Morgunblaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 hún fluttist í staðinn þangað er ekki þarf að hafa neitt með sér. Nú er Þóra farin héðan á miklu betri stað, en hún lifir samt ennþá hér í þeim persónum er hún mót- aði með viðmóti sínu, hugsunum og góðum gjörðum. Andrés Magnússon. Það var ævinlega tilhlökkunar- efni að fara í saumaklúbb til Þóru og Áslaugar, eða þiggja hjá þeim matarboð af ýmsu tilefni. Í fyrsta lagi var gott að dusta af sér Reykjavíkurrykið og aka út úr borginni, stutta ferð, með stefn- una á Garðabæ. Áfangastaðurinn, Markarflöt, er nánast í túnjaðri Vífilsstaðaspítala. Í annan stað var skemmtilegt að hitta systurnar, sem tóku okk- ur tveim höndum og buðu upp á sérrístaup. Sumar eftir sumar blómstraði rauð, hávaxin rós utan- dyra, við stofugluggann, sannkall- að augnayndi. Þóra hafði, að ég held, gróðursett þá rós. Arineldur ornaði okkur á köldum vetrardög- um. Heimilið var smekklegt og notalegt, húsmunir ýmsir og hús- búnaður frá heimili foreldra þeirra við Laufásveg, sjálfu bisk- upsheimilinu. Sófapúðarnir, með handbragði frú Steinunnar, voru mikil stofuprýði. Ég er ekki viss um að systurnar hafi verið mikið fyrir útsaum á yngri árum, þótt mig kunni nú að misminna, en Þóra fór á smíðanámskeið og smíðaði rúm handa Áslaugu. Mat- argerð og bakstur voru hins vegar óumdeilanlega eitt aðaláhugamál þeirra og sultugerð hvers konar. Síðsumars fóru þær um fjöll og firnindi til berjatínslu. En Vífils- staðahraunið var líka innan seil- ingar, handan lækjarins, og þar mátti finna hrútaber. Ekki var amalegt að fá að bragða á herleg- heitunum í fyrsta saumaklúbb haustsins. Í stuttu máli var allt, sem úr þeirra eldhúsi kom, bæði fallegt og freistandi. Heimsóknirnar til systranna eru orðnar æði margar og hófust fyrir áratugum á Laufásveg. Þar stóð frú Steinunn fyrir konungleg- um veitingum og lýsti upp stofuna með sínu bjarta brosi og alúðlegu framkomu. Séra Ásmundur lét okkur góðfúslega eftir kontórinn sinn og tóku nú hannyrðir við af fræðimennsku eina kvöldstund. En tíminn líður og eins og hendi sé veifað er allt orðið breytt. Fráfall Þóru kemur á tímamótum, þegar systurnar hugðu til vista- skipta, og höfðu fest kaup á íbúð í Reykjavík. Mér hefur stundum fundist ósýnilegur þráður tengja okkur Þóru. Við erum fæddar í sama húsi, Norska húsinu í Stykk- ishólmi. Og kannski voru okkar fyrstu skref stigin í garðinum sunnan við húsið. Mér finnst gam- an að leika mér að þeirri hug- mynd. Í sviptivindum tilverunnar gengur á ýmsu. Kynslóðir koma og kynslóðir fara. En enginn kem- ur í annars stað. Þóra var einstak- lega fáguð kona, gáfuð og við- ræðugóð, vönduð fram í fingurgóma. Það er sjónarsviptir að henni og dapurlegt að missa hana úr okkar fámenna hópi. Hún var kona, sem lét hvorki aldur né sjónleysi beygja sig, heldur naut lífsins til hinstu stundar. Við vinkonur kveðjum þessa merkiskonu með þakklæti og virð- ingu. Aðstandendum, ekki síst Ás- laugu, sem átt hefur við veikindi að stríða, vottum við samúð. Hildigunnur Hjálmarsdóttir. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Elsku Þóra okkar, takk fyrir allt. Hugur okkar er hjá Ásu sem hefur misst svo mikið. Katrín, Gunnar og fjölskylda. Þegar ég kynntist Ásmundi eða Ása eins og hann var oftast kallaður sá ég strax að þar fór traustur og vandaður maður, með ríka réttlætiskennd, hann bar mikla umhyggju fyrir fjölskyldu sinni, ættingjum og vinum. Þetta er í kringum 1975 en þá bjuggu þau Helga ásamt börnum sínum á Vesturgötu 147 á Akranesi í myndarlegu húsi sem þau höfðu byggt af samheldni og dugnaði. Ásmundur starfaði þá og til loka starfsævinnar hjá Sementsverk- smiðjunni á Akranesi og sá þar um varahluta- og verkfæralager- inn sem bar honum gott vitni, allt í röð og reglu, hreint og strokið út úr dyrum. Ási hafði frábært skop- skyn og hefur sjálfsagt verið svo- lítill grallari á yngri árum og ✝ ÁsmundurJónsson fædd- ist á Fáskrúðsfirði 11. júní 1929. Hann lést á sjúkrahúsi HVE á Akranesi 5. maí 2011. Ásmund- ur var sonur hjónanna Jóns Ás- grímssonar og Svanhvítar Guð- mundsdóttur. Útför Ásmundar fer fram frá Akraneskirkju í dag, 12. maí 2011, og hefst at- höfnin kl. 14. kannski etthvað fram eftir aldri. Þrátt fyrir erfið veikindi undanfarið vottaði enn fyrir skopskyni hjá hon- um þegar ég spurði hann nýlega hvort hann væri búinn að fá hádegismat og hann svaraði um hæl með smáglotti; „já, eina karamellu“. Æska Ásmundar austur á Fá- skrúðsfirði hefur eflaust verið erfið, en þegar hann var sjö ára fórst vélbáturinn Kári sem faðir hans Jón Ásgrímsson var skip- stjóri á með allri áhöfn, fjórum mönnum. Þetta gerðist fyrir ná- kvæmlega 75 árum eða 12. maí 1936 í suðaustan aftakaveðri. Mér er mjög minnisstætt þegar hann sagði mér frá því að hann hefði farið daglega svo vikum skipti niður á bryggju að líta eftir bát pabba síns sem aldrei kom. En Ási átti sem betur fer sterka og umhyggjusama móður, Svan- hvíti, sem hélt vel utan um sína fjölskyldu við kröpp kjör eftir missi fyrirvinnunnar. Svanhvít móðir hans var honum mjög kær og notaði hann hvert tækifæri sem gafst til að fara austur, en eins og gefur að skilja var það oft þrautin þyngri að ferðast þvert yfir landið við þær samgöngur sem þá voru en það gat tekið þrjá daga að keyra austur á land. Ási starfaði reyndar við akstur á ár- um áður, bæði á flutningabílum og rútum, og var því ýmsu vanur á íslenskum þjóðvegum. Hann fylgdist vel með tækninýjungum á flestum sviðum er varðaði bíla og samgöngur og síðar þegar tölvuöldin hélt innreið sína var hann strax með á nótunum en það þótti ekki sjálfsagt hjá hans kyn- slóð. Ásmundur var einn af þeim sem hægt var að treysta sama hvað á reyndi, hann var maður orða sinna og skilaði öllu sem hann tók að sér með miklum sóma og hann gerði jafnframt þá kröfu til síns fólks og annarra sem hann leitaði til. Þótt Ási væri dagsdaglega hæglátur og yfir- vegaður gat hann ef þannig bar við verið hrókur alls fagnaðar og hafði bæði gaman af að segja og heyra sögur af skemmtilegum at- vikum og fólki frá fyrri tíð. Allt frá fyrsta degi að ég kom inn í fjölskyldu Ása og Helgu, fyrst sem væntanlegur og síðar tengdasonur, hefur mér ávallt verið vel tekið. Samskipti okkar hafa einkennst af virðingu og væntumþykju og hafa þau hjón reynst mér og fjölskyldu minni einstaklega kærleiksrík. Kæri tengdapabbi, ég vil þakka þér fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum saman, allt sem ég lærði af þér, alla hjálpina sem þú veittir mér og minni fjöl- skyldu og að hafa fengið að verða þér samferða á lífsins braut. Þór Magnússon. Meira: mbl.is/minningar Ásmundur Jónsson ✝ Jón Guð-mundur Guð- mundsson fæddist 5. janúar 1944. Hann lést á heimili sínu 20. apríl 2011. Foreldrar hans voru Guðmundur Maríasson, mat- sveinn frá Hnífsdal, f. 11.5. 1912, d. 22.12. 1979, og Sig- ríður Kristmunda Jónsdóttir húsmóðir, fædd í Súðavík 29.12. 1917, d. 25.3. 1956. Systkini Jóns eru: Júlíus Bjarni Guðmundsson, f. 27.2. 1938, d. 23.3. 2000, Ásdís Guð- mundsdóttir, f. 6.5. 1941, d. 20.2. 1992, Jens Guðmundsson, f. 26.6. 1945, Birgir Guðmunds- son, f. 29.6. 1951, maki Jensína Óskarsdóttir, og Örn Guð- mundsson, f. 27.7. 1952, maki Hafdís Valdimarsdóttir. Árið 1966 kvæntist Jón fyrri konu sinni, Önnu Einarsdóttur, f. 26.4. 1947. Börn þeirra eru tvö: 1) Helga Jónsdóttir við- skiptafræðingur, f. 18.12. 1967, gift Birgi Thoroddsen verkfræðingi, f. 10.8. 1967. Þau eiga tvö börn, Björk, f. 27.2. 1996, og Arn- ar, f. 2.5. 2000. 2) Einar Sigurður Jónsson, f. 22.11. 1973. Anna og Jón slitu samvistir. Árið 2001 kvæntist Jón seinni konu sinni, Guðrúnu Að- alsteinsdóttur, f. 31.7. 1955, en þau slitu samvistir nokkrum ár- um síðar. Jón ólst að mestu upp í Reykjavík. Hann fór snemma að stunda sjóinn og rak fiskversl- anir í Reykjavík, lengst af við Rofabæ í Árbæjarhverfi. Jón starfaði einnig um árabil í Lita- veri við Grensásveg við teppa- lagningar ásamt bræðrum sín- um. Útför Jóns fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag, 12. maí 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku pabbi minn. Þá er þján- ingum þínum lokið og þú kominn til Guðs þíns og ég er viss um að hann er búinn að lækna þig af öll- um þínum þjáningum og að loks- ins hefur þú fengið að komast í faðm móður þinnar sem þú sakn- aðir alla tíð. Þegar ég lít til baka þá er mér efst í huga þakklæti. Þakklæti fyr- ir að hafa átt í góðu sambandi við þig síðustu ár og að börnin mín fengu að kynnast þér sem góðum og ljúfum afa. Ég á mikið af góð- um og skemmtilegum minningum frá því ég var lítil þar sem við fjöl- skyldan fórum mikið í ferðalög en þar var markmiðið yfirleitt að fara að veiða. Við þvældumst um land- ið og þú kenndir mér á veiðigræj- urnar og hvernig ég átti að fiska. Oft skottaðist ég með þér austur að Ölfusi og þar var yfirleitt mok- veiði. Þín ástríða í lífinu voru veið- ar, hvort sem um var að ræða sil- ung, lax eða fugl. Þú fjárfestir í trillu og það var oft farið út á Faxaflóa til að skaka. Ég byrjaði snemma að hjálpa til við af- greiðslu í fiskbúðinni og man hvað ég var ánægð að þú treystir mér fyrir að lesa á vigtina þótt sumar konurnar í hverfinu væru nú ekki svo vissar um að krakkinn læsi rétt. Þarna tók ég mín fyrstu skref á vinnumarkaðnum og lærði heil- mikið af því. Þú kíktir alltaf reglulega í kaffi til okkar og alltaf komstu færandi hendi, með sælgæti eða smá pen- ing handa krökkunum og blóm- vendi handa mér á tilefnisdögum. Það var alltaf gaman að fá þig í mat því þú naust þess vel að borða góðan mat og fá að spila nokkrar nótur á píanóið. Þú elskaðir að spila á píanó og harmonikkuna og spilaðir eftir eyranu og þér fannst nú ekki leiðinlegt að fá smá at- hygli og hrós fyrir. Þegar við fjölskyldan tókum þá ákvörðun á síðasta ári að flytjast búferlum til Noregs var erfitt að hugsa til þess að þú gætir fallið frá sökum veikinda þinna. Þegar ég kvaddi þig um jólin héldum við lengi hvort utan um annað og ég fékk þá tilfinningu að ég myndi ekki fá að knúsa þig aftur pabbi minn og sú varð raunin. Ég kveð þig nú með nokkrum vísum úr Heilræðavísum eftir Hallgrím Pétursson, sem þér þótti svo vænt um og þú kenndir mér á æskuár- um mínum. Ungum er það allra bezt að óttast guð, sinn herra. Þeim mun vizkan veitast mest og virðing aldrei þverra. Hafðu hvorki háð né spott hugsa um ræðu mína, elska guð og gerðu gott, geym vel æru þína. Lítillátur, ljúfur og kátur, leik þér ei úr máta. Varast spjátur, hæðni, hlátur; heimskir menn sig státa Víst ávallt þeim vana halt: Vinna, lesa, iðja, umfram allt þó ætíð skalt elska guð og biðja. Hvíl í friði elsku pabbi minn Þín Helga. Elsku afi. Við viljum þakka þér fyrir að hafa verið okkur frábær afi. Okkur þótti svo vænt um þegar við hittum þig eða þegar þú komst í heimsókn til okkar, þá gafstu okkur alltaf nammi eða pening, og gafst okkur alltaf flottar jóla- og afmælisgjafir, því þér fannst svo vænt um okkur og okkur þykir svo vænt um hvað þú gerðir okkur allt- af ánægð. Við munum hvað þér þótti vænt um þegar við spiluðum á hljóðfæri, aðallega píanó, og við tókum alltaf eftir því hvað þú brostir mikið þegar þú heyrðir okkur spila og þú komst á alla tón- leikana okkar þegar við æfðum í tónlistarskólanum. Þér fannst allt- af svo gaman að sjá okkur og okk- ur leið svo vel í kringum hvert ann- að. Við viljum þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og við munum alltaf muna þær stund- ir sem við höfum átt saman. Við elskum þig mjög mikið og munum alltaf gera. Við munum hugsa oft til þín og sakna þín mjög mikið. Hvíl í friði elsku afi. Þín barnabörn, Björk og Arnar. Jón G. Guðmundsson ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, ÚLFAR VÍGLUNDSSON, Lindarholti 10, Ólafsvík, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 14. maí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Snæfellsness. Guðrún Karlsdóttir, Kristjana Hermannsdóttir, Jóhannes Ólafsson, Brynja Björk Úlfarsdóttir, Jóhannes Hjálmarsson, Hermann Úlfarsson, Kristrún Klara Andrésdóttir, Þórey Úlfarsdóttir og barnabörn. ✝ Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður míns, tengdaföður, afa og langafa, JÓNASAR VALDIMARSSONAR, Kleppsvegi 62, áður til heimilis á Rauðalæk 23, Reykjavík. Valdemar Steinar Jónasson, Unnur Kristinsdóttir, Hrafnkell Tjörvi Stefánsson, Davíð Nóel Jógvansson, Arndís Reynisdóttir, Hrólfur Þór Valdemarsson, Valdís Karen Smáradóttir, Hilda Valdemarsdóttir, Birgir Már Björnsson, Steinar Smári Hrólfsson, Þóra Dís Hrólfsdóttir. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, KARLS JÓNSSONAR fv. lögregluvarðstjóra, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum. Guðfinna Eyvindsdóttir, Ólöf Ágústa Karlsdóttir, Sigurjón Jóhannsson, Svanbjörg Clausen, Sólveig Jónína Karlsdóttir, Magnús Guðmundsson, Lilja Þorsteinsdóttir, Gylfi Sigurjónsson, Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Gunnar Björnsson, Elísa Þorsteinsdóttir, Geir Reynisson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir sendum við öllum sem sýndu okkur samúð, virðingu og stuðning við útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SJAFNAR GESTSDÓTTUR, áður til heimilis að Sólvallagötu 31. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Markar fyrir frábæra umönnun, umhyggju, fagmennsku og persónuleg kynni. Gestur Þorsteinsson, Gunnvör Braga Björnsdóttir, Svava Þorsteinsdóttir, Sigurgeir Guðmundsson, Ragnar Þorsteinsson, Hólmfríður Kristjánsdóttir, Ársæll Þorsteinsson, Katla Steinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, sonur og afi, HAUKUR NIKULÁSSON, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánu- daginn 9. maí. Jarðarförin fer fram frá Áskirkju miðviku- daginn 18. maí kl. 15.00. Aðstandendur vilja færa sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 13-E á Landspítalanum. Nanna Guðrún Waage Marinósdóttir, Nikulás Sveinsson, Kjartan Reynir Hauksson, Ingibjörg Daðadóttir, Páll Arnar Hauksson, Lára Björg Þórisdóttir, Hákon Freyr Waage Friðriksson, Einar Nikulásson, Herdís Jóhannsdóttir, Sveinn Nikulásson, Haraldur Daði Þorvaldsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.