Morgunblaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 19
24. mars 2011 19 bílar
Karlana dreymir um jeppa eðastærri bíla en konurnar eru al-mennt hrifnastar af litlum ogsparneytnum bílum,“ segir Egg-
ert Sveinbjörnsson bílasali. Hann starfrækir
tvær bílasölur; Bílakaup á Korputorgi og sú
bílasala er með stærsta sýningarsalinn af
öllum öllum á landinu. Þá er Eggert með
bílasöluna Planið við Breiðhöfða. „Ætli bíl-
arnir sem eru til sölu í dag séu ekki um tvö-
hundruð talsins, þannig að hver og einn ætti
að finna bíl við sitt hæfi, ef út í það er farið.“
Algengt að prútta
„Bílamarkaðurinn breyttist mikið eftir
bankahrunið og með gríðarlegum hækk-
unum eldsneytisverðs. Sparneytnir bílar,
sem eru hagkvæmir í rekstri, hafa mjög sótt
í sig veðrið. Það er í þessum efnum eins og
svo mörgum að fjárhagurinn ræður ferðinni
í dag,“ segir Eggert.
„En svona almennt talað, þá er vel með
farinn bíll og sem minnst ekinn alltaf ágæt
söluvara. Í dag eru bílar settir í skoðun hjá
viðurkenndu og óháðu fyrirtæki sem segir
nákvæmlega til um ástand viðkomandi bif-
reiðar. Þetta kemur í veg fyrir að fólk kaupi
bíl með leyndum galla.“
Eggert segir að salan fyrstu árin sín í
bílasölu hafi verið mjög góð og bíla hafi
vantað á markaðinn. Þá hafi salan hafi tekið
miklum breytingum í áranna rás.
„Í gamla daga var gagnagrunnurinn í
stílabókum eða á spjöldum. Núna er allt
saman í tölvum, þannig að breytingin er
mikil. Vinsælustu tegundirnar voru Volvo,
Mazda, Toyota og Nissan. Ef bílarnir voru
ekki staðgreiddir var gert upp með víxlum.
Maður sat kannski við kúluritvélina klukku-
tímum saman og fyllti út fjölda víxla til að
gera upp viðskiptin. Þetta var mikil og sein-
leg vinna og ég get nú ekki sagt að hún hafi
verið skemmtileg. Núna sækir kaupandinn
einfaldlega um bílalán til fjármálafyrirtækja
og tölvurnar sjá um að loka dæminu.“
Eggert segir að þrátt fyrir að svokallað
viðmiðunarverð sé gefið út fyrir allar teg-
undir bíla sé ekki óalgengt að prúttað sé um
verðið. Staðgreiðsla lækki kaupverðið í flest-
um tilvikum eitthvað.
Akureyrarbílar voru betri
„Í gamla daga áttu bílar frá Akureyri að
vera eitthvað betri en frá höfuðborgarsvæð-
inu; voru gjarnan sagðir minna ryðgaðir.
Auðvitað hefur það mikið að segja að vel hafi
verið hugsað um bílinn, hann bónaður reglu-
lega og svo framvegis. Ég hef kynnst mörgu
góðu fólki í starfinu og á marga trygga og
viðskiptavini. Sem betur fer hefur mér verið
treyst og fyrir það er ég þakklátur. Núna er
staðan orðin sú að afarnir og ömmurnar
koma með barnabörnin til mín til að kaupa
fyrsta bílinn. Þetta er óskaplega skemmti-
legt og gefur lífinu sannarlega gildi. Í þess-
um heimi gilda sömu lögmál og í öðrum við-
skiptum. traustið er aðalatriðið.“
Aðspurður segist Eggert ekki vera dellu-
karl hvað bíla varðar. „Núna á ég tvo bíla og
hef átt þá báða í nokkur ár. Þetta eru góðir
bílar og ég er ánægður með þá og því er
óþarfi að skipta. Ég hef svo sem átt nokkuð
marga bíla um ævina, en hef aldrei verið
gefinn fyrir að braska með mína eigin bíla.
Ég fór ungur maður í bifvélavirkjun, enda
mikill áhugamaður um bíla. Ég hafði nú ekki
hug á að leggja fyrir mig bílasölu sem ævi-
starf, en svona hefur þetta nú þróast samt
sem áður.“
karlesp@simnet.is
Eggert Sveinbjörnsson hefur starfað við bílasölu í 35 ár
Konurnar hrifnar
af litlum og spar-
neytnum bílum
Morgunblaðið/Sigurgeir S
Vel með farinn bíll og sem minnst ekinn er alltaf ágæt söluvara, segir Eggert Sveinbjörnsson.
LAND CRUSIER 120 VX
Nýskráður 10/2007, ekinn 79 þ.km,
dísel, sjálfskiptur.
Verð kr. 7.290.000
TOYOTA
JAZZ COMFORT
Nýskráður 6/2010, ekinn 1200 km,
bensín, sjálfskiptur.
Verð kr. 2.840.000
HONDA
YARIS TERRA
Nýskráður 2/2005, ekinn 80 þ.km,
bensín, 5 gírar.
Verð kr. 1.090.000
SANTA FE DIESEL
Nýskráður 1/2006, ekinn 53 þ.km,
dísel, sjálfskiptur.
Verð kr. 2.590.000
HYUNDAI
CR-V ELEGANCE
Nýskráður 4/2007, ekinn 70 þ.km,
bensín, sjálfskiptur.
Verð kr. 3.390.000
HONDA
COROLLA 1.6VVTi
Nýskráður 5/2005, ekinn 69 þ.km,
bensín, sjálfskiptur.
Verð kr. 1.590.000
TOYOTA
MAZDA MX-5 (MIATA)
Nýskráður 9/2006, ekinn 17 þ.km, bensín, 6 gírar.
Verð kr. 2.650.000
Tilboðsverð kr. 1.999.000
TOYOTA RAV-4 VVTI
Nýskráður 3/2003, ekinn 105 þ.km, bensín, 5 gírar.
Verð kr. 1.350.000
Tilboðsverð kr. 949.000
PEUGEOT 407 SW 3.0i V-6 með glerþaki
Nýskráður 6/2006, ekinn 123 þ.km, bensín, sjálfskiptur
Verð kr. 2.890.000
Tilboðsverð kr. 1.299.000
TILBOÐ DAGSINS TILBOÐ DAGSINS TILBOÐ DAGSINS
ACCORD COMFORT
Nýskráður 5/2006, ekinn 60 þ.km,
bensín, 5 gírar.
Verð kr. 2.150.000
HONDA
607 2.2i
Nýskráður 5/2005, ekinn 143 þ.km,
bensín, sjálfskiptur.
Verð kr. 1.090.000
PEUGEOT
Q7 QUATRO 4.2
Nýskráður 2/2008, ekinn 57 þ.km,
bensín, sjálfskiptur.
Verð kr. 9.360.000
AUDI
HR-V SMART
Nýskráður 4/2005, ekinn 69 þ.km,
bensín, sjálfskiptur.
Verð kr. 1.490.000
HONDA
Bílakjarnanum • Eirhöfða 11 • Sími 551 7171 • notadir.bernhard.isVið seljum bílinn fyrir þig!
Opið laugardaga milli kl. 12:00 og
16:00
NOTAÐIR BÍLAR Á FRÁBÆRU VERÐI
TOYOTA