Morgunblaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 2011
VW Passat
Árgerð 2005, ekinn 78.000 km, sjálfskiptur, bensín.
Ásett verð 1.950.000.
Tilboð 1.730.000
HEKLA
NOTAÐIR
BÍLAR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir
Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Dómnefnd sem skipuð var til að veita
umsögn um hæfni umsækjenda um
embætti hæstaréttardómara hefur
skilað innanríkisráðuneytinu um-
sögn sinni.
Er það niðurstaða nefndarinnar
að Eiríkur Tómasson lagaprófessor
og Þorgeir Örlygsson dómari við
EFTA-dómstólinn í Lúxemborg, séu
hæfastir til að hljóta embætti hæsta-
réttardómara sem auglýst voru laus
til umsóknar 18. febrúar sl.
Ekki efni til að greina á milli
hæfni fjögurra umsækjenda
Í umsögninni segir að ekki þyki
efni til að greina á milli hæfni Eiríks
og Þorgeirs að þessu leyti. Á eftir
þeim koma síðan Benedikt Bogason
dómstjóri, Gréta Baldursdóttur hér-
aðsdómari, Helgi I. Jónsson dóm-
stjóri og Sigríður Ingvarsdóttir hér-
aðsdómari.
„Ekki þykja heldur efni til að
greina á milli hæfni síðastnefndra
fjögurra umsækjenda,“ segir í um-
sögn dómnefndarinnar.
Alls sóttu átta einstaklingar um
þrjú embætti hæstaréttardómara,
en umsóknarfrestur rann út 14.
mars. Tveir umsækjendur drógu
umsókn sína til baka, þau Jónas Jó-
hannsson héraðsdómari og Sigrún
Guðmundsdóttir héraðsdómari. Eru
því eftir fyrrnefndir sex umsækjend-
ur.
Í dómnefndinni eru Páll Hreins-
son, sem jafnframt er formaður
hennar, Allan V. Magnússon, Brynj-
ar Níelsson, Guðrún Agnarsdóttir og
Stefán Már Stefánsson.
Eiríkur og Þorgeir tald-
ir hæfastir umsækjenda
Sex umsækjendur um þrjú embætti hæstaréttardómara
Eiríkur Tómasson Þorgeir Örlygsson
Snjókoman í Reykjavík og næsta nágrenni um helgina gerði víða strik
í reikninginn en Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndar, ótt-
ast ekki um fuglana. „Ég held að þeir kippi sér ekki upp við þetta,“
segir hann. Grágæsin á hreiðrinu var alla vega hin rólegasta.
Vetrarhret gera smáfuglum lífið gjarnan erfitt en Jóhann Óli vill
ekki kalla veðrið um helgina hret – í mesta lagi hálfhret – og fugl-
arnir séu stilltir inn á svona veðurbreytingar. Fyrstu fuglarnir séu
búnir að verpa og fuglarnir bregðist við svona veðri með því að liggja
stíft á ungum eða eggjum og haldi þannig hita á þeim. Jóhann Óli rifj-
ar upp að hretið sem kom norðanlands 2006 hafi fellt fugla í stórum
stíl en það hafi líka verið langvarandi með stífri norðanátt. „En svona
lítið skot held ég að hafi lítið að segja,“ segir hann. „Ég hef ekki
áhyggjur.“ steinthor@mbl.is
Varpið hefur sinn vanagang
Morgunblaðið/Ómar
Óttast ekki um fuglana
þrátt fyrir mikinn snjó
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Magnús Pétursson, ríkissáttasemj-
ari, hefur boðað landssambönd og
aðildarfélög Alþýðusambands Ís-
lands, sem hafa skotið málum sínum
til hans, til sáttafunda í dag og á
morgun. Verði þeir árangurslausir
er ljóst að undirbúningur verkfalls-
aðgerða fer af stað, að sögn Gylfa
Arnbjörnssonar, forseta ASÍ.
Litlar viðræður hafa verið í
gangi frá því að upp úr sauð fyrir
helgi þegar forystumenn ASÍ höfn-
uðu hugmyndum Samtaka atvinnu-
lífsins um að gera þriggja ára samn-
ing. Gylfi er svartsýnn á framhaldið.
„Það mun reyna á það næstu
sólarhringa hvort það tekst að finna
lausn á þessu deilumáli í þokka-
legum friði. Ef þessir fundir hjá
sáttasemjara verða árangurslausir
sé ég ekki annað en að þessi lest
undirbúningsaðgerða verkfalla fari
einfaldlega af stað. Það er tækifæri
næstu tvo sólarhringa til að forða því
frá að fara í verkfallsfarveg,“ segir
hann.
Björn Snæbjörnsson, formaður
Starfsgreinasambandsins, segir að
undirbúningur sé á fullu fyrir at-
kvæðagreiðslu um verkfall og verið
sé að samræma það með lands-
samböndunum. Í næstu viku verði
svo farið í það að kjósa. Verkfall
gæti þá hugsanlega hafist í seinni
hluta þessa mánaðar.
„Menn eru í því að semja. Ef
ekki er búið að því ætlum við að ýta
á það með þessum aðgerðum. Á
meðan menn ræðast við er ennþá
von,“ segir Björn.
Hafa tvo sólar-
hringa til þess að
forðast verkföll
Ríkissáttasemjari
boðar deiluaðila til
sáttafunda í dag og á
morgun
Morgunblaðið/Golli
Fundir Stíft var fundað fyrir
helgina hjá SA og ASÍ.
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra segir mikilvægt að
aðilar vinnumarkaðarins gefist
ekki upp í viðræðum um gerð
kjarasamninga. Það sé afar mik-
ilvægt að tryggja frið og stöðug-
leika á vinnumarkaði. Þetta kom
fram í svari hans við óundirbúinni
fyrirspurn á Alþingi í gær frá
Bjarna Benediktssyni, formanni
Sjálfstæðisflokksins.
„Við fáum engin svör hér í þing-
sal hvað það er sem ríkisstjórnin
hyggst gera. Hver er stefna ríkis-
stjórnarinnar í orkumálum? Hvað
er það sem ríkisstjórnin ætlar að
gera við breyt-
ingar á fisk-
veiðistjórn-
unarkerfinu?“
spurði Bjarni.
Svaraði Stein-
grímur því til að
ríkisstjórnin
hefði verið tilbú-
in til þess og lagt
allt það af mörk-
um sem hún
hefði getað til að auðvelda gerð
kjarasamninga. Mikil vinna hefði
staðið yfir við það, í raun allt frá því
í janúarmánuði.
Ræddu stöðu kjaravið-
ræðna á Alþingi í gær
Steingrímur J.
Sigfússon
Styrkur svifryks í
Reykjavík var
sennilega yfir
heilsuvernd-
armörkum í gær.
Hálftímagildi
svifryks klukkan
15.30 var 205
míkrógrömm á
rúmmetra en 52
μg/m³ frá mið-
nætti. Búist var
við að loftmengunin yrði áfram yfir
heilsuverndarmörkum í gærkvöldi.
Mörkin eru 50 míkrógrömm á rúm-
metra á sólarhring.
Mistrið í Reykjavík er ryk sem
berst sennilega af Landeyjasandi.
Aðrar uppsprettur eru til dæmis
umferðargötur. Raki var lítill í lofti
en nokkur vindur. Vindur mun lík-
lega stillast í dag og mun það
minnka styrk svifryksins.
Þeir sem eru með viðkvæm önd-
unarfæri ættu að taka tillit til að-
stæðna og fylgjast með loftgæðum á
vefmæli borgarinnar sem sýnir svif-
ryksmengun við Grensásveg.
Svifryk
yfir heilsu-
verndar-
mörkum
Svifryk Ryk var í
lofti í borginni.
Heildartekjur ríkisins af hugsan-
legum vegtollum á Suðurlandsvegi,
Vesturlandsvegi og Reykjanesbraut
gætu numið einum og hálfum til
tveimur milljörðum króna á ári.
Þetta kemur fram í svari Ögmundar
Jónassonar, innanríkisráðherra, við
fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhanns-
sonar þingmanns á Alþingi í gær. Í
svarinu kemur fram að ekkert hafi
verið ákveðið um upphæð veggjalda,
sem séu háð ýmsum þáttum, en
þetta gæti verið gróft viðmið út frá
dæmum sem reiknuð hafa verið.
kjartan@mbl.is
Veggjöld gætu
skilað tveimur
milljörðum
Reykjanesbraut Ekkert hefur verið
ákveðið um upphæð veggjalda.