Morgunblaðið - 03.03.2011, Síða 4

Morgunblaðið - 03.03.2011, Síða 4
4 | MORGUNBLAÐIÐ S íðustu tvö árin hafa markaðsmálin, hérlendis sem erlendis, snúist um að komast af í kreppu. Sitt sýnist hverjum um strauma og stefnur í markaðs- og kynningarmálum en fræðin hafa samt sem áður nokkuð staðfasta forskrift af því sem gera skal ef á bátinn gefur – slá hvergi af heldur spýta í og sækja sem fastast. Hvernig finnst Gunnari hafa tekist til hér heima? „Við erum með dæmi um alls konar við- brögð við niðursveiflunni hérlendis. Í raun- inni erum við að horfa upp á eina allsherjar tilraun í því hvað á að gera og hvað ekki. Ég hlakka þar af leiðandi mikið til að sjá rann- sóknir um árangur mismunandi aðferða, eft- ir því hvort fyrirtæki drógu skarpt úr mark- aðsstarfinu eða bættu í. Hitt er annað mál að í sumum tilfellum eru niðurstöður farnar að birtast hvað þetta varðar því fyrirtæki sem spöruðu við sig í markaðsaðgerðum til að mæta minnkandi tekjum eru að súpa seyðið af því á ótrúlega skömmum tíma eða tveim árum. Vörur gleymast ef þeim er ekki sinnt því markaðsstarfsemin er svo gríð- arlega mikilvæg.“ Gunnar bendir þó að að ekki dugi að moka fúlgum fjár í kynning- arstarfsemi. „Ef það er ein lexía sem svona ástand kennir fólki þá er það að taka markaðs- og sölumálin fastari tökum, ekki með því draga saman seglin heldur skipuleggja sig ennþá betur, vera viss um tilgang hverrar krónu sem varið er og vera handviss um hvað mað- ur er að gera.“ Þessu til stuðnings nefnir Gunnar að til séu mörg dæmi hérlendis um fyrirtæki sem brugðust við aðstæðunum með viðeigandi hætti og bættu stöðu sína í kjölfarið. Samfélagsmiðlar sækja í sig veðrið Með hverjum deginum færast í aukana að- gerðir fyrirtækja á vettvangi hina svonefndu samfélagsmiðla (e. social media) á borð við Facebook og Twitter. Erlendis er þró- unin víðast á þá leið að innan fyrirtækja hefur ákveðinn hópur fólks fullt starf af því að sinna þeim hluta kynning- arstarfsins, ef þeim er ekki hreinlega úthýst til auglýs- ingastofa og ráðgjafafyr- irtækja. Á Gunnar von á svipaðri þróun hérlendis í bráð? „Sum fyrirtæki eru þegar að þróast langt í þessa átt og sinna þessum málum af fullri alvöru. Líttu til dæmis á það hvernig Ice- landair tókst að vinna út úr hinum mikla vanda í tengslum við eldgosið mikla á síð- asta ári. Að sjálfsögðu var þetta mikil krísa fyrir flugfélag á Íslandi en samfélagsmiðlar og internetið almennt gegndi augljóslega lykilhlutverki í því að koma upplýsingum áleiðis til almennings.“ Gunnar er sem sé á því að Ísland fari fyrr en síðar í sömu átt og þróunin hefur legið erlendis, en bendir engu að síður á að um- hverfið hérlendis sé um margt frábrugðið útlöndum. „Hinir hefðbundnu miðlar eru afar sterkir hér á landi, sjónvarpsstöðvar með 30-50% áhorf, dagblöðin eru með öfluga dreifingu og mikinn lestur og heimsóknartölurnar sem mest sóttu vefsvæðin fá eru algerlega ótrú- legar. Aftur á móti verður þróun ekki stöðv- uð og markaðsfólk þarf sífellt að tileinka sér nýja hluti. Síðan er alltaf gamli kjarninn sem breytist ekkert – þú þarft plan, mark- hóp, markmið.“ Áhugavert á árinu Þegar talið berst að áhugaverðum markaðs- aðgerðum erlendis á síðasta ári er Gunnar fljótur til svars. „Af athyglisverðum erlendum vörumerkj- um langar mig til að nefna vörumerki sem ég tengist beint úr starfi mínu hjá Ölgerðinni en það er vörumerkið Red Bull, vinsæl- asti orkudrykkur í heimi. Mér finnst algjörlega einstakt að fylgjast með aðferðum þeirra við að tengja vörumerkið ým- iss konar upplifunum. Ég held að það sé mikið hægt að læra af þeirra aðferðum. Ég er sérstaklega hrifinn af því hvernig þeir búa til viðburði. Skipulagning þeirra, und- anfari og eftirfylgni er eitt- hvað sem önnur fyrirtæki geta tekið til fyrirmyndar.“ Og Gunnar nefnir dæmi um þá sérstöðu sem fyrirtækið hefur náð að skapa sér. „Þeir hafa til dæmis umtalsverðar og vax- andi tekjur af því að selja fjölmiðlum efni frá viðburðum tengdum Red Bull. Þetta er öfundsverð staða að vera í. Að mínu mati er Red Bull gott dæmi um þá verðmætasköpun sem hægt er að ná fram með aðferðum markaðsfræðinnar.Vissulega er varan mik- ilvæg og Red Bull hefur margt með sér þar en framsýni þeirra í markaðsstarfi á stóran og mikinn þátt í þeirri söluaukningu sem átt hefur sér stað á drykknum.“ Líður að hátíð, líður að lúðri ÍMARK-hátíðin er haldin í 25. skiptið í dag og það eru breytingar á fyrirkomulagi vals verðlaunahafa í ár. „Þetta er skemmtilegur viðburður þar sem markaðsfólk og auglýsingagerðarfólk kemur saman og heiðrar þá sem stóðu upp úr í íslenskri auglýsingagerð,“ segir Gunnar. „Við brugðum á það ráð að breyta örlítið til við að dæma innsendingarnar. Að þessu sinni var farin sú leið að ákveða tilnefningar og sigurvegara með blöndu af atkvæða- greiðslu og opinni umræðu. Þetta er nokkur nýjung þar sem áður hefur verið leynileg at- kvæðagreiðsla og hún var látin ráða. Reynsl- an á eftir að dæma þessa aðferð en hún lofar góðu. Við eigum örugglega eftir að sjá þetta þróast enn frekar á komandi árum en ég tel að þetta sé skynsamlegt skref. Lúðurinn skiptir miklu máli og við viljum að sjálf- sögðu hafa sem mesta sátt í kringum val- ið.Við erum jú að leita að athyglisverðustu auglýsingum hvers árs.“ Sem fyrr var dómnefndin skipuð markaðs- fólki, starfsfólki á auglýsingastofum og há- skólafólki. „Það er mjög skemmtilegt að koma að þessu verkefni og það er alveg skýrt í mín- um huga að íslenskt auglýsingagerðarfólk er að gera frábæra hluti.“ En það var ekki bara valferlið sem var með nýju sniði í ár heldur lítur nýr lúður dagsins ljós. Gunnar lýsir nýju verðlaun- unum þannig: „Við verðum með nýjan lúður sem snýr að árangursríkustu auglýsingaherferðinni og kallast ÁRA. ÁRAsamsvarar gömlu Effie- verðlaununum sem veitt hafa verið und- anfarin ár. Við veitum þar viðurkenningar þeim herferðum sem náðu yfirburðaárangri í að ná þeim markmiðum sem þær voru hannaðar til að ná. Hér er verið að horfa á dálítið aðra þætti en í keppninni um athygl- isverðustu auglýsingarnar. Hér er mikið horft til mælanlegs árangurs. Það verður af- ar áhugavert að sjá tilnefningarnar í þessum flokki en við erum með mörg dæmi um mjög svo árangursríkar herferðir á síðasta ári,“ segir Gunnar að endingu. jon.olason@gmail- .com Í hringiðu síbreytileikans Gunnar B. Sigurgeirsson er stjórnarformaður ÍMARK og þekkir því mætavel hinn sí- breytilega heim markaðs- málanna. Í tilefni uppskeru- hátíðar ÍMARK sem fer fram á morgun var Gunnar tekinn tali. Morgunblaðið/RAX Stjórnarformaðurinn „Lúðurinn skiptir miklu máli og við viljum að sjálfsögðu hafa sem mesta sátt í kringum valið.Við erum jú að leita að athyglisverðustu auglýsingum hvers árs. “ Við brugðum á það ráð að breyta örlítið til við að dæma inn- sendingarnar. Að þessu sinni var farin sú leið að ákveða til- nefningar og sig- urvegara með blöndu af atkvæðagreiðslu og opinni umræðu. Útgefandi: Árvakur Umsjón: Birta Björnsdóttir birta@mbl.is Blaðamenn: Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is Birta Björnsdóttir birta@mbl.is Jón Agnar Ólason jon.olason@gmail.com María Ólafsdóttir maria@m- bl.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Auglýsingar: Katrín Theodórsdóttir kata@mbl.is Forsíðumyndin er frá Getty. Breytingar annaðist Elín Esther Magnúsdóttir Prentun: Landsprent ehf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.