Morgunblaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 Nóg verður um að vera í sveitarfé- laginu Árborg alla helgina. Í dag verð- ur sett hin árlega bæjarhátíð Vor í Ár- borg og verður fjöldinn allur af áhugaverðum viðburðum í boði. Frítt er í sund fyrir börnin á Selfossi og Stokkseyri, myndlistarsýningar eru víða, boðið verður upp á kynbótasýn- ingu hrossa og hestamannamót. Það verður söngur og tónlist, markaðir, fuglaskoðun, gönguferðir og harm- onikkuball. Á laugardeginum verður ratleikur fyrir börn við Húsið á Eyr- arbakka og þar verður einnig börnum boðið á hestbak. Dagskrá hátíðarinnar má sjá á vef- síðunni www.arborg.is. Endilega … … skellið ykkur á Vor í Árborg Morgunblaðið/Brynjar Gauti Lömb Vorið er komið í Árborg. Nú er síðasta tækifæri til að merkja alla heim- ilismeðlimi á póst- kassann eða póst- lúguna ef þeir eiga að fá póstinn sinn í hendurnar. Frá 15. maí, sem er á sunnudaginn, afhendir pósturinn aðeins sendingar sem stílaðar eru á þá sem merktir eru á lúgu eða póst- kassa heimilisins. Þessi vinnuregla hefur ávallt verið viðhöfð til íbúa fjöl- býlishúsa og verður því engin breyt- ing þar á segir á vefsíðu póstsins. Með þessu vill pósturinn tryggja að allir landsmenn fái eingöngu þann póst sem þeim er ætlaður. Því er mik- ilvægt að allir íbúar heimilisins séu vel merktir til að póstur berist til þeirra og sé ekki endursendur. Heimili Póstkassi Verður að vera vel merktur. Merkið póstkassann Fyrir þá sem eru að fara að breyta heima hjá sér ætti vefsíðan Home- styler.com að vera gagnleg. Eins og segir á síðunni er þar boðið upp á fljótlega og ókeypis leið til að hanna draumaheimilið. Þarna er hægt að teikna upp húsið (eða íbúðina) og máta svo hvað er hægt að gera til að það líti sem best út. Það er hægt að velja liti á veggina, húsgögn, eldhúsinnréttingu, allt inn á baðið, gardínur og margt fleira sem tilheyrir heimilum. Þá má sjá útkomuna á mynd sem skoða má í þrívídd. Með þessu er hægt að sýna hvað maður vill í stað- inn fyrir að þurfa að útskýra það. Vefsíðan er einföld í notkun en það krefst vissulega smáþolinmæði og tíma að dúlla sér við að byggja upp hús og raða inn í það. En það auð- veldar leiðina að því að skapa draumaheimilið. Vefsíðan www.homestyler.com Teiknið upp draumaheimilið Skannaðu kóð- ann til að fara inn á vefsíðuna. Tónleikarnir á Akureyri verða í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi nk. laugardag kl. 14. Á dagskránni eru íslensk og norræn sönglög sem og létt lög m.a. frá Írlandi, Skotlandi og Bandaríkjunum. Hinn bráðefnilegi skagfirski harmonikkuleikari Jón Þor- steinn Reynisson ætlar að spila á nikkuna á milli atriða, m.a. músík eftir Paganini, Piazzolla og Wagner. Veirurnar hafa gefið út tvo diska, Stemmningu og Jóla- stemmningu. Facebook: Sönghópurinn Veirurnar. Harmonikkan verður þanin SKEMMTILEG DAGSKRÁ Morgunblaðið/KristinnMargraddað Hann hljómaði heldur betur kröftuglega hinn sameinaði skagfirski og sunnlenski söngur á æfingu hjá Veirunum. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þau eru yndisleg en ekki allt-af auðveld. Þau láta vissu-lega vel að stjórn í söng, enkannski síður á öðrum svið- um,“ segir Guðbjörg R. Tryggva- dóttir, söngstjóri Veiranna, og upp- sker hlátrasköll Veirumeðlima sem mættir eru á æfingu hjá henni enda stórviðburður framundan, tónleikar fyrir norðan næsta laugardag, í Hofi á Akureyri. „Það er gaman að stjórna þessu skemmtilega fólki. Þetta er góður hópur og þau syngja eins og englar,“ segir Guðbjörg sem hlakkar til að fara norður í sinn heimabæ með hópinn um helgina. „Við ætlum að gera allt vitlaust,“ segir hún og skellihlær og gefur takt- inn í næsta lag. Veirurnar samanstanda af Skagfirðingum og Sunnlendingum en uppistaðan á þó ættir að rekja norður í land. Skagfirðingurinn Ólaf- ur Sveinsson hefur verið í Veirunum frá upphafi en bróðir hans, Jóhann Pétur Sveinsson lögfræðingur sem lést fyrir tæpum sautján árum, var driffjöðrin í stofnun og uppgangi kórsins. „Forsaga málsins er sú að fyrir um 25 árum stofnuðum við nokkrir krakkar úr Skagafirði kór og fórum í einni kippu inn í Skagfirsku söngsveitina og á innanhúss- samkomu þeirrar sveitar vorum við svo beðin um að búa til hóp til að troða upp. Við æfðum nokkur lög og sungum á þessari skemmtun. Síðan var spurt úr salnum hvað kórinn héti og við sögðum eins og satt var að við hétum ekkert. Jói bróðir lagði þá til að við hétum Veirurnar því það hefði aldrei náðst fullmönnuð æfing vegna veikinda. Reyndar halda sumir sem heyra nafnið að þetta sé kvennakór, en það er ekkert verra.“ Syngja líka áttraddað Ólafur segir Jóa bróður sinn hafa verið prímus mótor í að gera hópinn að einhverju sem var meira en þetta eina skipti. „Fyrst æfðum við aðeins ef eitthvað stóð til hjá ein- hverjum sem tengdist söngsveitinni Sönggleðin ræður ríkjum Sönghópur Skagfirðinga og nokkurra Sunnlendinga kallar sig Veirurnar og hefur sungið saman í 25 ár. Flestar syngja Veirurnar í öðrum kórum og í hópnum eru mikil fjölskyldutengsl. Þar eru fimm systkinabörn, frændur, frænkur, systur, bræð- ur, hjón og vinir. Þau hafa öll ánægju af því að syngja saman raddað og ætla að gleðja norðanfólk með söng sínum á laugardaginn í Hofi á Akureyri. Fimur Jón Þorsteinn. Þjóðhagsleg áhrif orkunýtingar Dagskrá: Mat á flæði beinnar erlendrar fjárfestingar í orkufrekan iðnað á Íslandi Dr. Helga Kristjánsdóttir, hagfræðingur Orkutengd verkefni til atvinnuuppbyggingar Þórður Hilmarsson, forstöðumaður hjá Íslandsstofu Þjóðhagslegur ávinningur orkutengds iðnaðar Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samáls Fundarstjóri: Gunnar Guðni Tómasson, deildarforseti Tækni- og verkfræðideildar HR Fundurinn er opinn og aðgangur ókeypis. Skráning á www.si.is Samtök iðnaðarins, Háskólinn í Reykjavík og Samál standa fyrir fundaröð um orkumál í Háskólanum í Reykjavík, Herkúles 5, 2. hæð Föstudaginn 13. maí kl. 8.30 - 10.00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.