Morgunblaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 2011
Hagtölur staðfesta að krafturinn í
hagkerfum evrusvæðisins er fyrst
og fremst tilkominn vegna upp-
gangs í Þýskalandi og Frakklandi.
Vöxtur mælist í framleiðslugeirum
landanna tveggja en stöðnun og
samdráttur einkennir stöðuna í
flestum öðrum aðildarríkjum evru-
svæðisins.
Mæling vísitölu innkaupastjóra
framleiðslufyrirtækja á evrusvæð-
inu sýnir aukningu í 58 stig í apríl
úr 57,5 stigum í mars. Vísitalan er
þannig reiknuð að gildi fyrir ofan 50
stig sýnir vöxt í framleiðslugeiran-
um á en mæling undir 50 stigum
sýnir samdrátt. Vísitala innkaupa-
stjóra þykir gefa glögga innsýn í
hvert hagsveiflan stefnir hverju
sinni og er til að mynda mikið notuð
af sérfræðingum í seðlabönkum.
Þrátt fyrir að mælingin sýni mik-
inn kraft á evrusvæðinu í heild sinni
er fyrst og fremst um að ræða upp-
gang í Þýskalandi og Frakklandi.
Samkvæmt mælingunni hækkaði
vísitala innkaupastjóra í Þýskalandi
í 62 í apríl úr 60,9 í mars. Er þetta
nítjándi mánuðurinn í röð sem vísi-
talan hækkar. Að sama skapi hækk-
aði vísitalan í Frakklandi úr 55,4 í
57,5 í apríl og hefur ekki verið
hærri í fimm mánuði.
Þungur róður við Miðjarðarhaf
En sömu sögu er ekki að segja af
öðrum stórum hagkerfum evru-
svæðisins á borð við Ítalíu og Spán.
Mælingin á vísitölunni í apríl sýndi
hægari vöxt í framleiðslu en í mán-
uðinum á undan. Spánn stefnir í
samdrátt miðað við mælinguna og á
sama tíma heldur áfram að draga úr
vexti í framleiðslu í Grikklandi.
Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur
eftir sérfræðingi Markit sem sér um
mælinguna að vísitalan hafi ekki
hækkað jafnmikið fyrstu fjóra mán-
uði ársins í tæp tíu ár. Hinsvegar
sýni mælingin skýrt að bilið á milli
hagsveiflunnar í einstaka evruríki
breikki nú ört.
Þessi þróun mun gera Evrópska
seðlabankanum enn erfiðara um vik
í vaxtaákvörðunum sínum. Hann
hækkaði stýrivexti í síðasta mánuði
vegna vaxandi verðbólguþrýstings
og væntingar eru um áframhaldandi
vaxtahækkanir á komandi misser-
um. Krafturinn í þýska hagkerfinu
virðist gefa fullt tilefni til slíkra
hækkana en það sama verður hins-
vegar ekki sagt um ástandið í hag-
kerfum á borð við það spænska,
ítalska, gríska og írska.
ornarnar@mbl.is
Bilið breikkar
á evrusvæðinu
Reuters
Kauphöllin í Frankfurt Þýska hagkerfið dregur hagvaxtarvagninn á evru-
svæðinu um þessar mundir ásamt því franska.
Ekkert lát á krafti þýska hagkerfisins
● Sala á bílum í Japan dróst saman um
51% í apríl. Þetta er mesti samdráttur í
bílasölu í landinu síðan mælingar hóf-
ust árið 1968. Japanskt efnahagslíf
varð fyrir miklu áfalli í jarðskjálftanum í
mars og stöðvaðist framleiðsla margra
fyrirtækja tímabundið.
Samtals seldust rúmlega 100 þús-
und bílar í Japan í apríl sem er 51%
minna en í apríl í fyrra. Sölusamdrátt-
urinn í mars var 37%.
Helmings samdráttur
STUTTAR FRÉTTIR ...
● Ný stjórn Lands-
virkjunar var kjörin
til eins árs á aðal-
fundi fyrirtækisins
15. apríl. Sú breyt-
ing varð að Arnar
Bjarnason tók sæti
í stjórn Landsvirkj-
unar. Úr stjórn
gekk Páll Magnús-
son.
Fram kemur á
vef Landsvirkjunar að stjórnin sé þann-
ig skipuð:
Bryndís Hlöðversdóttir, rektor Há-
skólans á Bifröst, stjórnarformaður,
Sigurbjörg Gísladóttir, efnafræðingur
við Umhverfisstofnun, varaformaður,
Arnar Bjarnason, viðskiptafræðingur,
Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri
Íslandspósts, og Stefán Arnórsson, pró-
fessor við Háskóla Íslands.
Ný stjórn
Landsvirkjunar
Arnar
Bjarnason
Hagnaður HB
Granda í fyrra
nam 7,8 millj-
ónum evra, eða
um 1,3 millj-
örðum króna.
Árið 2009 nam
hagnaður fyr-
irtækisins hins
vegar þrettán
milljónum evra,
eða um 2,1 millj-
arði króna á núvirði.
Hagnaður fyrir skatta, afskriftir
og fjármagnsliði, EBITDA, var þó
mun meiri í fyrra en árið á undan.
Skattgreiðslur hækka milli ára
Árið 2010 nam EBITDA 41,2 millj-
ónum evra en var um 32 milljónir
árið á undan. Lægri hagnaður eftir
skatta skýrist annars vegar af nei-
kvæðum gengisáhrifum upp á 8,2
milljónir evra og því að skatt-
greiðslur fyrirtækisins jukust mjög
milli ára. Námu þær í fyrra tæpum
11 milljónum evra en voru um 2,6
milljónir evra árið á undan.
Eignir HB Granda í árslok 2010
námu 303,7 milljónum evra, and-
virði um 50 milljarða íslenskra
króna, en voru um 288,7 milljónir
evra árið á undan.
Eigið fé jókst um 9,4 milljónir
evra og var í árslok 2010 141,3
milljónir. Skuldir jukust um 6,5
milljónir og voru 162,4 milljónir.
Eiginfjárhlutfall er því um 46,5
prósent, en var um 46 prósent í árs-
lok 2009.
HB Grandi skilar hagn-
aði upp á 1,3 milljarða
Gróði Fiskvinnsla
HB Granda.
Bjarni Ólafsson
bjarni@mbl.is
Landssamband smábátaeigenda
gagnrýndi stjórn Gildis lífeyrissjóðs
harkalega á ársfundi sjóðsins fyrir
helgi og hefur haldið þeirri gagnrýni
áfram síðan þá. Örn Pálsson, fram-
kvæmdastjóri LS, segist ósáttur við
að tillögur sambandsins um aukið
lýðræði í stjórn Gildis hafi ekki
fengist ræddar á ársfundinum. „Við
höfum gert tillögur um að fulltrúar
launþega í stjórn lífeyrissjóðsins
verði kosnir í opnum kosningum, LS
fái fulltrúa í stjórn sjóðsins og að
sjóðfélagar hafi kosningarétt á árs-
fundum. Stjórn Gildis sendi hana
hins vegar til aðildarfélaga sjóðsins,
sem tóku svo ákvörðun um hvort
hún skyldi rædd á fundinum eða
ekki. Þetta þýðir að ársfundur fer
ekki með æðsta vald í málefnum
sjóðsins, sem hlýtur að vera eins-
dæmi,“ segir Örn.
Árni Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Gildis, sagði að með-
ferð tillagnanna hafi verið í sam-
ræmi við samþykktir sjóðsins. „Við
förum eftir samþykktum í þessum
efnum eins og öðrum og þær segja
að leita skuli eftir samþykki aðild-
arfélaga hvað varðar framlagningu
tillagna á ársfundi.“ Árni segir að
tillaga LS um að sambandið fái full-
trúa í stjórn gangi ekki upp. „Aðild
allra annarra aðildarfélaga að Gildi
byggir á kjarasamningum, sem
kveður á um skyldur þeirra gagn-
vart sjóðnum. Meðlimir í þessum fé-
lögum eru skyldaðir til að greiða í
sjóðinn. Smábátasjómenn eru ekki
bundnir af slíkum kjarasamningum
og geta fært sig í hvaða annan sjóð
sem vill taka við þeim. Það er eðli-
legt að þau félög sem bera skyldur
gagnvart sjóðnum stýri honum. Þá
verður einnig að athuga að iðgjalda-
greiðslur smábátasjómanna eru að-
eins lítill hluti iðgjalda sem sjóður-
inn fær á ári.“
Ekki nýjar fréttir
Á ársfundinum gagnrýndi Örn
rekstur sjóðsins undanfarin tvö ár
og sagði hann hafa tapað 23,8 millj-
örðum króna á tímabilinu. Vísar Örn
þar til þess fjár, sem færður er und-
ir liðinn „endanlega tapað“ í umfjöll-
un ársreiknings um niðurfærslur
verðbréfa. Árið 2009 voru rúmir þrír
milljarðar króna færðir sem endan-
lega töpuð bréf og í fyrra nam þessi
fjárhæð um 20,7 milljörðum króna.
Árni segir þetta ekki nýjar fréttir og
að stjórn sjóðsins hafi haldið sjóð-
félögum upplýstum um stöðu mála
frá upphafi.
Hvað varðar þá gagnrýni Arnar
og LS að skortur á gjaldeyrisvörn-
um hafi kostað lífeyrissjóðinn fé
segir Árni að í fyrsta lagi komi
gjaldeyrishöft í veg fyrir gjaldmiðla-
skiptasamninga í krónum. „Við er-
um að skoða athugasemdir Arnar,
en hafa ber í huga að samsetning er-
lendra eigna sjóðsins er flóknari en
virðist í ársreikningum. Stór hluti
eigna okkar er í verðbréfasjóðum,
sem gera upp í Bandaríkjadölum, en
undirliggjandi eignir geta verið aðr-
ar og dreifðari.“
Vill að ársfundur fari með vald
Landssamband smábátaeigenda gagnrýnir Gildi lífeyrissjóð Segir einsdæmi að ársfundur fari ekki
með æðsta vald Framkvæmdastjóri Gildis segir að farið hafi verið eftir samþykktum
Örn
Pálsson
Árni
Guðmundsson
!"# $% " &'( )* '$*
++,-./
+01-.2
++3-3
44-,41
4+-,35
+0-1,0
+4.-3.
+-5/0/
+.2-13
+31-4/
+++-,+
+0/-41
++3-21
44-,00
4+-+4/
+0-134
+40-,5
+-534/
+.2-22
+31-.+
4+0-4105
+++-4.
+0/-32
++.-40
44-+/4
4+-+0.
+0-/+3
+40-52
+-533/
+0,-/4
+3/-+.
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á