Morgunblaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 2011
und manns hafi starfað við húsið, þeg-
ar allt er tekið saman. Hún segir að
starfsmenn séu samhentir og sam-
stilltir á það að láta verkefnið verða
farsælt og takast vel.
„Við erum að horfa á hluti gerast
sem ég hélt að væru ekki mögulegir.
Á föstudag horfðum við á anddyrið
hreinsast upp og nánast verða al-
mennilegt, þó auðvitað eigi eftir að
hreinsa og fínísera mjög margt. Hér
er búin að eiga sér stað svo mikil
vinna og hún safnar ryki og alls konar
hlutum sem tekur tíma að losna við,
þannig að það verður ekki allt spikk
og span, það vitum við alveg fyrir víst.
En þetta verður alla vega vel í stakk
búið til að við getum opnað og gert
það glæsilega.“
Fullkomin upplifun
En munu tónleikagestir fá að upp-
lifa húsið í allri sinni dýrð á opnunar-
tónleikunum?
„Ég get fullyrt það, því salurinn er
tilbúinn og það er allt til taks. Hér er
fyrsta flokks aðstaða, hljómburður,
hljóðfæri, tónlistarmenn og hljóm-
sveitarstjóri. Það er ekkert sem vant-
ar upp á að upplifunin geti orðið full-
komin.“
Tónlistarstjórinn segir það forrétt-
indi að fá að standa í stafni fyrir þetta
verkefni.
„Tilfinningin er mjög margþætt.
Hún er fyrst og fremst alveg ótrúleg
gleði yfir því að þetta sé að takast.
Hafandi alist upp í tónlistarumhverfi
og tekið í arf þörfina fyrir þetta hús
og þrána eftir því, þá er það líka fyrir
mig, persónulega, stórkostlegt að
upplifa þetta. Ég lít á þetta sem lang-
hlaup, þó að þessum áfanga sé náð –
að húsið opni – þá er það bara fyrsti
þátturinn í langri og vonandi farsælli
ævi þessa húss.“
Langur kafli senn á enda Iðnaðarmenn munu brátt kveðja tónlistarhúsið við höfnina. Alls hafa um þúsund manns komið að framkvæmdinni, með einum eða öðrum hætti.
Ekki eftir neinu að bíða
Opnunartónleikar Hörpu fara fram á
morgun Opin æfing Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar fyrir helgi gaf góð fyrirheit
Beðið eftir hljómsveitinni Aðalsalur Hörpu er nánast tilbúinn. Nú á aðeins eftir að fylla í sætin.
Speglasalur Iðnaðarmenn bæði innan- og utanhúss sjást hér speglast í lofti Hörpu.
BAKSVIÐ
Gísli Baldur Gíslason
gislibaldur@mbl.is
Komið er á endasprett í byggingu
Hörpu við hafnarbakkann. Það fer
ekki á milli mála þegar litið er inn fyr-
ir dyr tónlistarhússins. Iðnaðarmenn
keppa við tímann sem aldrei fyrr og
reyna að leggja lokahönd á verkið.
Steypan verður vart þornuð þegar
fyrstu tónleikagestir Hörpu munu
ganga inn í nýja húsið á miðvikudags-
kvöld og hlýða á Sinfóníuhljómsveit
Íslands spila undir stjórn Vladimírs
Ashkenazy.
Steinunn Birna Ragnarsdóttir,
tónlistarstjóri Hörpu, segir að ekkert
muni vanta upp á það að upplifunin
geti orðið fullkomin fyrir fyrstu tón-
leikagestina á morgun, þrátt fyrir að
húsið verði ekki fullkomlega klárað.
Hún segir að opin æfing Sinfóníunnar
á föstudaginn, sem var haldin fyrir
starfsmenn hússins, hafi gefið góð
fyrirheit.
Opnunartímabil hefst á morgun
„Það verður ýmislegt óklárað, enda
vissum við það frá byrjun og lögðum
áherslu á það að salirnir yrðu til og
allt sem skiptir máli til að halda við-
burði. Og við það stöndum við. Þó það
verði kannski eitt og annað smálegt
eftir þá veit ég að fólk verður svo glatt
yfir því að koma að það tekur ekkert
eftir því,“ segir Steinunn Birna. Opn-
unartímabil Hörpu mun standa frá
morgundeginum allt til 20. ágúst. Á
þeim tíma mun húsið klárast í þrep-
um.
„Við tókum meðvitaða ákvörðun
um það þegar við vissum að það yrði
ekki allt tilbúið 4. maí að byrja samt,
af því að húsið yrði tilbúið til að standa
undir því að hýsa viðburði. Okkur
fannst það miklu skynsamlegra held-
ur en að láta húsið bíða eftir að allt
yrði tilbúið utanhúss, að fara samt
með það í gang, því þetta er langþráð
hús, líklega langþráðasta tónlistarhús
heims, þori ég að fullyrða, og það er
ekki eftir neinu að bíða.“
Steinunn Birna segir að hátt í þús-
Skannaðu kóðann
til að sjá mynd-
skeið úr Hörpu.