Morgunblaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 2
2 24. mars 2011finnur.is Við setjum hreinu fötin inn í skáp, og óhreinu fötin í þvottakörfuna. En hvar á að setja fötin sem búið er að nota einu sinni og á að nota aftur? Svarið er yfirleitt að notuðu fötin lenda á stólbaki, á borði eða ofan á kommóðu, og kannski ekki besti staðurinn. Þá er gott að eiga frístandandi fataslá, eða „clothes valet“ eins og standurinn er kallaður á ensku. Þar má hengja jakka, buxur, skyrtu og hvers kyns smáhluti á góðan stað. Snyrtilegt og pent á að líta, það loftar um fötin, sléttist úr krumpum á meðan brotið heldur sér. Að hafa svona slá við höndina er líka gott að kvöldi dags þegar næsti dagur er undirbúinn. Þá má finna fötin sem á að klæðast, gæta þess að allt fari vel saman og að ermahnapparnir, úrið, vasa- klúturinn og bindið séu á sínum stað. Er aldeilis munur að hafa allt klárt að morgni, og þurfa ekki að róta í gegnum skápa með stírurnar í augunum. ai@mbl.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannes- sen Umsjón Birta Björnsdóttir birta@mbl.is Bílar Sigurður Bogi Sævarsson sigurdurbogi@ mbl.is Blaða- menn Ásgeir Ingvarsson, Finnur Thorlacius, Elín Alberts- dóttir. Auglýsingar finnur@mbl.is, sími 5691107 Prentun Landsprent ehf. 1548 – Gissur Einarsson biskup í Skál- holti lést. Hann var fyrsti lúterski bisk- upinn á Íslandi. 1931 – Fluglínutæki notuð í fyrsta skipti til björgunar á Íslandi. Slysavarnadeildin Þorbjörn bjargaði 38 manna áhöfn franska togarans Cap Fagnet frá Fé- camp þegar hann strandaði í slæmu veðri við bæinn Hraun austan Grindavík- ur aðfaranótt 24. mars. 1958 – Saud, kon- ungur Sádí-Arabíu, veitti Faisal bróður sínum aukin völd til þess að stemma stigu við versnandi af- komu ríkisins. 1973 – Kjarvalsstaðir á Miklatúni í Reykja- vík voru formlega opnaðir með stórri sýningu á verkum Jóhannesar S. Kjar- vals listmálara. 1976 – Argentínski herinn steypti Ísa- bellu Perón af stóli. 1987 – Albert Guðmundsson iðnaðar- ráðherra sagði af sér. Stofnaði hann Borgaraflokkinn sem náði nokkru fylgi í kosningum mánuði síðar. 1999 – NATO varpaði sprengjum á skot- mörk í Júgóslavíu. 24. mars Stundum getur útreikningurinn hjálp-að, kannski er bíllinn eitthvað bilaðurog eyðir óeðlilega þess vegna. Þettaer góður vani og ég hvet alla til að gera þetta, auk þess sem það er svo skemmti- legt að fylgjast með eyðslunni,“ segir Ómar Ragnarsson, fréttamaður og fjölfræðingur. Hann er landskunnur áhugamaður um bíla og sparakstur hefur verið honum ofarlega í huga í marga áratugi. Hann segist alltaf reikna út eyðslu sinna bíla eftir að hafa fyllt tankinn af eldsneyti. Óþarfa álag Ómar segir að bensínfóturinn geti oft á tíð- um reynst ökumönnum allt of dýr „ Það er um að gera að vera nógu fljótur að skipta gírnum fljótt upp, ekki að þenja vélina,“ segir Ómar. „Þannig sparast mjög mikið. Þetta er ósköp svipað og þegar maður er á reiðhjóli, þá er best að komast sem fyrst í háan gír. Lyk- ilatriðið er sem sagt átakalítill akst- ur, eða mjúkakstur. Eins þegar farið er niður brekkur, þá er best að hafa bílinn í háum gír, nota sem sagt landslagið til hagsbóta þegar það er hægt. Svo bendi ég líka fólki að hafa ekki of lint í dekkjunum. Þegar svo er rýkur bensíneyðslan upp. Kannski er þetta liður sem margir láta hjá líða að fylgjast með, en réttur þrýstingur í dekkjum getur sannarlega borgað sig.“ Ekki aka of hægt „Það má ekki aka of hægt, þá skapast bara slysahætta. Ef farið er yfir leyfilegan há- markshraða verður maður bara stressaður, óþarfa álag er almennt ekki góður ferðafélagi. Gullna reglan er sem sagt að keyra á 90 kíló- metra hraða, sem er leyfilegur hámarkshraði víðast hvar á hringveginum. Ég held að flestir fylgist með eyðslunni á langkeyrslu, geri þeir það á annað borð. Svo er annað að það sparast ótrúlega lítill tími við að vera eins og tíu kíló- metrum yfir hámarkshraða. Ef til vill nokkrar mínútur á lengri leiðum. Þeir sem aka of hratt þurfa bara í staðinn að stoppa oftar, þannig að þetta jafnar sig allt saman út. Hjá flestum er bíllinn hins vegar aðallega notaður í þéttbýli. Eyðslan í daglega snattinu vegur sem sagt þyngst í þessum efnum og þar er hægt að draga verulega úr óþarfa eyðslu. “ Bæta við uppgefna tölu Ómar segir að bifreiðaumboðin auglýsi gjarnan eyðslu viðkomandi bíla. Kaupendur komist síðan að því að fullyrðingar í auglýsing- unum standist ekki. „Þessar tölur sem seljendur bíla gefa upp eru fengnar af blönduðum akstri á þjóðvegum og í þéttbýli og þær miðast ekki sérstaklega við Ísland. Eyðslutalan er fengin við mælingar í mun hlýrra veðurlagi en er hér á landi. Mín reynsla er að bæta megi 15 til 30% við upp- gefna tölu bílaumboðanna, enda aðstæður allt aðrar hér á Íslandi,“ segir Ómar Ragnarsson. karlesp@simnet.is Sparakstur er eins og að hjóla, segir Ómar Ragnarsson bílaáhugamaður Morgunblaðið/RAX Í útgerð sinni er Ómar Ragnarsson með nokkra bíla í útgerð. Fiatinn er einn sparneytnasti bíll landsins. Jeppinn er nauðsynlegur í ferðir upp fjalla. Bensínfóturinn er dýr Þarfaþing fyrir vel klædda Allt klárt fyrir vinnudaginn Þeir sem hafa farið í íþróttatímaskóla, og hvað þá æft íþróttir með skipulögðum hætti ættu að þekkja vel þá reglu að teygja á vöðvunum fyrir átök. Það á að koma vöðv- anum í form og koma í veg fyrir meiðsli. Nú hefur rannsókn George Washington- Háskóla og Bandarísku hlaupasamtakanna (USATF) leitt í ljós að það er kannski ekki svo nauðsynlegt að teygja. Rannsóknin náði til 2.700 sjálfboðaliða sem skokkuðu um tíu mílur í viku. Helmingur gerði teygjuæfingar á fótum í 3-5 mínútur fyrir skokkið, á meðan hinn helmingurinn fór strax af stað án þess að teygja. Í ljós kom að meiðslatíðnin var sú sama hjá báðum hóp- um. Rannsakendur komust hins vegar að því að hækkandi líkamsþyng, nýleg meiðsli, hár aldur eða lengri hlaupavegalengd voru þær breytur sem helst juku líkur á meiðslum. ai@mbl.is Heilsuráð Óþarfi að teygja fyrir skokkið Vilt þú vita hvers virði eignin þín er í dag? HRINGDU NÚNA Bær820 8081 Sylvia Walthers // best@remax.is Brynjólfur Þorkelsson // 820 8080 Rúnar S. Gíslason Lögg. fasteignasali. PANTAU FRÍTT SÖLUVERMAT!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.