Morgunblaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 40
FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 132. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Ljót hegðun á Fésbókinni
2. Hótaði föður sínum
3. „Þetta er einhver ógeðslegur ...“
4. Banaslys á Austurlandi
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Busta Rhymes spilar í Valsheim-
ilinu Hlíðarenda þriðjudaginn 17, maí,
ekki 18. eins og kvittur er kominn um.
Á tónleikunum koma einnig fram
nokkur af stærstu nöfnunum í hipp-
hopp/rapp-senu landsins.
Busta Rhymes spilar
þriðjudaginn 17. maí
13. þátturinn í
Weird Girls Pro-
ject Kitty Von
Sometime var
tekinn upp í Þórs-
mörk um liðna
helgi. Mynd-
skeiðin verða not-
uð við tónlist Imo-
gen Heap, en
tónlistarkonan vinnur að verkefni fyr-
ir UNIFEM sem kallast Love The
Earth. Myndir úr þættinum verða
gerðar opinberar í næstu viku.
Skrítnar stelpur
í Þórsmörk
Ástralska hljómsveitin Cut Copy
heldur tónleika á NASA við Austur-
völl hinn 20. júlí.
Miðasala á tónleikana hefst föstu-
daginn 13. maí klukkan 10.00 og er
miðaverð í forsölu 3.900 krónur.
Hægt er að kaupa miðana á Midi.is
og í verslunum
Brims á
Laugavegi
og í
Kringl-
unni.
Miðasala á Cut Copy
hefst á föstudaginn
VEÐUR
„Kúlurnar sem við notuðum
og höfum verið kærðir fyrir
eru ekki ólöglegar,“ segir
Freyr Bragason, fyrirliði Ís-
landsmeistara Lærlinga í
keilu karla, sem er óánægð-
ur með að lið hans hafi ver-
ið kært til tækninefndar
Keilusambands Íslands,
KLÍ, fyrir meinta notkun á
ólöglegum kúlum í úrslita-
viðureignum á Íslands-
meistaramótinu á dög-
unum. »1
Segjast vera með
löglegar kúlur
Keflvíkingar eru áfram taplausir í
Pepsi-deild karla í fótbolta. Þeir jöfn-
uðu metin á síðustu stundu gegn FH-
ingum í gærkvöld, 1:1. Grétar Ólafur
Hjartarson kom inn á sem varamaður
undir lokin skömmu fyrir leikslok og
var fljótur að skora. Rétt á undan var
Viktor Örn Guðmundsson, varnar-
maður FH-inga, rekinn af velli. »8
Grétar jafnaði fyrir
Keflavík í lokin
Breiðablik fékk sín fyrstu stig í
Pepsi-deildinni á þessari leiktíð þeg-
ar liðið vann Grindavík 2:1. Grinda-
vík spilaði manni færri í 70 mínútur
og það nýttu Blikar sér til sigurs.
Grindavík sem komst yfir í leiknum
varðist vel. Sóknarþungi Blikanna
var þó meiri en þeir réðu við og
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Íslands-
meistaranna, var að vonum ánægð-
ur með stigin þrjú. »7
Fyrstu stig Blika
ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Í DAG
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Það er létt yfir Sveinbjörgu Her-
mannsdóttur á Skjóli og þrátt fyrir
mikið mótlæti á langri ævi vill hún
helst minnast björtu stundanna en
segir slæmt að vera bundin við
hjólastól. Sveina lærbrotnaði þegar
hún datt í haust sem leið og rekur
það til lömunar frá barnsburðinum
fyrir nær 70 árum, en kvartar ekki,
því hún hafi alla tíð getað unnið.
Sveina hefur verið dyggur lesandi
Morgunblaðsins eins lengi og hún
man en hún á 100 ára afmæli í dag.
Hún fylgist vel með landsmálum og
er ekki sátt við að flytja eigi Vatns-
berann, höggmynd Ásmundar
Sveinssonar, úr nágrenni Veður-
stofunnar skammt frá hitaveitu-
tönkunum í Öskjuhlíð niður í Aust-
urstræti og gera götuna að
göngugötu, eins og kemur fram í
frétt blaðsins í gær. „Hvað kemur
til?“ spyr hún. „Styttan er fín þar
sem hún er og passar vel þarna á
hæðinni. Þetta er slæmt. Það á
aldrei að loka Austurstræti fyrir
bílum. Þá er búið að eyðileggja
borgina. Það kemur ekki til mála.
Ég er algerlega á móti því. Ef ég
fer á Kaffi París verður að keyra
mig þangað því ég get ekki gengið
neitt.“
Tengingar
Árið 1965 keypti Sveina fyrst
íbúð, í bakhúsi við Hverfisgötu 88 í
Reykjavík. „Það andaði svo góðu að
mér þegar ég kom inn að ég fann
það þegar ég kom yfir þröskuldinn
inn í eldhúsið að þarna vildi ég
vera,“ segir hún. „Þarna leið mér
vel og þarna var gott að búa.“
En ástæða er fyrir öllu. Sveina
segir að Guðrún, sem hafi áður átt
íbúðina, hafi verið dóttir Þórðar
sem kenndur hafi verið við Hjalla,
verslunina á Laugavegi 45 þar sem
hún hafi áður unnið og kynnst
barnsföður sínum Maurice Henry
Woodward, sem var í breska flug-
hernum. „Hann kom á kaffistofuna
og bað um te og ristað brauð. Eftir
þetta kom hann á hverjum degi,“
segir hún með blik í augum. Júlíana
Rut, dóttir þeirra, fæddist 17. nóv-
ember 1942. Þá var hann farinn aft-
ur til Englands og til stóð að mæðg-
urnar kæmu síðar en af því varð
ekki vegna veikinda Sveinu, sem
lamaðist upp að mitti við barns-
burðinn. Þau hittust aftur 35 árum
síðar og Sveina ber honum og öðr-
um vel söguna. „Fólkið hefur verið
afskaplega gott við mig og mér þyk-
ir geysilega vænt um fólk,“ segir
hún. „Þó að ég hafi haft lág laun
vantaði mig aldrei neitt, ég skulda
engum og hef engan svikið. Ég
keypti mér mína íbúð sjálf og kom
mér vel áfram.“
Aldrei loka Austurstræti
Sveinbjörg Her-
mannsdóttir kát
og glöð 100 ára
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
100 ára Sveinbjörg Hermannsdóttir hefur upplifað ýmislegt, man margt á langri ævi og hefur frá mörgu að segja.
Sveinbjörg Hermannsdóttir hefur
unnið mikið á langri ævi og alla tíð
sinnt láglaunastörfum. Fyrir vikið
hafði hún aldrei mikið á milli hand-
anna. Hún hafði til dæmis ekki efni
á því að fara í Kvennaskólann í
Reykjavík og sótti sér því menntun í
Námsflokka Reykjavíkur eftir efni
og ástæðum og keypti sína fyrstu
íbúð þegar hún var komin á sex-
tugsaldurinn. Hún var í vist, starf-
aði lengi á hótelum í Reykjavík og
lauk störfum á vinnumarkaðinum á
Borgarspítalanum eftir að hafa
unnið á Landspítalanum. „Ég fór úr
allri gleðinni á hótelunum í alvöru
lífsins á spítölunum,“ segir hún.
„Það var mikil breyting.“ Hún segir
að skemmtilegra hafi verið að vinna
á hótelunum en átökin mun meiri á
spítölunum. Auk þess hafi hún allt-
af verið viðkvæm og því átt erfitt
með að horfa upp á fólk liggja bana-
leguna. En hún sé sátt við allt og
alla og njóti lífsins á Skjóli.
Keypti fyrst íbúð á sextugsaldri
ALLA TÍÐ Í LÁGLAUNASTÖRFUM
Á föstudag Norðlæg átt, 3-8 m/s og dálítil rigning norðaustan- og
austanlands, en annars víða skúrir. Hiti 4 til 13 stig, hlýjast syðst.
Á laugardag NV 3-8 og dálítil rigning norðaustan- og austanlands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Skúrir á Vestfjörðum og smásúld á Austur-
landi en annars skýjað með köflum. Hiti 1 til 7 stig norðanlands en
8 til 15 stig sunnanlands.