Morgunblaðið - 13.08.2011, Page 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2011
Elsku besti afi minn, nú
ertu farinn frá mér, lifir nú
bara í hjarta mínu en ekki
hérna úti.
Ég hugsa um þig alla daga,
því ég elska þig svo mikið, því
mig langaði aldrei að missa
þig, elsku besti afi.
Þú varst alltaf hress því þér
leið alltaf svo vel, þú varst lítið
veikur því heilbrigður varst þú
vel.
Í sumarbústað leið þér vel,
varst þar alltaf glaður, þér leið
þar vel dag sem nótt, því hann
var þér mikið kær.
Blessuð sé minning þín, afi
minn.
Guðrún Lára Árnadóttir.
Mikið rosalega er sárt að
missa þig, elsku hjartans afi
minn. Þú varst mér allt, en
það er gott að vita að þið
amma séuð sameinuð á ný.
Ég hef aldrei vitað um jafn
umburðarlyndan og þolinmóð-
an mann og þig. Það skipti
ekki máli hvort það var í vel-
gengni minni eða mistökum,
þá varst þú alltaf til staðar
fyrir mig og ávallt með bros á
vör, tilbúinn að leiðbeina mér
á rétta braut. Þegar þú kennd-
ir mér að lesa í 6 ára bekk þá
hefði mig aldrei grunað að það
væri aðeins byrjunin. Það sem
þú kenndir og sýndir mér eftir
það, allt til síðasta dags, mun
ég varðveita og rækta alla ævi.
Afi, þú kenndir mér á lífið.
Ég er svo stolt af að vera
afabarn þitt, fengið að standa
Friðrik Pétur
Valdimarsson
✝ Friðrik PéturValdimarsson
fæddist á Ísafirði
11.10. 1921. Hann
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
30. 7. 2011.
Útför Friðriks
fór fram frá Ytri-
Njarðvíkurkirkju
12. ágúst 2011.
þér við hlið í 19 ár
og upplifa allt,
sem var nýtt fyrir
mér, með þér. Þú
varst ekki bara afi
minn. Þú varst
mitt uppáhald,
besti vinur og fyr-
irmynd. Hvert
sem þú fórst
varstu klæddur í
jakkaföt. Ég man
alltaf þegar ég
klæddi þig í körfuboltafötin
mín upp í sumarbústað, ég gat
ekki leyft þér að vera í sólbaði
í jakkafötunum. Við hlógum
svo mikið að við stóðum varla í
lappirnar.
Það gladdi hjarta mitt svo
mikið að sjá hvað þú varst
spenntur yfir flutningum okk-
ar Helga Más. Stundum var ég
viss um þú varst spenntari en
við sjálf. Hjálpaðir okkur einn-
ig ómetanlega mikið þennan
mánuð áður en við fluttum.
Ég mun sakna þín, alltaf.
Minning þín er ljós í lífi
mínu.
Dagmar Traustadóttir.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku afi okkar á Tungó er
látinn. Síðustu daga hefur
hugur okkar reikað og minn-
ingarnar streymt. Afi var góð-
ur maður, hann var umhyggju-
samur og hugsaði mikið um
fjölskylduna sína. Honum var
umhugað um það sem við vor-
um að gera hverju sinni, hvort
sem það var í leik, námi eða
starfi, og því var svo gaman að
segja honum frá því sem var
að gerast í okkar lífi, því alltaf
hlustaði hann af athygli.
Það var ávallt notalegt að
koma á Tunguveginn til afa og
ömmu, meðan hennar naut við,
og spjalla um allt og ekki
neitt. Það var mikill gesta-
gangur þar og oftar en ekki
hitti maður aðra fjölskyldu-
meðlimi á Tunguveginum.
Sælureiturinn í Þrastarskógin-
um var afa og ömmu ofarlega í
huga og áttum við systkinin
margar stundirnar þar með
þeim þegar við vorum yngri. Í
seinni tíð hafa svo börnin okk-
ar einnig fengið að njóta þess
að vera þar með þeim og er
það ómetanlegt í minningunni.
Við erum þakklát fyrir þær
stundir sem við áttum með
afa. Jóladagur í Vogunum hjá
foreldrum okkar og samveru-
stundir í sumarbústaðnum
verða ekki eins án hans en við
munum varðveita minninguna
í hjörtum okkar.
Það er sárt að hugsa til þess
að afi sé farinn frá okkur en
við huggum okkur við það að
nú séu afi og amma sameinuð
á ný.
Við kveðjum afa með virð-
ingu og söknuði.
Ása, Friðrik Valdimar
og Einar Valur.
Ástkær afi minn og teng-
daafi, Friðrik Pétur, var lífs-
glaður maður sem naut þess
að vera í kringum fólkið sitt
og ræða allt milli himins og
jarðar. Hann var mjög fróður
maður og minni hans var með
eindæmum gott og alltaf var
hægt að leita til hans til að fá
ráð eða fróðleik. Hann var
mjög stoltur af sínu fólki,
hvort sem var í leik eða starfi
og hann ljómaði er fólkið hans
kíkti í heimsókn, hvort sem
það var heim á Tunguveginn
eða í bústaðinn í Þrastarskógi.
Hann var annálað snyrtimenni
og heiðursmaður og hvar sem
hann fór bauð hann af sér mik-
inn og góðan þokka.
Það er mikill missir fyrir
okkur og fjölskylduna að hann
skuli vera farinn frá okkur og
hans á eftir að verða sárt
saknað. Eftir lifir minningin
um góðan og skemmtilegan afa
og við eigum eftir að ylja okk-
ur við góðar minningar um
hann, en við huggum okkur við
að hann er kominn á góðan
stað í félagsskap með ömmu
og öðru góðu samferðafólki.
Hvíl í friði, afi minn, og
megi góður Guð blessa minn-
ingu þína.
Þinn nafni
Friðrik Pétur og Svandís.
Kveðja frá Lionsklúbbi
Njarðvíkur
Það voru kröftugir ungir
Njarðvíkingar sem árið 1958
stofnuðu Lionsklúbb Njarðvík-
ur. Þeim fannst, eftir að hafa
kynnt sér störf Lions, að í
Njarðvík þyrfti að vera starf-
andi lionsklúbbur. Einn þess-
ara ungu manna var Friðrik
Valdimarsson sem við kveðjum
í dag. Það var mikið lán að
Friðrik var í þessum hópi því
fáa menn hef ég hitt sem eru
tryggari og áhugasamari um
framgang lionsklúbbsins en
hann. Hann var með 100%
mætingu alla tíð og lagði mikið
upp úr því að allt starf færi vel
og örugglega fram. Friðrik var
mikill athafnamaður og lærði
skipasmíðar hjá Marselíusi
Bernharðssyni og var hann
seinna einn af stofnendum
Skipasmíðastöðvar Njarðvík-
ur. Friðrik sagði mér að skipa-
smíðamenntunin hefði komið
sér vel þegar hann var í vinnu-
flokki sem reisti stærsta flug-
skýli á Íslandi á Keflavíkur-
flugvelli. Lionsklúbbur
Njarðvíkur kom af stað mikilli
samfélagsbyltingu hér í Njarð-
vík á sínum upphafsárum.
Friðrik sagði mér sjálfur að
eitt af þeim verkum sem hann
minntist af mestri ánægju
væri gangstígagerðin milli
Njarðvíkur og Keflavíkur. Það
verk var unnið af mikilli um-
hyggjusemi af klúbbnum eftir
erfið slys á þjóðveginum og
var Friðrik einn af driffjöðr-
unum í því verkefni. Honum
var alltaf mjög umhugað um
að fólki liði vel og allt væri
öruggt.
Klúbburinn naut einnig
góðs af framsýni og verksviti
Friðriks þegar kom að því að
reisa Ólafslund, sem klúbbur-
inn byggði fyrir aldraða í
Njarðvík. Friðrik mætti ekki
aðeins vel á fundi heldur fór
hann í allflestar ferðir sem í
boði voru, m.a. jeppaferðir og í
heimsóknir til annarra lions-
klúbba. Man ég sérstaklega
eftir ferð til Ísafjarðar þar
sem Friðrik var á heimavelli
og lék við hvern sinn fingur.
Friðrik gegndi mörgum
trúnaðarstörfum fyrir Lions-
klúbb Njarðvíkur, m.a. sem
formaður. Friðrik var sæmdur
æðstu orðu lions sem Melvin
Jones-félagi og var hann jafn-
framt fyrsti ævifélagi Lions-
klúbbs Njarðvíkur. Framlag
Friðriks til lionsklúbbsins er
mikið og hann einn af þeim
mönnum sem ber hátt í minn-
ingunni. Við munum sakna
þess að sjá þennan glaðlega og
hlýja mann taka á móti okkur
á fyrsta fundinum í haust.
F.h. Lionsklúbbs Njarðvík-
ur vil ég votta aðstandendum
og öðrum ættingjum og vinum
Friðriks dýpstu samúð. Bless-
uð sé minning Friðriks Valdi-
marssonar.
Kristján Pálsson.
Í dag er kvaddur Friðrik
Valdimarsson. Mig langar að
minnast góðs félaga með
nokkrum orðum.
Friðrik flutti til Njarðvíkur
eftir að hafa lært skipasmíðar
hjá Marselíusi á Ísafirði undir
lok síðari heimsstyrjaldar.
Upp úr því stofnaði hann
ásamt fleiri ungum mönnum
Skipasmíðastöð Njarðvíkur,
fyrirtæki sem enn er starfandi
og hefur veitt mörgum atvinnu
í gegnum árin. Eftir að hafa
síðar unnið á Keflavíkurflug-
velli um hríð stofnaði Friðrik
Tréiðjuna, sem hann rak í um
20 ár. Á ýmsu gekk í rekstr-
inum eins og gengur, Friðrik
virðist þó alltaf hafa verið með
augun opin fyrir hvers kyns
tækifærum og nýjungum. Tíð-
arandinn á Suðurnesjum þá
var annar en í dag, fólk
streymdi suður með sjó, enda
nóg af tækifærum fyrir dug-
legt fólk að hasla sér völl.
Friðrik var fróður um
marga hluti. Það var því engin
tilviljun að hann var fenginn í
ritnefnd þegar saga Njarðvík-
ur var skráð fyrir nokkrum ár-
um. Þar voru hæg heimatökin.
Friðrik hafði átt þátt í að
stofna Lionsklúbb, verið einn
af forvígismönnum um bygg-
ingu nýrrar kirkju, setið í
nefndum og ráðum á vegum
bæjarfélagsins svo eitthvað sé
nefnt og þekkti því vel til sög-
unnar og staðhátta.
Diddu og Friðrik var alltaf
gaman að heimsækja á Tungu-
veginn eða upp í sumarbústað.
Þau voru skemmtileg hjón,
Didda alltaf hress, Friðrik
heimsborgari í sér, fylgdist vel
með öllu sem var að gerast
hvort sem það var hér heima
eða erlendis. Var alltaf áhuga-
samur um það sem menn voru
að fást við, spurði oft og mikið
þangað til hann var búinn að
fá yfirsýn yfir málin. Þá lét
hann oft skoðun sína í ljós.
Henni varð ekki alltaf breytt.
Heimili þeirra hjóna á Tungu-
veginum var félagsheimili fyr-
ir vini og ættingja þeirra
hjóna. Fyrir daga internetsins
voru það bréfaskriftir sem var
tengingin við Ísland fyrir þá
sem voru staddir erlendis.
Bréfin frá Friðrik voru alltaf
sérstakt tilhlökkunarefni,
greinargóð, vel skrifuð og ná-
kvæm lýsing á stöðu mála.
Ekki stóð á bréfum frá Frið-
rik, þau komu reglulega. Oft
fylgdu líka með úrklippur úr
blöðunum, sem gerðu bréfin
frá Diddu og Friðrik auðvitað
sérstök þegar menn voru
staddir erlendis og ekki auð-
velt í fréttir að ná að heiman.
Nú er komið að kveðju-
stund. Friðrik lifði mikla um-
brotatíma í íslensku þjóð-
félagi. Hann var virkur
þátttakandi alla tíð. Þegar við
hittum hann skömmu fyrir
andlátið var Friðrik hress, ný-
kominn heim eftir stutta spít-
alavist. Þeir sem best þekkja
sögðu að þetta hefði líklega
verið fyrsta dvölin á spítala
hjá tæplega níræðum mann-
inum. Nokkrum dögum síðar
var hann allur.
Mig langar fyrir hönd okkar
Sofíu og barnanna að þakka
fyrir góða vináttu og hlýhug
sem Friðrik sýndi okkur alla
tíð.
Jón Einars.
Minningar eru
dýrmæt gjöf og
hjálpa þegar hjartanu blæðir.
Það eru ótrúlega margar góðar
minningar sem koma fram í hug-
ann þegar ég hugsa um fallegu
Maggý frænku mína. Hún var
ekki einhver frænka heldur tví-
burasystir pabba míns og voru
tengslin ótrúleg sterk þarna á
milli. Þótt ætt þeirra systkina
lægi ekki suður með sjó kusu þau
bæði að búa hér, koma sér upp
heimili og ala upp börnin sín. Það
höfum við öll frændsystkinin
gert líka. Við börnin þeirra búum
að þeirri gjöf að fá að alast upp
saman og má segja að Maggý
hafi stundum verið mamma mín
númer tvö. Enda fékk ég viður-
nefni eins og hin börnin og
barnabörnin. Hún kallaði mig
alltaf „Pitturinn“ sem var samt
ekki neikvæð merking af hennar
hálfu og ber ég það með stolti en
millinafnið mitt er Lind. Blíða
röddin hennar hljómar: „Hæ,
Magnea Guðný
Stefánsdóttir
✝ Magnea GuðnýStefánsdóttir
fæddist á Þórshöfn
4. júní 1950. Hún
lést 4. ágúst 2011.
Útför Magneu
Guðnýjar fór fram
frá Keflavík-
urkirkju 11. ágúst
2011.
elskan, hvað segirðu
pitturinn minn?“
Þegar ég var lítil
stelpa var hún fal-
lega frænkan sem
var alltaf svo flott til
fara og voru hæla-
skór hennar aðals-
merki. Það var
sama hvert við-
fangsefnið var, allt-
af var hún í háum
hælum. Þegar ég
vann eitt sumar við að þrífa flug-
vélar þar sem hún var verkstjóri
klikkaði hún ekki á fótabúnaðin-
um þótt verið væri að þræða
þröngar flugvélarnar á hæla-
skónum með ryksuguna í eftir-
dragi.
Það var ekki bara glæsileikinn
sem einkenndi hana. Hún var
mikil húsmóðir og hélt í uppruna
sinn. Hún bakaði eins og herfor-
ingi og á ég nokkrar uppskriftir
sem ég fékk frá henni sem koma
frá Lilju ömmu og tilheyrði að
baka fyrir jól og önnur góð til-
efni. Hún kenndi mér til að
mynda að steikja kleinur. Það
eru mjög ljúfar minningar frá því
fyrir jólin þegar bakað var laufa-
brauð. Fyrst sem krakkar að
hjálpa til að skera og flétta en þá
var allt gert frá grunni og lök
með útflöttum laufabrauðskök-
um um öll hús. Hin síðari ár höf-
um við haft þægilegri háttinn á
og kosið samveru umfram mikla
vinnu við deiggerð og flatningu.
Alltaf var hún Maggý frænka
mín stjórnandinn og yfirsteikj-
ari, passaði að feitin væri nógu
heit og rétt staðið að verki. Það
verður tómlegt að hafa hana ekki
með mér yfir pottunum.
Maggý frænka mín hafði ein-
stakt hjartalag og átti endalaust
af hlýju og blíðu. Lag hennar á
börnum var einstakt og var blíða
hennar gagnvart þeim tak-
markalaus. Barnabörnin voru
henni sérstaklega mikilvæg, öll
fallegu „drusluverkin“ hennar
eins og hún kallaði þau.
Mikill dugnaður og sjálfstæði
einkenndi hana og var hún ótrú-
lega sterk kona. Það hefur því
verið átakanlegt að horfa upp á
svona sterka konu visna upp og á
endanum gefast upp þótt hjálpin
hafi verið allt um kring.
Í hjarta mínu geymi ég minn-
ingu um konu sem var ávallt
glæsileg og falleg, sjálfstæð og
sterk og full af hlýju og enda-
lausri blíðu. Það var Maggý
frænka mín.
Hinsta kveðja,
Petra Lind Einarsdóttir
(Pitturinn).
Ég leit eina lilju í holti,
hún lifði hjá steinum á mel.
Svo blíð og svo björt og svo auðmjúk
– en blettinn sinn prýddi hún vel.
Ég veit það er úti um engin
mörg önnur sem glitrar og skín.
Ég þræti ekki um litinn né ljómann
en liljan í holtinu er mín!
Þessi lilja er mín lifandi trú,
þessi lilja er mín lifandi trú.
Hún er ljós mitt og von mín og yndi.
Þessi lilja er mín lifandi trú!
Og þó að í vindinum visni,
á völlum og engjum hvert blóm.
Og haustvindar blási um heiðar,
með hörðum og deyðandi róm.
Og veturinn komi með kulda
og klaka og hríðar og snjó.
Hún lifir í hug mér sú lilja
og líf hennar veitir mér fró.
(Þorsteinn Gíslason.)
Elsku Steini, Dagný, Stefán,
Hildur og fjölskyldur. Guð veiti
ykkur styrk í sorginni. Elsku
Maggý mín, þó að bros þitt ljómi
ei lengur, þín ljúf og fögur minn-
ing er.
Þín vinkona
Kolbrún.
Í dag kveður starfsfólk Heið-
arskóla góðan vinnufélaga með
miklum söknuði.
Magnea hóf störf hjá Frí-
stundaskóla Heiðarskóla árið
2005 og hafði hún yfirumsjón
með starfseminni. Magnea var
mjög samviskusöm og lagði
metnað sinn í að starf Frístunda-
skólans gengi sem best. Hún var
einstaklega traustur og góður
starfsmaður.
Magnea hafði mjög gott lag á
börnum og kom fram við þau af
virðingu og alúð. Í störfum sínum
lagði hún áherslu á að börnunum
liði sem best og var hún ávallt
tilbúin til að ræða við þau og ljá
þeim eyra. Segja má með sanni
að börnin í Frístund löðuðust að
henni og þeim leið vel í návist
hennar.
Það var mjög gott að leita til
Magneu varðandi starfsemi Frí-
stundaskólans, en einnig var hún
alltaf tilbúin til annarra starfa
þegar á þurfti að halda. Hún var
glaðlynd og skemmtilegur vinnu-
félagi og féll vel inn í starfs-
mannahópinn. Síðasta skólaár
gat Magnea lítið verið með okkur
sökum veikinda, en við vonuðum
alltaf að hún kæmi aftur til
vinnu.
Starfsfólk Heiðarskóla vottar
eiginmanni, börnum og öðrum
aðstandendum innilegustu sam-
úð. Minningin um góðan vinnu-
félaga lifir með okkur.
Fyrir hönd starfsfólks Heiðar-
skóla,
Gunnar Þór Jónsson,
skólastjóri og Sóley
Halla Þórhallsdóttir
aðstoðarskólastjóri.
Í dag kveðjum við fyrrverandi
vinnufélaga okkar, hana Magneu
Guðnýju Stefánsdóttir.
Saman unnum við allar hjá
Flugafgreiðslunni á Keflavíkur-
flugvelli. Þetta var samheldinn
hópur og oft kátt á hjalla. En
Maggý, eins og við kölluðum
hana alltaf, gat verið hrókur alls
fagnaðar. Hún var yfir D-vakt-
inni í þá daga.
Við minnumst þess hversu
glæsileg hún var. Alltaf svo
snyrtileg og fín. Og ekki þýddi að
slá slöku við þrifin á flugvélun-
um, ef hún var annarsvegar. Því
við vissum alveg að hún vildi hafa
allt í lagi þegar verkið var tekið
út. Enda munum við ekki eftir að
það hafi komið kvörtun vegna
verka sem undirmenn hennar
unnu.
Við minnumst orðatiltækis
hennar er mikið lá við og allar
vélar á sama tíma: „Upp með
sokkana, Þórólfur.“ Þetta þýddi
að nú þyrftum við að spýta í lóf-
ana svo að það stæði ekki á okkur
að vélarnar kæmust út á réttum
tíma.
Hún kenndi okkur margt, ekki
síst vinnusemi og snyrti-
mennsku. Þar sýndi hún gott for-
dæmi og viljum við þakka fyrir
það.
Maggý bar það svo sannarlega
ekki með sér að hún glímdi við
erfið veikindi sem að lokum tóku
hana frá okkur langt um aldur
fram.
Við biðjum góðan Guð að færa
eiginmanni, börnum, barnabörn-
um tengdabörnum og öðrum að-
standendum styrk á þessum erf-
iða tíma.
Og kveðjum elsku Maggý með
þessum orðum:
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Rósa, Guðrún, Inga,
Lydía, Þórdís, Brynja,
Bonnie, Halldór, Anna
María, Guðborg, Aldís
og Ólafía (Lóa).