Morgunblaðið - 13.08.2011, Síða 30

Morgunblaðið - 13.08.2011, Síða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2011 Það hvarflar ým- islegt að huganum þegar litið er á skrá um tekjuhæstu Ís- lendingana og veit maður þó að fleiri munu finnast sem ekki lifa sultarlífi og víða eru faldar tekjur einnig. Það læðist að manni sú hugsun hvers konar sælu- tilfinning hljóti að fylgja svo háum launum, því varla er rakað svo saman fé að ekki sé einhver æðri og göfugri tilgangur að baki – eða hvað. Í þanka kem- ur gömul klisja þegar ég var á þingi og fjölmiðlungar og fólk al- mennt blöskraðist yfir þing- mannslaunum er oft voru þá við- miðunin fyrir ofurlaun. Aldrei komst maður þó með tærnar þar sem þeir höfðu hælana sem þá voru á toppnum, hvað þá eitthvað í líkingu við þessa hæstu nú, þótt ríflega sé framreiknað. En auðvit- að var ekki yfir að kvarta. Ég sé það líka að þingmenn nú eru ekki fyrirferðarmiklir á toppnum, finn- ast þar reyndar alls ekki. Það hefur meira að segja hvarflað að mér að hluti skýringarinnar á lít- illi virðingu á Alþingi og alþing- ismönnum sé hvað þeir eru aumir gagnvart hinum sanna, göfuga of- urlaunalýð, sem enginn kvartar undan. Mér þykir þessi tekjubirt- ing sjálfsögð, en ekki er ég hissa á Heimdellingunum litlu sem þrá það eitt að komast á þennan topp, þótt þeir séu andvígir þessum „hræðilegu persónunjósnum“, enda ætla þeir sér að verða verndarar ofur- launalýðsins, þegar þeir komast á jötuna. En um leið og þessar hugsanir sækja að þá er and- hverfan enn ríkari í huga, það fólk sem lifir á sannkölluðum sultarlaunum, skrimt- ir, en ekkert meira en það. Margir eru skuldugir eftir hrunið og þá á ég ekki við þá mörgu, sem enga samúð eiga, sem ofurskuldsettu sig eins og allt vit væri frá þeim horfið, heldur er ég að tala um það fólk sem tók eðli- leg lán sem hrunið gerði að ókleifum múr. Öryrkjarnir eiga hér sérstaklega erfitt með sína fötlun á ýmsan veg og þ.a.l. minni möguleika á að bjarga sér, þótt fjölmargir gjöri það aðdáanlega. Að þessu fólki á að hlúa sér- staklega svo og þeim atvinnu- lausu. Þar er skylda stjórnvalda mest umfram allar björgunar- aðgerðir fjármálastofnana sem hafa farið offari og veitt ofurlið- inu óafturkallanleg lán sem þetta lið braskar svo með enn í dag. Og enn læðist að huganum ljót- ur þanki um þá sem svíkja sam- félag sitt með svartri vinnu, stinga í eigin vasa því sem vel- ferðarkerfið ætti að fá, en einmitt þeir sömu sem þessi afbrot fremja eru heimtufrekastir á að- stoð þessa sama velferðarkerfis ef eitthvað bjátar á og jafnvel án þess. Þessum mönnum hæfir and- styggðin ein. Og hneykslun minni veldur sú kenning að þetta geri menn vegna skattakerfisins, sem sagt þess vegna í lagi. En gamall þingmaður að austan hefir svo sem nógan tíma til umþenkingar um svo margt og efst í huga hans nú ofar öllu þessu eru Odds- skarðsgöngin, ekki bara þessi gömlu sem svo sannarlega eru barn síns tíma, enda nær 35 ára gömul, heldur enn frekar þessi nýju sem eru knýjandi nauðsyn, reyndar fyrir margt löngu. Ég minnist aðdragandans að þeim sem nú eru og þess að ekki fékkst fjármagn eða jafnvel vilji til að hafa þessi göng enn neðar, svo sem þeir Eysteinn Jónsson og Lúðvík Jósepsson vildu svo gjarn- an. En það er önnur saga. Þegar ég horfi á hina forljótu og fok- dýru Hörpu þá fer ég ætíð að hugsa um forgangsröðun í fram- kvæmdum og einhvern veginn rímar hún ekki í mínum huga við almenna skynsemi, hvað þá hag- kvæmni, að ekki sé talað um líf og limi fólks. Nú skora ég á Ög- mund vin minn að finna mat- arholu til að gera Norðfjarð- argöng, af eintómri illgirni (eða hvað) eftir að hafa lesið tekju- blaðið, þá legg ég til sérstakan aukaskatt á þetta lið sem þarna trónir á toppnum. Þar eru nú matarholur í lagi. Eftir Helgi Seljan » Og enn læðist að huganum ljótur þanki um þá sem svíkja samfélag sitt með svartri vinnu... Helgi Seljan Höfundur er fv. þingmaður. Litast um á líðandi stund Í maí 2010 sigldi svokallaður „frið- arfloti“ með 6 skipum áleiðis til Gazastrand- arinnar undir því yf- irskini að færa Palest- ínuaröbum nauðsynjar. Ísraelar stoppuðu þá tilraun en skipuleggjendur leið- angursins voru m.a. tyrknesku samtökin IHH. IHH hafa verið gagnrýnd fyr- ir að vera islömsk öfgasamtök sem fela sig undir formerkjum mann- úðasamtaka. Hermennirnir sem mættu vopnaðri árás á einum bátanna fengu auka-liðsstyrk í að- gerðina og felldu 9 hryðjuverka- menn. Íslenskir ráðamenn þremur skrefum á undan sér Án þess að vita nokkuð af viti um málið þustu Össur Skarphéðinsson og Ögmundur Jónasson í viðtöl á ís- lensku fjölmiðlunum nokkrum klukkustundum eftir að atburðirnir áttu sér stað og fordæmdu Ísraels- menn harðlega fyrir atlögu þeirra að „friðarsinnunum“. Þeir gengu svo langt að kalla á aukafund í ríkisstjórn í hádeginu daginn eftir til að ræða framferði Ísraela og það mitt í efnahagshruninu á Íslandi þar sem vandamálin heima við voru óteljandi. Nú þegar öll kurl eru komin til grafar þá er ljóst að Ísr- aelar voru í fullum rétti til að stöðva bátalestina. Skipunum var siglt til Ashdod- hafnar í Ísrael, „friðarsinnar“ og áhafnir sendar úr landi. Í skipunum var varningur sem fór á 20 trukkum yfir til Gazastrandarinnar og þar á meðal lyf sem voru útrunnin og því einskis nýt. Tilgangur leiðangursins var að ögra Ísraelum og koma óorði á þá í alþjóðasamfélaginu. Eldflaugum rignir frá landinu sem var afhent fyrir frið Á árunum 2000-2008 skutu hryðjuverkamenn á Gazaströndinni 12.000 eldflaugum yfir á Ísrael. Tæp milljón Ísraelar búa á því svæði þar sem eldflaugunum rignir yfir til dagsins í dag. Ógnina sem stafar af þessum árásum þarf vart að nefna og truflun á daglegu lífi fólks er mikil. 27. desember 2008 ákváðu Ísrael- ar að fara í aðgerðir til að stöðva þessar gegndarlausu árásir eftir að hafa margoft varað Hamas við. Ari Tryggvason gagnrýnir þessa aðgerð í grein í Morgunblaðinu hinn 29. júlí síðastliðinn. Hann segir Ísraela hafa fellt 1.400 íbúa og þar af 400 undir 18 ára aldri. Þessar tölur hef- ur hann frá norska lækninum Mads Gilbert. Gilbert láðist að nefna að Al-Shifa sjúkrahúsið á Gaza, þar sem hann starfaði, var notað í hern- aðarlegum tilgangi af Hamas en forsætisráðherra Hamas og aðrir stjórnendur tóku undir sig heila deild á þessu sjúkrahúsinu í stríð- inu. Tölur um fallna fékk Gilbert frá heilbrigðisráðuneyti Gaza sem er stjórnað af hryðjuverkasamtökum Hamas. Ísraelsmenn tóku saman nöfn fallinna og fengu þær tölur að 1.166 Palestínuarabar hefðu fallið, þar af 709 Hamasliðar, 89 manns undir 16 ára aldri, 49 konur og rest- in var karlmenn sem ekki voru skráðir í nein samtök. Hvað sem því líður er talan auðvitað alltof há en við skulum skoða hvað er á bakvið þessar töl- ur. Margur fellur fyrir hálfsannleikanum Ari Tryggvason talar um að 1.400 „íbúar“ hafi fallið. Við skulum ekki gleyma því að 709 manns af þessum svo kölluðu „íbúum“ voru Hamas-hryðjuverka- menn. Í hryðjuverki virða menn engar reglur. Hryðju- verkamenn planta sér og vopna- búrum sínum á meðal almennings, í íbúðahverfum, á leikvöllum, í skól- um og moskum svo fátt eitt sé nefnt. Hamas-samtökin voru með útsendingar á sjónvarpsstöðinni sinni „Al-Aqsa“ þar sem þeir hvöttu börn og almenna borgara til að fara út og standa á húsþökum bygginga sem þeir vissu að Ísraelsmenn ætl- uðu að sprengja. Þeir sendu börn út á „vígvöll“ til að ná í vopn af líkum Hamasliða. Ísraelsmenn vöruðu almenning við Ísraelsmenn sendu þúsundir bréfsnepla úr lofti á Gazaströndina þar sem þeir vöruðu við árásunum. Þeir hringdu þúsundir símtala til al- mennra borgara, þ. á m. í húseig- endur, og vöruðu þá við áður en þeir sprengdu byggingar sem þeir sáu Hamasliða senda eldflaugar úr. Þannig reyndu þeir m.a. að koma í veg fyrir dauða saklausra borgara. Hamasliðar settu sprengjur í íbúð- arhús og byggingar þar sem þeir áttu von á að Ísraelarnir færu um að ógleymdum jarðsprengjum sem þeir drituðu niður á þéttbýlum svæðum í von um að fella hermenn, sem svo þeirra eigin borgarar urðu fyrir barðinu á. Á meðan á stríðinu stóð gerðu Ísraelar pásu á hverjum degi til þess að m.a. að flytja lyf og aðrar nauðsynjar til Palestínuaraba og taka til sín særða á ísraelska spítala. Hamasmenn skutu 44 eld- flaugum í þessum pásum og réðust að landamærastöðvum þar sem flutningar áttu sér stað. 1400 ára hatursboðskapur tek- ur á sig ógnvænlegar myndir Ísraelar eru ekki öfundsverðir af ofstækisfullum nágrönnum sínum í arabalöndunum hér í kring. Megnið eru þó almennir borgarar sem eru fórnarlömbin mitt í þessum harm- leik. Fleyg eru orð Goldu Meir: „Þegar arabar fara að elska börnin sín eins heitt og þeir hata okkur þá fyrst verður friður“. Ísraelar vita hvernig hryðjuverkamenn nota börn í fremstu víglínu. Hryðju- verkamönnum er ekkert heilagt og mannslífið einskis vert. Hér er fólk orðið þreytt og úttaugað á deilunni sem engan endi sér á. Ég vil benda fólki á gífurlega dreifingu rang- hugmynda um Ísrael. Sannleik- anum er yfirleitt snúið á hvolf. Eftir Ólöfu Einarsdóttur Ólöf Einarsdóttir » Fimm dag vikunnar fara 250-280 trukkar með 6.000 tonn af nauð- synjum daglega frá Ísr- ael til Palestínuaraba á Gazaströndinni Höfundur er búsett í Ísrael, er í félag- inu island-israel.is Móðir svarar rangfærslum Palestínuvina - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.iswww.gtyrfingsson.is - S. 568 1410 / 482 1210 - gt@gtbus.isGrænir og góðir síðan 1969 Nýtt á Íslandi • Langtímaleiga á öllum stærðum af hópferðabílum • Tilvalin kostur fyrir skólaakstur • Nýir og góðir bílar 4x2 eða 4x4 af öllum stærðum • ABS, ASR og ESP • Þriggja punkta öryggisbelti í öllum sætum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.