Morgunblaðið - 13.08.2011, Page 22
ÚR BÆJARLÍFINU
Gunnar Kristjánsson
Grundarfjörður
„Við bryggjuna bátur vaggar
hljótt“ segir í alkunnu vinsælu
dægurlagi eftir Bubba, og þessar
ljóðlínur koma upp í hugann á lygn-
um ágústmorgni í Grundarfirði þeg-
ar horft er yfir strandveiðiflotann
sem nú hefur lokið sínu sum-
arúthaldi. Hvað sem segja má um þá
ákvörðun að hefja slíkar strandveið-
ar er ljóst að lifnað hefur yfir smá-
bátahöfninni á ný. Reyndar svo
mjög að hafnaryfirvöld sáu sig knúin
til að bæta aðstöðuna og eru fram-
kvæmdir hafnar við stækkun viðleg-
upláss fyrir smábátana. Sú stækkun
lofar góðu fyrir sístækkandi strand-
veiðiflota sem gerir út yfir sum-
armánuðina frá Grundarfirði.
Á hafskipabryggjunni sem
einu sinni hét Stórabryggja hefur
verið óvenjumikið líf undanfarnar
vikur, auk skemmtiferðaskipanna
sem leggjast upp að af og til hafa
togarar af öllum stærðum verið þar
á ferð. Má þar nefna frystiskipin
Málmey og Örvar sem landað hafa
frosnum makríl til geymslu í Frysti-
hótelinu. Einnig hefur hinn þýsk-
flaggaði togari Baldvin landað hér
nokkrum sinnum þorski af Græn-
landsmiðum og fiskinum verið ekið
sem leið liggur til vinnslu í fiskverk-
unarhúsum Samherja á Norður-
landi. Þá hafa skip eins og Þórunn
Sveinsdóttir átt hér viðkomu auk
fleiri skipa. Allt er þetta til hagsbóta
fyrir hafnarsjóð en leiðir einnig til
aukinnar veltu hjá þjónustufyrir-
tækjum og verslunum.
Tvíburaveiðar á makríl eru
stundaðar annað árið í röð hjá fisk-
vinnslu Grun hf. Það eru togarar
fyrirtækisins, Helgi og Runólfur,
sem stunda þessar veiðar en mak-
ríllinn sem þeir koma með að landi
er síðan unninn í fiskvinnslu fyrir-
tækisins þar sem unnið er allan
sólarhringinn á vöktum.
„Ferðamenn út um allt,“ segja
sumir Grundfirðingar en það má til
sans vegar færa að óvenjumikið hef-
ur verið um ferðamenn í Grund-
arfirði á þessu sumri. Á tjaldsvæð-
inu var rólegt framan af en þegar
kom fram í júlí hófst vertíðin þar og
ekkert lát þar á. Þá hefur Farfugla-
heimili Grundarfjarðar aukið veru-
lega gistirými sitt auk þess sem að-
sókn hjá Gamla Pósthúsinu, sem
innréttað var sem gistiheimili á síð-
asta ári, hefur verið sívaxandi. Þá
daga sem skemmtiferðaskip eiga
hér viðkomu er oft fjölmennt á göt-
unum og tungumál af ýmsum toga
heyrast töluð.
Lífið er fiskur og
ferðamenn!
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson
Logn Strandveiðiflotinn á Grundarfirði speglar sig eftir sumarið.
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2011
„Í ár voru tæp 60% eða 49 fálkaóðul af 83 í Þingeyj-
arsýslu í ábúð. Fálkastofninn hefur nokkuð látið á sjá í
ár. Rjúpnahámark var í fyrra en það líða 10 til 11 ár á
milli rjúpnahámarka,“ segir Ólafur Karl Nielsen, vist-
fræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, en um 80
fálkaóðul eru heimsótt á ári hverju og fálkavarp skoðað
en það gefur vísbendingu um stærð stofnsins á svæðinu.
„Við höfum verið að telja síðan 1981 þannig að við
höfum samanburð aftur í tímann,“ segir Ólafur. Segir
Ólafur fálkastofninn sveiflast og að stærð hans ráðist af
stærð rjúpnastofnsins enda sé rjúpan aðalfæða fálkans
allt árið um kring. Fálkinn taki þó aðra fæðu gerist
þess þörf og geti étið hvaða lifandi dýr sem er, en hann
er mjög sérhæfð rjúpnaæta. Hann étur til dæmis lund-
ann þegar líður á sumarið og rjúpurnar eru komnar í
feluliti sína.
Ólafur segir fálkavarp vera viðkvæmt fyrir tíðarfari
og það hafi endurspeglast á þessu ári. Maímánuður hafi
verið erfiður í ár með miklum snjó og miklar rigningar
hafi verið í júní. Það hafi valdið lélegum varpárangri en
þó ekki með afbrigðum lélegum miðað við fyrri ár.
„Síðasta fálkahámark var í fyrra og næsta hámark
verður líklega 2021 til 2022. Á næstu árum mun rjúpum
fækka þannig að aukning þeirra mun ekki byrja fyrr en
á árunum 2015 til 2018.“
Ólafur segir að náttúrulegar sveiflur stjórni sveiflum
í rjúpnastofninum en það hafi vafist fyrir mönnum hvað
nákvæmlega veldur. Talið er að það geti verið samspil
fálkans og rjúpunnar eða áhrif geislunar sólarinnar á
norðurhveli en breytingar í geislun sólar sveiflist líka á
11 ára tímabilum. Þetta séu náttúrulegar sveiflur sem
hafi verið við lýði öldum saman og séu þekktar hjá öðr-
um grasbítum á norðurhveli jarðar. „Áhrif rjúpnaveiða
er alveg fyrir utan. Þær hafa áhrif á hvernig við sjáum
sveifluna en þær eru ekki þáttur sem knýr hana.“
Ólafur segir engin tengsl vera á milli fálkans og arn-
arins. Örninn éti það margar dýrategundir að þeir lendi
nánast aldrei í fæðuþurrð enda séu þeir mjög fáir á
landinu. mep@mbl.is
„Fálkastofninn hefur
nokkuð látið á sjá“
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Fálki Glorsoltinn fálki rífur í sig stokkandarstegg.
Fálkavarp var lélegt sök-
um snjós og kulda í vor
Fastanúmer 204-4091 og 201-4091
Um er að ræða húsnæði sem byggt var á árinu 1968 auk
glerskála sem byggður var 2007.
Samtals 1618,6 fm atvinnuhúsnæði á besta stað í Elliðaárdal í
Reykjavík.
Húsið er á 2 hæðum auk kjallara og 200 fm glerskála.
Lóðin er samtals 8.400 fm og er hún sameiginleg með
Fornbílaklúbbnum.
Auðvelt er að skipta húsinu upp í nokkra rekstrareiningar.
Húseignin verður til afhendingar nýjum eiganda 15.
september 2011.
Kvaðir eru á lóðinni um lagnir, strengi og búnað OR.
Kauptilboðsblað og sölulýsingu er hægt að sækja á vefsíðu
Orkuveitunnar
http://www.or.is/UmOR/Eignasala/
Húsnæðið verður til sýnis áhugasömum kaupendum eftir
samkomulagi.
Nánari upplýsingar gefa eftirfarandi starfsmenn Orkuveitu
Reykjavíkur:
Hannes Frímann Sigurðsson í síma 516-6690
Ólafur Þór Leifsson í síma 516-6334
Framlengdur tilboðsfrestur
Kauptilboðum skal skila á móttökuborð í höfuðstöðvum
Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
fyrir kl. 12.00 miðvikudaginn 31. ágúst 2011.
Ef viðunandi tilboð fæst:
TIL SÖLU
Rafstöðvarvegur 9
í Elliðaárdal
ORES-2011-05-01.
frestur:
Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
Þríhnúkar ehf. hafa lagt fram tillögu
að mati á umhverfisáhrifum fram-
kvæmda við Þríhnúkagíg til Skipu-
lagsstofnunar. Til stendur að gera
Þríhnúkagíg aðgengilegan almenn-
ingi.
Framkvæmdin felur í sér að reisa
byggingu í grennd við gíginn og
bora 340 metra löng göng frá henni
inn í hann. Þar er gert ráð fyrir að
verði útsýnissvalir sem um 100
manns geti verið á í einu. Gígurinn
er rúmlega 1.000 ára og um 200
metrar að dýpt.
Þríhnúkar efh. munu síðar leggja
fram aðra matsskýrslu þegar allar
athugasemdir og ábendingar hafa
borist Skipulagsstofnun. Búist er við
að endanlegur úrskurður Skipulags-
stofnunar um framkvæmdina liggi
fyrir í byrjun næsta árs.
Enn er hins vegar óljóst um fjár-
mögnun verkefnisins sem talið er að
muni kosta um einn og hálfan millj-
arð króna, fái það grænt ljós frá
Skipulagsstofnun.
Árni B. Stefánsson, einn eiganda
Þríhnúka efh. og fyrsti maðurinn til
að síga ofan í gíginn árið 1974, segir
að í burðarliðnum sé að auka við
hlutafé félagsins og inn í það komi
Icelandair, Reykjavíkurborg og
Kópavogsbær.
„Þetta snýst um verndun og varð-
veislu þessa náttúruundurs. Það
verður ekki varðveitt með því að
gera ekki neitt. Gígurinn er hérna
rétt við bæjardyrnar hjá okkur og
fólk gengur þarna um og leitast við
að skoða gíginn,“ segir Árni.
Tillaga um mat á gígnum
Morgunblaðið/Eyþór
Gígur Ætlunin er að bæta aðgengið.
Óljóst um fjár-
mögnun verkefnis
við Þríhnúkagíg
Nítján ára gamall mennta-
skólapiltur liggur nú á spítala á
Benidorm á Spáni en hann slasaðist
töluvert á hrygg aðfaranótt mið-
vikudags. Hann er þar í svonefndri
þriðjubekkjarferð með skóla-
félögum sínum í Menntaskólanum á
Ísafirði.
Að sögn móður piltsins var hann
á leið upp á hótel ásamt félögum
sínum þegar hann gekk fram af
háum bakka og var fallhæðin lík-
lega um fimm metrar. Á vef Bæj-
arsins besta kemur fram að enginn
skaði hafi orðið á mænu piltsins.
Hann þarf að dvelja á sjúkrahúsi
í nokkra daga og skýrist eftir helgi
hvenær hann verður fluttur til Ís-
lands. Móðir hans sagði í samtali
við Morgunblaðið að allt hefði
gengið eins vel og kostur væri á og
kvaðst hún í góðu sambandi við
fararstjóra hópsins. runarp@mbl.is
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Sól Hópurinn er í útskriftarferð.
Slasaðist illa við
fall á Benidorm