Morgunblaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 24
bílar24 24. mars 2011
Sennilega sjá margir lífkappakstursmannsins íhillingum: Glæsilegirsportbílar, fimm stjörnu
hótel og kampavínsveislur á
Frönsku rívíerunni með huggu-
legum píum. Kristján Einar Krist-
jánsson hlær þegar blaðamaður lýs-
ir þessum hugmyndum sínum.
„Yfirleitt eru ökumennirnir ekki
sjáanlegir í kokkteilboðunum því
þeir þurfa að fara í háttinn snemma
til að vera klárir fyrir akstur á
brautinni morguninn eftir. Hvaða
bíl ég ek á hversdags fer svo mest
eftir því hvað bílaleigan býður
hverju sinni. Síðan á ég engar
grúppíur, nema þá kærustuna mína
frá Húsavík.“
Kristján Einar keppir í Form-
úlu-3 og neitar því ekki að hann
megi vera ánægður með hve langt
hann hefur náð. „Sumir veit ég að
hugsa með sér „óskaplega er hann
heppinn að vinna við þetta“, og auð-
vitað hef ég verið rosalega heppinn.
En þetta hefur líka verið gífurleg
vinna og ekkert fengist gefins.“
Á stöðugum þeytingi
Það er sennilega fátt meira
spennandi en að þeysa um á ógn-
arhraða eftir góðri keppnisbraut, en
Formúlulífið er enginn dans á rós-
um. Keppnirnar reyna t.d. ekki bara
á getuna bak við stýrið heldur líka á
andlegu hliðina. „Þetta getur verið
mjög einmanalegt starf og maður er
á stöðugum þeytingi milli landa.
Stundum hef ég upplifað að opna
augun á morgnana og verða óróleg-
ur því ég veit ekki hvar ég er. Svo
rennur það smám saman upp fyrir
mér: Jú, ég er á hótelherbergi á
Ítalíu.“
Þegar blaðamaður náði tali af
Kristjáni Einari var hann að koma
sér fyrir í litlum bæ á Spáni þar
sem fjölskyldan mun dvelja tíma-
bundið. Flutningarnir tengjast sam-
starfs- og styrktarsamningi sem
Kristján Einar má þó lítið gefa upp
um að svo stöddu. Það heyrist samt
á honum að ökumannsferillinn sé í
góðum farvegi núna þegar þrjú
keppnistímabil eru að baki. „Núna
er þetta orðin meira 9-5 vinna, æf-
ingar og markaðsstörf jöfnum hönd-
um, og svo er ég meira að segja
kominn með nokkra unga og upp-
rennandi undir minn væng.“
Litla steplan vildi bikarinn
Kristján Einar er ekki nema 22
ára en strax orðinn fjölskyldumað-
ur. Starf kappakstursmannsins,
fjarverur og vinnuálag, getur eðli-
lega orðið til þess að föður- og fjöl-
skylduhlutverkið verður stundum
erfiðara en ella.
„En um leið sæki ég drifkraftinn
til fjölskyldunnar. Og mér er alveg
haldið við efnið. Af öllum kyn-
slóðum. Ég lenti t.d. í óhappi í
keppni á Monza-brautinni eitt sinn:
Var í 2. sæti þegar bíllinn rann á ol-
íupolli og sveif út af brautinni . Litla
stelpan mín hringdi strax á eftir,
ekki af því að hún hefði áhyggjur af
mér, heldur af því að hún hafði ver-
ið að horfa í beinni og var öskuill yf-
ir því að ég kæmi ekki heim með
bikar,“ segir Kristján Einar og
skellihlær.
Hann slapp vel á Monza en því er
ekki að neita hlutskipti kappakst-
ursmannsins er hættulegt. Sumir
vilja kalla ökuþórana gladíatora nú-
tímans því margir áhorfendur bíða
spenntir eftir að að sjá hrikalega
árekstra á skjánum.
„Það var einmitt verið að koma
upp gervihnattadiski hér á húsinu
og fyrsta stöðin sem ég stillti á var
að sýna kappakstursþátt. Kynn-
ingin á þættinum var þetta þrír
framúrakstrar, tvær myndir af
verðlaunapalli og svo 40 svakalegir
árekstrar. Þetta virðist óneitanlega
vera það sem fólkið vill sjá.“
Minntur á hættuna
Kristján Einar hefur ekki áhyggj-
ur af slysum. „Ég reyni að hugsa
ekkert út í það. Ég er líka þannig
ökumaður að ég er ekki að koma
mér í einhverjar kringumstæður
sem geta endað illa. Þá sjaldan sem
eitthvað hefur gerst hefur það ein-
mitt verið vegna þess að einhver
Kappakst-
urinn er
mikill skóli
Kappakstursferill Krist-
jáns Einars er í fullum
gangi. Hann er þátttak-
andi í Formúlu-3 og er nú
búsettur á Spáni. Hann
unir sér vel á Suður-Spáni
í hlutverki heimilisföðurins
sem hann segir gefa sér
jarðsamband.
Vafalaust hefur alla akstursíþróttamenn langað til að reyna sig á rennilegum bíl sem þessum. En þó oft sé gaman er lífið ekki bara dans á rósum og að sönnu eru akstursíþróttir hættulegar.
„En þetta hefur líka verið gífurleg vinna og ekkert fengist gefins,“ segir Kristján meðal annars hér í viðtalinu.
Kristján býr suður á Spáni og stundar Formúlu-3 af eljusemi og kappi.
Icetrack ehf.
www.mtdekk.is • mtdekk@mtdekk.is
Jeppadekk
mtdekk.is
32-54
tom
m
a
ATZ
MTZ
Claw
Öflugir TUDOR High Tech
rafgeymar fyrir jeppa.