Morgunblaðið - 15.03.2011, Page 9

Morgunblaðið - 15.03.2011, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2011 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Eygló Harðardóttir, alþingismaður úr röðum framsóknarmanna, er ósátt við þau ummæli Þórsteins Ragnarssonar, forstjóra Kirkju- garða Reykjavík- ur, í Morgun- blaðinu sl. miðvikudag að fljótaskrift sé á frumvarpi henn- ar um umhverfis- vænni og fjöl- breyttari greftranir. Hún segir meðal ann- ars að alrangt sé hjá Þórsteini að hætt hafi verið við að bjóða upp á svonefnda þurrfrystingu líkamsleifa (promission) í Svíþjóð, áfram sé unnið að því enda þótt sænska þjóð- kirkjan hafi dregið sig út úr verk- efninu. Einnig fullyrðir Þórsteinn að sumt af því sem lagt er til í frumvarpinu sé óþarft þar sem ákvæði af sama tagi séu þegar í gildi. En Þórsteinn vitni þar í frum- varp sem hafi tvisvar dagað uppi á þingi. Markmiðið með þurrfrystingu er m.a. að tryggja að ýmis aðskotaefni, þ. á m. kvikasilfur í tönnum, berist ekki út í umhverfi grafreita og valdi mengun. „Verið er að vinna að því að bjóða upp á promission í Bretlandi, Hol- landi, S-Kóreu og Suður-Afríku, lagaumhverfið þarf að vera tilbúið til að hægt sé að bjóða upp á þessa aðferð,“ segir Eygló. „Ég setti inn á vefinn hjá mér link með opinberri úttekt hjá sænska ríkinu frá 2009 þar sem einmitt er verið að leggja til að lögum um greftrun verði breytt þannig að opnað verði fyrir aðrar aðferðir en þær hefðbundnu, það er greftrun og brennslu.“ Lagt er til í frumvarpi Eyglóar að aukið tillit verði tekið til annarra trúfélaga en kristinna, teknir verði frá ákveðnir reitir fyrir tiltekin trúarbrögð og einnig þá sem vilja hvíla í óvígðum reit. Hún segir að menn hafi um hríð nýtt sér ákveðin heimildarákvæði varðandi slíka reiti. En ekki hafi verið gert að skyldu í sambandi við stofnun nýrra kirkjugarða að tryggja slík réttindi. Sams konar ákvæði og í frumvarpi sem sofnaði „Þegar Þórsteinn var sjálfur for- maður nefndar sem vann fyrir fyrr- verandi dómsmálaráðaherra lagði hann til þessa breytingu á lögum um kirkjugarða og líka að það yrði sett inn heimildarákvæði fyrir trú- félög um að þau mættu búa um hinn látna samkvæmt eigin hefð- um,“ segir Eygló. „Ákvæði um þetta í mínu frumvarpi eru sam- hljóða ákvæðum í því sem hann vann að. Ég verð að vona að ekki hafi verið fljótaskrift á þeirri vinnu sem hann annaðist þá fyrir dóms- málaráðuneytið!“ Eygló spyr sig hvort hagsmuna- gæsla hafi áhrif á skoðanir manna á málinu. „Það hefur verið reynslan í Svíþjóð að þar hefur verið mikil tregða hjá fulltrúum kirkjugarða og líkbrennslustofnana til að opna fyrir aðrar greftrunaraðferðir. Ég spyr mig hvort Þórsteinn svari þeirri spurningu ekki sjálfur í viðtalinu við Morgunblaðið þegar hann bend- ir á þann mikla kostnað sem felst í því að setja á stofn líkbrennslu- stofnun eða ofn.“ Morgunblaðið/Kristinn Friður Leiði í Gufuneskirkjugarði í Grafarvogshverfinu í Reykjavík. Hafnar ásökun um fljótaskrift  Þingmaður vill breytt kirkjugarðslög Eygló Harðardóttir Vertu velkomin að kynnast þessu magnaða augnkremi frá la prairie í Hygeu Kringlunni á morgun miðvikudaginn 16. mars kl. 13-17 Bjóðum 10% kynningarafslátt og kaupauka Kringlan, sími 533 4533Smáralind, sími 554 3960 Nýjasta & virkasta augnkremið frá la prairie Sólskálar Smi›sbú› 10 | 210 Gar›abær Sími: 554 4300 | www.solskalar.is hf -sælureitur innan seilingar! www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Nýjar vörur Str. 38-54 Bonito ehf. | Friendtex | Faxafen 10 | 108 Reykjavík sími 568 2870 | www.friendtex.is Kíktu, það borgar sig Lagersala út þessa viku Opið: þriðjud. - föstud. kl. 11:00-18:00, laugard. 11:00-16:00 • Leðurjakkar kr. 15.900 • Leðurbuxur kr. 14.900 • Ullarjakkar kr. 8.900 • Allar peysur kr. 2.000 - 3.000 - 5.000 Ótrúleg verð Mikið úrval af fatnaði á 1.000 • 2.000 • 3.000 www.birkiaska.is Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 Minnistöflur Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðaðu Basic bæklinginn á www.laxdal.is VIKUTILBOÐ 15-30% AFSLÁTTUR NÚ ER TÆKIFÆRIÐ BASIC DRAGTIN Mörg snið • Stærðir 36-48 Verslaðu glæsilegan fatnað þar sem gæði og þjónusta skipta máli Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Tvær flíkur í einni Verð 7.900 kr. - 4 litir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.