Morgunblaðið - 03.05.2011, Side 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 2011
Ferðasumar 2011
Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um
Ferðasumar innanlands 2011 föstudaginn 20. maí
–– Meira fyrir lesendur
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 16. maí.
Ferðablaðið mun veita upplýsingar um hvern landshluta fyrir sig. Ferðablaðið
verður aðgengilegt á mbl.is. Ferðablaðinu verður einnig dreift á helstu Upplýs-
ingamiðstöðvar og bensínstöðvar um land allt.
MEÐAL EFNIS:
Fjölskylduvænar
uppákomur um
land allt.
Hátíðir í öllum
landshlutum
Gistimöguleikar.
Ferðaþjónusta.
Útivist og náttúra.
Uppákomur.
Skemmtun fyrir börnin.
Sýningar.
Gönguleiðir.
Tjaldsvæði.
Skemmtilegir atburðir.
Ásamt fullt af öðru
spennandi efni.
SÉ
R
B
LA
Ð
Sérkennilega bóka-
gagnrýni gat að líta í
sunnudagsblaði Morg-
unblaðsins 24. apríl sl.
Þar fjallaði Árni Matt-
híasson um nýút-
komna bók, Fórn-
arlambakúltúrinn eftir
David G. Green. Af
gagnrýni Árna verður
enginn nokkru nær
um efni bókarinnar, en
öðlast hins vegar innsýn í grunn-
hyggni rökræðu hins pólitíska rétt-
trúnaðar sem Árni er haldinn.
Fórnarlambakúltúrinn fjallar um
tilhneigingu vestrænna ríkja til að
fela ríkinu lausn allra vandamála
daglegs lífs. Verkefni sem það
stendur auðvitað engan veginn und-
ir. Með því er stórlega dregið úr
ábyrgð einstaklinganna á athöfnum
sínum og örlögum. Bók Greens
fjallar um Bretland. Þar hafa
ákveðnir hópar í samfélaginu verið
skilgreindir sem eins konar „fórn-
arlömb“ og þeim veitt viss forrétt-
indi og vernd umfram aðra þjóð-
félagshópa.
Árna tekst í gagn-
rýni sinni að snúa öllu
á hvolf um boðskap
bókarinnar. Þess
vegna er vísan hans í
Dýrabæ George Or-
wells fullkomlega út í
hött. Green krefst ekki
forréttinda neinum til
handa, þvert á móti.
Hann sýnir fram á að
breska ríkið útdeilir nú
forréttindum til ýmissa
hópa í samfélaginu svo
rausnarlega að mengi þessara hópa
skilur nánast enga orðið eftir nema
hugsanlega hvíta karlmenn á
miðjum aldri. Hins vegar er bókin
síður en svo varnarrit fyrir þann
hóp. Green er að fjalla um for-
sendur hins siðlega frjálsa sam-
félags, þar sem allir eru jafnir fyrir
lögunum, þar sem frelsi ein-
staklingsins er virt til orðs og æðis
með þeim takmörkunum að ekki sé
gengið á frelsi eða rétt annarra.
Við ættum að hafa í huga orð
Miltons Friedmans: „Ef við tökum
jafnrétti fram yfir frelsi fáum við
hvorugt, en ef við tökum frelsi fram
yfir jafnrétti fáum við hvort
tveggja.“ Kynjakvótar, kynþátta-
kvótar o.s.frv. eru skerðing á frelsi
og fá sáralitlu áorkað. Á Íslandi
hafa nú þegar verið lögfestir kynja-
kvótar í stjórnum stórra fyrirtækja.
Þannig úthlutar ríkið forréttindum
til eins hóps á kostnað annarra og
gerir um leið lítið úr þeim sem for-
réttindin fá, konum. Hvort fá þær
nú setu í stjórnum félaga vegna
kyns eða verðleika?
Kynja- og kynþáttakvótar er
nokkuð sem einmitt svínin í
Dýrabæ (og öfgafullir femínistar)
hefðu getað látið sér detta í hug að
verja að sumir séu „aðeins jafnari
en aðrir“. Þetta byggist á þeirri úr-
eltu marxísku sýn að öll samfélög
séu byggð á kúgun eins hóps á öðr-
um; ef ekki fjármagnseigendur á
öreigum, þá karlar á konum, hvítir
á lituðum, heilbrigðir á fötluðum,
gagnkynhneigðir á samkyn-
hneigðum og þannig mætti áfram
telja. Og að hópurinn sé mikilvæg-
ari en einstaklingurinn. Hvaða hóp
tilheyrir þá asísk kona, svo dæmi sé
tekið? Kúgaða konuhópnum eða
kúgaða asíska minnihlutanum? Eða
kannski fyrst og fremst múslimska
minnihlutanum? Hin marxíska sýn
er í þessu sem öðru röng. Asíska
konan þarf fyrst og fremst, eins og
allir aðrir, að fá að búa í samfélagi
sem tryggir einstaklingsfrelsi, jafn-
rétti fyrir lögunum og vernd fyrir
kúgun og ofbeldi. Það er á þessum
grunni sem vestrænum ríkjum hef-
ur vegnað eins vel og raun ber
vitni.
Um þessi atriði kýs Árni ekki að
fjalla neitt heldur gerir Green upp
skoðanir og gagnrýnir þær síðan.
Árni segir t.d. fullum fetum að
Green haldi því fram að „allir þeir
sem leiti réttar síns í skjóli þess að
þeir séu fórnarlömb séu að grafa
undan frelsi og réttlæti“. Finni Árni
þessu stað í bók Greens þá las hann
aðra bók en ég. En með því að gera
höfundi upp skoðanir er Árna auð-
velt að slá fram sleggjudómum eins
og þessum um röksemdir Green:
„Það breytir því ekki að þær eru í
besta falli einfeldningslegar og í
versta falli ísmeygilegir meðvitaðir
fordómar.“ Einu fordómarnir hér
eru Árna sjálfs í garð þeirra sem
telja að ríkið hafi ekki heimild í
frjálsu samfélagi til að úthluta for-
réttindum til hópa á grundvelli kyn-
ferðis, kynþáttar, kynhneigðar eða
annarra þátta.
Þá lýsir tungutak Árna vel litlum
áhuga hans á að taka þátt í rök-
ræðu þegar hann sakar Green um
tölfræðiútúrsnúning án þess að
benda á í hverju hann felst, segir
Green „þvæla út og suður“ og vera
„bálreiðan“. Þessir sleggjudómar
endurspegla væntanlega þekkingu
Árna, eða hvað? Í bók Greens eru
hvorki tölfræðiútúrsnúningar né
þvæla og hvergi varð ég þess var
við lestur bókarinnar að höfundur
hefði verið bálreiður við skrifin. En
það var Árni Matthíasson svo sann-
arlega þegar hann settist niður og
skrifaði þennan makalausa bók-
ardóm. Svínunum í Dýrabæ og
bandamönnum þeirra má vel líka
réttlæting Árna fyrir því að sumir
eigi að vera jafnari en aðrir.
Pólitískur rétttrúnaður í Dýrabæ
Eftir Skafta
Harðarson » Árna tekst í gagn-
rýni sinni að snúa
öllu á hvolf um boðskap
bókarinnar.
Skafti Harðarson
Höfundur er rekstrarstjóri.
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is
Upp er komin upp
nokkuð skrítin staða í
íslensku stjórnsýsl-
unni. Við höfum talið
hingað til að landinu
væri stjórnað af þing-
bundinni ríkisstjórn
sem hefði völd til þess
að ábyrgjast framgang
hinna ýmsu mála sem
varða bæði sam-
skiptin inn á við, svo
og framgang mála
gagnvart öðrum þjóðum. Nú hefur
komið í ljós að svo er alls ekki þar
sem forseti vor hefur leikið þann
leik tvívegis, með skömmu millibili,
að vísa lögum sem Alþingi hefur
samþykkt, í þjóðaratkvæði sem far-
ið hefur á þann veg að þjóðin hefur
hafnað þeim í bæði
skiptin.
Ég ætla ekki að
deila um það við einn
né neinn hvort ákvörð-
un meirihluta þeirra
sem þátt tóku í síðustu
atkvæðagreiðslu sé
rétt eða röng. Heldur
benda á þá augljósu
staðreynd að eftirleiðis
getur ríkisstjórn Ís-
lands engin fyrirheit
gefið um framgang
mála, hvorki á inn-
lendum né erlendum vettvangi,
nema að hafa fyrst kannað hug for-
setans til viðkomandi máls. En af
máli hans verður tæpast annað ráð-
ið en að ákvörðun um að vísa máli til
þjóðarinnar, sé ekki tekin fyrr en
málið er komið í hans hendur og þá
eftir langa einveru og djúpa hugsun.
Núverandi fyrirkomulag gengur
ekki
Mér finnst að það fyrirkomulag
sem nú hefur verið tekið upp við
stjórnun landsins geti einfaldlega
ekki gengið. Til þess er það alltof
mörgum tilviljunum háð þar sem
með þessu fyrirkomulagi er verið að
gera starfandi ríkisstjórn á hverjum
tíma valdalausa og breytir þá engu
hve mikill þingstyrkur býr henni að
baki.
Sum mál eru líka þeirrar gerðar
að þau henta illa í þjóðaratkvæði
svo sem mál sem kveða á um aukn-
ar álögur á almenning. Þessháttar
mál er þjóðin alls ekki tilbúin að
samþykkja þótt nauðsynin geti ver-
ið augljós ef grannt er skoðað, þar
sem það mun alltaf verða hávaða-
samur hópur í samfélaginu sem
mun gagnrýna útgjöld og gera þau
tortryggileg. Í ljósi þess sem hér
hefur verið rakið er það mín skoðun
að heimildin sem forseti vor notar
til þess að skjóta málum í þjóð-
aratkvæði sé verulega gölluð og
þurfi því endurskoðunar við hið
allra fyrsta.
Annað mál sem vekur spurningar
um á hvaða leið stjórnsýslan er, er
sú krafa SA, sem reist er að und-
irlagi LÍÚ, að ekki verði gengið frá
kjarasamningum nema ríkisstjórnin
geri fyrst LÍÚ grein fyrir því
hvernig hún hyggst breyta gildandi
lögum um stjórn fiskveiða. Ekki
einungis geri LÍÚ grein fyrir vænt-
anlegum breytingum, heldur þurfa
breytingarnar að vera LÍÚ-elítunni
að skapi. Ef ekki, þá verði engir
kjarasamningar gerðir á milli heild-
arsamtakanna, sem mun leiða af sér
upplausn þar sem einstök félög
munu hvert af öðru knýja á um gerð
kjarasamninga og beita í þeim slag
fyrir sig þeim tólum og tækjum sem
þau hafa yfir að ráða.
Í þessari prívatdeilu LÍÚ við lög-
gjafann beita útvegsmenn SA fyrir
sig, af fullri hörku. Þar sem fram-
kvæmdastjóra SA, þeim einstaka
heiðursmanni Vilhjálmi Egilssyni,
er gert að vera með heitingar um að
ef ríkisstjórnin fari nú ekki að vilja
LÍÚ í þessu máli, þá fari hér allt í
óleysanlegan hnút. Engir samn-
ingar verði gerðir, með þeim afleið-
ingum sem því muni fylgja.
Hvað mundu LÍÚ og SA segja?
Ég hef spurt mig býsna oft að því
hver viðbrögð LÍÚ og SA yrðu ef
ASÍ myndi haga sér með líkum
hætti. Sem birst gæti þannig að ef
um eitt félag innan ASÍ giltu sérlög
sem væru í endurskoðun. Til þess
að knýja á um að niðurstaðan yrði
eins og viðkomandi félag vildi hafa
hana, myndi ASÍ láta þau boð út
ganga að ekki yrði skrifað undir
heildarsamninga á vinnumarkaði
nema gengið yrði fyrst frá þessu
máli.
Ansi er ég hræddur um að þeim
félögunum í SA mundi finnast fram-
koma af þessu tagi ótæk þar sem
verið væri að rugla saman tveimur
óskyldum málum þ.e. gerð kjara-
samninga og störfum Alþingis.
Helst er ég á því að glókollurinn í
LÍÚ mundi vart halda vatni yfir
þessháttar framkomu og ekki spara
stóryrðin um óbilgirni ASÍ.
Við verðum að átta okkur á því að
við kusum, með lýðræðislegum
hætti, einstaklinga til setu á Alþingi
til þess að setja landinu lög. Lög
sem við verðum öll að lifa við á með-
an þau eru í gildi, hvort sem okkur
líkar betur eða verr. Þrátt fyrir það
kann að vera nauðsynlegt, í ein-
hverjum tilvikum, að skjóta nið-
urstöðu þingsins til þjóðarinnar til
endanlegrar ákvörðunar. Ef við vilj-
um halda þeim möguleika opnum
verður að skýra ferlið mun betur en
nú er gert, bæði hvaða mál eru tæk
í þjóðaratkvæði og einnig hvernig
ákvörðun um þjóðaratkvæði fer
fram. Óbreytt ástand gengur ekki
þar sem með því er verið gera þá
sem við kusum, til þess að setja
landinu lög og reglur, valdalausa.
Óþolandi prímadonnur
Eftir Helga Laxdal » Í raun er LÍÚ að
krefjast löggjaf-
arvaldsins hvað varðar
stjórn fiskveiða.
Helgi Laxdal
Höfundur er vélfræðingur og fyrrver-
andi yfirvélstjóri.