Morgunblaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 17
bílar Tvinnbíllinn Toyota Prius komst aftur í efsta sæti yfir söluhæstu bíla íJapan í nýliðnum febrúar. Hann hafði verið í forsætinu nítján mánuði íröð þar til í janúar sl., er hann féll niður í þriðja sæti. Þrátt fyrir að hafakomist aftur á fyrri stall var sala Prius í febrúar 29,2% minni en í samamánuði í fyrra. Meginskýringin er sú, að yfirvöld hafa ýmist hætt eða dregið verulega úr niðurgreiðslum til kaupa á sparneytnum bílum. Toyota aftur á toppinn Prius selst best Hönnuðir Volkswagen hafa allt frá 1999 unnið að gerð bíls sem ekki á að eyða nema einum lítra bensíns á hverja hundrað kílómetra. Svo nærri eru þeir markinu að búist er við að fjöldaframleiðsla bílsins hefjist 2013. Bíllinn heitir XL1 nú, hvort sem það breytist seinna meir. Hann er með 0,8 l. dísilvél með túrbínu og rafmótora sem hlaða má úr venjulegri heimilisinnstungu og full hleðsla tekur aðeins 1,15 klst. Samtals framleiða mótorarnir 74 hestöfl. Vindstuðull bílsins er einn sá lægsti sem sést hefur, eða 0,186. Hann vegur ekki nema 800 kg enda léttustu málmar notaðir við smíðina. finnur@reykjavikbags.is Volkswagen hannar undrabíl Mun eyða einum lítra á hundraði Mazda hefur ákveðið að breyta loftinntaki eldsneytisgeymis Mazda 6 bíla sem seldir hafa verið í Bandaríkjunum, Kanada, Mexíkó og Púerto Rico. Er það svar við áráttu kóngulóa til að taka sér bólfestu í loftrásinni. Alls 65 þúsund bílar hafa verið innkallaðir Vitað er um 20 tilvik þar sem kóngulær með gulum belg hafa með vefsmíði stíflað loftrás- ina til eldsneytistanks þessara bíla. Þrýst- ingsaukning í tanknum gæti valdið því að sprunga myndast og þar með skapað hættu á eldsvoða vegna leka. Engir brunar eða slys hafa þó verið rakin til þessa. agas@mbl.is Óvenjulegt vandamál vestanhafs Morgunblaðið/ÞÖK Kóngulær farnar að leggjast á Mazda 6 Sá eiginleiki bíla sem kaupendur horfamest til um þessar mundir er eyðsl-an. Á undanförnum árum hefur orðiðsvo mikil þróun í framleiðslu eyðslu- grannra bíla að tala má um byltingu. Í auglýs- ingum er lögð áhersla á bíla sem margir hverj- ir eyða ekki nema um fjórum lítrum á hundraðið og sumir minna. Slíkar eyðslutölur sáust ekki fyrir fáum misserum síðan, slík er þróunin. Bæði á í hlut þróun á Hybrid-bílum og í framleiðslu bensín- og ekki síst dísilvéla. Eyðslugrannir bílar Á bandaríska vefnum fueleconomy.gov má sjá hvaða bílar eru eyðslugrennstir í hverjum stærðarflokki. Sigurvegarinn í heildina er Toyota Auris Hybrid með 3,8 lítra eyðslu, hvort sem ekið er innan- eða utanbæjar og Toyota Prius Hybrid fylgir fast á hæla honum með 4,0 lítra eyðslu. Í flokki tveggja sæta bíla er Honda CR-Z eyðslugrennstur og Ford Fiesta og Toyota Yaris í flokki minni bíla. Í millistærðarbílum er Lexus CT200h sá grennsti og þar á eftir Volkswagen Golf og Jetta. Í flokki stærri fólksbíla ryður brautina Huyndai Sonata og Honda Accord fylgir fast á eftir. Eyðslugrennstu „station“ bílar eru Audi A3 og í öðru sæti Volkswagen Jetta langbakur. Sífellt koma nýir bílar á markað og því breytist þessi listi nokkuð hratt. Ódýrastir hérlendis Fleiri hluti þarf þó að hafa í huga ef spara á í kaupum og rekstri bíla og skiptir kaupverðið þá ekki síður máli en eyðslusparnaður. Þrátt fyrir veika stöðu krónunnar má enn fá nýja bíla á Íslandi undir tveimur millj. kr. Chevrolet Spark kostar til að mynda 1.695 þús. kr., Suzuki Alto 1.790 þús kr., Fiat Panda 1.860 þús. kr. og Ford Ka 1.890 þús., og Citro- ën C1 er á 1.990 þús kr. kr. Aðrir rétt losa 2 milljónir króna, til dæmis Toyota iQ, Skoda Fabia, Toyota Aygo, Fiat Grand Punto, Volkswagen Polo, Chevrolet Aveo og Mazda 2. Mitsubishi Colt er á 2.450, Kia Cee’d á 2.790 þús. kr. Allt eru þetta frekar litlir bílar en margir hverjir ágætlega útbúnir og eiga allir sammerkt að vera nokkuð eyðslugrannir. Nokkrar gerðir nýrra bíla má kaupa met- anknúna en þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa einnig tank fyrir bensín sem bílarnir geta brennt er metanið þrýtur. Volkswagen Passat frá Heklu er í boði sem metanbíll sem og Mercedes Bens B-class og E-class frá bílaum- boði Öskju. Einnig er hægt að láta breyta langflestum gerðum bíla í metanbíla. finnur@reykjavikbags.is Mikil þróun í bílaframleiðslu og eyðslugrannir bílar vinsælli Reuters Bílarnir renna af brautunum í verksmiðju Toyota í Japan. Framleiðsla þar hefur ekki raskast að neinu ráði þrátt fyrir jarðskjálftana, enda þótt stundarhlé væri gert í smiðjum fyrirtækisins. Þessi mynd er úr framleiðslu Prius bíla en stöðug eftirspurn er eftir þeim um veröld víða. Kaupvenjur eru breyttar Volkswagen hefur ekki farið leynt með það í nokkurn tíma að fyrirtækið hefur áhuga á að kaupa hið ítalska bílamerki Alfa Romeo, sem er í eigu Fiat. Fyrr í vetur var haft eftir forstjóra VW að þeir hefðu biðlund og myndu á end- anum eignast Alfa Romeo. Fiat hefur í langan tíma tapað á merkinu, en samt ekki viljað láta það af hendi. Ein af hugmyndum VW er að nota Porsche vélar í Alfa bíla, en Porsche er eitt dótturfyrirtækja Volkswagen-samsteypunnar. Helst er horft til nýrrar 1,9 l. fjögurra sílindra og 210 hestafla vélar sem smíðuð er í bíl sem er minni en núverandi Porsche Box- ter. Sá bíll hefur þó ekki litið dagsljósið. Þessi hugmynd myndi spara hönnunar- og fram- leiðslukostnað við vélbúnað í Alfa Romeo og færi þessi vél í nokkrar gerðir Alfa bíla. Martin Winterkorn, forstjóri Volkswagen, segir að ef Alfa Romeo falli í þeirra hendur muni VW fjórfalda núverandi sölu Alfa bíla á aðeins 5 árum. Ásælast ítalska framleiðandann Volkswagen vill enn kaupa Alfa Romeo Alfa Romeo eru eðlabílar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.