Morgunblaðið - 13.08.2011, Qupperneq 1
L A U G A R D A G U R 1 3. Á G Ú S T 2 0 1 1
Stofnað 1913 188. tölublað 99. árgangur
REYKVÍKINGAR 1910
BÓK UM SÖGU OG LÍF ALLRA REYKVÍKINGA Á ÁRINU 1910,
ALLT FRÁ RÁÐHERRA TIL VATNSBERA. UMFANGSMIKIÐ
VERK UM FÓLKIÐ SEM BREYTTI REYKJAVÍK ÚR BÆ Í BORG
Morgunblaðið/Ernir
Bílslys Bifreiðin endaði á húsvegg og þrír
voru fluttir á slysadeild í kjölfarið.
Þrír voru fluttir á sjúkrahús, þar
af einn alvarlega slasaður, eftir bíl-
slys við mót Geirsgötu og Tryggva-
götu á tíunda tímanum í gærkvöld.
Ökumaður missti stjórn á bílnum
sem hafnaði á vegg gömlu Hafn-
arbúðarinnar. Samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins leikur grun-
ur á að um hraðakstur hafi verið að
ræða en málið er í rannsókn.
Árið 2007 missti ökumaður stjórn
á bifreið sem var á ferð á miklum
hraða í vesturátt eftir Geirsgötu.
Bíllinn hafnaði þá á Hamborg-
arabúllunni.
Einn alvarlega slas-
aður eftir að bíll
hafnaði á húsvegg
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Húsaleiga á höfuðborgarsvæðinu
hefur hækkað jafnt og þétt á árinu
og er nú svo komið að margir hafa
ekki orðið ráð á leigunni.
Herdís Brynjarsdóttir, starfsmað-
ur hjá leigumiðluninni Leigulistan-
um, segir nýja stöðu komna upp á
leigumarkaðnum. Margir hafi ekki
lengur efni á að leigja húsnæði af
þeirri stærð og í þeim borgarhluta
sem þeir óski sér. „Leigan virðist
komin langt yfir afborganir húsnæð-
islána,“ segir Herdís og nefnir sem
dæmi að fjögurra herbergja, 80 fer-
metra íbúð í 101 Reykjavík sé nú
auglýst á 180.000 kr. á mánuði, alls
2,16 milljónir kr. á ári.
Of dýrt fyrir landsbyggðarfólk
Rebekka Sigurðardóttir, upplýs-
ingafulltrúi hjá Félagsstofnun stúd-
enta, tekur undir að húsaleiga sé
orðin mörgum of þungur baggi.
„Við vitum að margir eiga í vand-
ræðum og ljóst er að námsmenn ráða
illa við háa húsaleigu á almennum
markaði á höfuðborgarsvæðinu.“
Guðmundur Magnússon, formað-
ur Öryrkjabandalags Íslands, tekur í
sama streng og kveðst aldrei hafa
séð jafnerfiðan markað.
Friðrik Á. Ólafsson, forstöðumað-
ur meistaradeildar hjá Samtökum
iðnaðarins, segir að byggja þurfi nýj-
ar og smærri íbúðir til að mæta eft-
irspurn. Verði ekki byggt geti það
ýtt undir þenslu á markaði síðar.
Ráða ekki við húsaleiguna
Segir sífellt færri einstaklinga ráða við að leigja Leigan hærri en afborganir
4 herbergja íbúðir nálgast 200.000 kr. á mánuði Gæti reynst undanfari þenslu
MLeigan hækkar og hækkar »23
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Bændur Óvíst er hvort skepnurnar vilja hey sem orðið hefur fyrir gosösku.
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
Bændur á þeim svæðum sem urðu
verst úti vegna eldgossins í Gríms-
vötnum í lok maí hafa allajafna lítið
getað heyjað í sumar vegna ösku
sem enn er í túnunum hjá þeim.
Fyrir vikið hafa þeir þurft að
kaupa hey frá öðrum og margir reiða
sig að mestu á aðkeypt hey.
Sumir hafa ákveðið að slá túnin,
þrátt fyrir öskuna, en mikil óvissa er
um hvort skepnurnar muni vilja
heyið.
Bjargráðasjóður kemur til móts
við bændur sem þurfa að kaupa hey
af þessum ástæðum, en að sögn
Björns Helga Snorrasonar, bónda á
Kálfafelli í Fljótshverfi, liggur ekki
fyrir hvort sjóðurinn bæti allt það
hey sem keypt yrði og einnig hvort
tekið yrði tillit til þess að kostnaður
hefur aukist töluvert frá því fyrir ári
þegar Eyjafjallajökull tók upp á því
að gjósa. »24-25
Þurfa að kaupa megnið af heyinu
Segir ekki ljóst hvort tekið verður
tillit til kostnaðarhækkana á milli ára
Það var líf og fjör hjá Örnu Dís og félögum henn-
ar á sumarhátíð Vesturhlíðar, frístundaheimilis
fyrir börn á aldrinum 6-16 ára í Öskjuhlíð-
arskóla, sem haldin var í blíðskaparveðri í gær-
dag. Krakkarnir sýndu skemmtiatriði, Vinir
Sjonna komu og tóku nokkur lög og jafnframt
voru töfrabrögð sýnd. Ein vika er eftir af frí-
stundastarfi í Vesturhlíð. Um 60 börn hafa tekið
þátt í starfinu þar í sumar.
Sumarhátíð haldin í veðurblíðunni
Morgunblaðið/Eggert
Gunnar And-
ersen, forstjóri
FME, segir um
gagnrýni á
stjórnarsetu
hans í tveimur
aflandsfélögum
Landsbankans
2001-2002 að
stigs- og eðl-
ismunur sé á ger-
endum og áhorf-
endum í öllum málum. „Það fer svo
eftir eðli hvers máls og hverju sinni
hvort menn teljast gerendur eða
ekki.“
Í athugun, sem gerð var fyrir
stjórn Fjármálaeftirlitsins á atrið-
um er vörðuðu hæfi Gunnars And-
ersen, forstjóra FME, kemur fram
að Gunnar telur sig hafa verið
óvirkan stjórnarmann í félögunum
tveimur. »26
Munur á gerendum
og áhorfendum
Gunnar Þ.
Andersen
„Við pælum lít-
ið í því hvað við
erum að sam-
þykkja með því
að vera á Face-
book og það lifir
í krafti þess
fjölda sem þrífst
þar,“ segir
Bjarki Valtýsson
doktor í boð-
skipta- og menningarfræðum.
Hann segir það oft gleymast að Fa-
cebook er einkafyrirtæki sem lifir á
því að sem flestir séu inni á miðl-
unum og deili sem mestu. „Þeir búa
til umhverfið, við fyllum það af
innihaldi og þeir fá allan pening-
inn.“ »8
Facebook lifir í
krafti fjöldans
Bjarki Valtýsson
Alls hafa 175 fasteignir verið
seldar á lokasölu á nauðungar-
uppboði hjá sýslumanninum í
Reykjavík á árinu. Annríki er hjá
sýslumanni vegna fasteigna en
þar er nú 1.821 uppboðsmál
vegna þeirra til meðferðar. »4
175 slegnar
UPPBOÐ Í REYKJAVÍK Í ÁR