Morgunblaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 Tæplega 8.000 tillögur bárust í nafnakeppni Mjólkursamsölunnar meðal 12 ára barna og yngri um nafn á Mjólkurkúna sem prýðir litlu mjólkurfernurnar. Buna, Drophildur, Klaufey, Mía muu og Ísabella voru meðal nafna í keppninni. Að lokum hlaut kýrin nafnið Skvetta sem ungur drengur, Kristófer Logi Ellertsson úr Hafn- arfirði, valdi. Þar með hlaut hann fyrstu verðlaun en 22 önnur börn völdu þetta nafn og var dregið úr hópnum. Kristófer Logi hlaut í verðlaun iPod nano og árskort í Húsdýragarðinn. Öll börn sem völdu fyrrnefnd nöfn sem voru í undanúrslitum fengu í viðurkenn- ingarskyni bol með mynd af kúnni. Mjólkurkýrin Kýrin hlaut nafnið Skvetta. Kýrin heitir Skvetta Ný dögun, samtök um sorg og sorg- arviðbrögð munu bjóða upp á svo- kallað opið hús mánaðarlega í sum- ar. Fyrsta opna húsið verður haldið í dag, fimmtudag, kl. 19.30 í safn- aðarheimili Háteigskirkju þar sem fólk getur komið saman, spjallað, miðlað sinni reynslu, eða hlustað og fengið sér kaffi. Venjulega er byrj- að með stuttu innleggi en svo er samveran í höndum þeirra sem koma en þó er enginn knúinn til að tjá sig. Samtalið er bundið fullum trúnaði, segir í tilkynningu. Sorg í sumar Í dag, fimmtu- dag, verður boðið upp á fræðslugöngu um Grasa- garðinn í Laugardal þar sem hátíðar- liljur í blóma verða skoð- aðar. Hjörtur Þorbjörnsson, safnvörður og for- stöðumaður Grasagarðsins, sér um leiðsögn. Fræðslugangan hefst við aðalinnganginn kl 17. Þátttaka er ókeypis og öllum opin. Í Grasagarðinum vaxa mörg af- brigði af hátíðarliljum en til þeirra teljast til dæmis páskaliljur og jóns- messuliljur. Fjölbreytileikinn er mikill og getur að líta ýmsar sam- setningar í blómalit. Fræðsluganga um Grasagarðinn STUTT Alþjóðlegur blær hefur verið yfir grunnskólanum í Bolungarvík þessa vikuna, en í heimsókn hafa verið 22 nemendur frá fimm Evr- ópulöndum auk tólf fullorðinna fylgdarmanna. Soffía Vagnsdóttir skólastjóri segir að líf og fjör sé í skólastarfinu þessa daga og mikil innspýting fyrir skólann og raunar allt bæjarfélagið að fá þessa góðu gesti, sem búa á heimilum nem- enda. Um er að ræða þátttöku Bolvík- inga í svonefndu Comenius-Evrópu- verkefni og af hálfu Bolvíkinga tek- ur 9. bekkur þátt. Nemendur skól- ans hafa þegar farið til Tékklands og Spánar og næsta vetur fara hóp- ar til Lúxemborgar og Þýskalands, en Austurríki er einnig meðal þátt- tökuþjóða í verkefninu. „Þetta sýn- ir okkur að lítill skóli getur alveg tekið þátt í svona verkefni með miklu fjölmennari skólum frá margfalt stærri stöðum,“ segir Soffía skólastjóri. aij@mbl.is Fjölþjóðlegt á Bolungarvík Keppni Krakkarnir drógu ekki af sér þegar efnt var til sérstakra Comenius-Ólympíuleika á Bolungarvík. Fiskanöfn Kristín Dóra Magnúsdóttir skoðar sig um á fiskmarkaðnum, sem var einn af viðkomustöðunum í hópavinnunni. Þar áttu nemendur að finna út hvaða fisktegundir þar væri að finna og finna nöfn þeirra á öllum tungumálum þátttökulandanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.