Morgunblaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 Nýhafið er tíma- bundið átaksverkefni á vegum velferð- arráðuneytis í sam- vinnu við tann- læknadeild HÍ. Verkefnið lýtur að tannlækningum barna og unglinga efna- minni fjölskyldna. Þessi börn og ung- lingar fá tannlækn- ingar sér að kostnaðarlausu þann tíma sem átakið stendur. Þetta átak mun bæta tannheilsu örfárra einstaklinga, en er fyrst og fremst staðfesting stjórnvalda á þeim mikla vanda, sem hlaðist hefur upp síðastliðinn áratug. Vanda, sem er tilkominn vegna áhuga- og úrræðaleysis yfirvalda í tann- heilsumálum. Nú er svo komið, að stór hópur barna fer ekki til tann- læknis og sá hópur fer stækkandi sem á við alvarleg tannheilsu- vandamál að stríða. Það staðfesta vand- aðar rannsóknir á tannheilsu barna og unglinga (MUNNÍS) og tilfinningin er sú, að yfirvöld vilji helst ekki endurtaka slíkar rannsóknir, af hræðslu við verri nið- urstöður en þær slæmu sem nú þegar liggja fyrir. Hvað hefur eig- inlega gerst? Fyrir rúmum áratug slitu heilbrigðisyf- irvöld og tannlæknar samningum. Gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands – þá Tryggingastofnunar ríkisins – hafði þá hækkað um 12% á sama tímabili og rekstrarkostnaður tannlæknastofu hafði hækkað um rúm 40%. Þá höfðu tannlæknar um það að velja að sigla rekstri tann- læknastofa sinna í strand eða segja upp samningum. Afleiðing þess er sú að endurgreiðslu- gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands hefur lítið hækkað í rúman áratug á meðan gjaldskrár tannlækna hafa hækkað í takt við almennt verðlag. Því fá forráðamenn barna og unglinga minna og minna end- urgreitt af útlögðum kostnaði við tannlækningar, þrátt fyrir að gjaldskrár tannlækna hafi hækkað minnst af öllum gjaldskrám heil- brigðisstétta. Hvað er til ráða? Tvennt stend- ur upp úr á vandamálalistanum. Í fyrsta lagi þarf að ná til þeirra barna sem ekki skila sér til tann- læknis. Tannlæknafélag Íslands hefur bent á leiðir til úrbóta í ít- arlegri skýrslu, sem heilbrigðisyf- irvöld hafa haft undir höndum frá hausti 2010. Hið síðara er að auka endurgreiðslu tannlæknakostnaðar til forráðamanna barna og ung- linga. Heimild til endurgreiðslu tannlæknareikninga hefur síðast- liðin ár verið afgreidd á fjárlögum frá Alþingi, en ekki nýtt nema að hluta þannig að rúmlega 300 millj- ónir hafa verið í árlegan afgang síðastliðin þrjú ár. Þessi upphæð, væri hún að fullu nýtt, gæti líklega dugað til að veita öllum börnum og unglingum nauðsynlegar forvarnir – skoðun, myndir og flúorlökkun – eins oft og hvert barn þyrfti á að halda. Þessi upphæð myndi hugs- anlega einnig duga til að hækka endurgreiðslugjaldskrá SÍ fyrir börn og unglinga um a.m.k. 50%. Það hlýtur að teljast verkefni Sjúkratrygginga Íslands að deila þessum peningum til endur- greiðslu samkvæmt vilja þing- manna. Ekki getur verið vilji til þess ár eftir ár að fleiri hundruð milljónir séu í afgang, á meðan ekki er endurgreitt nema brot af tannlæknakostnaði barna og ung- linga. Enga samninga við tann- lækna þarf til að hækka þessar endurgreiðslur. Það má gera með undirskrift velferðarráðherra og einni skipun í tölvukerfi SÍ. Ein- faldlega með því að hækka endur- greiðslugjaldskrá SÍ og endur- greiðsluhlutfall tryggðra einstaklinga – í þessu tilfelli barna og unglinga undir 18 ára aldri. Velferðarráðherra hefur með átaksverkefninu opnað augun fyrir þeim uppsafnaða vanda sem fyrir hendi er. Ef honum er alvara með átaksverkefninu er hans næsta verkefni að ráðast að rótum vand- ans með undirskrift skipunar um hækkun endurgreiðsluhlutfalls í tölvukerfi SÍ og reyna þannig að koma í veg fyrir enn meira tjón en orðið er. Annars er hér um tóma sýndarmennsku að ræða, en það er svosem engin nýlunda í pólitík. Eftir Kristínu Heimisdóttur »Ekki getur verið vilji alþingismanna ár eftir ár að fleiri hundruð milljónir séu í afgang, á meðan ekki er endur- greitt nema brot af tannlæknakostnaði. Kristín Heimisdóttir Höfundur er tannlæknir og situr í stjórn Tannlæknafélags Íslands. Átaksverkefni velferðarráðuneytis – plástur á holskurð Naoto Kan, for- sætisráðherra Japans, segir skv. fréttum RÚV 10. maí að sér- stök áhersla verði lögð á endurnýjanlega orkugjafa í stefnu rík- isins í orkumálum. Japanir vinna nú að endurskoðun á orku- stefnu sinni eftir versta kjarnorkuslys sem orðið hefur í 25 ár í veröldinni. Til stóð að reisa 14 ný kjarnorkuver fram til ársins 2030 en þau áform eru nú til end- urskoðunar. Ástæða er til að rifja upp að haustið 2008, nokkr- um vikum eftir „hrun“, komu jap- anskir fjárfestar til Íslands. Þeir höfðu áhuga á að reisa hér jarðgufuvirkjun. Bak- hjarl þeirra var einn helsti framleiðandi veraldarinnar á gufuhverflum. Þeir höfðu þá sögu að segja að þeir hefðu ekki fengið að reisa slíkt orkuver í sínu heimalandi í fjörutíu ár vegna umhverfissjónarmiða, en þó eru japönsku eyjarnar svo að segja ein samfelld röð eldvirkra svæða. Þeir litu til Íslands sem eins áhugaverðasta samstarfsaðila sem völ væri á, með mikla ónotaða orku í iðrum jarðar og mikla þekk- ingu á jarðfræði og verktækni til að sækja orkuna. Sjálfsagt hafa þeir líka getið sér til um að erlend fjárfesting þætti áhugaverð á erf- iðum tímum. Íslenskt stjórnkerfi var lamað til annarra verka en brýnustu björg- unaraðgerða á þessum tíma og við- brögð urðu engin. Bréfum hinna japönsku fjárfesta var ekki einu sinni svarað. Kurteisasta þjóð ver- aldar á inni hjá þeirri ruddalegustu síðan. Áhyggjur af orkumálum Nú er lag að sýna Japönum vin- skap og kurteisi. Við gerum okkur enga grein fyrir í hve alvarlegum sárum þessi mikilvæga viðskipta- þjóð okkar er. Sá ótti sem hefur gripið um sig og áhyggjur af fram- tíð sem háð er kjarn- orku getur þýtt alvar- legan afturkipp í efnahagslífi þeirra og haft sín áhrif á út- flutning okkar til þeirra. Tillaga mín er sú að forsætisráðherra Íslands bjóði starfs- bróður sínum í Japan sem allra fyrst að senda hingað sendi- nefnd viðeigandi emb- ættismanna og full- trúa þeirra fyrirtækja sem þeir kjósa. Þeim verði veitt viðtaka af íslenskum starfs- bræðrum og sýnd orkuver og veittar upplýsingar um jarð- fræði og verktækni okkar á þessum svið- um. Við vitum að þeir hafa áhugann, vélbún- aðinn og fjárfesting- arfé. Mikilvægast er að leita ekki eftir sam- starfi við þá nema af heilum hug. Við verð- um að vera reiðubúin að leggja fram til samstarfsins það sem við höfum upp á að bjóða. Meðal þess eru framkvæmdir, verkefni sem við þurfum hvort sem er mjög á að halda. Hvalveiðar Á sama tíma berast upplýsingar um að hvalveiðum okkar hafi verið slegið á frest vegna þessa sama óvissuástands í Japan. Af þessu til- efni er ástæða til að hugleiða hvort við eigum ekki að veiða eins og 300 lang- og sandreyðar í sumar á kostnað ríkissjóðs og senda full- unnið kjötið til Japans, vegna þess neyðarástands sem skapast hefur. Hvalveiðar sem aðstoð við þjóð í neyð eru löglegar og hafnar yfir gagnrýni. Við þurfum eftir megni að viðhalda því jafnvægi stofna líf- ríkisins sem langvarandi veiðar hafa lengi skapað. Til þess þarf að varðveita dýrmæta þekkingu, sem ósanngjarnt er að sé eingöngu kostað af einkaaðilum. Þetta fram- tak mundi vekja heimsathygli með jákvæðum hætti á hvalveiðum og hefðum þessara þjóða á því sviði. Eftir Ragnar Önundarson »Nú er lag að sýna Jap- önum vinskap og kurteisi. Við gerum okk- ur enga grein fyrir í hve alvar- legum sárum þessi mikilvæga viðskiptaþjóð okkar er. Ragnar Önundarson Höfundur er viðskiptafræðingur og fv. bankamaður. Ísland bjóði Japan samstarf og aðstoð Litafegurð Þótt fyrstu tónleikarnir í Hörpu hafi þegar farið fram er framkvæmdunum hvergi nærri lokið. Nú er unnið hörðum höndum að því að gera húsið klárt fyrir opnunarhátíðina sem fram fer á morgun. Ómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.