Morgunblaðið - 13.08.2011, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2011
Á blómatíma gengislána bentu ráð-
gjafar fjármálastofnana lánþegum á
að taka myntkörfulán til að minnka
gengisáhættuna. Seðlabankastjóri
hefur verið iðinn við að byggja upp
gjaldeyrisvarasjóðinn með kaupum á
erlendum gjaldeyri, sem er gott að
öðru leyti en því að allt er í sömu
mynt. Það sem verra er er að hann
safnar helst evrum, sem er ekki beint
traustur gjaldmiðill. Ástandið í mörg-
um evrulöndum er þannig að evran
getur hrunið, eins og hlutabréfin í
skartgripakeðjunni Pandoru. Ég veit
ekki, hvað ráðgjafar seðlabanka-
stjóra segja, en ég myndi telja kín-
versku myntina gulls ígildi í mynt-
körfusjóði, þ.e.a.s. fyrir þann sem á
sjóðinn. Það er nefnilega þannig, að
Bandaríkin og líklega Evrópusam-
bandið líka þrýsta á Kínverja að
hækka gengið til að jafna viðskiptin
við Kínverska al-
þýðulýðveldið.
Nýlega vildi
viðskipta-
sendinefnd frá
Kína koma í heim-
sókn. Forsætis-
ráðherrann hafði
því miður ekki
tíma til og fór í
heimsókn til Mer-
kel að segja henni,
hvað allt gengi vel og væri í góðu lagi
hjá okkur. Kínverjar hafa sýnt okkur
mikla velvild og rökrétt fyrir Seðla-
bankann að reyna að koma á við-
skiptum t.d. með því að bjóða sama
og evrulöndunum er boðið. Ólíkt
skemmtilegra væri að sjá gjaldeyr-
isvarasjóðinn stækka og ekki minnka
vegna gengisbreytinga.
SIGURÐUR ODDSSON
verkfræðingur.
Gjaldeyrisvarasjóður
Frá Sigurði Oddssyni
Sigurður
Oddsson
Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára Kópavogi er með til sölu lögbýlið Veisusel í
Fnjóskadal. Íbúðarhúsnæðið er 122 m2 auk þess um 200 m2 tengt rými sem
hæglega má innrétta sem viðbótarrými með íbúð. Útihús samtals um 600 fm þar
á meðal hlaða og vélaverkstæði. Landstærð er um 250 ha. Fjarlægð frá Akureyri
er 33 km um Víkurskarð en verður aðeins um 17 km með Vaðlaheiðargöngum.
Tilvalið tækifæri fyrir fólk sem vill hafa rúmt um sig en sækja vinnu á Akureyri.
Endalaust pláss fyrir áhugamálin. Frábært útsýni yfir Fnjóská og Fnjóskadal.
Mikil veðursæld og hlíðin snýr á móti suðvestri þannig að sólskinið nýtur sín til
fulls. Eignin er til afhendingar strax. Verð 35,0 millj.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar,
sími 550 3000. Sjá einnig Fasteignamidstodin.is / Fasteignir.is
VEISUSEL - ÞINGEYJASVEIT
! "
#
"$
%&''
!"!!#
$ %
&$
%
%
'(
$
)*+, % - $
%
./01 2 %
$ -%
'
%
3 )
4
-%
$
-
*
%
$
%&
& %& 5 $
$
$ $ %
'
- $ %
$ %
'
% $ ./01 2 %
$ -%
'
/ $
&$ '
- ./01 % -
%
6
$
%' - %
%
* *
%
$
-%
7 %
'
%
$ -%
%
& -%
% -
'
& %&
%
-'3
& % % $
8 33 9
./01 2 %
$ -%
'
% -
'
:::
;+;;#))
A
T
A
R
N
A
Við, íbúar á Íslandi,
eigum fjölmörg það
sameiginlegt að við er-
um skírð, fermd og gift í
þjóðkirkjunni okkar. Að
sama skapi erum við
ótrúlega mörg sem
bregðumst á engan hátt
við þeirri gagnrýni sem
sett er fram í ræðu og
riti í garð kirkju og
kristni.
Hvers vegna þessi þögn?
Öll höfum við okkar ástæður. Sum
okkar hafa jafnvel skráð sig úr þjóð-
kirkjunni. Okkar sem eftir sitjum er
að óska þessum einstaklingum vel-
farnaðar á nýrri braut sinni utan
þjóðkirkju (og jafnvel utan kristni).
Vert er að hafa í huga að ábyrgð okk-
ar sem kennum okkur við þjóðkirkju
er engan veginn minni gagnvart ein-
staklingnum sem stendur (nú) utan
þjóðkirkju. En hún er öðruvísi og felst
fyrst og fremst í því að við sýnum
þeim sem velja aðra trúarskoðun að
við virðum ákvörðun þeirra og styðj-
um réttindabaráttu trúarsamfélags
þeirra, sannfærð um að það sé okkar
sem meirihlutasamfélags að gæta
réttinda minnihlutahópa.
Hnífurinn virðist standa í kúnni
þegar kemur að þessum punkti. Ótti
okkar við að ganga á rétt þeirra sem
tilheyra minnihlutahópi hvað trúarleg
efni varðar virðist slíkur að við þorum
ekki að tjá okkur um það dýrmæta
djásn sem við eigum í fórum okkar:
Kristna trú. En hér áttum við okkur
ekki á þeirri úlfakreppu sem við lend-
um um leið í. Afleiðingin er ekki að-
eins sú að við drögum úr vægi kristn-
innar í uppeldi og samtali þjóðar,
heldur svíkjum við þau sem flytja til
landsins úr öðrum menningar-
heimum. Í stað þess að þeim mæti
viðmót einstaklinga sem tjá sig fús-
lega um eigin trú og trúarsiði mætir
þeim þögnin ein. Slíkt ýtir undir
framandleika þeirrar menningar sem
tekur á móti þeim í nýja landinu.
Þessi skortur á fjölmenningarfærni
leiðir til fjölmenningarfælni.
Best að segja ekki neitt?
Hluti vandans er að sá sem tekur
upp hanskann fyrir þjóð, kirkju og
kristni er gjarnan uppnefndur ýms-
um óprenthæfum orðum. Þar er því
jafnvel haldið fram að sá sem mærir
íslenska menningu sé uppfullur af for-
dómum um menningu annarra, þeim
sem hælir starfi kirkjunnar er lýst
sem einsetumanni sem hefur aldrei
heyrt af öðrum kirkjudeildum og sá
sem tjáir ást sína í garð kristinnar
trúar er talinn hafa ráð-
gert atlögu í garð þeirra
sem aðhyllast aðra lífs-
sýn. Því er skiljanlegt
að einstaklingurinn –
sama hver staða hans er
í samfélaginu – velji að
segja ekki neitt heldur
þegja þunnu hljóði.
Enda hefur samfélagið
brugðist honum: Eða
hvar fékk hann þjálfun í
að bregðast við harðri
gagnrýni á trú sína og
lífsskoðun?
Fyrir rúmum tuttugu
árum benti dr. Vilhjálmur Árnason á
að kirkjan hefði tilhneigingu til þess
að verða hálfgert skraut í velferðar-
og fjölhyggjusamfélaginu, til brúks á
hátíðar- og tyllidögum. Eða með hans
orðum: „Hún er borðarnir og slauf-
urnar sem gefa öllu hátíðlegt yfir-
bragð. Hún gætir sín á því að hrófla
ekki við lífsmynztri manna á nokkurn
hátt, heldur hnýtir enn fastar að því
með því að gefa því stimpil guðlegrar
réttlætingar.“ Orð hans voru beitt
gagnrýni á þeim tíma. Hér benti hann
á þá hættu sem að kirkjunni steðjaði –
hún þyrði ekki (lengur?) að vera spá-
mannleg rödd kristninnar sem spyr
um vilja Krists. Varla þótti mönnum
það huggun þá að hún væri að
minnsta kosti til skrauts. En þögn
okkar sem teljum okkur kristin og
viljum þjóðkirkjunni vel er ótrúleg.
Ætla má að ef ekkert breytist þá
verði kirkjan ekki einu sinni ein stök
skrautfjöður í menningu landans.
Hvernig tökum við gagnrýni?
Getur verið að sú árátta okkar sem
störfum í kirkjunni að kunna hvorki
né geta tekið gagnrýni eigi hér hlut að
máli? Færa má rök fyrir því að okkur
hafi jafnvel þótt það henta að búa
þannig um hnútana að fólki gæfist
ekki einu sinni kostur á að gagnrýna
störf og stjórnarhætti kirkjunnar.
(Hvar eru t.d. ársreikningar safnaða
birtir?) Ég spyr hversu lengi við ætl-
um að sætta okkur við að fólki þyki
aðeins ein leið fær til að gagnrýna
störf kirkjunnar: Að segja sig úr
henni?
Hluti af vandanum virðist vera að
fólk veit ekki hvert það á að beina
gagnrýni sinni. Þau sem fá að heyra
hve beittasta gagnrýni á störf kirkj-
unnar eru oftar en ekki einstaklingar
sem hafa hve minnst um það að segja
hvernig hún starfar. Sá sem segir frá
því að hann sé byrjaður að syngja í
kirkjukór fær aldeilis að heyra það.
En sá sem gagnrýninni er beint gegn
– t.d. djákninn sem sér um barna-
starfið eða presturinn sem messaði
síðasta sunnudag – fréttir jafnvel
aldrei af gagnrýninni. Úrbóta er þörf.
Ætla mætti að lausnin fælist í því
að einstaklingurinn sem tjáði sig tæki
upp símtólið og hringdi í þann sem
gagnrýninni er beint að. En er málið
svo auðvelt? Við sem tökum að okkur
ábyrgðarhlutverk í kirkjunni þurfum
að spyrja okkur, hvort við séum búin
að reisa þvílíka varnarmúra að erfitt
sé að koma gagnrýninni að. Til þess
að auka líkur á því að fólk sé ekkert að
gagnrýna okkur pössum við okkur á
því að gera ekkert með gagnrýnina!
Hvað þá að færa eitthvað til betri veg-
ar.
Opnum munninn, mundum penn-
ana, hömrum á lyklaborðin. Tjáum
okkur um jákvæða og neikvæða sýn
okkar á þjóð, kirkju og kristni – og
hlustum á gagnrýnina um leið! Og
takk þið fáu sem hafið verið dugleg að
tjá ykkur.
Eftir Pétur Björg-
vin Þorsteinsson » Gagnrýni sem sett er
fram í garð kirkju
og kristni fær gjarnan
að standa. Fáir taka sig
til og svara þeirri gagn-
rýni í ræðu og á riti. Úr-
bóta er þörf.
Pétur Björgvin
Þorsteinsson
Höfundur er djákni í Glerárkirkju
á Akureyri.
Til liðs við þjóð,
kirkju og kristni
Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga
aðsendar umræðugreinar frá les-
endum. Blaðið áskilur sér rétt til að
hafna greinum, stytta texta í sam-
ráði við höfunda og ákveða hvort
grein birtist í umræðunni eða í
bréfum til blaðsins.
Blaðið birtir ekki greinar, sem
eru skrifaðar fyrst og fremst til að
kynna starfsemi einstakra stofnana,
fyrirtækja eða samtaka eða til að
kynna viðburði, svo sem fundi og
ráðstefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem vilja senda Morgun-
blaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Smellt er á Morgunblaðslógóið
í hægra horninu efst og viðeigandi
liður, „Senda inn minningargrein“,
valinn úr felliglugganum. Ekki er
lengur tekið við greinum sem send-
ar eru í tölvupósti og greinar sem
sendar eru á aðra miðla eru ekki
birtar.
Móttaka aðsendra greina