Morgunblaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 13
atvinna Ég var 10 ára þegar ég fékk það ábyrgðarfulla starf aðpassa 2ja ára snáða hálfan daginn eitt sumar. Mérfannst frekar flott að vera komin með djobb á undanvinkonunum þó ég ætti erfitt með bleyjuskiptin.Lára Sveinsdóttir, leikkona
Fyrsta starfið
Bleyjuskiptin erfið
ASÍ og Samtök atvinnulífsins telja að til að líf-
eyriskerfi opinberra starfsmanna verði sjálf-
bært þurfi að afnema ríkisábyrgð á lífeyr-
isréttindum. Lífeyrisréttindi starfsmanna
opinbera geirans og þeirra sem vinna á al-
mennum markaði eru ólík. Hinir fyrrnefndu
eru betur settir enda mótframlög ríksins sem
vinnuveitenda meiri en almennt gerir. Þá er
ríkisábyrgð á opinberu sjóðunum en ekki hin-
um almennum enda hafa réttindi þar verið
skert til að samræma skuldbindingar og rétt-
indi. Aðilar vinnumarkaðarins hafa lagt
áherslu á úrbætur á þessu í yfirstandandi
kjaraviðræðum og vilja að lífeyrissjóðakerfið
sé samræmt og sjálfbært.
Áherslumál í kjaraviðræðum
Morgunblaðið/Eggert
Vilja samræmdan og
sjálfbæran lífeyri
Skráð atvinnuleysi í febrúar sl. var 8,6% sem
er 0,1% meira en í janúar. Þannig voru að
meðaltali 13.772 manns án atvinnu í febrúar
og fjölgaði um 314 milli mánaða. Í febrúar í
fyrra voru að meðaltali 13.276 manns án at-
vinnu, eða um 9,3% af vinnuafli. Hefur bóta-
þegum fækkað á milli ára. Atvinnuleysi í febr-
úar sl. er í neðri mörkum þess sem reiknað
var með en Vinnumálastofnun bjóst við að
það yrði allt að 8,9%. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg.
Atvinnuleysið var
minna en spáð var
Atvinnulausum fjölgaði í febrúar
Þegar Elisa kom hingað til lands árið 2004 frá Þýskalandi hafðihún nýlokið stúdentsprófi og langaði að taka sér ársfrí fránámi. Hún ákvað því að fara til Íslands í eitt ár sem au pair. Tilað ná sér í aukapening fór hún að vinna part úr degi við ræst-
ingar og afgreiðslu í Sandholtbakaríinu á Laugavegi. Hún heillaðist fljótt
af bakstrinum og ákvað að skella sér í nám í konditori árið 2005. Hún tók
verklegt nám í Sandholt en skólann stundaði hún í Ringsted í Danmörku.
„Ég ætlaði mér alltaf í háskólanám og var búin að ákveða að fara í
stjórnmálafræði og sögu,“ segir Elisa en Íslandsdvölin breytti heldur
betur fyrirætlunum hennar. Foreldrar hennar reka hótel í Frauenstein
sem er lítill bær í austurhluta Þýskalands. Þau hafa heimsótt dóttur sína
nokkrum sinnum og eru sátt við námsval hennar, enda hefur Elisu geng-
ið mjög vel. Hún er fagmanneskja sem vert er að fylgjast með.
Þegar við náðum tali af henni var nóg að gera í undirbúningi fyrir
fermingar. Kransakökur og fermingartertur eru alltaf vinsælar á ferm-
ingarborðið svo þetta er annatími fyrir bakara og konditori-meistara.
Undirbúningur fyrir heimsmeistarakeppnina, Barry Callebaut World
Chocolate Masters, er í fullum gangi en hún fer fram í París dagana 17.-
20. október næstkomandi. Æfingar fara helst fram á nóttunni eða mjög
snemma morguns þannig að vinnudagurinn er langur. Í París keppa tutt-
ugu lönd til úrslita svo það verður spennandi að fylgjast með Ásgeiri og
Elisu.
Frábær árangur
Elisu var boðið að vera með landsliði matreiðslumanna árið 2009.
Hennar hlutverk er aðallega að gera konfekt. „Landsliðið er í hléi núna
en okkur gekk mjög vel á heimsmeistaramótinu í Lúxemborg sem haldið
var í nóvember. Við fengum gull fyrir heitan mat og silfur fyrir kalda
matinn. Í heildina lentum við í 7. sæti á mótinu,“ segir Elisa.
Alls kepptu 27 þjóðir á heimsmeistaramótinu svo segja má að íslenska
landsliðið hafi sýnt frábæran árangur.
„Næsta verkefni liðsins eru Ólympíuleikarnir í matreiðslu árið 2012
sem haldnir verða í Þýskalandi.“ Elisa vonast til að taka þátt í þeim en
ekki hefur enn verið ákveðið hverjir fara.
„Ég hef lært mikið af því að vinna með landsliðinu og mér finnst mjög
skemmtilegt að kynnast öllu þessu frábæra fólki. Ef maður hefur gaman
af vinnunni þá er í góðu lagi að leggja mikið á sig.“
Það má með sanni segja að Elisa hafi fallið fyrir tertunum og konfekt-
inu því hún leggur mikið á sig í starfinu. Hún hefur ekki hug á að flytja
aftur til Þýskalands í bráð að minnsta kosti. „Ég fór um daginn í heim-
sókn en þá var systir mín með skírnarveislu. Ég reyni að komast til
Þýskalands tvisvar til þrisvar sinnum á ári. Ég var að kaupa mér íbúð hér
svo ég er ekkert á heimleið,“ segir hún.
Vilja vera jákvæðir
Elisa segist hafa fylgst náið með þýskum stjórnmálum
áður en hún kom til Íslands en hún hefur ekki sett sig
mikið inn í pólitíkina hér. Henni finnst ýmislegt hafa
breyst á Íslandi á þessum árum sem hún hefur dvalið hér
og finnur fyrir kreppunni í starfinu. „Það var kreppa í
Þýskalandi þegar ég fór þaðan og um 20% atvinnuleysi í
mínum heimabæ. Fólk lagði hins vegar mikið á sig til að
vera jákvætt. Ástandið er betra núna en þó ekki nógu
gott. Foreldrar mínir hafa fundið fyrir því í vetur að það
er minna um ferðalög innanlands í Þýskalandi heldur en
oft áður. Þau vonast til að sumarið verði betra,“ segir El-
isa.
„Við finnum fyrir því í bakaríinu að menn halda að sér
höndum. Það var algengt að fólk kæmi á föstudögum og
keypti bakkelsi fyrir vinnustaðinn en það hefur minnkað
mikið. Fólk kaupir líka minna tertur í veislur en tíðkaðist í
góðærinu og reynir að gera meira sjálft heima,“ segir El-
isa að lokum.
Elisa Gelfert kom til Íslands sem au pair. Nú er hún konditori-meistari með íslenska kokkalandsliðinu
Fóstran féll fyrir tertum
Morgunblaðið/Kristinn
Kökukonan Elisa Gelfer í Sandholtsbakaríi er í fremstu röð í sínu fagi.
Ég reyni að komast
heim tvisvar til
þrisvar sinnum á
ári. Ég var að kaupa
mér íbúð hér svo ég
er ekkert á heimleið
Aðeins 22% stjórnenda stærstu fyr-
irtækja landsins telja að aðstæður
verði betri eftir 6 mánuði en þær
eru nú. Greining Íslandsbanka vitn-
ar til þessa í pistli sínum í gær.
Þetta eru hlutfallslega færri en í
síðustu könnun þegar um 25%
þeirra sem spurðir voru sáu fram á
betri tíð eftir hálft ár. Þó hefur
fækkað í hópi þeirra sem telja að
ástandið eigi eftir að versna á næst-
unni frá síðustu könnun, en þeir eru
24% nú á móti 30% síðast. Fjölgar
því í hópi þeirra sem telja að
ástandið verði óbreytt eftir sex
mánuði frá síðustu könnun og fer
hlutfallið úr 45% í 54%.
Þessar niðurstöður segir Ís-
landsbanki ekki koma á óvart enda
er raunin sú að ástandið hefur lítið
breyst að mörgu leyti undanfarna
þrjá mánuði. Enn sé ekki komin
niðurstaða í Icesave-málinu og í
raun megi segja að efnahagslífið er
vart farið að rétta úr kútnum eftir
verulegt samdráttarskeið í kjölfar
bankahrunsins.
Svartsýnin er mun meiri á meðal
stjórnenda á landsbyggðinni en á
höfuðborgarsvæðinu, sem er í takti
við það sem verið hefur að undan-
förnu. Bjartsýni er einna helst að
finna á meðal stjórnenda í fjármála-
starfsemi og svo verslun og þjón-
ustu, en svartsýnin ríkir einna helst
á meðal stjórnenda hjá fyrirækjum
í byggingarstarfsemi, samgöngum
og svo sjávarútvegi. Sagt er að ekki
komi á óvart að svartsýni ríki á
meðal stjórnenda fyrirtækja í
byggingarstarfsemi, enda hefur sú
starfsgrein farið afar illa út úr
kreppunni, enda er mikill fjöldi
íbúða óseldur og hús hálfbyggð.
Útvegurinn kemur á óvart
Íslandsbanki segir að það kunni
að koma á óvart að svartsýni sé
mikil á meðal þeirra sem eru í sjáv-
arútvegi, þar sem efnahags-
aðstæður hafa verið hliðhollari
þeim en flestum öðrum starfs-
greinum frá hruni. Megi í því sam-
hengi m.a. nefna veikt gengi krón-
unnar og að fiskverð hefur verið
tiltölulega hagstætt erlendis.
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Kristján
Stjórnendur fyrirtækja í byggingariðnaði eru svartsýnir á næstu mánuði.
Capacent kannar viðhorf stjórnenda í atvinnulífinu
Svartsýnin meiri út á landi