Morgunblaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 2011 Reuters Fagnað í Bandaríkjunum Fjöldi fólks safnaðist saman við Hvíta húsið í Washington til að fagna tíðindunum eftir ávarp Baracks Obama for- seta. Nær áratug eftir hryðjuverkin miklu í Bandaríkj- unum, þar sem um 3000 óbreyttir borgarar féllu, hafði loksins tekist að finna og fella Óvin þjóðarinnar númer eitt, manninn á bak við ódæðin 11. september 2001. FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Barack Obama Bandaríkjaforseti var ánægður en yfirvegaður þegar hann ræddi um fall fjöldamorðingjans Osama bin Ladens, flestir þjóðarleiðtogar fögnuðu tíðindunum og Shi- mon Peres, forseti Ísraels, sagði réttlætið hafa sigrað. Herman van Rompuy, forseti ráð- herraráðs Evrópusambandsins, sagði að heim- urinn væri nú “öruggari staður“ en ella. Ha- mid Karzai, forseti Afganistans, áleit að bin Laden hefði hlotið „makleg málagjöld“. En hverjar verða afleiðingarnar eða verða þær kannski litlar? Er al-Qaeda búið að vera eða má búast við miklum hefndarárásum? Og tryggir fall bin Ladens að Obama sigri í for- setakosningunum á næsta ári eða verður afrek sérsveitarmannanna gleymt haustið 2012, allir uppteknir af efnahagsmálunum? Sjónarhornin eru mörg. Upplýsingar sem fengust í yfirheyrslum í Guantanamo leiddu til þess að leyniþjónustumenn fóru að fylgjast með einum sendiboða al-Qaeda sem að lokum leiddi þá að húsi bin Ladens í Abbottabad. Obama sveik kosningaloforð um að loka búð- unum. Var það þá rétt ákvörðun? Al-Qaeda hefur verið að hnigna síðustu árin í heimi múslíma, um það eru menn sam- mála. Uppreisnin í arabaríkjunum virðist ekki hafa sótt innblástur í áróður al-Qaeda enda kröfur fólksins verið um lýðræði og mannrétt- indi, í beinni andstöðu við kenningar trúarof- stækismanna. Bolir með myndum af bin Lad- en eru ekki lengur til sölu á útimörkuðum Pakistans og börn í Norður-Afríku sjaldan nefnd í höfuðið á Osama eins og algengt var fyrstu árin eftir árásirnar á Bandaríkin 2001. En eldheitir íslamistar gætu víða efnt til hefndarárása. Breski hernaðarsagnfræðing- urinn Michael Howard lýsti vandanum fyrir nokkrum árum. „Ef við náum bin Laden og drögum hann fyrir rétt fær hann ræðupall til að reka áróður um alla heimsbyggðina. Ef við drepum hann, t.d. skjótum hann á flótta, verð- ur hann píslarvottur. Ef hann sleppur verður hann eins og Hrói höttur. bin Laden getur ekki lengur tapað.“ Strengur í hjörtum margra múslíma Howard var kannski of svartsýnn, ljóst er að dauði bin Ladens er áfall fyrir al-Qaeda og happafengur fyrir Bandaríkjamenn sem hafa ekki haft margt til að gleðjast yfir síðustu árin. En ástæðan fyrir fylginu meðal múslíma við kenningar bin Ladens var ekki bara brenglaður unaðshrollurinn yfir morðingj- anum sem sneri á risaveldið. Þær snertu streng í hjörtum margra múslíma, hatur og ör- vænting hinna smáðu fékk útrás. Skoðana- könnun í Pakistan í fyrra sýndi að aðeins 3% töldu al-Qaeda vera ógnun við ríkið; 68% var illa við Bandaríkin. Sumum aröbum og Pakist- önum finnst að fjöldamorð al-Qaedaliða séu réttlát hefnd fyrir meintar og raunverulegar misgerðir Vesturlandaþjóða, Ísraela, van- trúarhundanna. Og því gleymt að flest fórn- arlömb hryðjuverkanna eru múslímar. „Ekki leiðtogi okkar“ Hvað segja talíbanar í Afganistan um fall bin Ladens? Einn af leiðtogum þeirra í Kan- dahar sagði þetta slæm tíðindi en bin Laden hefði ekki tekið þátt í baráttu talíbana. „Hann var ekki leiðtogi okkar,“ sagði maðurinn. Þegar heyrast raddir, jafnt til hægri sem vinstri, í Bandaríkjunum um að nú sé ástæðu- laust að halda áfram hernaði gegn talíbönum, best sé að semja við talíbana. Markmiðið með innrásinni hafi verið að klekkja á al-Qaeda. Það hafi tekist, bin Laden sé dauður og aðeins um 100 al-Qaedamenn séu nú í öllu Afganistan. Of snemmt að spá lokasigri  Fall bin Ladens getur ýtt undir kröfur í Bandaríkjunum um að hætta baráttunni gegn talíbönum  Al-Qaeda hefur þegar hnignað og því óljóst hver áhrifin af falli leiðtogans verða á hryðjuverkamenn Reuters Árangur Obama Bandaríkjaforseti segir þjóð- inni að tekist hafi að drepa bin Laden. Líki bin Ladens var sökkt í sjóinn í Ara- bíuflóa í samræmi við reglur íslams, að sögn bandarísks embættismanns. Hann sagði að líkið hefði verið þvegið, vafið hvítu laki og sett í poka í flug- móðurskipinu USS Carl Vinson. Herforingi las ísl- amskan texta sem var þýddur á ar- abísku áður en líkinu var sökkt. Ísl- amskur trúarleiðtogi í Kaíró sagði þó að það samræmdist ekki reglum íslams að sökkva líki múslíma í sjó. LÍKINU SÖKKT Í SJÓ Segjast hafa fylgt íslömskum reglum Fylgismaður bin Ladens. Embættismenn í Washington segja að DNA-sýni sanni að um bin Lad- en hafi verið að ræða, gengið hafi verið úr skugga um það áður en líkið var brennt. Spurningin er hvort tortryggnir múslímar trúa því. Skömmu eftir að skýrt var frá falli bin Ladens birti hin virta AP- fréttastofa mynd af blóðugu lík- inu, með sári á andliti. Fljótlega kom í ljós í rannsókn sem vefsíðan msnbc.com stóð fyrir að nær örugglega var um fölsun að ræða og AP dró myndina til baka. kjon@mbl.is DNA-SÝNI TIL SÖNNUNAR Leiðtoginn örugg- lega fallinn í valinn? Bandaríkjamenn settu 25 milljónir dollara, sem svarar nær þrem millj- örðum króna, til höfuðs bin Laden en óljóst er hver fær féð. Að sögn AP- fréttastofunnar koma nokkrir til greina sem veittu eða komust yfir vísbendingar um felustað hryðju- verkaleiðtogans. Utanríkisráðu- neytið í Washington mun ekki gefa upp nöfnin. Er það skiljanlegt þar sem félagar bin Ladens væru vísir til að leita umrætt fólk uppi. kjon@mbl.is FÉÐ TIL HÖFUÐS BIN LADEN Óljóst hver fær vísbendingarlaunin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.