Morgunblaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011
FA
B
R
IK
A
N
OSTAVEISLA FRÁ MS
Gullostur
Hvítmygluostur.Hvítmyglanereinnig
inni í ostinum. Áhugaverður ostur
með mildu bragði sem gott er að
njóta í lok góðrar máltíðar. Þessi
ostur er einn af flaggskipunum í
ostafjölskylduni frá MS.
Heilbakaður Gullostur
með timjan og hvítlauk
Vefjið smjörpappír utan um ostinn, pikkið átta göt ofan í
ostinn og stingið ögn af timjan ásamt þunnum sneiðum
af hvítlauk ofan í götin. Dreypið örlítilli ólífuolíu yfir.
Pakkið ostinum aftur inn í bréfið sem var utan um hann
og bakið hann í 30 mínútur við 160°C. Berið ostinn
fram með grilluðu hvítlauksbrauði.
Osta er hægt að bera fram með ýmsum hætti, það
má t.d. borða Gullostinn með góðu ávaxtamauki, eða
með hnetum og hella síðan góðu hunangi yfir eða setja
í hann fyllingu úr þurrkuðum ávöxtum s.s. apríkósum
og fíkjum og skreyta hann að ofan með þurrkuðum
trönuberjum og hlynsírópi. Búa til litlar og fallegar
ostasamlokur eða ostasnittur.
Kynntu þér fleiri góðar hugmyndir og
uppskriftir á heimasíðunni: www.ostur.is
Ostabakki
- antipasti
Grillaðar paprikur, sól- eða ofn-
þurrkaðir tómatar, grillað eggaldin,
hráskinka og þurrkaðar pylsur.
Gullostur, gráðaostur með ferskri
peru, blár Kastali.
Steyptur villisveppaostur skorinn
út í litla hringi. Maribóostur með
kúmeni. Kryddað apríkósumauk.
Baguette-brauð.
Uppskriftina að kryddaða apríkósu-
maukinu má finna á vefnum www.ostur.is
Um helgina verður opið hús í
Hörpu og ókeypis á alla viðburði á
laugardag. Þann dag er húsið opn-
að kl. 11:00 og verður fjölbreytt
dagskrá í tveimur minni tónleika-
sölum Hörpu: Norðurljósum og
Kaldalóni. Meðal þeirra sem koma
fram eru Karlakórinn Fóstbræður,
Gissur Páll Gissurarson, Kamm-
ersveit Reykjavíkur, Ólafur Arn-
alds, Caput-hópurinn, kór Íslensku
óperunnar, Kristinn H. Árnason,
Björn Thoroddsen og Kazumi Wat-
anabe og tríó Tómasar R. Ein-
arssonar sem leikur í anddyrinu.
Klukkan 20:00 á laugardags-
kvöldið stígur svo hljómsveitin
Apparat Organ Quartet á svið í
næststærsta salnum, Silfurbergi.
Við tekur röð af popp- og rokk-
sveitum, s.s. Mammút, Agent
Fresco, Valdimar, Hjaltalín, Jónas
Sigurðsson og Ritvélar framtíð-
arinnar, Lights on the Highway og
dagskráin endar svo á HAM. Tón-
leikunum lýkur á miðnætti. Í tilefni
af opnun Hörpu verður ókeypis inn
á alla þessa viðburði.
Á sunnudag verður húsið einnig
opnað kl. 11:00 og verður fjölbreytt
barnadagskrá allan daginn. Í Eld-
borg verða tvennir barnatónleikar
með Sinfóníuhljómsveit Íslands og
Maxímús Músíkús. Á þá tónleika er
uppselt en á aðra viðburði kostar
ekkert. Í Kaldalóni verður leikritið
um herra Pott og ungfrú Lok sýnt
kl. 17:00 og 17:45. Frá kl. 13:00
verður sérstök tónlistarhátíð barna
og unglinga í Silfurbergi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Opið hús verður í
Hörpu um helgina
Ráðstefna á vegum Blátt áfram
verður haldin í Háskólanum í
Reykjavík dagana 19. og 20. maí. Á
ráðstefnunni verður sérstaklega
vakin athygli á hegðunarmynstri
þeirra sem beita börn og unglinga
kynferðislegu ofbeldi. Til landsins
kemur bandaríski réttarsálfræð-
ingurinn Carla Van Dam og mun
hún fjalla um aðferðir þeirra sem
vilja tæla börn og hversu mikilvægt
er að stöðva óviðeigandi samskipti.
Auk Van Dam koma fram ís-
lenskir fyrirlesarar og sérfræð-
ingar. Ráðstefnan er samstarf eft-
irtalinna aðila: Barnaverndarstofa,
Barnahús, Drekaslóð, SAFT, Há-
skólinn í Reykjavík, Starfsend-
urhæfing Norðurlands, Samtökin
Réttindi barna og Blátt áfram.
Ráðstefna Blátt
áfram í HR
Nokkrir öku-
menn hafa
verið stöðv-
aðir á
höfuðborgar-
svæðinu
undanfarna
daga þar sem
bílar þeirra
allra voru
búnir nagladekkjum en það er
óheimilt á þessum árstíma.
Hinir sömu fá sekt fyrir vikið en
hún er fimm þúsund krónur fyrir
hvert dekk. Vegna þessa vill lög-
reglan ítreka þau tilmæli til eig-
enda og umráðamanna ökutækja
sem eru búin nagladekkjum að
gera þar bragarbót á.
Sektað fyrir að vera
ennþá á nöglum
STUTT
Það var líf og fjör hjá þessum
drengjum úr Austurbæjarskóla,
þar sem þeir voru í vatnsslag við
hús í Flókagötu í vikunni, er ljós-
myndari Morgunblaðsins átti þar
leið um. Senn fer skólastarfinu að
ljúka og þá munu þeir og aðrir
nemendur geta farið í leiki sem
þessa daginn út og inn. Á meðan
ungviðið leikur sér aðeins með
vatnsbyssur er óþarfi að hafa
áhyggjur af gleðskapnum.
Sá er hélt á byssunni hitti a.m.k.
beint í mark, ef svo má að orði kom-
ast, og án þess að vita af því.
Vatnsslagur
á Flókagötu
Morgunblaðið/Eggert