Morgunblaðið - 03.03.2011, Side 14

Morgunblaðið - 03.03.2011, Side 14
14 | MORGUNBLAÐIÐ Ó gnun í starfsumhverfi getur á stundum skapað tækifæri. Þegar að kreppir er mikilvægt að stjórnendur fari vel með peninga. Það á ekki síst við um markaðs- mál og peninga sem í þau eru ætluð. Því mun kreppan neyða menn til faglegri vinnu- bragða í markaðsmálum,“ segir Þórhallur Örn Guðlaugsson, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og forstöðumaður BS-náms í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Þegar vetrarstarf Háskóla Íslands hófst voru um 1.300 nemendur í viðskiptafræði- deild skólans: tæplega 700 í grunnnámi og um 600 í framhaldsnámi. Á báðum stigum voru konurnar lítið eitt fleiri. Vandaði ekki vinnu sína Þórhallur segir efnahagshrunið ekki hafa dregið úr áhuga fólks á viðskipafræðinámi, heldur þvert á móti. Mikið sé um að fólk sem gerði hlé á námi, þegar uppsveifla var í atvinnulífinu, snúi nú til baka. Þá hafi Há- skóli Íslands opnað dyr sínar með inntöku nemenda um áramót sem sjaldan sé gert. „Við höfum heyrt ýmsar rangfærslur um hlut viðskiptafræði í efnahagshruninu. Sagt hefur verið t.d. að hrunið sé viðskipta- menntun í landinu að kenna. Það er mikill misskilningur,“ segir Þórhallur. „Efnahagshrunið virðist fyrst og fremst tengjast því að fólk vandaði ekki vinnu sína. Í viðskiptafræðideild HÍ er hins vegar lögð áhersla á að vandað sé til verka. Viðskipta- fræðingar starfa víða, ekki bara í bönkum eða fjármálastofnunum. Hvert fyrirtæki og stofnun þarf viðskiptafræðinga til stjórn- unarstarfa, til að sjá um markaðs- og starfs- mannamál, fjármál og reikningsskil og fleira. Í raun er viðskiptafræðimenntun sí- gild og nýtist alltaf vel.“ Markaðslínan er vinsælust Í viðskiptafræðideild HÍ eru fjórar áherslu- línur, þar sem fólk getur numið fjármál, stjórnun, reikningshald eða markaðs- fræði og lýkur þá BS-gráðu. Síðustu ár hefur markaðs- línan verið vinsælust og 40- 50% nýnema skráð sig þar. Hagnýtt nám á fræðilegum grunni er einkunnarorð við- skiptafræðináms við HÍ. Þeg- ar kemur að síðari stigum námsins, það er meistara- gráðu, vinna nemendur undir handleiðslu kennara að verk- efnum, oft fyrir fyrirtæki eða stofnanir. Hvað markaðsfræði varðar má nefna verkefni á sviði markaðsgreiningar, áætlana í markaðsmálum, vörumerkjastjórn- unar og mats á þjónustugæðum svo eitthvað sé nefnt. Slík verkefni eru unnin á nám- skeiðum eða sem lokaverkefni nemenda. Al- mennt má segja að BS-verkefni séu hagnýt en í MS-verkefnum er gerð ríkari krafa um fræðilega undirstöðu þó hagnýt geti verið eigi að síður. Ímynd, viðhorf og tryggð Meðal nýlegra BS-verkefna í markaðsfræði má nefna mat á ímynd, viðhorfi og tryggð fyrir Símann, mat á endurauðkenningu Ís- landsbanka, áhrif barna á kauphegðun og neyslu foreldra, mat á ímynd íslenskra við- skiptabanka og sparisjóða eftir bankahrun. Nýleg MS-verkefni eru könnun á þjón- ustugæðum í íslenskri ferðaþjónustu, mat á ímynd Íslands eftir efnahagshrunið og greining á viðskiptaumhverfi Kúbu. „Viðskiptafræðingum gengur alla jafna vel að fá vinnu að loknu námi. Efnahags- ástandið á hverjum tíma hefur vissulega áhrif og sú staðreynd að margir viðskipta- fræðingar misstu vinnuna í kjölfar hruns bankanna hefur einnig áhrif,“ segir Þórhall- ur. „Hitt er jafn ljóst að efnahagslífið verður ekki endalaust í lægð og þegar atvinnulífið tekur við sér af alvöru má búast við mikilli eftirspurn eftir hæfu fólki. BS-nemendur gegna margvíslegum störfum sem tengjast markaðsstarfi. Þannig hitti ég nýlega fyrr- verandi nemanda sem lagði áherslu á mark- aðsfræði en starfar nú sem fjármálastjóri. MS-nemar eiga og geta kallað sig sérfræð- inga. Stundum er eins og atvinnulífið átti sig ekki á mikilvægi þessarar sérþekkingar. Það sést t.d. í atvinnuauglýs- ingum þar sem stundum er meira lagt upp úr reynslu af markaðsstarfi en þekkingu. Mikil reynsla þarf ekki endi- lega að vera góð.“ Í viðskiptafræðinámi er lögð mikil áhersla á að mark- aðsumhverfi er síbreytilegt. Kreppur koma og fara. „Markaðsfræðin er grein í stöðugri þróun. Það sem mér þykir einna áhugaverðast þessa stundina er sambland markaðsfræði og verk- og tæknifræði. Sú nálgun hefur komið sterkt inn síðustu ár og gerir kröfu um tvíþætta færni. Annars vegar þurfa einstaklingar að hafa góða þekkingu á grundvallarhugtökum og aðferðum markaðsfræðinnar og hins veg- ar þurfa þeir að hafa tæknilega færni; geta unnið með tölur og gögn. Með því er mark- aðsfræði lyft á annað stig,“ segir Þórhallur. Til forystu í krafti þekkingar Í atvinnulífinu hefur fólk sem menntað er á sviði markaðsmála, stundum kvartað yfir því, að fá ekki þann framgang sem vera skyldi. Í æðstu stöður komist þeir sem hafi menntun í fjármálum eða reikningshaldi en markaðsfólkið síður. Þórhallur kveðst kann- ast við þetta; vandamálið sé alþjóðlegt ef vanda skuli kalla. „Stjórnendum hættir til að velja til starfa einstaklinga með svipaðan bakgrunn og þeir sjálfir. Önnur ástæða gæti verið sú að fólkið sem sinnir markaðsmálum hefur kannski ekki staðið sig nægilega vel. Það getur gerst m.a. vegna þess að þetta fólk hefur ekki næga þekkingu á almennum greinum við- skiptafræðinnar, s.s. fjármálum og reikn- ingshaldi. Markaðsstarf snýst um margt fleira en kynningarmál. Sumir stjórnendur hafa hins vegar mjög þrönga sýn á viðfangs- efnið. Í markaðsmálum hangir margt á spýt- unni og taki vel menntað fólk þar forystu í krafti þekkingar sinnar getur það svo sann- arlega vænst þess að komast til æðstu met- orða“ sbs@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Þróun Markaðsfræði og sambland við verkfræði áhugavert, segir Þórhallur Guðlaugsson. Kreppan leiðir til faglegri vinnubragða Markaðslína er vinsælasta sérgreinin í viðskiptafræðinámi við Háskóla Íslands. Grunnnám og fjölbreytt rannsóknarverkefni. Vel menntað fólk til forystu. Hagnýt lokaverkefni nemenda. Við höfum heyrt ýms- ar rangfærslur um hlut viðskiptafræði í efnahagshruninu. Sagt hefur verið t.d. að hrunið sé við- skiptamenntun í landinu að kenna. Það er mikill mis- skilningur. Háskólanám í viðskiptafræði er í stöðugri þróun. Alþjóðavæðing viðskiptalífsins, ör tækniþróun, vaxandi samkeppni, nýir viðskiptahættir og flóknari veröld valda því að breyta hefur þurft um kúrs í viðskiptafræðikennslu á háskólastigi. Nálgast hefur þurft hlutina eftir gjörbreyttri heimsmynd. Því hefur öll sérhæfing í náminu verið aukin og geta nemendur valið á milli fjög- urra áherslusviða. Þórhallur Guðlaugsson er umsjónarmaður markaðsfræða og alþjóðaviðskipta í við- skiptafræðideild. Markmið náms í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði og alþjóðaviðskipti er tvíþætt: Annars vegar að búa nemendur undir almenn stjórnunarstörf sem og sérfræðistörf í markaðsdeildum fyrirtækja og stofnana og að þeir geti farið í framhaldsnám á sviði markaðs- fræði og alþjóðaviðskipta. Tilgangurinn er ann- ars sá að eftir nám geti nemendur tekið þátt í gerð markaðs- og eða viðskiptaáætlunar, unnið að ýmsum sérhæfðum verkefnum svo sem mark- aðsgreiningu, markaðsrannsókn, þjónusturann- sóknum og gerð kynningaráætlana. Meðal sérgreina eru námskeið í markaðs- rannsóknum, utanríkisviðskiptum, alþjóðamark- aðsfræði, stjórnun viðskipta í ólíkum menningar- heimum, stjórnun viðskiptasambanda, vörumerkjastjórnun og gerð markaðsáætlana og þannig mætti áfram telja þau fjölbreyttu verk- efni sem námið nær til. sbs@mbl.is Nám sem er í stöðugri þróun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.