Morgunblaðið - 13.08.2011, Side 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2011
Kristinn var góður maður. Á yf-
irborðinu var hann hrjúfur og lét
ekki góðar rökræður framhjá sér
fara. Þegar tókst að æsa upp við-
mælandann lék strákslegt glott um
andlit hans því hann vildi að fólk
hefði skoðanir. Ef það hafði ekki
réttar skoðanir var hann alveg
tilbúinn til að aðstoða það í „rétta“
átt.
Kristinn var barngóður og átt-
um við systkinin því láni að fagna
að vera mikið inni á heimili þeirra
Áslaugar. Börn sem komu til
þeirra hændust að þessum stór-
gerða manni með þykku augabrún-
irnar, þessum grófa manni sem Ás-
laug var alltaf að kyssa og knúsa.
Hann hafði óbilandi þolinmæði til
að horfa á frumsamin leikrit um
þreyttar vinnukonur og söngleiki
um Maríu sem bjó á Rómarstræti
10. Hann kenndi okkur systrum að
synda og voru sundferðir fastur lið-
ur þegar dvalið var á Klettagöt-
unni. Eins fengum við að aðstoða í
garðinum og þegar farið var í bíl-
túra á Saabinum gætti maður sín
að þurrka ekki móðuna innan á
rúðunum með höndunum. Það var
aðdáunarvert hversu vel Kristinn
hugsaði um bílinn sinn, húsið og
garðinn og mátti draga góðan lær-
dóm af þeirri umgengni.
Á jóladag var ávallt haldið í boð
til þeirra hjóna. Það voru skemmti-
leg jólaboð með veglegum hnall-
þórum að hætti Áslaugar og fjör-
ugum samræðum. Á hverju ári
skellti Kristinn fram spurningunni:
„Hvað sagði Móses þegar hann
kom niður fjallið?“ Og á hverju ári
hnussaði í honum þegar við gátum
ekki svarað neinu gáfulegu.
Þegar mamma okkar veiktist sá
maður ljúflinginn í honum vaxa.
Honum var mikið umhugað að vel
Kristinn S.
Daníelsson
✝ Kristinn S.Daníelsson
fæddist á Ísafirði
15. maí 1933.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu
á Ísafirði 3. ágúst
2011.
Kristinn var
jarðsunginn frá
Hafnarfjarð-
arkirkju 12. ágúst
2011.
færi um hana og sá
alltaf til þess að hana
vanhagaði ekki um
neitt, enda þótti ekk-
ert sjálfsagðara þeg-
ar Bjarki Hrafn fékk
strákadúkku en að
nefna hana Kristin, í
höfuðið á þeim manni
sem við systur litum
á sem einn af öfum
okkar.
Við kveðjum
Kristin en höldum fast í minning-
arnar um hann og vitum að enn
einn engill hefur bæst í hóp þeirra
sem fylgja okkur.
Elsku Áslaug okkar og Alli,
megi ljós lífsins umvefja ykkur og
gæta.
Pálína Margrét, Ása Mar-
in og Daníel Þór, börn
Önnu og Hafsteins.
Þegar við ókum niður af Stein-
grímsfjarðarheiðinni glitraði á Ísa-
fjörðinn og fegurð fjallanna var
mikil. Einstök kyrrð yfir öllu, sólin
lýsti upp spegilslétta firði, sem
tóku við hver af öðrum, og lyngið
angaði í hvert sinn er stöðvað var
til að fræðast af ferðafélögum okk-
ar um staðarheiti, bæjarnöfn og
ábúendur sem þar höfðu búið
margir við kröpp kjör og þrengsli.
Kristinn, sem þá um morguninn
hafði þegið boð okkar um að sækja
æskuslóðirnar heim, fræddi okkur
ferðafélagana um staðhætti, ör-
nefni og berjalönd. Við stoppuðum
í Reykjanesskóla þar sem snæddur
var kvöldverður. Kristinn skoðaði
sundlaugina og þegar hann kom í
matsalinn sagðist hann oft hafa
borðað þar enda var hann þar ung-
ur í skóla.
Kristinn Daníelsson hafði
ákveðnar skoðanir og hugmyndir
um hin ýmsu mál. Kristinn var allt-
af hreinn og beinn þegar hann hélt
fram sínum skoðunum. Það var
mjög gaman að rökræða við hann
því alltaf fékk maður hans sýn á öll-
um hlutum og oftar en ekki varð
maður að sætta sig við að alltaf var
mjög mikið að marka það sem
Kristinn lagði í umræðuna.
Kristinn hugsaði vel um sína og
var einstaklega natinn við að að-
stoða þá sem til hans leituðu eða
komu. Eitt sinn komum við fjöl-
skyldan til Ásu og Kristins í kaffi
og tók Kristinn eftir því að bíllinn
hjá okkur var ljóslaus öðrum meg-
in. Hann linnti ekki látum fyrr en
hann hafði tekið mig með sér út á
bensínstöð, keypt þar perur og síð-
an skipt um þær, því þótt önnur
væri heil varð að skipta þeim báð-
um út. Þegar ég byggði Fjólu-
hvamminn var Kristinn mjög
hjálplegur – og ekki nóg með það,
hann kom alltaf einu sinni á ári til
að stilla og smyrja ofnkranana,
hann sagði þá festast og þá rynni
vatnið óhindrað í gegn. Kristinn
kenndi mér að nýta og nota bíl-
skúrinn því ég hafði dáðst að hans,
þar sem allt var í röð og reglu og
bíllinn alltaf hafður inni.
Eftir allt það sem Kristinn hafði
fyrir okkur gert er það ljúf minn-
ing að hafa átt þátt í því að hann
fékk að heimsækja æskuslóðir, sjá
æskuheimilið og leiksvæðin sem
hann tjáði okkur að hafi verið
„Eyrin“ á Ísafirði, í jafn góðu veðri
og best gerist á íslensku sumri.
Hann breytti ferðaáætluninni þar
sem hann var ekki tilbúinn að yf-
irgefa æskustöðvarnar með okkur.
Hann var kominn heim og þar vildi
hann fá að kveðja.
Elsku Áslaug, þú munt sárt
sakna Kristins og því biðjum við
góðan Guð að styðja þig í þínum
mikla missi.
Kv.
Hafsteinn og Steinunn.
Hávaxinn, dökkhærður, þrekinn
og afburða myndarlegur, brosandi,
glettinn og stríðinn, þannig var vin-
ur minn hann Kristinn. En sú var
tíðin að mér líkaði þessi hái, dökki,
myndarlegi maður ekki sérdeilis
vel. Átta ára gamalli snót þótti
nefnilega nóg um stríðnina og
prakkaraskapinn í kærastanum
hennar Ásu frænku og var ekki al-
veg tilbúin til að taka hann í sátt.
En Ása með allri sinni elsku gerði
frænku sinni það ljóst að henni
þætti Kristinn bæði fallegur og
flottur gaur og svo væri hún svo
skotin í honum. „Vá“, fyrst hún Ása
frænka var svona ástfangin af
þessum herramanni þá varð ég
bara að meðtaka hann í hvelli því
allt sem Ása sagði var mér heilagt.
Og ekki leið á löngu þar til sú stutta
tók Kristin í sátt og hef ég stolt
kallað hann vin minn síðan. Og
þannig hefur þetta verið allar göt-
ur upp frá því, Ása + Kriss. Krist-
inn var sannarlega litríkur per-
sónuleiki, hvers manns hugljúfi og
vildi allt fyrir mann gera. Á hverju
sumri komu Kristinn og Ása til
Skagastrandar og var alltaf mikil
tilhlökkun í okkur systkinunum
þegar hvíti Saabinn renndi í hlað.
Varla var Kristinn kominn út úr
bílnum þegar hann var kominn í
eltingaleik við okkur krakkana út
um öll tún með tilheyrandi hlátra-
sköllum og háværum öskrum.
Kristinn var ákveðinn og lá ekki
á skoðunum sínum. Við eldhús-
borðið á Strandgötunni var oft og
iðulega mikil gleði og jafnframt
mikill hávaði, enda var hægt að
ræða hlutina fram og til baka og
síðan aftur til baka og út í það
óendanlega. Ég var vön að biðja
frænku mína að kyssa Kristin frá
mér og þannig var það líka mið-
vikudaginn 3. ágúst, þegar hún
kyssti hann frá mér í síðasta skipti
áður en hann kvaddi þennan heim.
Takk fyrir samfylgdina, elsku-
legur, það var sönn ánægja að hafa
fengið að kynnast Kristni Daníels-
syni. Með söknuði, ást og virðingu
nú kveðjum við hann sem sannar-
lega litaði líf okkar allra.
Laufey K. Berndsen.
Mig langar að minnast góðvinar
míns, Kristins, í fáum orðum.
Kristni kynntist ég nokkurra
mánaða gamall þegar ég fór í pöss-
un til Áslaugar konu hans. Með
okkur tókust strax traust vinabönd
og áttu þau hjónin eftir að vera stór
hluti af lífi mínu. Margar ferðir fór
ég með þeim um landið og á ég
margar góðar og skemmtilegar
minningar frá þeim ferðum. Krist-
inn hafði endalausa þolinmæði fyr-
ir litlum gutta og var t.d. stoppað
við hvern einasta læk á leið norður
til að kasta steinum út í. En það
sem upp úr stendur er að hann var
alltaf tilbúinn að gefa sér tíma að
leika við mig og eftir því sem mað-
ur eldist þykir manni vænna um
það. Kristinn var þessi dæmigerði
dugnaðarforkur sem gat allt og
kenndi hann mér ýmislegt varð-
andi garðvinnu og hjólaviðgerðir
og var gott að geta leitað í visku-
brunn hans.
Elsku Kristinn, takk fyrir allt
sem þú kenndir mér og gerðir fyrir
mig. Ég verð alla tíð þakklátur fyr-
ir að eiga þig sem vin og fyrir-
mynd.
Elsku Áslaug, hugur okkar fjöl-
skyldunnar er hjá þér og megi góð-
ur guð styrkja þig á þessum erfiðu
tímum.
Þinn vinur,
Andri Berg Haraldsson.
„Rósa, settu eitt fyrir Tóta
frænda,“ heyrðist um allan Kópa-
vogsdalinn. Tóti var mættur á
völlinn að horfa á fótbolta. Mark-
miðið með þessum köllum hans
var að gera litlu frænku vand-
ræðalega. Það tókst svo sannar-
lega en auðvitað fylgdi þessu
markið sem pantað var. Annað at-
vik af fótboltavellinum var þegar
Þóru lið var undir og kom Tóti inn
í hálfleiksræðuna og sagði við
stelpurnar að hann hefði nú ekki
keyrt alla leið frá Reykhólum til
þess að horfa á þær tapa. Stelp-
urnar vissu ekkert hvaða skrítni
karl þetta var og enn og aftur
tókst Tóta að gera Þóru vand-
ræðalega. Auðvitað unnu svo
stelpurnar leikinn.
Tóti var einn sá skemmtilegasti
Þórarinn
Þorsteinsson
✝ Þórarinn Þor-steinsson fædd-
ist 14.7. 1947 í
Reykjavík. Hann
lést 4. ágúst 2011.
Kona Þórarins
var Þórunn Játvarð-
ardóttir f. 29.3.
1950.
Útför Þórarins
fór fram frá Frí-
kirkjunni í Reykja-
vík 12. ágúst 2011
í bransanum, fyrsta
minning Hrefnu um
Tóta var að hann
sagði henni að
hlusta ekki á rausið
í foreldrum hennar
um hversu óhollt
nammi væri og ef
tennurnar
skemmdust þá væri
bara heppilegast að
fá sér nýtt stell,
sem henni var að
sjálfsögðu sýnt. Fyrsta minning
Þóru og Rósu um Tóta var þegar
hann átti fimmtugsafmæli og þær
fóru í sjoppuna á Reykhólum og
keyptu afmælisgjöf við hæfi, tvo
rjómakúlupoka. Tóti gat ekki
komið í heimsókn án þess að
stríða okkur systrum og ekki
fannst honum nú leiðinlegt að
stríða pabba þegar Breiðablik átti
í hlut. Hann þóttist ekki vera bliki
en innst inni höfum við trú á öðru
þar sem hann mætti á leiki hjá
Rósu, Þóru og Júlíusi Óla.
Við erum mjög þakklátar fyrir
að hafa fengið að hafa Tóta hjá
okkur síðustu tvenn jól. Hann var
þó aðeins á eftir okkur í spenn-
ingnum en honum fannst gaman
að fylgjast með okkur og stríða
okkur á dótinu sem við fengum í
jólagjöf. Árlegu skötuveislurnar
hjá Tótu og Tóta voru alltaf jafn-
ánægjulegar. Við systur mættum
og þóttumst vera hörkutól að
troða í okkur skötu, við hefðum
ekki reynt þetta fyrir hvern sem
er.
Tóti gaf Hrefnu fjölskyldu
gæsaregg í vor sem hann hafði
tínt, Ragnheiður María fór með
gæsaregg í nesti í skólann og það
fannst honum alveg frábært, hann
hefði viljað sjá svipinn á krökk-
unum þegar hún dró upp eggin.
Þegar við systur rifjum upp
samskipti okkar við Tóta kemur
einna helst upp í hugann maður
sem kom alltaf hreint og beint
fram og var alltaf hann sjálfur.
Það var gaman í kringum hann og
hann gerði alltaf það sem hann
langaði að gera. Það var engin til-
gerð í fari hans og þessi endalausa
stríðni kom beint frá hjartanu.
Á þeim tíma sem Tóti var veik-
ur missti hann ekki karakterinn
og húmorinn. Hann og Hrefna
fengu sér sviðakjamma á BSÍ og
þar sem Stebbi var ekki á sömu
línu í matarvali bauð Tóti honum
Gerber-barnamat og hló. Tóti sá
einnig gott tækifæri þegar Rósa
ákvað að gera upp húsið hennar
Ebbu ömmu. Næst þegar við
komum í heimsókn fékk hún
svuntu um hálsinn og eftir það var
hún ekki kölluð annað en húsfrú-
in. Elsku frændi. Við vitum að þú
ert á besta stað nú og sjáum þig
fyrir okkur sitjandi niðri á
bryggju með gæsaregg í annarri
og kókosbollu í hinni í góðra vina
hópi. Við systur erum svo þakk-
látar fyrir allar þær góðu stundir
sem við höfum átt með þér og
minningarnar sem þú skilur eftir
eru óteljandi.
Þóra, Rósa og Hrefna
Hugosdætur.
Elsku besti Tóti minn, ég er svo
þakklát að hafa fengið að kynnast
þér. Þú varst svo sannarlega gull
af manni. Sannur vinur vina þinna
og sást vel hvernig slíkur vinskap-
ur var milli þín og pabba. Enda
voruð þið eins og bræður, þar sem
góðlátlegt grín hvors um annan
kastaðist iðulega ykkar á milli og í
slíku gríni varstu alltaf svo mikill
húmoristi. Það var alltaf svo
ánægjulegt að sjá hvernig þú
naust þín í sveitinni og er þannig
hálfómögulegt að hugsa til dún-
leitar án þess að andlit þitt og
nafn sé samofið þeirri hugsun.
Þannig mun næsta vor líklegast
verða sérstakt, þegar þín nýtur
ekki við í sveitinni, skoppandi í
eyjunum að tína egg eða dún.
Þú varst mikill fjölskylduvinur
og stór partur af lífinu okkar í
sveitinni, það verður skrítið að
sitja ekki með þér og fá sér einn
kaffibolla og heyra ekki í Tóta
prakkara! Ég mun alltaf minnast
þín með hlýju í hjarta og fullt af
góðum minningum. Takk fyrir
allt, Tóti og sérstaklega takk fyrir
að vera alltaf þú. Hugur minn er
hjá fjölskyldunni þinni og á hún
mína dýpstu samúð.
Kristín Ingibjörg
Tómasdóttir, yngri.
Kynni okkar
Magnúsar hófust fyrir nokkrum
árum þegar hann tók að sér að
vinna ákveðið verkefni fyrir mig á
Akureyri. Mig grunaði ekki hvílík-
an happafeng ég hafði fengið í það
verk, en skemmst er frá því að
segja að hann sinnti því starfi af
þvílíkri ósérhlífni að fágætt er.
Honum dugði ekki að leysa verk-
efnið samviskusamlega heldur fór
hann fram úr væntingum á alla
vegu.
Með árunum myndaðist með
okkur vinskapur og traust sem ég
fann að var gagnkvæmt. Við gátum
setið og rætt málefni líðandi stund-
ar og krufið til mergjar en hann var
Magnús Aríus
Ottósson
✝ Magnús AríusOttósson fædd-
ist í Eiðsvallagötu 13
hinn 11. nóvember
1944. Hann lést á
Sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 5. ágúst 2011.
Magnús var jarð-
sunginn frá Ak-
ureyrarkirkju 12.
ágúst 2011.
einstaklega glöggur
og viðræðugóður
maður. Hann kom
mér fyrir sjónir sem
rólyndismaður sem
tók örlögum sínum
af auðmýkt og yfir-
vegun. Hann hafði
sennilega fengið
stærri skammt af
mótlæti en aðrir því
upp úr rúmlega þrí-
tugu fékk hann áfall
sem varð þess valdandi að hann var
óvinnufær að stórum hluta starfs-
ævi sinnar. Það var kannski þess
vegna sem hann kippti sér ekki upp
við hluti sem aðrir fjargviðrast yfir.
Fyrir bragðið fundu allir sem um-
gengust hann fyrir einstakri ró-
semi sem heillaði alla sem kynntust
honum. Það er alltaf sérlega
ánægjulegt að koma norður en fyr-
ir mig verður það héðan í frá tóm-
legra, því staðreyndin er sú að
maður kemur ekki í manns stað.
Magnúsi þakka ég ánægjulega við-
kynningu og aðstandendum votta
ég innilega samúð mína.
Anna María Sigurðardóttir.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir og afi,
SVANUR KRISTJÁNSSON,
Hafnarbergi 16,
Þorlákshöfn,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
miðvikudaginn 10. ágúst.
Útförin fer fram frá Þorlákskirkju
miðvikudaginn 17. ágúst kl. 14.00.
Edda Laufey Pálsdóttir,
Laufey Elfa Svansdóttir, Tor Ulset,
Páll Kristján Svansson, Kristín Berglind Kristjánsdóttir,
Guðrún Ingibjörg Svansdóttir, Bjarni Jónsson
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
EYJÓLFUR GUÐJÓNSSON
skipstjóri,
Bjarmalandi 3,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
miðvikudaginn 10. ágúst.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 18. ágúst
kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Sigurrós Guðjónsdóttir,
Anna Eyjólfsdóttir, Sigurður Júlíusson,
Eyjólfur Sigurðsson, Anna Sigríður Halldórsdóttir,
Kristján Sigurðsson, Kim Andersson,
Júlíus Már Sigurðsson.
✝
Okkar ástkæri,
ÓLAFUR RAFNKELSSON,
Drekavöllum 22,
andaðist á Landspítalanum í Fossvogi
miðvikudaginn 10. ágúst.
Útför fer fram frá Hafnarkirkju Höfn í Horna-
firði laugardaginn 20. ágúst kl. 14.00.
Bára Kjartansdóttir,
Þorsteinn Á. Ólafsson, Sandra Shobha Kumari,
Fjóla Rafnkelsdóttir, Ingólfur Eyjólfsson,
og fjölskyldur.
✝
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÞÓRA BJARNADÓTTIR,
Austurbrún 6,
síðast til heimilis að hjúkrunarheimilinu
Mörk við Suðurlandsbraut,
er látin.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu.
Sólveig Brynja Magnúsdóttir, Lárus Einarsson,
Linda María Magnúsdóttir,
Þóra Lárusdóttir og Steinn Örvar Bjarnarson.