Morgunblaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 32
32 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 2011 Kommar og kratar, svarið nú Ég er gömul kona í Kópavogi og mig langar að spyrja stjórnvöld í Kópavogi hvenær skiptistöðin nýja kemur á miðbæj- arsvæðið? Henni var lofað fyrir tugum ára. Ekki gátu Gunnar sjálfstæðismaður né Árni framsóknar- maður gert þetta, það kom bara venjulegt danskt skýli, lítið og þröngt, sem blæs og snjóar inn í. Svo er fólki bara sagt að nýta strætó betur, ég held að þið ættuð að hugsa betur um okkur farþegana sem halda þess- um rekstri uppi. Anna. Þjóðarátak gegn fátækt og örbirgð Í sunnudagsblaði Mbl 1. maí er at- hyglisverð grein eftir Styrmi Gunn- arsson, þar sem hann hvetur til þjóð- arátaks gegn fátækt og örbirgð. hann segir m.a: „Íslendingar nú- tímans þekkja fátt annað en alls- nægtir. Það voru afar og ömmur þeirra, sem fæddust um það bil þeg- ar Ísland var að verða lýðveldi, sem þekktu til raunverulegrar fátæktar og hvað það var að eiga ekki mat. Barnabörn þeirra þekkja þá veröld ein- ungis af frásögnum þeirra sem fæddir voru á síðari hluta nítjándu aldar. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því, að fólk á svo erfitt með að trúa því, að það sem hér er um fjallað sé raunveruleiki. En það er því miður raunveru- leiki að of margir Ís- lendinga eiga ekki fyr- ir mat og afleiðingar fátæktarinnar koma fram með ýmsum hætti og alveg sér- staklega koma þær niður á börnum. Börnum sem munu aldrei gleyma þeirri lífsreynslu svo lengi sem þau lifa og mun fylgja alla tíð.“ Það liggur í augum uppi að þeir sem eru atvinnulausir geta ekki keypt matvörur, fatnað eða aðrar nauðsynjavörur á því verði sem nú er í verslunum hér á landi. Ekki get- um við verið sátt við það, að sam- borgarar okkar og börn þeirra þurfi að svelta. Ef eitthvað verður gert til að ráða bót á þessu vandamáli, þarf ekki að óttast dræmar undirtektir, ef það verður gert með skipulögðum og traustvekjandi hætti. Eldri borgari. Ást er… … að eyða deginum með pabba. Velvakandi Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9. Gönguhópur kl. 10.30. Vatnsleikfimi kl. 10.45. Postulín kl. 13. Tölvufærni kl. 13. Leshópur kl. 13.30. Jóga kl. 18. Árskógar 4 | Smíði/útskurður kl. 9. Botsía kl. 9.45. Handavinna kl. 13. Dalbraut 27 | Handav. kl. 8, vöfflukaffi kl. 13.30. Listamaður mán. Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl 11. Hreyfiferð í Mosfellsdal kl. 13. Fella- og Hólakirkja | Kyrrðarstund kl. 12 alla þri. Súpa og brauð. Skipulögð dagskrá kl.13. Framhaldssaga. Helgi- stund í kirkju. Félag eldri borgara í Kópavogi | Les- hópur FEBK í Gullsmára 13, 3. maí nk. kl. 20. Sr. Hjörtur Pálsson skáld kemur. Frítt inn. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák kl. 13. Félagsvist kl. 20. Félagsheimilið Boðinn | Handavinna m/leiðb. kl. 9, ganga kl. 13. kínversk leikfimi kl. 13.30 í sal sjúkraþjálfunar. Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.15, gler/postulín kl. 9.30, jóga kl. 10.50. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn- aður kl. 9 - jóga og myndlist kl. 9.30 - ganga kl. 10, kanasta kl. 13, jóga kl. 18. Leshópur FEBK kl. 20. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Qi gong kl. 8.10, vatnsleikfimi kl. 12.10, op. hús í kirkju/bútas./brids/ karlaleikfimi kl. 13, botsía kl. 14, Bón- usrúta kl. 14.45. Tekið á móti munum á vorsýningu í Jónshúsi kl. 9.30-16 í dag. Lokað á morgun. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur kl. 9, m.a glersk./perlusaumur. Staf- ganga kl. 10.30, jóga kl. 15.30. Fim. 5. maí kl. 18 flytja Glæðurnar og Gerðu- bergskórinn söngdagskrá, kaffihlað- borð. Fös. 6. maí heimsókn í Hvera- gerði. Grensáskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9. Leikf. kl. 9.30. Botsía kl. 10.30, Bón- usbíll kl. 12.15. Hraunsel | Morgunrabb kl. 10, qi- gong/myndmennt kl. 10. Leikfimi kl. 11.30. Brids-mót kl. 12.30, gler og myndmennt kl. 13. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30 og 9.30. Bútasaumur kl. 9. Myndlist kl. 13. Helgistund kl. 14, sr. Ólafur Jóhanns., söngst. á eftir. Stólaleikf. kl. 15. Hæðargarður 31 | Leikfimi, ljóðlist, bókmenntir, dans, spænska, hlát- urhópur, skrautskrift, kvikmyndahópur, veðurhópur o.fl. Bókm.hópur kl. 20 í kvöld. Skáld: Gyrðir Elíasson. Íþróttafélagið Glóð | Línudans í Kópa- vogsskóla hópur I kl. 14.40, hópur II kl.16.10, hópur III kl. 17.40. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun mið. er gaman saman kl. 13.30. Norðurbrún 1 | Postulínsmálun, mynd- list, vefnaður, útskurður og fleira kl. 9. Vitatorg, félagsmiðstöð | Bútasaum- ur og glerbræðsla kl. 9, morgunstund kl. 9.30. Framhs.saga kl. 12.30. Handav. kl. 13. Félagsvist kl. 14. Guðmundur Stefánsson heyrðitíðindi um að loksins hefði náðst til Osama Bin Ladens: Fantur einn að hauðri hné. Hann ég lítils mat en eflir frið þó allur sé Osama Bin Laden? Kristján Eiríksson yrkir „rímsins vegna“ til minningar um Osama og fylgisveina hans: Þó rími ég um rósama og ráðvanda er mér þó sama um delíkvent sem dó sama drottni og hetjan Ósama. Símon Jón Jóhannsson fær ekki orða bundist heldur: Ég til léttis feginn finn er frétt þá les í blöðum að allur sé nú auminginn Ósóminn frá Hlöðum. Jón Ingvar Jónsson fór á „hrossbak“ á Hjálmars- sunnudegi, afmælisdegi séra Hjálmars Jónssonar. Hann fór svo aftur á páskadag og sleppti messu. Orti svo vísu um uppá- tækið: Þótt ég eigi afbragðs prest og oft mig krossi, æ, mér líður alltaf best oná hrossi. Jón Ingvar er bankastjóri hag- yrðinga, stendur fyrir Rímbanka á netinu. Gylfi Þorkelsson hefur mikið álit á þeirri stofnun: Reyndar finnst mér Rímbankinn rishá andans bygging. Teljast örugg útlánin og innistæðutrygging. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af Osama og Rímbanka Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand TAKK FYRIR Í KVÖLD ÖLLSÖMUL ÉG VONA AÐ ÞIÐ HAFIÐ SKEMMT YKKUR VEL KVEIKJUM Í GIRÐ- INGUNNI! ALDREI KLAPPAÐUR UPP ÉG VEIT HVERNIG ÉG GET SLOPPIÐ VIÐ AÐ FARA Í LEIKSKÓLA. TAKTU ÞETTA „KÆRI LEIKSKÓLI, ÉG GET ÞVÍ MIÐUR EKKI KOMIÐ ÞVÍ MÍN ER ÞÖRF HEIMA VIД ÉG GET EKKI SKRIFAÐ ÞETTA FYRIR ÞIG! VEISTU EKKI AÐ ÞETTA ER HELSTA SAMFÉLAGSMEIN OKKAR TÍMA. FÓLK ER ALLTAF AÐ REYNA AÐ KOMA SÉR UNDAN ÁBYRGÐ! ÉG VEIT EKKERT HVAÐ ÞÚ ERT AÐ TALA UM, ÉG ER SVO UNG OG SAKLAUS MUNDU AÐ EF ÞÚ NÆST... ...ÞÁ SEGIRÐU ÞEIM EKKERT!!! ÉG SEGI ÞEIM EKKERT! EN EF ÞEIR REYNA AÐ MÚTA MÉR, ÞÁ ER ÞAÐ Í LAGI ER ÞAÐ EKKI? HVAÐ ER STYSTA TÍMAEININGIN? LÁTUM OKKUR NÚ SJÁ... MÍKRÓSEKÚNDA ER EINN MILLJÓNASTI ÚR SEKÚNDU... NANÓSEKÚNDA ER SVO ENNÞÁ MINNI EN ÞAÐ... STYSTA EININGIN ER ASNASEKÚNDAN HVAÐ ER ÞAÐ EIGINLEGA? TÍMINN FRÁ ÞVÍ AÐ LJÓSIÐ VERÐUR GRÆNT OG ÞANGAÐ TIL AÐ ASNINN FYRIR AFTAN ÞIG FLAUTAR Á ÞIG KROS S- GÁT UR BARA 2 DAGAR Í HJÓL- REIÐARNAR ÉG VEIT AÐ ÞETTA ER HRÆÐILEGT ÉG VERÐ AÐ SKILA ÖLLUM FRAM- LÖGUNUM! ÉG HELD NÚ AÐ FÓLK VILJI SAMT LEGGJA FRAM PENINGA EN UPP- HÆÐIN ER HÁÐ ÞVÍ HVERSU LANGT ÉG HJÓLA HVAÐ EF ÉG HJÓLA Í STAÐINN FYRIR ÞIG? MYNDIR ÞÚ GERA ÞAÐ FYRIR MIG? MAÐUR VERÐUR AÐ GERA ÞAÐ SEM MAÐUR GETUR TIL AÐ HJÁLPA ÖÐRUM ÉG ER BÚINN AÐ SVEIFLA MÉR UM Í ALLAN DAG ÁN ÞESS AÐ FINNA NEITT ÉG SEM ÞARF AÐ NÁ MYNDUM TIL AÐ SELJA ÞAÐ MÆTTI HALDA AÐ OFUR- ÞRJÓTARNIR VÆRU Í VERK- FALLI ÞÚ ERT SANDMAN! Á SAMA TÍMA... Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.