Morgunblaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 20
U
ndanfarið hefur hegðun of
margra þingmanna verið á
þann veg að ekki verður lengur
við unað. Forseti Alþingis verð-
ur að setja sig í hlutverk skóla-
stjóra og lesa yfir þeim vandræðabekk sem nú
fyllir þingið. Í hvaða skóla sem er á landinu, á
hvaða vinnustað sem er, myndi sú hegðun sem
þjóðin hefur orðið vitni að hjá þingmönnum
kalla á alvarlegar áminningar og loforð hins
brotlega um að endurtaka ekki framferðið.
Fyrir einhverjum mánuðum sýndi þing-
maður Samfylkingar slíka harðneskju við
fundarstjórn á nefndarfundum að fleiri en ein-
um samstarfsmanni hans var stórlega misboð-
ið. Þingmaðurinn baðst afsökunar og hefur
vonandi tekið sig á. Vart er til of mikils mælst
að þingmenn geti stjórnað fundum án þess að
koma öðrum fundarmönnum í verulegt uppnám.
Þingmaður Sjálfstæðisflokks varð svo uppvís að því að
hella sér yfir blaðamann með slíkum fúkyrðaflaumi að
penar konur roðna við að heyra þann samsetning.
Stjórnmálamaður á að vita að hann getur ekki annað en
tapað á því að missa svo illa stjórn á sér í samtali við fjöl-
miðlamenn. Auðvitað má segja að fjölmiðlamenn þurfi
ekki endilega að hlaupa í fjölmiðla með það sem stjórn-
málamenn segja við þá í reiðikasti í einkasamtali. En
flestum fjölmiðlamönnum finnst slíkt einmitt vera frétt.
Þingmaður Vinstri-grænna sakar þingmann Sjálf-
stæðisflokks um að þiggja mútur og botnar ekkert í því
þegar sjálfstæðismaðurinn reiðist þeirri
ásökun. Þegar þingmaður sakar annan um
glæp ætti að vera sjálfsagt að hann leggi
fram gögn máli sínu til sönnunar. Á öðrum
vinnustöðum væri ásökun eins og þessi tekin
mjög alvarlega en á þingi er látið eins og það
sé bara hluti af djobbinu að sverta mannorð
vinnufélaga.
Annar þingmaður Vinstri-grænna kallar
þingkonur Sjálfstæðisflokksins fasistabeljur.
Varla flokkast slíkt tal undir góða mannasiði.
Þingkonurnar virðast í huga þingmannsins
helst sekar um að tilheyra Sjálfstæð-
isflokknum, rétt eins og þar sé á ferð ein-
hvers konar glæpaklíka. Sem er auðvitað
fjarri sanni. Sjálfstæðisflokkurinn er nauð-
synlegt mótvægi við hina of útbreiddu
vinstri-villu, berst gegn forræðishyggju og
styður einstaklingsframtakið. Íhaldsstimpillinn sem
flokkurinn hefur er bara notalegur. Það er fremur auð-
velt að kunna vel við hæfilega íhaldssemi, hún virkar
traustvekjandi.
Hvað eftir annað sýna skoðanakannanir að þjóðin ber
litla virðingu fyrir Alþingi. Alþingismenn gera svo hvað
þeir geta til að draga enn úr þessu trausti með furðulegu
framferði, sem börn kæmust ekki einu sinni upp með.
Forseti Alþingis hlýtur að bregðast við og leitast við
að aga þingmenn og kenna þeim góða siði. Staðan er sú
að því miður eru alþingismenn ekki góð fyrirmynd fyrir
æsku landsins. kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Vandræðabekkur á þingi
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Eitt helstametn-aðarmál
ríkisstjórnarinnar
frá því hún tók við
völdum fyrir rúm-
um tveimur árum
hefur verið að gjörbylta sjávar-
útvegi landsins. Þetta er stór-
kostlega undarlegt í ljósi þess
að íslenski sjávarútvegurinn er
fyrirmynd annarra og að hann
er sá atvinnuvegur sem hefur
verið hvað mikilvægastur fyrir
íslenskt efnahagslíf, ekki síst
eftir að bankarnir féllu með
þeim hamförum sem á eftir
fylgdu.
Ríkisstjórn sem hefði haft
það að markmiði að atvinnulíf
landsins næði sér sem fyrst eftir
áfallið hefði stuðlað að stöð-
ugleika í sjávarútvegi og forðast
allt sem aukið gæti óvissu og
valdið áföllum í greininni. Sú
ríkisstjórn sem nú situr fór öf-
uga leið og hefur látið aðvör-
unarorð frá sérfræðingum og
innan úr greininni sjálfri sem
vind um eyru þjóta.
Við bætist að vinnubrögðin
við að koma breytingunum á eru
öll jafn ógæfuleg og áformin
sjálf. Skipuð var nefnd til að
vinna að breytingum og í henni
eru fulltrúar allra helstu hags-
munaaðila og allra stjórn-
málaflokka. Sú nefnd náði sátt
um ákveðna niðurstöðu, en þá
kom strax í ljós að forystu rík-
isstjórnarinnar og helstu tals-
mönnum hennar í málinu hugn-
aðist ekki sáttaleiðin.
Nefndarskipunin hafði aðeins
verið sýndarmennska. Samráði
var slitið og málið unnið áfram í
leynd á bak við tjöldin. Engu var
sinnt ítrekuðum óskum útgerð-
armanna um að fá að ræða við
forystu ríkisstjórnarinnar og
með einstrengingslegri afstöðu
sinni tókst rík-
isstjórninni að stór-
skaða kjarasamn-
ingaviðræður og
nánast að hindra að
samningar næðust.
Þá gerist það að
forysta ríkisstjórnarinnar lætur
að því liggja að hún ætli að taka
tillit til útgerðarinnar í tillögum
sínum. Hún lofar því einnig að
kynna málið á lokuðum fundi
fyrir útgerðarmönnum, en það
yrði eftir að lokið hefði verið við
að semja frumvörpin. Þetta út-
spil er í raun lýsandi fyrir vinnu-
brögð ríkisstjórnarinnar. Í stað
þess að hafa samráð er málið
klárað á lokuðum fundum og í
stað þess að kynna málið fyrir
opnum tjöldum er ákveðið að
það verði kynnt á lokuðum
fundi.
Viðbrögð útgerðarinnar hafa
skiljanlega verið þau að hún hafi
ekkert við lokaðan fund að gera
eftir að ríkisstjórnin er búin að
ákveða án samráðs og þvert á
sáttaleið að leggja fram stór-
skaðleg frumvörp. Ólíkt rík-
isstjórninni telur Lands-
samband íslenskra
útvegsmanna að þegar málið er
komið á þetta stig sé réttast að
kynna það öllum almenningi í
stað þess að halda lokaðan fund,
sem er augljóslega aðeins sýnd-
armennska.
Viðbrögðin við lokaða fund-
arboðinu eru enn fremur skilj-
anleg þegar horft er til þess að
ríkisstjórnin virðist ekkert tillit
ætla að taka til útgerðarinnar.
Allt sem fram hefur komið
bendir til þess að áformin séu
enn þau að bylta sjávarútveg-
inum þannig að stór hluti út-
gerðarinnar lendi í gríðarlegum
erfiðleikum og fótunum verði
kippt undan rekstri margra fyr-
irtækja.
Ríkisstjórnin beitir
öllum brögðum í
árásum sínum á
sjávarútveginn}
Aðförin heldur áfram
Skoskir sjálf-stæðissinnar
unnu hreinan
meirihluta þing-
manna á sjálf-
stjórnarþingi sínu í
nýlegum kosningum í Bret-
landi. Þóttu það mestu tíðindi
kosninganna, ekki síst þar sem
sá sigur mældist ekki í könn-
unum. Það eykur spennu
vegna þessara úrslita að sig-
urvegarinn hafði lengi lofað
því að láta fara fram þjóð-
aratkvæði um hvort Skotland
skyldi verða sjálfstætt ríki að
öðru leyti en að konungs-
sambandinu yrði ekki rift.
Vekja þær fyrirætlanir litla
hrifningu sunnan landamær-
anna.
Skrif fjölmiðla endurspegla
þetta. Þar er sagt að hefðu
Skotar verið sjálfstæðir þegar
bankakreppan reið
yfir hefðu þeir far-
ið jafn illa út úr
henni og Írar og
Íslendingar, eins
og það er orðað. Þá
er átt við að skoskir bankar
hafi í raun verið komnir í þrot
og breskir skattpeningar verið
notaðir til að halda þeim á floti.
Skotar einir hefðu ekki haft
bolmagn til slíks. En sennilega
hefðu skoskir bankar ekki not-
ið svo óhóflegs lánstrausts
nema vegna þess freistnivanda
sem fólst einmitt í því að
ósjálfbærni þeirra væri ekki
það sem mestu skipti, heldur
hitt að fall þeirra myndi smit-
ast yfir á breska banka og því
yrði þeim bjargað. Sú var ein-
mitt skýringin á að bresk yf-
irvöld öxluðu ábyrgð á Icesave
án þess að spyrja Íslendinga.
Veruleg tíðindi urðu
í síðustu kosningum
í Skotlandi}
Þokast Skotland nær sjálfstæði?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
A
far erfitt getur verið að
meta hvenær umgengni
við foreldri er andstæð
hagsmunum barns og
sýslumanni getur verið
verulegur vandi á höndum við að
ákveða hvenær takmarka eigi um-
gengni með hagsmuni barnsins í
huga. Svo segir Eyrún Guðmunds-
dóttir, deildarstjóri sifja- og skipta-
deildar Sýslumannsembættisins í
Reykjavík. Hún segir mikilvægara að
reyna að ljúka málum með sátt, frem-
ur en dómsvaldi.
Eyrún var meðal frummælenda
á morgunverðarfundi fræðsluhópsins
Náum áttum í gær, þar sem fjallað var
um hvort hagsmunir barna væru
hafðir að leiðarljósi við ákvarðanatöku
í forsjár- og umgengnismálum. Í
barnalögum er lögð áhersla á gagn-
kvæman rétt foreldris og barns til
umgengni nema það sé andstætt
hagsmunum barns.
Samkvæmt lögunum skal barn
vera með lögheimili skráð hjá öðru
foreldrinu og búa þar að staðaldri, en
njóta reglubundinnar umgengni við
það foreldri sem það býr ekki hjá.
Undanfarin áratug hefur það færst
mjög í vöxt að forsjá sé sameiginleg
við skilnað eða sambúðarslit og í dag á
það við í um 90% tilfella. Deili for-
eldrar um forsjá geta þeir höfðað mál
fyrir dómi sem lyktar með því að öðru
foreldrinu er falin full forsjá.
Þungar ásakanir á báða bóga
En forsjá segir hinsvegar ekki til
um hvernig umgengninni er háttað.
Eyrún segir það algengan misskilning
hjá foreldrum að sameiginleg forsjá
hafi sjálfkrafa í för með sér umgengn-
isrétt aðra hverja viku.
Engar formlegar reglur eru hins-
vegar til um hvernig umgengni eigi að
vera háttað. „Þannig getur umgengni
verið mikil þótt forsjá sé bara hjá öðru
foreldrinu og eins getur hún verið lítil
þó að forsjáin sé sameiginleg.“ Það
sem helst getur orðið til þess að um-
gengni sé takmörkuð hefur að sögn
Eyrúnar reynst vera ofneysla áfengis
og fíkniefna, andlegur eða líkamlegur
heilsubrestur og slakar heimilis-
aðstæður eða ofbeldi. Þegar foreldri
geri kröfum um að umgengni eigi að
vera takmörkuð getur hinsvegar kom-
ið upp erfið sönnunarstaða.
Í slíkum málum hefur sýslumað-
ur það úrræði að leita eftir umsögn
barnaverndar eða fagaðila um málið.
Helga Jóna Sveinsdóttir, deildarstjóri
hjá Barnavernd Reykjavíkur, sagði að
aðkoma barnaverndar að umgengn-
ismálum væri iðulega mjög erfið enda
málin bæði viðkvæm og flókin. „Oft
heyrum við ótrúlega þungar ásakanir
á bága bóga og finnum ekkert sem
styður þær þegar gagna er aflað.“
Frumábyrgðin foreldranna
„Það sem að mínu viti þarf að
gera til að tryggja að hagsmunir
barna séu í heiðri hafðir í svona mál-
um er fyrst og fremst að allir sem að
þeim koma hafi það skýra markmið að
ljúka sem flestum málum með sátt
foreldra en ekki með ákvörðun yf-
irvalds. Enda bera foreldrarnir frum-
ábyrgð á velferð barnsins,“ sagði Ey-
rún á fundinum í gær.
„Það verður að segjast eins og er
að oft virðist sem deilurnar nærist á
óuppgerðum málum foreldra sem
snúast síður um það hvað barninu er
fyrir bestu. Það er
mjög mikilvægt að
finna leiðir til að
hjálpa þessum for-
eldrum að ná betri
tökum á sínu hlut-
verki og ná með
því að setja hags-
muni barnsins í
forgrunn.“
Umgengnismál bæði
viðkvæm og flókin
Álfheiður Steinþórsdóttir sál-
fræðingur var meðal frummæl-
enda á fundinum og sagði það
fagnaðarefni að í frumvarpi að
nýjum barnalögum fælust
breytingar sem settu barnið
meira í brennidepil en áður.
Hún segir forsjár- og um-
gengnisdeilur oft mjög þung-
bærar fyrir börnin sama á hvaða
aldri þau séu þótt foreldrar
haldi gjarnan að börnin séu ekki
meðvituð um deilurnar. „Ég
held það sé mjög mikilvægt að
færa fókusinn frá valdabaráttu
foreldranna og að barninu og
þörfum þess.“ Deilan geti verið
hatrömm en leiðin til árangus
sé að fá báða foreldra til að
gera sér grein fyrir áhrif-
um þess á hag barnsins,
sem allir foreldrar vilji
sem bestan.
Barnið sett í
brennidepil
NÝ BARNALÖG JÁKVÆÐ
Hjólað úr skólanum
Það er dýrt að ala upp
börn og enn frekar
þegar bætur lækka.
Forsjá barna úr sambúðarslitum 1999-2009
199
9
200
0
200
1
200
2
200
3
200
4
200
5
200
6
200
7
200
8
200
9
600
500
400
300
200
100
0
Tölur fyrir 5 ára tímabilin sýna árleg meðaltöl. Í 32. og 33. grein barnalaga (20, 1992) er kveðið á um sameiginlega
forsjá. Lög þessi tóku gildi 1. júlí 1992. 2009: Bráðabirgðatölur.
Móðir með forsjá Faðir með forsjá Sameiginleg forsjá
28
5
25
1
24
3
19
8
18
4
13
2
13
1
76
53 47 41
8 7 13 6 6 4 5 2 1 6 4
37
6
37
0
53
1
47
7 50
3
43
8
39
9 4
37
49
7 51
7
59
2