Morgunblaðið - 03.03.2011, Page 31
DAGBÓK 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MARS 2011
Sudoku
Frumstig
5 4
6
6 1 4 5
4 7 3 2
6 9 4
2 3 1 9
3 9 2
1 6 3
1 2 5
4
9 4 8 6
8 1 3
7 1
6 7 9
4 9
3 2 8
2 1 8 3 4
8 7
7
1 9 2 4 8
6
8 5 1
2 4 5 9
3 4
8 5
2 7 1
9 8 7
4 1 2 3 8 6 7 9 5
9 3 8 2 7 5 6 4 1
5 6 7 9 4 1 2 8 3
8 9 5 6 3 2 1 7 4
3 2 1 7 9 4 8 5 6
7 4 6 1 5 8 9 3 2
6 7 3 4 2 9 5 1 8
2 8 9 5 1 3 4 6 7
1 5 4 8 6 7 3 2 9
2 9 3 1 6 5 7 4 8
4 7 8 2 9 3 1 5 6
6 1 5 4 8 7 2 9 3
5 3 2 8 1 4 6 7 9
8 6 7 5 2 9 4 3 1
9 4 1 3 7 6 8 2 5
7 2 6 9 3 1 5 8 4
3 8 4 6 5 2 9 1 7
1 5 9 7 4 8 3 6 2
3 7 2 5 9 6 1 8 4
4 1 9 8 7 3 2 5 6
8 5 6 1 4 2 7 9 3
7 2 4 9 6 1 8 3 5
9 8 3 7 2 5 4 6 1
1 6 5 3 8 4 9 7 2
5 9 1 4 3 8 6 2 7
2 4 7 6 5 9 3 1 8
6 3 8 2 1 7 5 4 9
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður
að gerast þannig að hver
níu reita lína bæði lárétt
og lóðrétt birti einnig töl-
urnar 1-9 og aldrei má tví-
taka neina tölu í röðinni.
Í dag er fimmtudagur 3. mars,
62. dagur ársins 2011
Orð dagsins: Hver er sá, er mun gjöra
yður illt, ef þér kappkostið það sem
gott er? (1Pt. 3, 13.)
Víkverji fékk um daginn tölvupóstfrá Terence Patrick McCulley
þar sem hann segist vera nýskipaður
sendiherra Bandaríkjanna í Nígeríu
og kveðst geta fært mér þau gleði-
tíðindi að í samráði við nígerísk
stjórnvöld hafi verið ákveðið að veita
Víkverja 500 þúsund dollara í bætur
fyrir alla þá fyrirhöfn, sem Víkverji
hefur þurft að leggja á sig í áranna
rás til að ná í sjóði sína í Nígeríu. Til
að fá peningana þyrfti Víkverji að-
eins að ganga frá einu formsatriði,
senda 120 dollara til að hægt væri að
ganga frá pappírsvinnunni.
x x x
Víkverji tókst allur á loft við að fábréf frá sendiherranum. Hann
byrjaði þó á að slá honum upp á net-
inu og komst að því að allt kom heim
og saman. Terence Patrick McCul-
ley er nýskipaður sendiherra Banda-
ríkjanna í Nígeríu. Víkverja fannst
vitaskuld ekkert athugavert við það
að hann ætti enga sjóði í Nígeríu og
þaðan af síður að hann hefði alls ekki
verið að reyna að nálgast neina sjóði
þar undanfarin ár. Það eina sem
komst að var að hálf milljón dollara
er jafnvirði tæplega 60 milljóna
króna. Víkverji sá fyrir sér flatskjá í
hvert herbergi, drauminn um ferða-
lagið til Egyptalands, Túnis og Líbíu
rætast og hann gæti borgað þann
hlut af Icesave, sem á að þröngva
upp á hann, strax ef honum tækist
ekki að koma fénu fyrir á Tortólu.
x x x
Eftir nokkurra mínútna veru-leikafirringu fóru hins vegar
efasemdirnar að sækja að. Tölvu-
pósturinn var dálítið grunsamlegur.
Sendiherranum var t.d. mjög í mun
að sýna fram á hver hann væri og
rakti feril sinn í löngu máli. Hann
ákvað því að senda sendiherranum
tölvupóst og segja honum að þetta
hlyti að vera misskilningur, en ef
hann ætti einhvern tímann leið til Ís-
lands væri hann velkominn í heim-
sókn. Sendiherrann hefur ekki svar-
að póstinum og Víkverji er hættur
að velta fyrir sér hvað hann ætli að
gera við sjóði sína í Nígeríu, en pen-
ingarnir frá frúnni í Hamborg eru
annað mál. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 roggin, 8 vissi, 9
drukkna, 10 tangi, 11 stúlk-
an, 13 vætan, 15 heitis, 18
nurla saman, 21 hreysi, 22
jarða, 23 hótar, 24 skuldar
ekkert.
Lóðrétt | 2 eldstæði, 3 eydd-
ur, 4 hegna, 5 álíti, 6 ryk-
hnoðrar, 7 hitti, 12 fag, 14
mánuður, 15 biti, 16 flæk-
ingur, 17 brotsjór, 18 sæti,
19 höfðu upp á, 20 siga.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 vomar, 4 sýkil, 7 túlum, 8 rengi, 9 tjá, 11 róar, 13
maka, 14 ýlfra, 15 gróf, 17 tákn, 20 err, 22 ölæði, 23 erjur, 24
totta, 25 síðla.
Lóðrétt: 1 votar, 2 molla, 3 rúmt, 4 skrá, 5 kenna, 6 leifa, 10 jöf-
ur, 12 rýf, 13 mat, 15 gjögt, 16 ófært, 18 áfjáð, 19 narra, 20 eira,
21 refs.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. c4 c6 2. g3 d5 3. Rf3 e6 4. Bg2 Bd6 5. O-O
f5 6. d3 Rf6 7. Rc3 O-O 8. e4 dxe4 9. dxe4
Bc5 10. Dxd8 Hxd8 11. e5 Rg4 12. Bg5 He8
13. a3 Rd7 14. b4 Bb6 15. Bf4 Bc7 16. Hfe1
g5 17. Rxg5 Rgxe5 18. Had1 Bb8 19. c5 h6
20. Rh3 Rf7 21. b5 Bxf4 22. Rxf4 Rxc5 23.
bxc6 Hb8
Staðan kom upp í Skákþingi Reykjavík-
ur, Kornax-mótinu, sem lauk fyrir skömmu
í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur. Sig-
urvegari mótsins, alþjóðlegi meistarinn
Björn Þorfinnsson (2404), hafði hvítt gegn
Jóhanni H. Ragnarssyni (2075). 24. Rcd5!
Kh8 svartur hefði einnig verið í vanda
staddur eftir 24… Kg7 25. Rh5+ Kh8 26.
c7 Ha8 27. Rdf4. 25. c7 Ha8 26. Rf6 Hf8 27.
Rg6+ Kg7 28. Rxf8 Kxf6 29. Hd8 hvítur er
nú skiptamun yfir og með unnið tafl.
29…Ke7 30. Rg6+ Kf6 31. Rf4 e5 32. Hc1
Re4 33. Rd5+ Ke6 34. Bxe4 fxe4 35. Hd1
b6 36. He8+ og svartur gafst upp.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Lauslæti. A-AV.
Norður
♠D853
♥G10
♦ÁDG7
♣ÁK7
Vestur Austur
♠Á9762 ♠G4
♥K9 ♥D84
♦102 ♦K9643
♣G1053 ♣842
Suður
♠K10
♥Á76532
♦85
♣D96
Suður spilar 4♥.
Við lifum í ýmsum skilningi á laus-
látum tímum. Svo dæmi sé tekið þyk-
ir ekkert tiltökumál að opna á veik-
um tveimur með ásinn örsmátt
sjötta. Rökin eru þau að lífið sé stutt
og ekki gangi að sóa því í endalausa
bið eftir nákvæmlega réttu spilunum.
Í sýningarleik frá NEC-mótinu
opnaði suður á 2♥ í báðum sölum.
Norður stýrði sögnum í 4♥ og vestur
kom út með ♣G. Sagnhafarnir tveir
tóku slaginn í borði og létu ♥G rúlla
yfir á kóng vesturs. Nú kom tígull til
baka, tían á öðru borðinu, en tvist-
urinn á hinu. Sagnhafi svínaði, austur
drap og spilaði aftur tígli. Á borðinu
þar sem vestur hafði splæst tíunni
reyndist ♦8 heima nógu öflug til að
eiga slaginn. Sagnhafi tók ♥Á, fór
inn í borð á lauf og henti ♠K10 niður
í tígul. Tíu slagir.
2. mars 1976
Átta manns fórust þegar vél-
báturinn Hafrún frá Eyrar-
bakka sökk út af Grindavík.
Hann var á leið til loðnuveiða.
2. mars 1982
Bíóhöllin í Reykjavík hóf
starfsemi. Hún rúmaði 1040
manns í sæti í sex sýningar-
sölum og var þá stærsta kvik-
myndahús á Íslandi. Tæpum
áratug síðar fjölgaði sölunum.
2. mars 1999
Áburðarverksmiðja ríkisins
var seld Haraldi Haraldssyni
og fleirum fyrir 1.257 millj-
ónir króna. Kaupverðið var
staðgreitt daginn eftir.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson
Þetta gerðist …
„Ég hef yfirleitt alltaf verið til sjós á afmælisdag-
inn,“ sagði Lárus Grímsson, fyrrverandi loðnu-
skipstjóri, sem er sextugur í dag. Hann er hættur
til sjós, a.m.k. í bili, og er sölumaður fiskileitar-
tækja hjá Brimrúnu. En hvernig er að vera í landi
og bullandi loðnuveiði?
„Það er erfitt að vera að velta manni mikið upp
úr því þegar skemmtilegast er og maður situr í
landi,“ sagði Lárus. „Grunnnótaveiði á þessum
tíma var langskemmtilegasti tími ársins.“
Lárus byrjaði til sjós 16 ára og varð skipstjóri
upp úr tvítugu. Árin til sjós urðu um fjörutíu. Lár-
us byrjaði á hafrannsóknaskipi en langaði að læra hringnótarveiðar
og fór niður í Persaflóann á nótabát. Á þeim árum var nær ómögulegt
að komast inn í þær veiðar hér sem skipstjórnarmaður nema vera
sonur skipstjóra eða útgerðarmanns. Lárus var læknissonur og alls
ótengdur útgerð. Eftir veruna í Persaflóanum fékk hann tækifæri á
Ljósfara ÞH frá Húsavík sem afleysingaskipstjóri. Eftir það starfaði
Lárus eitt sumar sem skipstjóri á vegum FAO á Balí. Hann kom aftur
heim og var m.a. skipstjóri á Hafrúnu ÍS, Hilmi II, Júpiter, Sunnu-
bergi NS og var síðast á Lundey NS. gudni@mbl.is
Lárus Grímsson, fv. skipstjóri, er 60 ára í dag
Skemmtilegasti tími ársins
Flóðogfjara
3. mars Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur
Reykjavík 5.54 3,8 12.07 0,6 18.09 3,6 8.29 18.51
Ísafjörður 1.47 0,3 7.50 1,9 14.15 0,2 20.08 1,7 8.39 18.51
Siglufjörður 3.50 0,3 10.05 1,2 16.25 0,1 22.38 1,1 8.22 18.34
Djúpivogur 3.11 1,8 9.15 0,4 15.15 1,8 21.25 0,3 8.00 18.19
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú þarft að gefa sjálfum þér hressi-
lega hvatningu. Láttu álit annarra sem vind
um eyru þjóta, þú ert sjálfur þinn besti vin-
ur.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú rembist sem rjúpan við staurinn.
Hvernig væri að bæta rausnarlegu klappi á
bakið á þér við listann yfir dagleg viðfangs-
efni?
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Einhverra hluta vegna tekst þér
ekki að einbeita þér að því sem máli skiptir.
Vertu öðrum gott fordæmi. Þú þráir ým-
islegt sem þú færð um síðir.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Það er hreint út sagt bráðnauðsyn-
legt að þú hugsir vel til hvaða ráða þú grípur
til þess að leysa viðkvæmt einkamál. Hnýttu
lausa enda þar sem við á.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú hefur verið mjög upptekin/n og
þarft nú að gefa öðrum gaum. Mundu að þú
ert fyrst og fremst sál sem gæðir hina jarð-
nesku skel lífi.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Hugsun þín beinist að hagnýtum
langtímaviðfangsefnum í dag. Tafir og mis-
skilningur heyra nú fortíðinni til. Þú ert með
tromp á hendi.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú gerir allt sem ástvinur biður um. Tal-
aðu við aðra í sömu stöðu og þú ert og
reyndu að njóta lífsins til fulls.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Það er auðvelt að finna eitthvað
athugavert við mannkynið. Reyndu samt að
vera hlutlaus í umræðum er varða aðstæður
náins ættingja.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Gerðu sjálfum þér eitthvað gott í
dag því það er fyrir öllu að þú sért ánægð/
ur með sjálfa/n þig. Allt sem þú þarft hefur
þú nú þegar.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Það sem þú skilur ekki verður út-
skýrt – seinna. Vertu einbeitt/ur, komandi
helgi býður upp á ýmis tækifæri.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þótt það sé gott að fá athygli
skaltu gæta þess að það sé ekki á annarra
kostnað. Sjaldan veldur einn þá tveir deila.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Gátan í lífi þínu bíður þess að verða
leyst. Reyndu að hafa áhrif á þér yngra fólk,
það hlustar betur en þú heldur.
Stjörnuspá
Kristjana Sig-
ríður Vagns-
dóttir frá Ósi í
Arnarfirði verð-
ur áttræð 8.
mars næstkom-
andi. Af því til-
efni býður hún
ættingjum og
vinum að fagna
með sér í félagsheimilinu á Þing-
eyri í Dýrafirði laugardaginn 5.
mars kl. 15.
80 ára
Guðmundur
Stefánsson í
Skipholti, Hruna-
mannahreppi, er
áttræður í dag, 3.
mars. Hann lang-
ar að bjóða vin-
um og vanda-
mönnum til
afmælisveislu í
Félagsheimili Hrunamanna,
laugardaginn 5. mars næstkom-
andi, frá kl. 19 til 23. Guðmundur
vill ekki láta bera í sig gjafir á af-
mælinu.
80 ára
Nýbakaðir foreldrar?
Sendið mynd af barninu til birtingar
í Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda
mynd af barninu með upplýsingum
um fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig
má senda tölvupóst á barn@mbl.is