Morgunblaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 14
14 24. mars 2011atvinna Málmiðnaðarmaður Óskum eftir að ráða málmiðnaðarmann í fullt starf við nýsmíði og viðgerðir. Upplýsingar í síma 565 7390, Jón Þór. Vilt þú vinna í Noregi? Bergen er næststærsti bær í Noregi og við erum leiðandi innan blikksmíðabransans á vesturlandinu. Það eru mörg stór verkefni framundan í Bergen næstu árin og við tökum þátt í þeim. Þess vegna leitum við eftir: Blikksmiðum Við óskum eftir mönnum með reynslu af: - Læstum klæðingum á þök og veggi - Flasningum og þakrennum - Einangrun og suðu á þakdúkum - Loftræsiskerfum Við bjóðum startpakka fyrstu 3 mánuðina: - Við borgum ferðakostnað til Noregs - Laun eftir norskum standard og kunnáttu - Við bjóðum húsnæði út prufutímann. Umhverfið er alþjóðlegt og vinsamlegt. Við tökum vel á móti starfsmönnum frá öðrum löndum og við viljum að okkar starfsmenn fái að njóta kunnáttu sinnar. Eftir prufutímann vonumst við að fastráða fólk samkvæmt norskum vinnulögum og launum. Viðtöl verða tekin í Reykjavík. Umsóknir eða spurningar umstöðurnar sendist til: Espen Holum: espen.holum@bov.no. Tlf: +4755197860, Mobil: +4798211747 Jon Gunnar Svanlaugsson: post@bov.no, Mobil: +4795452214 Farið inná www.bov.no til að fá nánari upplýsingar um okkur. Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir AÐALFUNDUR NLFR Aðalfundur Náttúrulækningafélags Reykjavíkur verður haldinn þriðjudagskvöldið 29. mars 2011 kl. 20:00 í Heilsuborg, Faxafeni 14, 108 Reykjavík Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Sérstakur gestur fundarins verður Erla Gerður Sveinsdóttir yfirlæknir HNLFÍ „Hornsteinar heilbrigðs lífs“ Léttar veitingar í boði félagsins. Stjórn NLFR. Náttúrulækninga- félag Reykjavíkur Laugavegi 7 101 Reykjavík Sími 552 8191 Tilkynningar Fjársýsla ríkisins flytur Fimmtudaginn 24. mars flyst starfsemi Fjársýslu ríkisins frá Sölvhólsgötu 7 í Vegmúla 3, Reykjavík. Beðist er velvirðingar á þeim truflunum sem kunna að verða af flutningunum. Símanúmer er óbreytt, 545 7500, og er gert ráð fyrir að símsvörun á skiptiborði truflist ekki. Einnig er bent á póstfang stofnunarinnar, postur@fjs.is. Starfsemi FJS verður komin í fullan gang mánudaginn 28. mars. Auglýsing um breytingu á skipulagi Snæfellsbæjar • Í samræmi við 1, mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010, með síðari breytinum, er hér með auglýst tillaga að nýju deiliskipulagi svæðis fyrir tómstundabúskap sunnan Hellissands. Fjárborg, nýjar lóðir.Um er að ræða endurauglýsingu á deiliskipulaginu. Í tillögunni er gert ráð fyrir 6 nýjum lóðum undir hesthús/fjárhús við Fjárborg á hellissandi. Lóðirnar eru 63 x 58m að stærð. Byggignarreitir eru 12 x 33m og innan þeirra má reisa allt að 200 fm hesthúr/fjárhús á einni hæð. Skipulagstillagan var samþykkt í bæjarstjórn Snæfellsbæjar þann 10. mars 2011. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. • Í samræmi við 1. mgr. 43. gr skipulagslagna nr. 123/2011, með síðari breytinum, er hér með auglýst tillaga að breytingu á deilsikipulagi frístundahúsa á Hellnum. Í tillögunni er gert ráð fyrir breytta aðkomu að Þórdísarflöt, þannig að aðkoma sunnan lóðar Bálhóls verður flutt í nyrsta hluta lóðarinnar Búðarbrunns og minnkar lóðin sem því nemur. Byggignarreit Bálhóls er hliðrað um 6 m til vesturs. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við aðalskipulag Snæfellsbæjar.. Skipulagstillagan var samþykkt í bæjarstjórn Snæfellsbæjar þann 10.03.2011. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Snæfellsbæjar, Snæfellsási 2, virka daga frá kl. 9:00 - 12:00 og 13:00 - 15:30 frá og með 24.03.2011 til 05.05.2011. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu Snæfellsbæjar, www.snb.is . Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum er til 05.05.2011. Athugasemdir ef einhverjar eru skulu vera skriflegar og berast bæjarskrifstofu Snæfellsbæjar, Snæfellsási 2. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir innan tilskilins frests, telst samþykkja tillöguna. Skipulags- og byggingarfulltrúi Snæfellsbæjar. SNÆFELLSBÆR Félagslíf Landsst. 6011032419 X Samkoma fimmtudagur kl. 20 Kvöldvaka með happdrætti. Kaffi Amen, föstudagur kl. 21 Lifandi tónlist. Allir velkomnir. Samkoma sunnudag kl. 14 Umsjón: Anreny og Konni. Sunnudagaskóli á sama tíma. g Heimilasamband mánu- dagur kl. 15 Konur koma saman til að eiga ánægjulega stund með Guði. Söngstund og morgunbæn - alla daga kl. 10.30. Nytjamarkaður á Eyjarslóð 7 og fatabúð í Garðastræti 6, opin alla virka daga kl. 13-18. I.O.O.F. 11  19103248  Fl. Fjárhagslega hliðin skiptir miklu þeg-ar ferðalag er skipulagt. Verðið áflugmiðanum liggur nokkuð ljóstfyrir, og eins er auðvelt að sjá hvað gistingin kostar með heimsókn á hótelleit- arvél. En hvað kostar allt hitt smáræðið sem safnast upp yfir ferðina? Það getur breytt miklu hvort kaffibollinn kostar 50 kr. eða 500 kr., eða hvort vegleg máltíð á almennilegum veitingastað er verðlögð á við íslenskt mötu- neyti eða étur upp megnið af heimildinni á kreditkortinu. Þessar upplýsingar liggja ekki alltaf á lausu, og heimildir eins og ferðahandbækur geta ver- ið bæði úreltar og ónákvæmar. Ferskar tölur og samanburður Þá bjargar að heimsækja tölfræðivefinn Numbeo.com. Þar er safnað saman gögnum um raunverulegan framfærslukostnað í fjölda borga um allan heim. Tölurnar eru yfirleitt frekar nýlegar og bæði gefin upp spönn og meðaltal fyrir helstu flokka. Ef stefnan er t.d. tekin á Buenos Aires í Argentínu má sjá hratt og vel að mjólkurlítr- inn kostar þetta frá 0,7 til 1,14 dali, úrbeinuð kjúklingabringa er á um 9,5 dali kílóið og að jafnaði má vænta þess að borga um hálfan annan dal fyrir sígarettupakkann, 70 dali fyrir rafmagn, gas, hita og sorphirðu og 32 sent fyr- ir mínútuna með fyrirframgreiddu far- símakorti. Hræódýrt í Hanoi Ef velja þarf milli tveggja borga má bera þær saman í þar til gerðum glugga. Þar má sjá samanburð lið fyrir lið, og einnig samantekt sem sýnir að verð á nesyluvöru og veit- ingastöðum virðist almennt vera 6,20 til 8,73% lægra í Lundúnum en París. Ef leiguverð og ráðstöfunartekjur er tekið með í reikninginn kemst forritið að því að kaupmáttur íbúa er um 42% hærri í Lundúnum en í París. Numbeo er líka með töflu þar sem sjá má í einni svipan hvaða borg er hagkvæmust eftir því t.d. hvort ferðast er sem bakpokaferða- langur eða farin viðskiptaferð. Fátt er t.d. dýr- ara fyrir bakpokaferðalanga en fara til Stav- anger í Noregi og geta þeir vænst útgjalda upp á um 145 dali daglega. Í Hanoi í Víetnam kostar dagurinn hins vegar ekki nema um 17,74 dali. Þeir sem vilja ekki fara svo langt með bakpokann geta skellt sér til Krakár sem kostar skv. töflunni 26,67 dali á dag. Loks er hægt að gera samanburð á milli borga byggðan á eigin vörukörfu. Þeir sem t.d. drekka lítið af áfengi hafa litlar áhyggjur af því þótt vínið þar sé um 180% dýrara en í Bue- nos Aires, ef vatnsflaskan er ódýrari. ai@mbl.is Reiknivél á netinu heldur utan um kostnað við daglegt uppihald Ódýru borgirnar reynist oft auðvelt að finna Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hanoi er einhver ódýrasta borg heimsins. Fátækt er áberandi sem breytir ekki því að gleði fólksins er tær, eins og þessi mynd vitnar glögglega um. Nokkuð nákvæm reiknivél á netinu heldur utan um ferðakostnað í veröldinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.