Morgunblaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 31
DAGBÓK 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 2011 Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. (Jóh. 13, 34.) Víkverji tilheyrir eflaust hópi efa-semda- og svartsýnismanna. Víkverji efast um líf eftir dauðann og hann efast einnig um Biblíusögurnar og meira að segja Íslendingasög- urnar. Allt er þetta líklega skáld- skapur upp frá rótum, en sem slíkur þó býsna góður skáldskapur. Fengi fjórar af fimm stjörnum mögulegum, ef skrifa ætti ritdóm. Víkverji efast einnig um að sum- arið verði gott, og telur tíðarfarið 1. maí aðeins forsmekkinn að því sem koma skal. Ætli við séum ekki á leið- inni inn í ísöld, og gefur Víkverji lítið fyrir kenningar um gróðurhúsaáhrif- in. Telur þær vafasöm vísindi og meiri líkur en minni á að hitastigið á jörðinni gangi bara í náttúrulegum sveiflum. Á norðurhveli gætu hlýind- in því verið að baki og kuldatíð að taka við með hverfandi Golfstraumi. En hann gæti komið aftur eftir ein- hverja áratugi. x x x Jafnframt efast Víkverji stórlegaum að ríkisstjórn Jóhönnu Sig- urðardóttur ráði við hlutverk sitt. Nú fyrst virðist kreppan vera að skella á af fullum þunga, með auknu atvinnu- leysi, hækkandi verðlagi, minnkandi kaupmætti og auknu þunglyndi landsmanna. Allsherjarverkfall fram- undan og frekari fólksflótti í kort- unum. Við þessar aðstæður á Víkverji afskaplega erfitt með að vera bjart- sýnn, jafnvel þó að hann hafi fengið einhverjar krónur í vaxtaniður- greiðslu um mánaðamótin. Þær hrökkva skammt, duga kannski til að fylla bensíntankinn austur á Seyðis- fjörð til að komast í Norrænu og það- an af landi brott – hver veit? x x x Að endingu leyfir Víkverji sér aðefast um að Ísland komist í úr- slit Eurovision þetta árið. Lagið er miðlungsgott, ágætt sem slíkt og vel flutt af drengjunum, en bara ekki vænlegt til sigurs í þessari fáránlegu keppni. Vonandi hefur Víkverji rangt fyrir sér í öllu því sem að framan stendur, og engin ástæða til að taka mark á þessu svartsýnisrausi. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 alveg ber, 8 lund, 9 blóðsugum, 10 elska, 11 fantarnir, 13 híma, 15 stöðv- un, 18 grískur bókstafur, 21 ílát, 22 sjúga, 23 smámynt, 24 málsvari. Lóðrétt | 2 kút, 3 jurtin, 4 eldstæði, 5 slæmur, 6 bílífi, 7 litla, 12 greinir, 14 snák, 15 pest, 16 koma í veg fyrir, 17 geðs, 18 djarfa, 19 hlífðu, 20 siga. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 andóf, 4 sænsk, 7 akkur, 8 orður, 9 nár, 11 læða, 13 biti, 14 stóra, 15 fork, 17 klám, 20 sag, 22 ráðum, 23 eldur, 24 innan, 25 afurð. Lóðrétt: 1 apall, 2 díkið, 3 forn, 4 slor, 5 niðji, 6 kargi, 10 ámóta, 12 ask, 13 bak, 15 ferli, 16 ræðan, 18 lyddu, 19 múruð, 20 smán, 21 geta. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 3. maí 1943 Fjórtán bandarískir hermenn fórust er flugvél af gerðinni Boeing 24 brotlenti á Fagra- dalsfjalli á Reykjanesi, skammt austan Grindavíkur. Meðal þeirra var yfirmaður alls herafla Bandaríkjanna í Evrópu, Frank M. Andrews. Við starfi hans tók Dwight D. Eisenhower sem síðar varð forseti Bandaríkjanna. 3. maí 1986 Gleðibankinn lenti í sextánda sæti þegar Íslendingar tóku þátt í söngvakeppni sjónvarps- stöðva í Evrópu í fyrsta sinn. 3. maí 2002 Alþingi samþykkti að leggja aflagjald á handhafa aflaheim- ilda. Gjaldið átti að taka gildi á árunum 2004 til 2009 og hækka í áföngum úr 6% í 9,5% af aflaverðmæti að frádregn- um ákveðnum kostnaði. Í rit- stjórnargrein Morgunblaðsins daginn eftir sagði að þetta markaði „þáttaskil í baráttu fyrir því að íslenska þjóðin njóti sanngjarns afraksturs af auðlindum“. 3. maí 2003 Einar Rúnar Sigurðsson og Ív- ar F. Finnbogason urðu fyrstir til að klífa austurvegg Þverár- tindseggjar í Suðursveit, en fjallið er 1.554 metra hátt. Ferðin tók níu klukkustundir. Morgunblaðið sagði þetta vera sögulegan áfanga í íslenskri fjallgöngusögu. 3. maí 2008 Forseta Íslands var afhent ný- uppgerð Packard bifreið sem Sveinn Björnsson forseti hafði notað. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist… „Þegar ég kem í vinnuna mun stimpilklukkan fara með afmælislagið og svo mun mín væntanlega bíða afmælisgjöf frá stjórn Grundar,“ segir Tryggvi V. Líndal, þjóðfélagsfræðingur og skáld, sem fagnar sextugsafmæli sínu í dag. Tryggvi sem starfar við umönnun á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund seg- ist hugsa sér að opna afmælisgjöfina með sam- starfsfólkinu síðdegis en formleg veisluhöld bíði hins vegar þar til í lok mánaðar eða byrjun næsta. Tryggvi segist hafa hugleitt tímamótin undan- farin ár, og meðal annars komið hugleiðingum sín- um á framfæri í gegnum ljóðabækur sínar. Á síðasta ári gaf hann út sína þrettándu í röðinni, Ævintýraljóð, og leyfði Tryggvi sér í bókinni að gera afmælisdiktur „og læt ég þar skáldagyðjurnar í Grikklandi segja skoðun sína á mínum kveðskap,“ segir Tryggvi en bætir við kím- inn að í byrjun komi raunar fram að dómarnir verði ávallt jákvæðir enda láti hann gyðjurnar vera stjúpmæður sínar. Undanfarið hefur Tryggvi svo haft það fyrir sið að mæta til vinnu með ljósmyndabók sem hann gluggaði í meðan hann velti fyrir sér líf- inu, enda sextugsafmæli merkilegra en svo að hægt sé að humma það af sér. andri@mbl.is Tryggvi V. Líndal skáld sextugur Stimpilklukkan mun syngja (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Haltu áfram að koma skipulagi á hlut- ina bæði á heimilinu og í vinnunni. Treystu því að þú verðir samþykkt/ur og láttu þína innri rödd leiða þig áfram. Reyndu að sýna þolin- mæði og jafnaðargeð. (20. apríl - 20. maí)  Naut Gerðu þér ekki upp skoðanir á mönnum og málefnum. Einblíndu á jákvæðu þættina og þú slærð í gegn. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Hlustaðu á það sem aðrir hafa að segja svona til tilbreytingar. Þú nærð tökum á vandamáli sem hefur truflað þig. Slakaðu á þegar þú getur. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Taktu ekki að þér verkefni nema þú sért tilbúin/n til að fórna fjölskyldulífinu í ein- hvern tíma. Grasið er ekki grænna hinum megin þó þú haldir það. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú nýtur samskipta við vini þína í dag. Þú veist að þú hefur ýmislegt til málanna að leggja. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þig rámar í að hafa einhvern tíma ver- ið í tímaþröng. Farðu þér ögn hægar svo þér takist að leiða öll mál til lykta. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú ert friðarsinni í eðli þínu og vilt hafa jafnvægi í umhverfi þínu. Einhver er í þeim stellingum að hella sér yfir aðra. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Látið það ekki á ykkur fá þó hlut- irnir gangi ekki upp. Sjálfsöryggi og þol- inmæði skiptir miklu máli þegar þú leysir úr vandamálum. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Allir litlu hlutirnir fara í þínar fín- ustu, en ekki stóru vandamálin. Ekki láta brot ástvinar gott heita, bentu á mistökin. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þér getur reynst erfitt að standa við allar þær skuldbindingar sem þú hefur tekið að þér. Dagurinn er upplagður fyrir ferskar og nýjar hugmyndir. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú notar tíma þinn einstaklega vel. Allt sem þú hefur fram að færa er ein- hvers virði, mundu það. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Það hefur ekkert upp á sig að stinga höfðinu í sandinn. Mundu að það getur allt gerst. Láttu umheiminn eiga sig – það kemur dagur eftir þennan dag. Stjörnuspá Sudoku Frumstig 2 3 7 5 5 4 1 8 7 1 9 3 8 4 3 3 9 2 2 8 1 5 9 4 4 1 3 7 6 9 6 4 2 8 2 3 4 7 8 1 3 8 2 9 6 7 4 9 7 1 8 2 4 5 9 8 5 1 3 2 6 8 9 3 4 2 5 4 6 9 3 5 3 8 2 8 7 2 4 5 6 9 3 1 9 6 3 8 1 2 7 5 4 5 1 4 3 7 9 2 6 8 7 5 1 6 8 4 3 9 2 2 9 8 1 3 5 4 7 6 3 4 6 2 9 7 1 8 5 1 3 9 5 4 8 6 2 7 4 2 5 7 6 3 8 1 9 6 8 7 9 2 1 5 4 3 4 1 5 6 3 8 2 9 7 8 6 9 2 7 5 1 3 4 3 2 7 4 1 9 6 5 8 6 8 3 5 9 1 7 4 2 2 9 1 7 8 4 3 6 5 7 5 4 3 6 2 9 8 1 9 7 8 1 4 3 5 2 6 5 4 6 9 2 7 8 1 3 1 3 2 8 5 6 4 7 9 8 9 3 7 4 6 2 1 5 4 7 5 1 2 3 9 8 6 2 6 1 8 9 5 4 7 3 6 3 8 4 1 7 5 9 2 9 4 7 6 5 2 1 3 8 1 5 2 3 8 9 7 6 4 3 2 6 5 7 1 8 4 9 7 8 9 2 3 4 6 5 1 5 1 4 9 6 8 3 2 7 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er þriðjudagur 3. maí, 123. dagur ársins 2011 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 g6 2. e4 Bg7 3. Rc3 d6 4. Be3 Rc6 5. f4 Rf6 6. Rf3 O-O 7. Be2 a6 8. Dd2 b5 9. e5 Rg4 10. Bg1 dxe5 11. dxe5 Bb7 12. Bc5 f6 13. h3 Rh6 14. exf6 Dxd2+ 15. Rxd2 Bxf6 16. Rde4 Bg7 17. O-O-O Hxf4 18. Be3 Hxe4 19. Rxe4 Rf5 20. Bc5 Re5 21. Bf3 Bc6 22. Rd2 Rxf3 23. Rxf3 e5 24. Hhe1 He8 25. Kb1 h6 26. a3 Kh7 27. c3 g5 28. Kc2 Rg3 29. Bf2 Rh5 30. Be3 Bf6 31. Hf1 Rf4 32. Re1 Kg6 33. Hd2 Be4+ 34. Kc1 Bc6 35. Kc2 Rd5 36. He2 Bg7 37. g3 Rf6 38. Bg1 Re4 39. Bh2 Rc5 40. b4 Ra4 41. Rf3 Staðan kom upp á Skákþingi Íslands, landsliðsflokki, sem lauk fyrir skömmu á Hótel Eiðum. Guðmundur Gíslason (2291) hafði svart gegn alþjóðlega meistaranum Guðmundi Kjartanssyni (2327). 41… Rxc3! 42. Kxc3 Bxf3 43. Hee1 e4+ 44. Kc2 Hd8 og svartur inn- byrti vinninginn skömmu síðar. Svartur á leik Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sniðug sagnvenja. N-Enginn. Norður ♠9 ♥ÁKD10852 ♦8 ♣G542 Vestur Austur ♠G10643 ♠85 ♥74 ♥9 ♦1092 ♦ÁDG63 ♣K9 ♣108763 Suður ♠ÁKD72 ♥G6 ♦K754 ♣ÁD Suður spilar 6♥. Geoff Hampson og Fred Gitelman spiluðu saman í bandarískri sveit í Kína. Það tók þá tvær sagnir að kom- ast á nákvæmlega réttan áfangastað í spilinu að ofan: Gitelman vakti í norður á 3G í merkingunni „þéttur hálitur án hliðarstyrks“. Þær upplýsingar dugðu Hampson til að stökkva strax í 6♥. Út- spilið var ♠G. Hampson aftrompaði mótherjana, henti tígli og laufi í há- spaða og gaf á ♣K. Tólf áreynslulausir slagir. Hinum megin vakti Kínverjinn Kang Meng á 4♥ í norður. Makker hans, Li Xin, spurði um lykilspil með 4G, fékk upp „tvö með trompdrottningu“ og stökk þá í 6G til að vernda ♦K fyrir út- spili. Grandslemmuna má auðvitað vinna með því að spila að ♦K, en Li valdi að svína í laufi og fór einn niður fyrir vikið. Hlutavelta Vinirnir Konráð Jóel Jónasson, Steinar Dúi Jónsson og Ingólfur Kjartansson héldu tombólu í Spönginni og færðu Rauða krossinum ágóðann sem hljóðaði upp á 2.038 krónur. Flóðogfjara 3. maí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 0.25 0,5 6.28 3,5 12.33 0,5 18.43 3,8 4.54 21.57 Ísafjörður 2.34 0,3 8.26 1,8 14.39 0,2 20.40 2,0 4.42 22.19 Siglufjörður 4.33 0,1 10.55 1,1 16.42 0,2 22.56 1,2 4.24 22.02 Djúpivogur 3.40 1,9 9.43 0,5 15.59 2,1 22.13 0,5 4.19 21.30 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.