Morgunblaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 11
Tækin eru
í fremstu röð.
Starck og
Páfagaukurinn
gefa tóninn
Græjur fyrir hugguleg og tæknivædd heimili
Smekklega þenkjandi Íslendingar ættu að
þekkja vel nafnið Philippe Starck. Frakkinn
Starck, sem er orðinn rétt rösklega sex-
tugur, þykir með helstu hönnuðum okkar
tíma og vekja sköpunarverk hans iðulega
mikla athygli.
Á ófáum heimilum hérlendis má t.d.
finna Pratfall stólinn skemmtilega, nú eða
Ghost stólinn, og hvað þá safapressuna
frægu sem minnir helst á geimskip Mars-
búa.
Nú geta unnendur Starcks byrjað að
safna fyrir nýju húsgagni, og í þetta sinn
hefur hönnuðurinn látið til sín taka í hljóm-
tækjageiranum.
Zikmu heitir græjan og er framleidd af
franska raftækjakompaníinu Parrot. Sala
hófst árið 2009 á þessu tveggja turna setti
þar sem minimalisminn og notagildið er í
aðalhlutverki.
Á græjunum er sæti fyrir iPod eða iP-
hone og líka hægt að streyma tónlistinni
beint úr hvers kyns tæki með Bluetooth
eða yfir WiFi tengingu. Hátalararnir eru
svo hannaðir þannig að hljóðið dreifist vel
og vandlega um rýmið, en flennistór
bassinn situr í botninum.
Loks er hægt að velja um fimm mis-
munandi liti til að tryggja að græjurnar
passi vel við innbúið.
Eins og vera ber með háklassa
hönnun og tækniundur er verðið
ekki beinlínis það lægsta. Erlend-
is kostar hátalaraparið í kring-
um 1.600 dali sem skagar
hátt upp í 200.000 kr, án op-
inberra gjalda.
ai@mbl.is
24. mars 2011 11 fasteignir
Flottur lampi með boðskap
Ekki beinlínis skot í myrkri
Það getur verið vandasamt að finna huggulegan lampa, hvað þá ef
innbúið á að hafa karllægt yfirbragð. Philippe Starck á heiðurinn
að þessari allóvenjulegu og harla skemmtilegu lampalínu sem
framleidd er af Flos.
Hönnunin er frá árinu 2005 en á örugglega eftir að lifa í margar
kynslóðir, eins og svo margt sem frá Starck hefur komið.
18 karöt í stofuna
Velja má um þrjár stærðir: náttborðslampa, borð-
lampa og standlampa, og er alveg öruggt að gestir á
heimilinu munu taka eftir mublunni, ef tekst þá yfir
höfuð að koma lampanum í gegnum tollinn stórá-
fallalaust.
Velja má um glansandi gylltan lampa með svörtum
skermi eða krómaðan með gráum skermi. Rétt er að
taka það fram að gyllti lampinn er húðaður með 18
karata gulli.
Eins og svo oft vill gerast með listamenn er lamp-
aþrenningin ekki aðeins til að fegra heimilið heldur líka
ádeila. Með gullhúðinni vill Starck vísa í tengsl peninga og
hernaðar, og svarti skermurinn er táknrænn fyrir dauðann.
Á innanverðum skerminum má svo finna litla krossa sem
eiga að minna okkur á þá látnu.
Kannski er það svo við hæfi að lamparnir kosta
morð fjár. Minnsta gerðin kostar frá um 1.000
dölum, og standlampinn er verðlagður í kring-
um tæpa 3.000 bandaríkjadali.
ai@mbl.is
NÝTT12 mánaðavaxtalausargreiðslur
Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150
Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 – laugardaga 12.00 - 16.00
Fermingartilboð
Gerið GÆÐA- og verðsamanburð
SAGA10.000 kr.vöruúttekt
fylgir öllum
fermingarrúmum
IQ-CARE
Stærð Verð áður Verð nú
120x200 131.880 kr. 109.900 kr.
Stærð Verð
120x200 164.900 kr.
Til sölu Vesturgata 6-8-10-10A
Vesturgata 6-8 U.þ.b. 1000 fermetra veitingahús með öllum tækjum og
búnaði. Sprinkler eldvarnarkerfi í öllu húsinu. Nýlegar
hita- og raflagnir. Leigusamningur til 7 ára fylgir.
Vesturgata 10-10A Samtals um 500 fermetrar. Sprinkler eldvarnarkerfi.
Nýlegar sima- og tölvulagnir.
Til greina kemur að leigja bæði húsin saman.
Upplýsingar veitir Karl í síma 892 0160 og á karl@kirkjuhvoll.is
10A
10 8
6