Sigríður Þ. Sæmundsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður,
miðvikudaginn 9. mars 2011 kl. 10:30.
Öldubakki 37, fnr. 230-7383, Rangárþing eystra, þingl. eig. Sigurjón
Pálsson, gerðarbeiðandiTryggingamiðstöðin hf, miðvikudaginn 9.
mars 2011 kl. 10:30.
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli,
2. mars 2011,
Kjartan Þorkelsson.
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógar-
hlíð 6, Reykjavík, sem hér segir, á eftirfarandi eignum:
Ármúli 23, 201-2771, Reykjavík, þingl. eig. Neðrihlíð ehf,
gerðarbeiðendur Arion banki hf ogTryggingamiðstöðin hf,
mánudaginn 7. mars 2011 kl. 10:00.
Bergstaðastræti 25b, 200-7067, Reykjavík, þingl. eig. Völundur
Björnsson, gerðarbeiðandi Lífeyrissj.starfsm.rík. B-deild, mánudaginn
7. mars 2011 kl. 10:00.
Blöndubakki 20, 204-7556, Reykjavík, þingl. eig. Valur Júlíusson og
Aðalbjörg Jóna Björnsdóttir, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf,
mánudaginn 7. mars 2011 kl. 10:00.
Dalaland 14, 203-6813, Reykjavík, þingl. eig. Kristján Björn Snorrason,
gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 7. mars 2011 kl. 10:00.
Eskihlíð 14a, 203-0309, Reykjavík, þingl. eig. Baldvin Hafsteinsson,
gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf, mánudaginn 7. mars 2011 kl. 10:00.
Fálkagata 28, 202-8541, Reykjavík, þingl. eig. Jón Hafþór Þórisson,
gerðarbeiðandi Vörður tryggingar hf, mánudaginn 7. mars 2011 kl.
10:00.
Fiskislóð 45, 231-2209, Reykjavík, þingl. eig. Zuma ehf,
gerðarbeiðandi Vörður tryggingar hf, mánudaginn 7. mars 2011 kl.
10:00.
FlugvélinTF-UTA Cessna 172M Skyhawk II, árg. 1975, raðnr. 65561,
þingl. eig. Astin ehf, gerðarbeiðandiTryggingamiðstöðin hf,
mánudaginn 7. mars 2011 kl. 10:00.
Funahöfði 17A, 223-1740, Reykjavík, þingl. eig. Þb. Hafurlagnir ehf,
gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg, mánudaginn 7. mars 2011 kl. 10:00.
Háholt 4, 229-8828, Mosfellsbæ, þingl. eig. Agnar Georg Guðjónsson
og Erna Ósk Agnarsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Síminn
hf, Sparisjóður Reykjavíkur/nágr hf og Sýslumaðurinn á Blönduósi,
mánudaginn 7. mars 2011 kl. 10:00.
Jörfabakki 6, 204-8257, Reykjavík, þingl. eig. Eva Dögg
Steingrímsdóttir, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf og Jörfabakki
6,húsfélag, mánudaginn 7. mars 2011 kl. 10:00.
Lindargata 14, 200-3040, Reykjavík, þingl. eig. Sigurður Rúnar
Ásgeirsson, gerðarbeiðendur Mekka Wines& Spirits hf og Vörður
tryggingar hf, mánudaginn 7. mars 2011 kl. 10:00.
Miðtún 17, 200-9583, Reykjavík, þingl. eig. Lára Hauksdóttir,
gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 7. mars 2011 kl. 10:00.
Reyrengi 10, 221-3759, Reykjavík, þingl. eig. Elvar Hallgrímsson,
gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjavíkurborg, mánudaginn
7. mars 2011 kl. 10:00.
Skipholt 15, 227-8828, Reykjavík, þingl. eig. Brynjar Smári
Þorgeirsson, gerðarbeiðandi Friðrik Kristjánsson, mánudaginn 7.
mars 2011 kl. 10:00.
Súðarvogur 32, 202-3231, Reykjavík, þingl. eig. Guðrún Jónasdóttir,
gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf, útibú 0511, mánudaginn 7. mars 2011
kl. 10:00.
Urðarbrunnur 58, 231-1903, Reykjavík, þingl. eig. Þórður Daníel
Ólafsson, gerðarbeiðendur Vörður tryggingar hf, mánudaginn 7. mars
2011 kl. 10:00.
Vatnsveituv. Fákur, 205-3260, Reykjavík, þingl. eig. Hesthúsið ehf,
gerðarbeiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf, mánudaginn 7. mars
2011 kl. 10:00.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
2. mars 2011.
✝ Guðrún Bárð-ardóttir fædd-
ist í Laufási á Hell-
issandi 13. janúar
1924. Hún lést 22.
febrúar sl. For-
eldrar hennar voru
Guðlaug Péturs-
dóttir frá Ingjalds-
hóli og Bárður
Jónasson skipstjóri
úr Eyrarsveit í
Grundarfirði.
Systkini Guðrúnar eru: Valný,
f. 1917, Gunnleif Þórunn, f.
1919, d. 2002, Pétur, f. 1920,
Kristín Guðllaug, f. 1921, d.
2010, Jón Jónas, f. 1925. Guð-
rún giftist 27. júní 1946 Þráni
Agnarssyni bifreiðarstjóra, f.
10. apríl 1922. Börn þeirra eru:
1. Guðlaug Bára, var gift Árna
V. Sigurðssyni, þau skildu.
Dóttir þeirra er Guðrún Árný,
maki Jens Jóhannsson, þeirra
börn eru Ásthildur Bára, Árni
Björn og Gunnar Alex. 2. Óskar
Þór Þráinsson, maki Anna Guð-
mundsdóttir, þeirra börn: a.
Guðrún, maki Agnar Örn Ara-
son, synir þeirra
Ari Páll og Óskar.
b. Katrín, maki
Kristján Ingi Úlfs-
son, dóttir þeirra
Anna Rakel. Katr-
ín á fyrir Ólaf
Andra Sigurðsson.
c. Þráinn, maki
Inga Hrönn Häsler,
dóttir þeirra Eld-
ey. Guðrún stund-
aði vinnu ásamt
húsmóðurstarfi, m.a. á sauma-
stofu Andrésar Andréssonar.
Hún var afar góð saumakona
og margir leituðu til hennar
með hjálp við saumaskap. Guð-
rún og Þráinn bjuggu alla tíð í
Reykjavík fyrir utan rúmlega
tvö ár sem þau voru bændur á
Árbæ í Ölfusi. Síðustu 4 mán-
uðina dvaldi hún á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Grund þar
sem hún naut einstakrar
umönnunar.
Guðrún verður jarðsungin
frá Grafarvogskirkju í dag,
fimmtudaginn 3. mars 2011 kl.
13.
Elsku besta amma mín, það er
svo erfitt að sætta sig við að þú
sért farin og að ég sjái þig ekki
aftur en ég veit að nú líður þér vel
og ert komin á góðan stað. Þú
varst mér hvatning og veittir mér
styrk, ég gat alltaf leitað til þín og
við gátum spjallað saman um allt.
Gamla tímann, þegar þú varst
yngri, ykkur systkinin, ömmu
Laugu og hvað þú varst alltaf mik-
il pabbastelpa og allar þær stund-
ir sem ég var hjá þér, þegar ég var
yngri. Héldum tombólur, bökuð-
um trölladeig og það var alveg
sama hversu mörg börn voru með
mér, þeim var öllum boðið inn.
Betri ömmu og vinkonu er ekki
hægt að hugsa sér. Þú varst alltaf
svo hlý og góð, með hjartað á rétt-
um stað. Ég vona að ég geti verið
til staðar fyrir mín börn og barna-
börn eins og þú varst fyrir mig.
Ömmu Gunnu koss mér fylgir.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku amma Gunna mín, hafðu
þökk fyrir allt. Guð geymi þig.
Guðrún Árný Árnadóttir.
Það er erfitt að kveðja hana
ömmu Gunnu en ansi á maður nú
margar góðar minningar um
hana. Þegar ég var lítil eyddi ég
ófáum nóttunum hjá ömmu og
afa, kvaddi mömmu og pabba og
sagðist ætla að vera í burtu í
ákveðinn dagafjölda sem mér
datt í hug í það og það skiptið.
Amma var óþreytandi að spila við
mig, leyfði mér að hjálpa til við
kleinubakstur og ég skottaðist
með henni í Leiftur þegar hún
var í skúringum þar. Mörg voru
líka sumrin í laxveiðinni á Snæ-
foksstöðum. Þar „hjálpaði“ mað-
ur til við blómin, spilaði og saum-
aði út. Á menntaskólaárunum var
stutt að skreppa til þeirra í Álfta-
mýrina og það gerði ég ansi oft
þegar göt voru í stundatöflunni,
enda víst að þar biðu mín pönnu-
kökur og kókómalt.
Nokkur ár bjuggum við Agnar
í Safamýrinni og áttum það til að
koma við hjá þeim þegar við fór-
um í göngutúra um nágrennið.
Alltaf var vel tekið á móti okkur
og amma töfraði fram vöfflur eða
annað góðgæti. Seinni árin áttum
við stelpurnar það til að fara á
kaffihús með ömmu og pabbi
spurði eitt sinn þegar hann fékk
að fara með hvort við værum með
„sponsorinn“ okkar með. Amma
var alla tíð svo örlát við okkur öll,
svo einstaklega gjafmild og tók til
dæmis ekki annað í mál en að
færa okkur páskaegg langt fram
á fullorðinsaldur.
Amma var einstaklega barn-
góð og hafði mikla ánægju af því
að umgangast langömmubörnin.
Þeim var iðulega heilsað með ein-
um góðum ömmu Gunnu kossi.
Þrátt fyrir erfiða beinþynningu
tókst henni alltaf að bera sig al-
veg ótrúlega vel, tók alltaf þátt í
öllu sem viðkom fjölskyldunni ef
hún mögulega gat. Síðastliðið
haust var henni erfitt í veikindum
en hún tókst á við þau af mikilli
seiglu, náði sér ótrúlega vel á
strik og átti góðan tíma með okk-
ur. Hún dvaldist á Grund frá því í
haust þar sem vel var hugsað um
hana og það var gott að sjá
hversu vel henni leið þar. Ég
kveð ömmu með miklum söknuði
en ylja mér með góðum minning-
um.
Guðrún Óskarsdóttir.
Guðrún Bárðardóttir móður-
systir mín er látin eftir stutt en
snarpt veikindastríð 87 ára að
aldri. Guðrún var ein af 6 systk-
inum frá Laufási á Hellissandi en
að henni genginni eru þrjú þeirra
látin. Öll hafa þessi systkini náð
háum aldri. Móðir mín var sú
eina sem settist að í heimahög-
unum en hin fluttu á mölina. Milli
þeirra systra var mikill kærleik-
ur og fór mamma oft með okkur
til Reykjavíkur og var þá nær
alltaf gist hjá Gunnu frænku.
Alltaf stóð heimili hennar og Þrá-
ins opið fyrir okkur og eru minn-
ingar mínar um þessar heim-
sóknir til Reykjavíkur sem barn
og unglingur mikið tengdar þeim
heiðurshjónum.
Það var oft glatt á hjalla í
þessum heimsóknum. Þráinn
spilaði á orgelið og ég stillti mér
upp og söng eins og lungun
leyfðu og var látin halda að ég
væri bara flott söngkona. Marga
textana kenndu þau mér en
einna vænst þykir mér um Que
sera sera því Gunna söng það lag
með íslenskum texta á alveg sér-
stakan hátt.
Gunna var einstaklega falleg
kona í útliti en hún hafði líka til að
bera fallegt innræti, sem við sem
áttum samleið með henni fengum
svo ríkulega að njóta. Á milli okk-
ar Gunnu var sterkur strengur
og hefur hún alla tíð skipað stór-
an sess í hjarta mínu. Ástúð
hennar og umhyggja í minn garð
var einstök og fór ég ætíð glaðari
og ríkari af hennar fundi. Þegar
við kvöddumst sagði hún alltaf:
Guð launi þér fyrir heimsóknina.
Guð þarf ekki að launa mér neitt
því hún gaf mér meira en ég
henni.
Síðustu sólarhringarnir í lífi
hennar voru henni erfiðir en aldr-
ei kvartaði hún né vildi láta fyrir
sér hafa. Hún tók því sem að
höndum bar með einstöku æðru-
leysi og andlegu atgervi hélt hún
til hinstu stundar. Hún kvaddi
okkur hvert af öðru á sinn fallega
hátt því hún vissi að hverju
stefndi.
Ég vil gjarnan trúa því að þær
systur, mamma, Stína og Gunna
séu komnar í sumarkjólana sína
og dansi nú á grænum grundum,
mamma í gulum kjól, Stína í
bleikum og Gunna í fjólubláum.
Ég kveð hana frænku mína sem
mér þótti svo undurvænt um,
með þessari setningu úr laginu
Que sera sera. Que sera sera.
Það verður og fer sem fer.
Hið ókomna enginn sér.
Que sera sera.
Elsku Þráinn, Óskar, Anna,
Bára, Árný, Guðrún, Katrín, Þrá-
inn og fjölskyldur, megi góður
Guð styrkja ykkur. Minningin
um einstaka konu mun ylja okkur
um ókomin ár.
Steinunn Tryggvadóttir
og fjölskylda.
Elsku frænka mín. Frá því ég
fæddist varstu mér sem önnur
móðir. Hjá þér átti ég alltaf skjól
og hlýju. Nú ertu horfin yfir í
ljósið bjarta.
Trúarinnar traust og styrkur
tendrar von í döpru hjarta.
Eilífðin er ekki myrkur,
eilífðin er ljósið bjarta.
(Helgi Sæmundsson.)
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Blessuð sé minning Guðrúnar
Bárðardóttur.
Gísli Már.
Guðrún
Bárðardóttir
Bridsdeild
Breiðfirðingafélagsins
Eftir tvö kvöld í þriggja kvölda hrað-
sveitakeppni eru þau Ingibjörg, Sólveig,
Unnar og Garðar með góða forustu. Röð
efstu sveita í 13 sveita keppni er þessi:
Ingibjörg Guðmundsd. - Solveig Jakobsd.
- Unnar A Guðmss. - Garðar V Jónsson 985
Magnús Sverriss. - Halldór Þorvaldsson
- Oddur Hannesson - Árni Hannesson 927
Sveinn Sveinsson - Gunnar Guðmss.
- Sigurjóna Björgvinsd. - Karólína Sveinsd. 914
Kári Jónss. - Marteinn Marteinss. - Karl Karlsson -
Sigurður R Steingrímss. 914
Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14,
á sunnudögum kl. 19.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is