Morgunblaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 2011
Á morgun kl.
20:00 verða
haldnir tónleikar
með tónverkum
Guðmundar
Steins Gunnars-
sonar í SÁÁ-
salnum Von í
Efstaleiti 7. Með-
al annars verður
frumflutt verkið
Mardiposa sem
vann nýverið verðlaun í tónverka-
samkeppni í tilefni af 80 ára afmæli
Ríkisútvarpsins. Auk þess verða
leikin önnur nýleg verk. Aðgangur
að tónleikunum er ókeypis.
Tónlist
Verk Guð-
mundar í Von
Guðmundur Steinn
Gunnarsson
Ólöf Sverrisdóttir
og Ólafur Guð-
mundsson, leik-
arar og leiklistar-
kennarar, hrinda
af stað leiklistar-
námskeiði fyrir
fullorðna næst-
komandi fimmtu-
dag og verður
það haldið í fimm
skipti á fimmtudagskvöldum. Á
námskeiðinu gera þátttakendur
verkefni og æfingar og fá grunn-
þjálfun í leikrænni túlkun. Nánari
upplýsingar fást í netfanginu iceolof-
@hotmail.com.
Leiklist
Námskeið fyr-
ir fullorðna
Ólöf Sverrisdóttir
Á morgun og á fimmtudag milli kl.
12:00 og 19:00 verður opin innsetn-
ing Árna Guðjónssonar í Kaffistof-
unni, Hverfisgötu 42. Verkið er
lokaverkefni Árna í BA-námi í tón-
smíðum við tónlistardeild Listahá-
skóla Íslands.
Árni segir verkið hljóð- og mynd-
ræna innsetningu fyrir einn:
„Ástæðan fyrir því að aðeins einn í
einu má upplifa verkið er sú að við
fæðumst ein, lifum ein og deyjum
ein. Erum ein. Þegar allt kemur til
alls. Við upplifun verksins liggur
hlustandi/áhorfandi á bakinu inni í
tjaldi, horfir upp í loft og hlýðir/
horfir á hljóð og mynd sem dansa
saman, í samstígum og gangstígum
dansi. Verkið er ekki tímabundið,
það má liggja eins lengi og mann
lystir, ekkert liggur á.“
Árni Guðjónsson er fæddur árið
1988. Hann útskrifaðist frá Fjöl-
brautaskólanum í Garðabæ af
myndlistarbraut árið 2008 og sama
ár úr Tónlistaskóla Garðabæjar.
Árið 2008 hóf Árni nám í tón-
smíðum.
Einn Úr innsetningu Árna Guðjóns-
sonar í Kaffistofunni.
Hljóð- og myndræn
innsetning fyrir einn
Lokaverkefni Árna Guðjónssonar
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Næstkomandi föstudag kl. 17:00
verður raflistahátíðin Raflost-
+Pikslaverk sett í Hafnarhúsinu og
þá um kvöldið kl. 20:00 verða tón-
leikar S.L.Á.T.U.R. í Bakkaskála,
Grandavegi 16. Í raun er verið að
steypa tveim hátíðum í eina, Raflosti,
sem er raflistahátíð Raflistafélags Ís-
lands í samstarfi við Listaháskóla Ís-
lands, Lorna, S.L.Á.T.U.R. o.fl., og
Pikslaverki, sem er hluti af al-
þjóðlegu neti raflistahátíða, Pix-
elache, og er rekið af Lornu, félagi
áhugamanna um rafrænar listir.
Hátíðin hefur verið haldin frá
árinu 2007 og að sögn Margrétar El-
ísabetar Ólafsdóttur hjá Pikslaverki
er svo komið að meirihluti þátttak-
enda er erlendir listamenn, en af inn-
lendum listamönnum má nefna Hall-
dór Heiðar Bjarnason, Ninnu
Þórarinsdóttur, og Pál Ivan Pálsson.
Margrét segir að það sé ákveðið
hagræði í því að flétta hátíðirnar svo
saman, enda ekki margir sem séu að
fást við þessi afbrigði listar hér á
landi, en svo sé málum einnig svo
háttað að listgreinar skarast auð-
veldlega í rafrænum miðlum þar sem
unnið er með bæði myndir og hljóð.
Listamenn eru því gjarnan að fást
við hvort tveggja í senn, myndlist og
tónlist eða þá að tónlistarmaður er í
samstarfi við myndlistarmann eða
dansara svo dæmi séu tekin.
Í kynningu á hátíðinni segir að þar
komi saman listamenn sem eigi það
sameiginlegt að nota rafmagn í list-
sköpun, en það á vitanlega við marg-
ar ef ekki flestar listgreinar þegar
grannt er skoðað. Margrét tekur
undir það en segir að afstaða hins
dæmigerða listamanns sem taki þátt
í Raflosti+Pikslaverki einkennist af
meðvitaðri afstöðu. „Hvað tæknina
varðar eru mörkin milli listgreina að
mást út, en þeir sem telja sig tilheyra
raflistaheiminum eru yfirleitt með-
vitaðri um miðlana og sérstaka eigin-
leika þeirra. Þeir eru líka ófeimnari
við tæknina en þeir sem nota hana í
hefðbundinni listsköpun og telja sig
ekki tilheyra heimi raflista. Menn
nota kannski sömu eða svipuð tól, en
það er greinanlegur afstöðumunur
þó ekki sé alltaf auðvelt að festa
hendur á honum þá er orðræða innan
raflista að mörgu leyti ólík því sem
gerist innan hins hefðbunda sviðs
listanna.“
Hátíðin stendur frá föstudegi til
sunnudags og dagskrána í heild sinni
má sjá á www.raflost.is. Viðburðir
Raflosts+Pikslaverks eru haldnir á
ýmsum stöðum í Reykjavík, í tón-
leikasal Listaháskóla Íslands, Hljóm-
skálanum og í Bakkaskála við
Reykjavíkurhöfn. Ókeypis er á alla
viðburði hátíðarinnar.
Ljósmynd/Margrét Elísabet Ólafsdóttir
Raflist Slóvenskur og spænskur listamaður, Martinka Bobrikova og Oscar
de Carmen, flytja verk á Raflosti+Pikslaverki 2010.
Raflost+Pikslaverk
haldin í Reykjavík
Raflistir
» Á Raflosti+Pikslaverki koma
saman listamenn úr ýmsum
listgreinum sem eiga það sam-
eiginlegt að nota rafmagn í
listsköpun og haldnar verða
sýningar á myndverkum, hljóð-
verkum, tónverkum, innsetn-
ingum og gjörningum, aukin-
heldur sem fluttir verða
fyrirlestrar.
Verk listamanna úr ýmsum listgreinum sem eiga það sam-
eiginlegt að nota rafmagn í listsköpun Hátíð frá 5. til 8. maí
Pétur Östlund er staddur hér á landi
í tilefni af útkomu nýrrar kennslu-
bókar hans í trommuleik, Hringir
innan hringja, og eins til að halda
tónleika með Kvintett Sigurðar
Flosasonar í Þjóðmenningarhúsinu.
Bók Péturs kynnir ákveðið kerfi í
trommuleik sem hann hefur þróað á
síðustu áratugum eins og hann rek-
ur söguna og lýsir svo: „Þetta kerfi
er ekki byggt á neinu öðru sem ég
þekki til og ég hef aldrei séð neitt því
líkt. Ég áttaði mig snemma á þvi að
öll hljóð koma af hreyfingu ef ekkert
hreyfist er ekkert hljóð, og því bein
tengsl milli hreyfinga og hljóðs sem
ég nota í kerfinu,“ segir Pétur, en
hann hefur notað kerfið síðustu fjóra
áratugi.
Eins og getið er er Pétur ekki
bara kominn til að kynna bók, heldur
leikur hann á tvennum tónleikum
með Kvintett Sigurðar Flosasonar í
Þjóðmenningarhúsinu í kvöld og
annað kvöld. Hann segist hafa feng-
ið að velja hvað hann myndi spila og
þá hafa óskað sérstaklega eftir því
að fá að spila með Kvintett Sigurðar
enda sérstaklega gaman að spila
tónlist sem Sigurður hafi útsett.
Öll hljóð koma
af hreyfingu
Pétur Östlund
kynnir bók og
leikur á tónleikum
Morgunblaðið/Sigurgeir S
Kvintett Pétur Östlund leikur á tón-
leikum í Þjóðmenningarhúsinu.
Annað kvöld kl.
20:00 segir Þór-
unn Elísabet
Sveinsdóttir gest-
um söguna af því
þegar karlinn
hitti krókódílinn
á handverkskaffi
í Gerðubergi. Við
frásögnina notast
Þórunn við papp-
ír sem hún brýt-
ur, beyglar og rífur örlítið. Gestum
býðst síðan að reyna sig við þetta
verk og fleiri undir leiðsögn Þór-
unnar, en yfirskrift kvöldsins er
Pappír ánægjunnar vegna.
Handverk
Karlinn og
krókódíllinn
Þórunn Elísabet
Sveinsdóttir
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið)
Fim 5/5 kl. 20:00 Fös 13/5 kl. 22:00 aukasýn Sun 29/5 kl. 20:00
Fös 6/5 kl. 19:00 aukasýn Sun 15/5 kl. 20:00 Fös 3/6 kl. 20:00
Lau 7/5 kl. 19:00 Fim 19/5 kl. 20:00 Lau 4/6 kl. 20:00
Sun 8/5 kl. 20:00 Fös 20/5 kl. 19:00 Fös 10/6 kl. 20:00
Fös 13/5 kl. 19:00 Lau 28/5 kl. 19:00 Lau 11/6 kl. 20:00
Tveggja tíma hláturskast...með hléi
Strýhærði Pétur (Litla sviðið)
Fim 5/5 kl. 20:00 Fös 13/5 kl. 20:00 Fös 20/5 kl. 20:00
Fös 6/5 kl. 20:00 Sun 15/5 kl. 20:00
Lau 7/5 kl. 20:00 Fim 19/5 kl. 20:00
Krassandi ruslópera. Áhorfendur standa á sýningunni. Ekki við hæfi ungra barna.
Húsmóðirin (Nýja sviðið)
Þri 3/5 kl. 20:00 4.k Þri 17/5 kl. 20:00 11.k Sun 29/5 kl. 20:00 17.k
Mið 4/5 kl. 20:00 5.k Mið 18/5 kl. 20:00 12.k Þri 31/5 kl. 20:00 18.k
Fim 5/5 kl. 20:00 aukasýn Fim 19/5 kl. 20:00 aukasýn Mið 1/6 kl. 20:00 19.k
Fös 6/5 kl. 20:00 6.k Fös 20/5 kl. 20:00 13.k Fim 2/6 kl. 20:00 20.k
Lau 7/5 kl. 20:00 7.k Sun 22/5 kl. 20:00 14.k Fös 3/6 kl. 20:00 21.k
Sun 8/5 kl. 20:00 8.k Þri 24/5 kl. 20:00 15.k Lau 4/6 kl. 20:00 22.k
Fös 13/5 kl. 20:00 9.k Mið 25/5 kl. 20:00 16.k Sun 5/6 kl. 20:00
Sun 15/5 kl. 20:00 10.k Lau 28/5 kl. 20:00 aukasýn Þri 7/6 kl. 20:00
Nýr íslenskur gleðileikur eftir Vesturport. Ósóttar pantanir seldar daglega
Faust (Stóra svið)
Fim 12/5 kl. 20:00 Lau 21/5 kl. 20:00 Fös 27/5 kl. 20:00
Örfár aukasýningar í maí!
Opening Night - Les Slovaks (Stóra sviðið)
Sun 22/5 kl. 20:00
Á Listahátíð - Harðjaxlar sem dansa eins og englar
Ferðalag Fönixins (Stóra sviðið)
Mán 23/5 kl. 20:00 forsýn Mið 25/5 kl. 20:00
Þri 24/5 kl. 20:00 frumsýn Mið 25/5 kl. 22:00
Á Listahátíð - Um listina að deyja og fæðast á ný
Eldfærin (Stóra sviðið)
Lau 7/5 kl. 13:00 Sun 8/5 kl. 13:00 Lau 14/5 kl. 13:00
Lau 7/5 kl. 14:30 Sun 8/5 kl. 14:30 Lau 14/5 kl. 14:30
Sögustund með öllum töfrum leikhússins
Húsmóðirin – „Heit sýning í vorkuldanum“ - EB, Fbl
ÞJÓÐLEIKHÚSI
SÍMI: 551 1200 • WWW.LEIKHUSID.IS
Ð
Bjart með köflum (Stóra sviðið)
Fös 6/5 kl. 20:00 7.sýn. Lau 14/5 kl. 16:00
Br.sýn.tími
Lau 4/6 kl. 20:00
Lau 7/5 kl. 20:00 8.sýn. Fim 19/5 kl. 20:00 Fim 9/6 kl. 20:00
Fös 13/5 kl. 20:00 Fös 3/6 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00
Allt að verða uppselt í maí. Sýningar í júní komnar í sölu.
Allir synir mínir (Stóra sviðið)
Mið 4/5 kl. 20:00 Mið 11/5 kl. 20:00 Mið 18/5 kl. 20:00
Fim 5/5 kl. 20:00 Fim 12/5 kl. 20:00
Fjórar og hálf stjarna í Mbl. I.Þ og DV J.V.J
Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið)
Sun 8/5 kl. 14:00 Sun 15/5 kl. 14:00
Sun 8/5 kl. 17:00 Sun 22/5 kl. 14:00
Fálkaorður og fjör - sýning fyrir alla fjölskylduna!
Brák (Kúlan)
Fös 13/5 kl. 20:00 Aukasýn. Sun 15/5 kl. 20:00
Aukasýn.
Tvær aukasýningar í maí komnar í sölu!
Verði þér að góðu (Kassinn)
Lau 7/5 kl. 20:00 Sun 15/5 kl. 20:00 Lau 21/5 kl. 20:00
Sun 8/5 kl. 20:00 Fös 20/5 kl. 20:00
Frumsýning 7. maí.