Morgunblaðið - 13.08.2011, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2011
Laugavegi 13, 101 Reykjavík
sími 515 5800, rannis@rannis.is
www.rannis.is
Í samræmi við lög nr. 152/2009 með áorðnum breytingum er fyrirtækjum sem stunda
rannsóknar- og þróunarstarf gefinn kostur á að sækja um skattfrádrátt af tekjuskatti
í tengslum við slík verkefni. Fyrirtæki sem ekki greiða tekjuskatt fá samsvarandi
endurgreiðslu.
Rannís leggur mat á hvort umsóknir uppfylli skilyrði laganna og tilkynnir viðkomandi
fyrirtækjum um niðurstöðuna auk tilkynningar til Ríkisskattstjóra. Sótt er um á slóðinni
http://rannis.is/sjodir/skattivilnun/ „Rafræn skráning umsóknar“.
Á heimasíðu Rannís er handbók með leiðbeiningum og upplýsingum um umsóknar-
ferlið, en þar má einnig finna fyrrgreind lög auk reglugerðar.
Frekari upplýsingar veita starfsmenn Rannís í síma 515 5800.
Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og
framkvæmd stefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda-
og tæknisamfélagsins og hefur umsjón með opinberum samkeppnissjóðum s.s.
Rannsóknasjóði og Tækniþróunarsjóði. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og
nýsköpun og gerir áhrif þeirra á þjóðarhag sýnileg. Rannís er miðstöð upplýsinga og
miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og tæknisamfélagsins.
Umsóknarfrestur til 1. september
Skattfrádráttur
rannsóknar- og þróunarkostnaðar
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Skokkhópur almennings-íþróttadeildar Hauka varstofnaður haustið 2007.Fyrsta veturinn mátti sjá
stofnanda Skokkhópsins oft einan
á æfingum, en nú rétt um fjórum
árum síðar eru ósjaldan um 70
manns á æfingu og allt upp í 100
manns. Þess má geta að í árs-
byrjun 2011 var Skokkhópur
Hauka fjölmennasti skokkhópur
landsins og á vefsíðunni hlaup.com
má sjá að Skokkhópur Hauka átti
fjöldamet flesta mánuði ársins
2010.
Stuðst við ýmis prógrömm
Byrjendahópur frá því í apríl
síðastliðnum hóf æfingar á göngu
og skokki og er nú rúmum fjórum
mánuðum síðar reiðubúinn í 10 km
hlaup í Reykjavíkurmaraþoninu.
„Til að ná góðum árangri á
stuttum tíma er mælt með að fólk
æfi mjög markvisst og áhersla lögð
á að fólk hreyfi sig ekki sjaldnar
en þrisvar í viku. Engir launaðir
þjálfarar starfa með hópnum held-
ur eru tveir fyrirliðar og stjórn
sem stýra æfingum. Við höfum
stuðst við ýmis hlaupaprógrömm,
til að mynda byrjendaprógrömm
úr hlaupahandbókinni hans Gunn-
ars Páls Jóakimssonar. Þar er mið-
að við að fólk byrji á þriggja mín-
útna skokki og fimm mínútna
göngu og mæti þrisvar í viku með
hópnum. Við höfum síðan hnoðað
þetta saman eftir því sem hentar
hópunum,“ segir Sigríður Krist-
jánsdóttir, stofnandi hópsins.
Hver á sínum hraða
Mikil breidd er í hlaupahópn-
um, allt frá manni sem dreif sig
Fjöldamet hjá
skokkhópi Hauka
Skokkhópur almenningsíþróttadeildar Hauka hefur vaxið og dafnað mikið.
En alls hlupu 100 manns með hópnum á æfingu í vikunni. Hópurinn er opinn
öllum þeim sem vilja stunda hlaup eða göngur í góðum félagsskap. Hlaupararnir
stefna nú flestir hverjir á Reykjavíkurmarþonið 20. ágúst næstkomandi.
Fyrirliðarnir Sigríður Kristjánsdóttir og Anton Magnússon.
Dugnaður Þessi byrjuðu að hlaupa í apríl og hlaupa 10 km í maraþoninu.
Elle Decor er eitt virtasta og vandað-
asta tímaritið um innanhússhönnun.
Vefsíða tímaritsins er mjög góð og
gerir efni blaðsins góð skil, fjallar um
það sem koma skal og það sem þegar
hefur birst en passar sig á að birta
ekki allar myndir eða greinar í heild
sinni, þannig að vilji maður vita meira
þá þarf maður að kaupa tímaritið.
Áhugaverðust á síðunni eru innlitin
á heimili frægs fólks, því hver hefur
ekki eilítinn áhuga á að sjá hvernig
stjörnurnar búa? Til dæmis er hægt
að skoða myndir af heimili leikkon-
unnar Courtney Cox í Malibu í Kali-
forníu, af íbúð í Greenwich Village í
New York sem Jennifer Aniston festi
nýverið kaup á, sjá heimili leikstjór-
ans Michael Bay, Donatellu Versace,
Ralph Lauren, Yves Saint Laurent og
sumarhús Söruh Jessicu Parker.
Vefsíðan www.elledecor.com
Smart Innlit á heimili fræga fólksins vekur forvitni margra.
Allt um fallega hönnun
Annað kvöld kl. 20 halda söngva-
skáldin Uni og Jón Tryggvi tónleika á
heimili sínu Merkigili á Eyrarbakka. Í
tilefni af 100 ára afmælisári Odd-
geirs Kristjánssonar alþýðutónskálds
frá Vestmannaeyjum verða valin lög
hans flutt af Jóni Gunnari Biering
Margeirssyni gítarleikara, Ingólfi
Magnússyni bassaleikara og Haf-
steini Þórólfssyni söngvara en Haf-
steinn er langafabarn Oddgeirs.
Á dagskrá tónleikanna verða
helstu perlur hans fluttar ásamt því
lögum sem eru síður þekkt. Í bland
við flutninginn verða sagðar sögur af
verkum hans.
Endilega ...
... farðu á
tónleika á
Eyrarbakka
Söngvaskáld Jón Tryggvi Unnarsson
syngur á Eyrarbakka ásamt Uni.
Í dag verður mikið um að vera í fé-
lagsheimilinu Aratungu en það verð-
ur 50 ára, sem eru söguleg tímamót
í sveitinni. Margir komu að því að
byggja þetta glæsilega hús á sínum
tíma og hefur starfsemi þess verið
fjölþætt í gegnum tíðina Auk þess
að vera ein allsherjar félagsmiðstöð
fyrir sveitungana muna margir
sveitaböllin og fá blik í auga þegar
þeir minnast þeirra gömlu góðu
daga.
Á afmælisárinu verður bryddað
upp á mörgu skemmtilegu og er dag-
skráin í Aratungu í dag fyrsti liður
hátíðahaldanna. Verður gamli góði
ungmennafélagsandinn hafður að
leiðarljósi og keppt bæði í Aratungu-
leikunum í frjálsum íþróttum og Ís-
landsmeistaramótinu í gúrkuáti. Um
kvöldið verður slegið upp stórdans-
leik með Karma og Sumargleðinni en
hún hélt landsfræg böll í Aratungu
þegar hún var upp á sitt besta.
Tímamót
Sumargleðin spilar á 50 ára
afmælishátíð í Aratungu
Vinsæl Sumargleðin stígur á stokk á ný og spilar á balli í Aratungu.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.