Morgunblaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 36
Hævnen segir af vináttutveggja þjakaðradrengja, Eliasar (Mark-us Rygaard) og Christi- ans (William Johnk Nielsen), sem tekur að kárna þegar Christian verður smám saman ofbeldisfullur og heiftúðlega grimmur. Þessi frá- sögn fléttast saman við sögu af Ant- oni (Mikael Persbrandt) föður Elias- ar, lækni sem vinnur hjálparstarf í Afríku við bágbornar aðstæður en verður fyrir tilefnislítilli árás heima fyrir sem kallar á hefnd drengjanna. Í myndinni velta leikstjórinn Bier og handritshöfundurinn Jensen upp afstæðum en áleitnum siðferðis- spurningum um mannlegt eðli, manngæsku og illsku. Spurningar um hvernig við mannfólkið tökumst á við misrétti og ástvinamissi herja á áhorfendur. Bjóðum við hinn vang- ann, hyggjum við á hefndir eða brotnum við saman? Með einstöku innsæi nær kvikmyndagerðarfólkið að hámarka dramatískustu augna- blik aðstæðna hverju sinni, án þess þó að flækja málin með óþarfa til- finningasemi. Útkoman er tauga- trekkjandi en hrífandi mynd sem nær einkar vel að spegla ólíka til- finningagreind og siðferðiskennd barna og fullorðinna. Hún undir- strikar ennfremur hversu mikilvægt en erfitt það er fyrir þessa hópa að læra að skilja og setja sig hvor í spor annars. Þó að lítill hluti myndarinnar ger- ist í flóttamannabúðunum í Afríku slá þær senur grunntón myndar- innar. Mannúðarstarfið og óheft illskan sem geisar þar kallast á við raunir persóna í öryggi Danaveldis. Þannig hvetur myndin áhorfendur til að hafa samúð með Eliasi, Christiani og foreldrum þeirra í hin- um vestræna heimi, en hún dregur því miður aðeins upp frekar staðl- aðar ímyndir af eymd afrískra per- sóna í ónefndu Afríkuríki, sem gegn- ir því takmarkaða hlutverki að slá áðurnefndan grunntón og skerpa á óbilandi manngæsku Antons. Óhugnanlegir atburðir gerast en sættir nást og gullvægum boðskap er miðlað á ögurstundu. Þrátt fyrir að slíkt geti talist predikandi verður því ekki neitað að myndin er há- dramatísk, óvægin og afar spenn- andi. Leikurinn er með afbrigðum góður og hann er styrktur með flæð- andi kvikmyndatöku. Iðandi töku- vélin sveimar rannsakandi og ögr- andi umhverfis persónur og afrískt undirspil toppar hrifnæmið. Á tjald- inu birtist stórbrotið myndefni og átakanleg saga sem er kirfilega af- mörkuð af vestrænni heimsmynd. Áhorfendur ferðast og gægjast inn í hörmungar þriðja heimsins og að- steðjandi vá heimafyrir en eru á endanum friðþægðir í vissu sinni um ágæti kristilegs siðferðis, göfgi fyr- irgefningar og mátt hins góða. Erf- iðar aðstæður og áleitnar siðferðis- flækjur persóna koma eftir sem áður líklega til með að sækja á áhorf- endur löngu eftir að sýningu mynd- arinnar lýkur. Að bjóða hinn vangann Háskólabíó Hævnen bbbbn Leikstjórn: Susanne Bier. Handrit: And- ers Thomas Jensen. Aðalhlutverk: Mika- el Persbrandt, Trine Dyrholm, Ulrich Thomsen, Markus Rygaard og William Johnk Nielsen. 113 mínútur. Danmörk, 2010. HJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR KVIKMYNDIR Þjakaðir Félagarnir Elias og Christian. Kvikmyndin Hævnen fjallar um börn og foreldra sem bregðast ókvæða við í óvægnum aðstæðum. 36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 2011 Díana Rós A. Rivera diana@mbl.is „Við erum bara í þessu núna, að gefa viðtöl, ef það er ekki við Ísland þá er það bara úti í hinum stóra heimi,“ segir Gunni Óla í Vinum Sjonna. Blaðamaður sló á þráðinn til Jón- atans Garðarssonar, fararstjóra ís- lensku Evróvisjónfaranna, sem gaf honum samband við söngvarann þegar stund var milli stríða. Kapp- arnir komu til Düsseldorf í Þýska- landi í fyrradag og er dagskráin framundan þétt. „Við fáum einn frí- dag og hann er á morgun en svo er þetta bara stíft eftir það,“ segir Gunni. Fagmannlegt Aðspurður segir hann aðbúnað vera til fyrirmyndar og fagmannlega að öllu staðið. Tekið hafi verið á móti þeim með vöfflum og vatni og við komuna í höllina hafi þeim verið fylgt í gegnum allt ferlið en keppnin verður haldin í Esprit Arena- höllinni sem er steinsnar frá mið- bænum. Æfingin fyrsta daginn hafi svo gengið mjög vel. Næstu tvær vikurnar eru fullskipaðar og föstu- dagurinn næstkomandi nokkuð stór dagur á sviðinu fyrir þá félagana þegar unnið verður með bæði mynd- og hljóðupptöku. Gunni segir þó ferlið felast í fleiru en æfingum. „Við þurfum að vera rosalega sýnilegir hérna úti“ segir hann og bætir við að þeir þurfi að mæta á alls kyns skipu- lagðar uppákomur og vera með í veislum. „Þetta er svona rokk- stjörnulíf í tvær vikur,“ segir hann og hlær við. Bjartsýni Gunni segist vera bjartsýnn á framhaldið og að þeir félagar muni að sjálfsögðu gera sitt besta. „Að sjálfsögðu stefnum við að því að fara bara alla leið, annars værum við ekki að gera þetta.“ Hann segir þó að hópurinn stilli væntingum í hóf og leggi frekar áherslu á að leggja hjartað í þetta og vonast til að það muni skila sér á þann hátt sem þeir vilja til fólksins.„Við munum gera okkar besta, svo eru bara aðrir sem að sjá um að dæma út frá því,“ segir hann að lokum. Ljósmyndir/Jónatan Garðarsson. Vinir Sjonna „Við komum til með að gera okkar besta, svo eru bara aðrir sem að sjá um að dæma út frá því,“ segir Gunni Óla, einn af Vinum Sjonna. Rokkstjörnulíf í tvær vikur  Evróvisjónhópurinn mættur til Düsseldorf Gunni Óla, einn vina Sjonna, seg- ir stífa dagskrá framundan Tekið á móti hópnum með vöfflum og vatni Upptekinn Gunni Óla mæðist í mörgu, eins og aðrir Evróvisjónfarar.  Leikhús listamanna býður til veislu í kvöld í Þjóðleikhúskjall- aranum og verður uppákoman sú síðasta í bili á vegum hópsins. At- riðin verða átta eða níu, að sögn eins meðlima Leikhúss lista- manna, Snorra Ásmundssonar, og ákveðin tengsl verða við List án landamæra, fötluð stúlka mun lesa upp ljóð. Hilmar Guðjónsson leikari tekur þátt í gjörninga- veislunni sem og myndlistarkon- urnar Bjargey Ólafsdóttir og Hulda Vilhjálmsdóttir, auk með- lima hópsins að undanskildum Ragnari Kjartanssyni. Þá mun Snorri fá aftur til liðs við sig tvo unga menn með þroskahömlun sem frömdu með honum gjörn- inginn „Hnakkar og skinkur“ á sýningunni Koddu í Nýlistasafn- inu á dögunum. Snorri segir þá ætla að fremja nýjan gjörning í kvöld. Morgunblaðið/Eggert Lokakvöld Leikhúss listamanna í kvöld  Og enn af Snorra Ásmundssyni og gjörningi hans, „Hnakkar og skinkur“. Snorri vildi með gjörn- ingnum spegla hégóma og kven- fyrirlitningu sem íslenskt þjóð- félag ætti að glíma við, eins og hann orðaði það í tölvupósti, og benda á mikilvægi þess að ólíkir einstaklingar séu sýnilegir. Jafn- rétti ætti að ríkja á öllum sviðum lífsins. Á myndbandavefnum YouTube má sjá gjörninginn umrædda og hafa stjórnendur Rocksbox Fine Art, gallerís í Portland í Banda- ríkjunum, farið þess á leit við Snorra að hann flytji gjörninginn þar og þá með mönnunum tveim- ur. Snorri mun sýna í galleríinu 7. júlí nk. Hann segir ekki enn ljóst hvort náist að flytja „Hnakka og skinkur“ í Portland. Rocksbox vill sýna „Hnakka og skinkur“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.