Morgunblaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 2011 ✝ Guðrún Ólafs-dóttir fæddist á Syrðra-Velli í Flóa 30. júlí 1915. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund 22. apr- íl 2011. Foreldrar hennar voru Ólafur Sveinn Sveinsson bóndi, f. 1889, d. 1976, og Margrét Steinsdóttir, hús- freyja, f. 1890, d. 1970. Guðrún var næstelst sextán systkina, sem fædd voru á 20 árum. Þau eru: Sigursteinn, f. 1914, d. 2010; Sveinbjörn, f. 1916; Ólaf- ur, f. 1917, d. 2005; Ingvar, f. 1919, d. 2007; Gísli, f. 1920, lést ungabarn; Ólöf, f. 1921, d. 2007; Guðfinna, f. 1922, d. 2008; Krist- ján, f. 1923; Soffía, f. 1924; Mar- grét, f. 1925; Sigurður, f. 1928; Gísli, f. 1929, d. 1991; Að- alheiður, f. 1930; Jón, f. 1931, og Ágúst Helgi, f. 1934. Eiginmaður Guðrúnar var Páll Guðmundsson, verkamað- ur, f. 11.9. 1914 í Rvk., d. 25.10. 1986. Þau voru gefin saman á Eyrarbakka 20.8. 1939. Börn þeirra eru: 1) Guðmundur, f. 3.4. 1938, kv. Kirsten Pálsson, f. 25.3. 1945. Börn þeirra eru: a) Louise, f. 22.1. 1968, gift Jacob K. Jörgensen, þau eiga tvö börn. assyni, f. 19.3. 1954. Börn þeirra eru: a) Andri, f. 10.7. 1975, kvæntur Andreu Baldursdóttur. Andrea á tvö börn frá fyrra hjónabandi. b) Tómas, f. 24.4. 1979, kvæntur Þórdísi Þórhalls- dóttur, þau eiga þrjú börn. c) Eva Guðrún, f. 8.4. 1983, sam- býlismaður hennar er Ágúst Sverrir Daníelsson, þau eiga þrjú börn. d) Erna Svanhvít, f. 28.6. 1986, unnusti hennar er Guðgeir Sturluson. Guðrún ólst upp á Syðra-Velli í Gaulverjabæjarhreppi. Snemma byrjaði hún að gæta systkina sinna og hjálpa til á heimilinu. 18 ára fór Guðrún til Reykjavíkur til að læra að sauma. Guðrún og Páll kynntust í sveitinni, en Páll var vinnu- maður í Gaulverjabæ. Þau hófu búskap að Klapparstíg í Reykja- vík. Árið 1947 fluttust þau að Korpúlfsstöðum. Þar vann Guð- rún í eldhúsinu og við sauma- skap og Páll við bústörf. Eftir að þau fluttu aftur til Reykjavíkur bjuggu þau lengst af á Blóm- vallagötu 13. Hún lærði að búa til fatasnið og vann lengi heima við fatasaum og lét aldrei neitt frá sér nema það væri full- komið. Guðrún vann lengst sem herbergisþerna á Hótel Borg. Síðustu starfsárin vann hún við heimilishjálp. Útför Guðrúnar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 3. maí 2011, og hefst athöfnin kl. 13. b) Margrét, f. 7.10. 1970, gift Magnúsi Orra Grímssyni, þau eiga fjögur börn. c) Sara, f. 23.9. 1975, gift Garðari Erni Þor- varðarsyni, þau eiga þrjú börn. 2) Margrét, f. 7.6. 1940, gift Kristni Tryggvasyni, f. 8.8. 1932. Börn þeirra eru: a) Jónas, f. 1.3. 1960, kvænt- ur Ásdísi Evu Hannesdóttur, þau eiga þrjú börn. b) Páll, f. 16.4. 1961 kvæntur Guðlaugu Halldórsdóttur, þau eiga þrú börn og fjögur barnabörn. c) Kristinn, f. 13.5. 1966, kvæntur Guðnýju Ósk Ólafsdóttur, þau eiga tvo syni. d) Rúnar, f. 5.9. 1969, kvæntur Ernu Maríu Jóns- dóttur, þau eiga þrjú börn. Fyrir átti Kristinn dóttur, Ástu Huldu, f. 30.4. 1953, gift Ögmundi Kristinssyni, þau eiga son og tvö barnabörn. 3) Ingibjörg, f. 28.6. 1945, giftist Jóni Eldon Jóns- syni, f. 27.1. 1946, d. 22.1. 1994. Börn þeirra eru: a) Bjarki, f. 3.2. 1972. b) Lilja Dögg, f. 17.2. 1978, gift Hassan Harazi, þau eiga þrjú börn. c) Guðrún Sif, f. 28.6. 1982, unnusti hennar er Gunnar Jörvi Ásgeirsson. 4) Guðlaug, f. 2.12. 1954, gift Sveini Tóm- „Mamma er skilin við“. Þetta hljómaði í eyrum mínum þegar Magga systir mín hringdi til mín um miðja nótt aðfararnótt föstu- dagsins langa. Aðeins vika liðin frá því hún fékk heilablóðfallið. Mömmu var farið að líða vel á Grund, en þangað flutti hún í desember 2010. Mamma og pabbi kynntust í Flóanum. Mamma sagði mér að hana hafi dreymt hnakka á manni. Þegar hún sá pabba fyrst sá hún að þetta var sami hnakkinn og í draumnum. Ég var svo heppin að vera yngst okkar systkina og mér stundum sagt að allt hafi verið látið eftir mér. Í mörg ár átti ég margar kisur sem þurftu sitt. Oft fæddust kettlingar sem þurfti að koma fyrir á öðrum heimilum en mamma var ótrúlega þolinmóð yfir þessu. Þegar hún byrjaði að vinna úti fékk ég að skottast með henni í vinnuna. Það var á Landakotsspítala hjá nunnunum sem voru alltaf svo yndislegar. Þá ákvað ég að verða hjúkrunar- kona eins og þær. Á þessum tíma saumaði mamma talsvert, fína kjóla og kápur, og gerði við föt fyrir fólk. Oft voru auraráðin ekki mikil, því stundum tók Bakkus völdin af pabba. En mamma var viljasterk og ákveð- in í að láta hlutina ganga, stóð keik upp úr erfiðum tímabilum. Hún sá um fjármálin á heimilinu, var útsjónarsöm og árið 1966 keyptu þau sína fyrstu íbúð. Þá var mamma farin að vinna á Hót- el Borg sem herbergisþerna. Herbergin hafa örugglega sjald- an eða aldrei verið eins vel þrifin og þegar mamma var búin að fara höndum um þau, hornin gleymdust ekki á þeim bænum. Mamma reddaði mér sumar- vinnu þarna og kenndi mér handtökin. Þarna vann líka mág- kona mömmu, Didda tvíbura- systir pabba. Í matarpásunum var alltaf glatt á hjalla hjá okkur, mikið hlegið og fíflast, oft spáð- um við í bolla og þóttumst sjá margt merkilegt um framtíðina. Mamma var hlédræg kona. Henni leið best heima við handa- vinnu og lestur. Oft var gripið í spil en mamma geispaði oftast yfir þeim, pabbi var spilakallinn. Hún var mikið fyrir útiveru, létt á sér og bein í baki. Hún passaði vel upp á mataræðið og vissi hvað var hollast og best. Við lærðum mikið af henni um það sem var „inn“ í það og það skipt- ið. Hún naut þess að fljúga, þá fannst henni hún vera svo fráls. Síðast flaug hún til Danmerkur, þá 92 ára. Mamma skrapp stundum á Selfoss að hitta systkin sín og dvaldi þá oft nokkrar nætur. Hún naut þess að vera með þeim. Mamma kenndi mér allt í sambandi við heimilishald og það er ekki svo lítið; kenndi mér að sauma, prjóna, brjóta saman þvott, elda mat og að standa mig í því sem lífið ætlaðist til af mér. Ófá voru skiptin sem hún passaði börnin mín, alveg frá því að þau voru ungabörn. Ég sagði einu sinni við mömmu að hún skyldi ekki voga sér að fara meðan ég þyrfti á henni að halda. Það fannst henni fyndið og lofaði því og svo sannarlega stóð hún við það. Síðustu árin var farið að nefna við hana staf eða göngu- grind en það tók hún ekki í mál, það var bara fyrir gamalt fólk. Elsku mamma mín, ég á eftir að sakna þín mikið, einkum sólbað- anna úti í garði. Við Svenni biðj- um góðan Guð að gæta þín í Sumarlandinu með pabba. Þín Guðlaug. Þú varst kletturinn okkar í ólgusjó lífsins. Rólyndið var á köflum yfir skilning hafið, sama á hverju gekk. Á þeim tíma, sem við, börnin þín, þau elstu, vorum unglingar, upp úr miðri síðustu öld, var ekki alveg búið að finna upp jafnréttið, hvorki á heimil- um né annars staðar. Húsmóð- irin eldaði matinn og gott ef ekki hún vaskaði upp líka. Á meðan tefldum við pabbi skák eða spil- uðum á spil. Það var því mikil op- inberun fyrir mig þegar ég var svo heppinn að fá að dvelja á heimili móðurbróður míns, Sveinbjörns í Hafnarfirði, á með- an ég var við iðnnám, að sjá hann þvo mataráhöldin eftir máltíðir og „ganga frá“. Það bar vott um dugnað þinn að galdra fram allan þann góða mat sem fyrir okkur var borinn, oft af litlum efnum. Alla tíð hugsaðir þú vel um hvað við létum ofan í okkur og hélst því áfram fyrir sjálfa þig fram á síðasta dag. Þú ræddir gjarnan við okkur um hollar matarvenjur og búum við að því enn. Blessuð sé minning þín. Guðmundur. Þú reyndist mér vel allt frá fyrsta degi þegar ég kom í heim- sókn til Íslands og seinna eftir að við fluttum. Takk fyrir kjólana sem þú saumaðir á stelpurnar oftar en einu sinni, fyrir jól, og þegar við vorum boðin „til fest“ í Danmörku varst þú ekki lengi að sauma þrjá kjóla, sem vöktu at- hygli þar. Sagði ég stolt frá því að tengdamamma hefði saumað þá. Þú hafðir gaman af ferðalög- um, sérstaklega að ferðast fljúg- andi, og það gildir líka um tengdapabba. Ég minnist þess þegar þú og tengdapabbi komuð í heimsókn til okkar í Danmörku. Þú lagðir þig fram við að tala dönsku – hafðir farið á námskeið á kvöldin eftir langan vinnudag. Í Danmörku voru margir staðir skoðaðir. Og síðan var verslað eins og alsiða var í þá daga þegar farið var út fyrir landsteinana. Strikið var tekið á Magasin. Þú fannst alltaf flík, og hún var grandskoðuð áður en hún var keypt, m.a. hvort hún væri vel saumuð. Blessuð sé minning þín. Kirsten. Elsku amma. Mikið var alltaf notalegt að koma til þín inn í hlýjuna. Ekki vorum við háar í loftinu, systurn- ar, þegar við byrjuðum að taka strætó til þín. Þú tókst alltaf svo vel á móti okkur og áttir alltaf eitthvað gott í gogginn. Við sát- um aldrei auðum höndum í heim- sóknum hjá þér. Við gátum endalaust gramsað og grúskað í skápunum þrátt fyrir að þeir innihéldu það sama alla tíð. Við getum ekki gleymt póstkorta- möppunni þinni og urðum aldrei þreyttar á að skoða póstkort frá fjölskyldu og vinum alls staðar að úr heiminum sem þú safnaðir samviskusamlega. Einnig heill- uðu gömlu ljósmyndirnar. Vin- sælasta bók okkar systra var furðufuglabókin og þú varst allt- af til í að skoða hana með okkur. Mikið var líka gaman að spila ól- sen ólsen við þig. Þær voru ófáar gönguferðirn- ar sem við fórum með þér í bæ- inn. Minnisstæðar eru ferðir á gamla bókasafnið í Þingholtun- um. Þú hugsaðir vel um heilsuna og þegar þú komst í mat fannst þér alltaf svo spennandi það sem við vorum að elda. Eitt það besta og yndislegasta sem þú gerðir var að ferðast og þá sérstaklega að vera í flugvél. Fyrsta utanlandsferðin var sum- arið sem þú varðst 50 ára og var sú ferð til London. Næsta ferð var síðan ekki fyrr en mörgum árum síðar. Ferðirnar urðu þó- nokkrar, bæði í sólina og til að heimsækja barnabörn. Það var yndislegt að fá tækifæri til að ferðast með þér og þá sérstak- lega þegar önnur okkar fór með þér til Spánar þar sem þú naust þín svo vel í sólinni. Síðasta flug- ferðin var til Seyðisfjarðar. Þú varst alltaf svo hraust og fékkst þér oft göngutúr til okkar á kaffihúsið og við drukkum saman sojalatte. Hver einasta stund með þér var dýrmæt og minningarnar veita okkur hlýju í hjarta. Nú ertu komin í sumarlandið í sólina þar sem þú unir þér vel með afa. Guð geymi þig. Lilja Dögg og Guðrún Sif. Elsku besta amma mín. Þegar ég lít til baka koma upp í hugann fjölmargar yndislegar stundir sem við áttum saman, þú og ég, elsku amma mín. Nú verða þessar stundir að minning- um sem ég mun varðveita eins og gimsteina og hlýja mér við reglu- lega. Ég man svo vel þegar ég var í grunnskóla og þú bjóst á Blóm- vallagötunni, þá fengum við syst- urnar oft að koma og gista hjá þér. Þú áttir svona stól sem mátti breyta í dýnu og þar svaf ég við hliðina á þér og Erna syst- ir með þér í rúminu. Stundum þurftir þú meira að segja að koma á gólfið til mín því Erna tók aðeins meira pláss en hennar litli kroppur gaf til kynna. Svo spiluðum við Ólsen og Veiði- mann, sem ég fékk síðar að vita að þú gerðir bara fyrir okkur því þér fannst ekkert svo gaman að spila. Allt gerðir þú fyrir okkur. Svo fannst mér ofsalega gaman að skoða Freemans bæklinginn sem þú áttir og ég kunni hann held ég bara utan að, ég var búin að skoða hann svo oft. Þú tímdir aldrei að henda honum því ég gat setið lengi, lengi og bara skoðað. Bara það að sitja inni í stofu hjá þér í uppáhaldssófanum mínum var nóg fyrir mig. Það var eitt- hvert sérstakt andrúmsloft inni hjá þér sem fékk mann til að slaka á og hafa það gott. Þegar ég byrjaði í Hagaskóla kom ég oft til þín í hádeginu þeg- ar ég átti langt hádegishlé. Þá beið mín ætíð heitur grjóna- grautur og skonsur eða aðrar sambærilegar kræsingar. Ég hlakkaði alltaf til allan morgun- inn að geta lagt af stað til þín. Svo sat ég hjá þér í rólegheit- unum og lærði og þú hjálpaðir mér stundum með ritgerðir og fleira. Sérstaklega man ég eftir því þegar ég átti að gera ritgerð um ömmu mína, æsku hennar og uppvöxt. Þá sátum við heillengi saman og þú rifjaðir upp þegar þú varst í sveitinni og sagðir mér frá ýmsu sem ég hafði ekki vitað áður. Þetta var ein af mínum uppáhaldsstundum með þér, svo yndislegt allt. Oft sátum við líka saman og prjónuðum eða hekluðum. Það var alltaf svo gott að geta komið til þín svo þú gætir lagað vitleys- urnar sem ég gerði, ná upp lykkjum sem ég hafði misst og fleira. Þú kenndir mér líka að gera mynstur og fella af og í dag bý ég að öllu þessu og nýti mér við prjónaskapinn. Fyrir aðeins fjórum árum, þegar þú varst 92 ára, þá komst þú með okkur mömmu, Ágústi og Maríu Líf til Danmerkur. Þar fórum við í dýragarðinn og heim- sóttum Söru og Louise frænku. Þú þrammaðir um göturnar og við fengum okkur gott að borða og höfðum það huggulegt. Þú lést ekkert stoppa þig og þannig var það bara alltaf. Þú ætlaðir til dæmis aldrei að nota göngugrind því þær voru bara fyrir gamla fólkið og þú stóðst svo sannar- lega við það. Elsku amma. Nú trúi ég því að þú sért komin á góðan stað og sért að gera eitthvað einstaklega gott og huggulegt. Takk fyrir öll árin og allt sem þú hefur gefið mér. Það mun fylgja mér allt mitt líf. Ég elska þig af öllu hjarta og trúi því að við munum hittast aftur síðar. Hvíldu í friði, elsku besta amma mín. Þín Eva Guðrún. Fyrsta orðið sem mér dettur í hug þegar ég hugsa um yndis- legu ömmu mína er umhyggja. Hún var alltaf svo blíð og góð og þegar ég kom í heimsókn tók á móti mér gustur af ást, kærleika og hlýju ásamt dásamlegu ömmulyktinni. Við amma vorum alla tíð svo góðar vinkonur. Sam- eiginlegur áhugi okkar á yfir- náttúrulegum málefnum og líf- inu í gamla daga varð til þess að við urðum strax nánar. Amma hafði alltaf tíma til þess að sinna manni. Hún var alltaf tilbúin til að taka á móti mér, hlæja og gera grín eða halda utan um mig ef þannig bar við. Til hennar var hægt að sækja styrk og hugarró. Dásamlegastar fannst mér stundirnar okkar saman á Blóm- vallagötunni, þar sem amma gerði það sem beðið var um með bros á vör. Oftar en ekki var beð- ið um pönnukökubakstur eða að spila. Best fannst mér þó að sitja í rólegheitunum uppi í ömmusófa þegar amma las fyrir mig uppá- haldsbækurnar mínar, um hest- inn Glófaxa og Biblíusögubókina. Við vorum líka duglegar að rölta í bæinn og skoða okkur um. Svo fékk ég stundum að hlaupa út á horn til að kaupa mjólk. Þá fékk ég smápening til að kaupa got- terí. Það var sko spennandi. Þeg- ar kom að matartíma hjá ömmu var sko gott að vera til. Einhvern veginn bragðaðist ömmumatur svo undursamlega vel. Matur sem ég, á þeim tíma, var ekkert yfir mig hrifin af að borða, eins og fiskur og kartöflur, urðu að sælgæti. Það er eins og hún hafi bætt við í uppskriftirnar sínar; dass af ást. Það kom ekki aðeins fram í matseldinni heldur var allt sem hún gerði sveipað ósýni- legum kærleikshjúp. Við systurnar höfum alla tíð viljað hafa ömmu hjá okkur á jól- unum. Það var svo miklu hátíð- legra þegar amma var með okk- ur, auk þess sem ég fylltist stolti þegar hún hrósaði mér í hástert fyrir fallegan upplestur á jóla- guðsspjallinu. Við systurnar töl- uðum við ömmu mörgum mán- uðum fyrir jól, svona til þess að „panta‘‘ hana um jólin. Ég er þakklát fyrir að hún var hjá okk- ur fjölskyldunni síðustu jólin sín. Ég er óendanlega þakklát fyr- ir að hafa fengið svona langan tíma með elsku ömmu minni. Hún var sannarlega kjarnakona, hún gafst aldrei upp. Allt fram á síðasta dag gekk hún reist og hafði sko ekki áhuga á hjálpar- tækjum þrátt fyrir skert jafn- vægi undir það síðasta. Svoleiðis tæki voru sko bara fyrir gam- almenni. Mikið var hún alltaf flott! Síð- ustu mánuðina leið ömmu vel og reytti svoleiðis af sér brandara að maður beinlínis lá í hláturs- kasti. Mér finnst gott til þess að vita að hún kvaddi þennan heim ánægð og tilbúin til brottfarar. Það er mikil huggun í sorginni. Elsku amma, ég veit að þú pass- ar Lukkuna mína og að í samein- ingu passið þið mig. Betri vernd- ara er vart hægt að óska sér. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Takk fyrir allt og allt, amma mín. Þín Erna Svanhvít. Guðrún Ólafsdóttir ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, GÍSLI BENÓNÝ KRISTJÁNSSON, fyrrverandi skrifstofustjóri, Gullsmára 9, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnu- daginn 1. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigurbjörg Jóhanna Þórðardóttir, Unnsteinn Þórður Gíslason, Magnús Gíslason, Kristján Gíslason, Guðrún Benedikta Elíasdóttir, Gísli Örn Gíslason, Birna Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg systir mín, EDDA INGÓLFSDÓTTIR, fóstra og listamaður, lést á hjúkrunarheimilinu Nors Ældrecenter í Thisted, Danmörku, fimmtudaginn 28. apríl. Útförin fer fram frá Vestre Kapel, Thisted, fimmtudaginn 5. maí kl. 13.00. Fyrir hönd vandamanna á Íslandi, Agnar Ingólfsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KARL JÓNSSON, fv. lögregluvarðstjóri, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja sunnudaginn 1. maí. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Guðfinna Eyvindsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.