Morgunblaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 21
24. mars 2011 21 bílar Þverholt 6 - 270 Mosfellsbæ - Sími 534 4433 - Fax 534 4430 - is-band@isband.is - www.isband.is Nýr Dodge Ram 1500 Sport Hemi Metan - Núna er hægt að fá hann metan breyttan á sama frábæra verðinu. Rekstrarkostnaður sem samsvarar eyðslu upp á aðeins 8-9 lítra á 100 km. Nýtt útlit - meira rými afturí - leður - lúga - hiti í stýri og sætum - kæling í sætum - bakkmyndavél - fjarstart - Alpine hljómkerfi með útvarp með snertiskjá og hörðum disk til að vista tónlist og myndir - gormafjörðun að aftan - 390 hestöfl - skriðvörn - spólvörn - dráttarbeisli – eigum fullt af aukahlutum til á þessa bíla Verð aðeins 7.490 þús. kr. stgr. Sérpöntum alla bíla frá USA Nýjar pall og van bifreiðar 1. janúar 2008 var allur innflutningur á Super Duty pallbílum og vanbifreiðum stöðvaður með tilkomu nýrra laga um hraðatakmarkara. Íslensk-Bandaríska hefur nú opnað fyrir þann innflutning á ný og getum við boðið allar gerðir af þessum bílum á hagstæðu verði. Hafðu samband við okkur og við gerum þér tilboð í bílinn fyrir þig. Sérpöntum alla varahluti frá USA Óeðlilegt slit í framhjólslegum? Spurt: Ég er með 1999 árgerð af Ford Explorer með 4.0 V6-vél. Driflokur eru handvirkar og dekk af upprunalegri stærð. Vandinn er sá að los myndast alltaf í nafarlegunum að framan báðum megin, þó meira bílstjóramegin. Sé hert upp á legunum er komið los í þær eftir 7-8 þús. km. Ég endurnýjaði leg- urnar bílstjóramegin og herti þær samkvæmt bókinni en los var komið í þær tæpu ári seinna. Er þetta eitthvað þekkt og algengt í þessum bílum? Hvað getur valdið þessu? Svar: Þetta er þekkt í fjórhjóladrifnum bílum með Dana-liðhásingu að fram- an. Í þínu tilfelli er hásingin af gerðinni Dana/Spicer 35-IFS. Vegna þess að hún er samsett um lið fjaðrar hvort hjóla sjálfstætt. Til að mæta inn- og út- hreyfingu sem sveifla hjólanna myndar eru dragliðir á öxlinum farþega- megin. Óeðlilegt slit í framhjólslegum er vegna lakrar hönnunar, stundum vegna ofherslu, stundum vegna ónýtra hjöruliðskrossa eða rangrar hjólastill- ingar (millibil á þessum bíl að vera jafnt, þ.e.s á núllinu). Ytri dragliðurinn vinstra megin á það til að festast en við það geta hjóllegur slitnað. Oft má sjá á dekkjum hvort vísun þeirra sé rétt eða röng. Slitni framdekk meira á innri jaðrinum er bíllinn of útskeifur. Slitni þau meira á ytri jaðrinum hann of inn- skeifur (sú hlið dekks, sem bíllinn ryður á undan sér, slitnar meira). Range Rover: Úr 17 lítrum í 12,5 Spurt: Eyðsla Range Rover SE 1997 með 4.0 V8-bensínvél hefur verið að aukast smám saman úr 12,5-13 í 17 lítra á sl. 6 mánuðum og fylgdi leiðinlegur gangur í vélinni sem breyttist ekkert með ísvara. Fyrir skömmu kviknaði „Check Engine-ljósið.“ Kóðalestur skilaði „Misfiring.“ Eitt af 4 háspennu- keflum reyndist ónýtt. Ég skipti sjálfur um keflið og kertin um leið. Gang- urinn varð eðlilegur og eyðslan stórminnkaði. En bilunarljósið lýsir áfram. Mér var sagt að það myndi slokkna væri rafgeymirinn aftengdur í 2-3 mín en það breytir engu! Hvað veldur? Svar: Ný 4ra lítra V8-vél tók við af eldri 3,9 lítra í Land Rover (Discovery og Range Rover) frá og með árgerð 1996. 4ra lítra vélin er með annað vél- stýrikerfi sem er frábrugðið því eldra, m.a. á þann hátt að bilunarkóðar verða ekki afmáðir úr minni né bilunarljós slökkt nema með OBD-lesara eða grein- ingartölvu. Toyota Corolla: Bensíneyðsla aftur eðlileg Spurt: Ég er með gamlan sjálfskiptan Toyota Corolla með 1800 vél. Bíllinn hefur fengið reglulegt þjónustueftirlit og aldrei bilað þótt 150 þús. km séu að baki – þ.e. fyrr en nú að mér finnst eyðslan hafa aukist verulega og jafnframt er komin gangtruflun sem lýsir sér þannig að þegar inngjöf er sleppt og hægt á, t.d. farið inn á afrein af Vesturlandsvegi, hikstar vélin og drepur á sér. Hún fer strax í gang aftur og gengur eðlilega þar til aftur er hægt á. Þetta gerist aldrei þegar vélin er köld. Bilunarljós lýsir ekki og engin auka- hljóð fylgja þessu. Svar: Lýsing þín bendir ákveðið til að bilun sé í svokölluðum „hringrásar- loka“ (EGR) sem veitir hluta af súrefnissnauðum útblæstri aftur inn í bruna- hólfin til að lækka brunahitann (veikir blönduna) og minnka mengun í út- blæstri vélarinnar. Oft er þessi loki (leggur hans) stirður af sóti eða sótúfell- ingar á keilu koma í veg fyrir að hún setjist þétt – lokinn lekur – blandan verður of veik fyrir heita vélina þegar inngjöf er sleppt. Oft dugar að losa EGR-lokann, sem þekkist af því að hann er í laginu eins og hattsveppur, af og þrífa þar til hann er laus og liðugur og helst þéttur. Framtakið er nokkurs virði því nýr EGR-loki kostar sitt. Þetta er einföld aðgerð sem flest lagtækt fólk getur leyst sjálft af hendi. Öll verkstæði geta leyst þetta mál á tveimur klst. Leó M. Jónsson svarar spurningum um bílamál Smábilun sem stórjók bensíneyðslu Morgunblaðið/ÞÖK „Mér finnst eyðslan hafa aukist og jafnframt er komin gangtruflun,“ segir bréf- ritari. Orsökin virðist ekki vera ýkja flókin og viðgerð auðveld viðfangs. Leó M. Jónsson véltæknifræðingur leoemm@simnet.is (Ath. Bréf geta verið stytt. Eldri spurningar og ítarlegri svör eru birt á www.leoemm.com) Að undanförnu hef ég, Leó M. Jónsson, verið að prófa bensín. Bíllinn er handskiptur station-bíll með 1600-vél. Bílnum, sem er í topplagi, er ekið 5 daga vikunnar frá Suðurnesjum á ákveðinn stað í Reykjavík og til baka. Hleðsla bílsins er alltaf sú sama og veður hefur verið svipað. 25 ml af ísvara er blandað í hverja tankfylli. Niðurstaða minna mælinga (dagsetning á við enduráfyll- ingu): A. 24/2/11: N1, 98 oktan, 40 lítrar. 434 km. Eyðsla 9,21 l/100 km. B. 2/3/11: Skeljungur, 95 oktan, V-Power, 43 lítrar. 491 km. Eyðsla 8,75 l/100 km. C. 8/3/11: Orkan, 95 oktan, 47 lítrar. 461 km. Eyðsla 10,2 l/100 km. Mestur munur er 14% á þessum 3 mælingum. Mæl- ingum verður haldið áfram. Ábending Mismunandi eldsneyti – mismunandi eyðsla?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.