Morgunblaðið - 13.08.2011, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 13.08.2011, Qupperneq 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2011 Elsku bróðir. Nú ert þú farinn á annan stað alltof snemma. Það var svo mikið sem við áttum eftir að gera saman og samskiptin voru að aukast aftur. Ég hlakkaði svo til að hitta þig í Sviss, þú sagðir mér að þú myndir fara oft í gegnum flug- völlinn rétt hjá mér og þá ætluðum við að stela stund saman. En við sjáumst aftur síðar, það mun bara Magnús Róbert Ríkarðsson Owen ✝ Magnús RóbertRíkarðsson Owen fæddist á Sólvangi í Hafn- arfirði 17. nóv- ember 1970. Hann lést á heimili sínu í Fort Lauderdale 31. júlí 2011. Minningarathöfn um Magnús fór fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði 12. ágúst 2011. Á sama tíma fór jarðarför hans fram í Bandaríkj- unum. líða lengri tími en ég taldi. Það eru svo ótal- margar góðar minn- ingar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa til þín. Ég leit svo upp til þín að ég sá ekki stjörnurnar fyrir þér. En eins og við vitum var það að- eins huglægt. Þú varst ekkert sáttur þegar ég óx og óx og varð loks stærri en þú og þú reyndir að nota krafta þína til að ýta mér niður á hverri þeirri mynd sem tekin var af okkur. Minnisstæðast var þegar ég var að fermast og mamma, eins og venjulega, vildi taka mynd, þú auð- vitað til, en ég varð að standa í tröppunni fyrir neðan þig. Við er- um búin að hlæja svo endalaust mikið að þessu og munum gera áfram. Þú varst alltaf að leggja mér lín- urnar fyrir framtíðina, við fórum í bíltúr og þú „messaðir“ yfir mér. Enn ertu að kenna mér eitthvað, lífið er stutt og það á að nýta hverja stund vel. Þakklát er ég fyrir að hafa séð þig í faðmi fjölskyldu þinnar þá stuttu stund sem við áttum saman þegar ég heimsótti ykkur. Þar ríkti mikil gleði og strákarnir svo ánægðir að hitta frænku sína að þeir sátu í fangi mínu allan tímann. Ég mun muna þig sem lífsglaða, fallega bróður minn sem var svo gott að komast í faðminn á, þú kunnir svo sannarlega að gefa hlýtt og gott faðmlag. Ég mun ávallt hugsa vel til barna þinna og styðja þau sem og eiginkonu þína eins og ég get. Framtíð þín er nú í börnunum þín- um og verð ég virkur þátttakandi í þeirra lífi. Hvíl í friði elsku bróðir minn. Elín. Elsku bróðir minn. Þín kveðjustund kom allt of fljótt. Mín minning um þig er ynd- isleg. Þegar ég hugsa um æsku okkar renna upp fyrir mér margar góðar minningar. Ég brosi í gegn- um tárin þegar ég rifja þær upp í huga mínum. Ég var töluvert yngri en þú og þú nenntir nú ekki mikið að hafa mig í eftirdragi en þú lést þig hafa það og kenndir mér fljótt að því sem ég heyrði eða sá mætti ég ekki kjafta frá. Í seinni tíð sáumst við ekki mik- ið, þú fluttur til Bandaríkjanna, stofnaðir yndislega fjölskyldu og komst sjaldan til Íslands. En þær stundir sem við áttum voru góðar, ég gleymi ekki þegar mamma hringdi og sagði að þú værir á land- inu, hefðir óvænt millilent og værir að koma á Krosseyrarveginn. Hjartað mitt fylltist svo mikilli gleði að ég get ekki lýst því, „Vá, Maggi bróðir er að koma“! Þá voru liðin nokkur ár frá því að ég sá þig síðast, en það besta var að þegar ég hitti þig var það alltaf eins og við hefðum hist í gær. Þú varst alltaf sami gleðigjafinn, hress og kátur og það geislaði af þér hamingjan. Hvíl í friði, elsku bróðir minn, þín verður sárt saknað. Ég elska þig af öllu hjarta, vildi að stundir okkar hefðu verið fleiri. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Þín systir, Hanna Guðrún. Í lífi hverrar manneskju skiptast á skin og skúrir. Skúr- unum geta fylgt dökkir skýja- bakkar sem draga úr henni all- an mátt en þegar birtir á ný tvíeflist hún. Með krafti sínum tekst manneskjunni að áorka hlutum sem hún taldi ekki mögulega þegar drunginn var sem mestur. Á sínum tíma þurfti Dóra frænka mín að hverfa frá námi í lögfræði vegna veikinda. Hún Halldóra Sigurðardóttir ✝ Halldóra Sig-urðardóttir fæddist í Reykjavík 14. júní 1940. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 5. ágúst 2011. Halldóra var jarðsungin frá Nes- kirkju 12. ágúst 2011. einsetti sér að ljúka náminu og það gerði hún. Sextíu og átta ára gömul lauk hún meistararitgerð sinni í lögfræði við Háskóla Íslands. Tveimur árum áð- ur hafði hún lokið BA-prófi í lögfræði frá sama háskóla og þar á undan BA-prófi í bókasafns- og upp- lýsingafræði – sem hún leit á sem upphitun fyrir lögfræði- námið. Hún sagði að það skerpti huga sinn að takast á við námið og að umgangast fólk sem væri mörgum áratug- um yngra en hún sjálf. Vorið 2002, þegar Dóra frænka var að leggja lokahönd á BA-ritgerð sína í bókasafns- og upplýsingafræði, sátum við tvær við eldhúsborðið hennar á Lindargötunni fram á nótt, borðuðum páskaegg, kex og osta og fórum í gegnum rita- skrá alþingismanna, hverra nöfn byrjuðu á stafnum A eða B. Mér er minnisstætt hvað mér fannst Brynjólfur Bjarna- son leiðinlegur vegna lengdar ritaskrár hans, en þakklát er ég fyrir þessar stundir. Dóru frænku varð ekki barna auðið og það þótti henni miður. Hún var barngóð og þess fékk ég að njóta og síðar dóttir mín einnig. Gjafir henn- ar voru góðar en ein lítil gjöf gladdi mig meira en margt annað. Jólin 1978 langaði mig óskaplega í bókina Patrick og Rut eftir K.M. Peyton sem Silja Aðalsteinsdóttir þýddi og las í útvarpi árið áður. Ég man enn gleði mína og undrun þeg- ar bókin kom upp úr pakk- anum frá Dóru frænku og ömmu Spúsu. Eitt sinn þurfti ég sem barn að dvelja part úr degi hjá ömmu Spúsu á Langholtsveg- inum. Barbie-dúkkan mín var með í för og um það leyti sem foreldrar mínir sóttu mig hafði Dóra frænka prjónað fallega, rauða peysu á dúkkuna mína. Það þótti mér ekki amalegt. Fyrir sjö árum færði Dóra frænka sig úr Skuggahverfinu og yfir í Vesturbæinn þegar hún keypti gömlu íbúðina mína á Flyðrugrandanum. Þar leið henni afskaplega vel og vildi hvergi annars staðar vera. Því er miður að árin urðu ekki fleiri. Á síðustu stundum Dóru frænku minnar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi viku skýjabakkarnir yfir voginum fyrir sólinni. Megi sólin ávallt skína á hana þar sem hún er nú. Guðbjörg Hildur. Vinkona okkar og bekkjar- systir, Halldóra Sigurðardótt- ir, er fallin frá og er sárt sakn- að af bekkjarsystrum. Dóra, eins og við kölluðum Halldóru, var í fámennum hóp stelpna sem settust í stærð- fræðideild Menntaskólans í Reykjavík haustið 1957 og hafa haldið hópinn síðan. Hún hafði mikla hæfileika til náms og ákvað að nema lögfræði að loknu stúdentsprófi. Það fór þó svo, að eftir að hún hafði lokið fyrri hluta námsins veiktist hún af sjúkdómi, sem átti eftir að móta líf hennar til æviloka. Þótt hugsýki kippti endur- tekið undan henni fótum hélt hún áfram að afla sér mennt- unar í ýmsum greinum, lauk m.a. BA-námi í bókasafns- og upplýsingafræði og þegar hún var 68 ára lauk hún lögfræði- prófi frá Háskóla Íslands. Dóra hafði mjög gaman af ferðalögum og áttum við ógleymanlegar stundir saman þegar við heimsóttum skóla- systur okkar í Noregi og síðar þegar við fórum vestur í Djúp í sama tilgangi. Illvígur sjúkdómur, sem greindist hjá Dóru, hindraði að hún kæmist með stúdenta- hópnum til Parísar vorið 2010 og í næstu ferð, sem áformuð er í haust, verður hún aðeins með í huga okkar. Öll þessi ár, sem við höfum notið samvista við Dóru, höf- um við dáðst að metnaði henn- ar og þrautseigju við að ná settu marki. Dóra var stál- minnug allt fram að lokabar- áttunni og tveimur dögum fyr- ir andlátið gat hún hlegið með okkur að skemmtilegum minn- ingum frá skólaárunum og minnt okkur á gömul atvik. Við sendum fjölskyldu Hall- dóru innilegar samúðarkveðj- ur. Saumaklúbburinn Sinus, Ella Kolbrún, Elsa María, Guðlaug, Krist- ín, Steinunn Kolbrún og Stella. Elsku amma mín. Bara ef fleiri væru jafn heppnir að eiga jafn yndislega ömmu og ég. Ein af mínum fyrstu minningum er um þig, syngjandi vísur í eldhúsinu, meðan ég reyndi að klára púsl fyrir 0-3 ára. Ég fékk að eyða mörgum dögum hjá þér í pössun þar sem hver dagur bauð upp á nýtt æv- intýri, hvert öðru skemmtilegra. Þegar ég eltist bættust við sögurn- ar úr sveitinni sem mér þótti svo gaman að hlusta á, allt fram á þá síðustu. Sem betur fer fékk ég að vera þess heiðurs aðnjótandi að fá að hjálpa þér örlítið síðustu árin og er ég ólýsanlega þakklát fyrir. Mér þótti ofboðslega vænt um kaup- staðarferðirnar okkar sem skipa sérstakan sess í minningunni, þær voru ekki minna skemmtilegar en gagnlegar. Víða til þess vott ég fann, þótt venjist oftar hinu, að guð á margan gimstein þann, sem glóir í mannsorpinu. (Bólu-Hjálmar) Takk fyrir að leyfa mér að koma heim og kveðja þig, það er mér mjög mikils virði. Góða ferð. Ester Rós. Í vaskahúsinu er gott að vera með ömmu sinni. Þar er hægt að Ragnhildur Richter ✝ RagnhildurRichter fæddist 7. nóvember 1919 á Neðra-Núpi, Mið- firði, V-Húna- vatnssýslu. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund 5. ágúst 2011. Útför Ragnhild- ar fór fram frá Fossvogskirkju 12. ágúst 2011. spjalla um heima og geima um leið og lítil augu geta fylgst með því hvernig með- höndla á þvott af vandvirkni og alúð. Amma var af þeirri kynslóð Íslendinga sem upplifðu miklar þjóðfélagsbreyting- ar. Amma var að mörgu leyti framúr- stefnuleg kona sem var fljót að tileinka sér nýjungar. Hún var fljót að eignast og læra á ný tæki, hvort sem það var ör- bylgjuofn, sláttuorf, saumavél eða þráðlaus sími. Amma var um margt á undan sinni samtíð og mjög frumleg þeg- ar matur var annars vegar. Á 8. og 9. áratug síðustu aldar sökkti hún sér ofan í makróbíótískan mat sem var nánast óþekktur á þeim tíma. Hún sauð mísósúpu og baunakáss- ur, ristaði þangblöð, sem flestir þekkja núna og nota í súsí, og opn- aði augu mín fyrir því hvað það er gaman að vera óhrædd við nýjan mat og prófa sig áfram. Amma var fantaflinkur fata- hönnuður og saumakona. Það var kannski eins gott fyrir alþýðukonu sem átti fimm börn að geta saumað sjálf. Hún bjó til snið, breytti snið- um og lagaði föt sem eitthvert ólag var á. Þennan hæfileika nýtti amma fram á síðustu stund og það var gaman að sjá hana með skærin í höndunum eða sitja við nýju saumavélina og bauka við sauma- skap. Amma var alþýðukona sem hafði ekki fengið tækifæri til að mennta sig. Ég held að þess vegna hafi hún lagt ríka áherslu á það við mig að ég menntaði mig. Ég vona að hún hafi vitað að það sem hún kenndi mér er líka mikilvæg menntun og fyrir hana er ég þakk- lát. Halldóra Björt. ✝ Elskuleg móðir okkar, INGIBJÖRG DAÐADÓTTIR, lést laugardaginn 6. ágúst á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 16. ágúst klukkan 15.00. Auður Jónsdóttir, Ása Jónsdóttir, Daði Örn Jónsson, Anna Jónsdóttir og fjölskyldur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, PÁLÍNA SVEINBJÖRG ANDRÉSDÓTTIR, Hrafnistu Reykjavík, lést þann 4. ágúst. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 16. ágúst kl. 13.00. Davíð Garðarsson, Gerd Gardarsson, Hjörtur Pálsson, Ragnhildur G. Hermannsdóttir, Ólöf Ingibjörg, Jón Garðar, Guðlaugur Magni, Davíð Jóhann, Páll, Andrés Brynjar, Unnur Ósk, Birgir Páll, Hermann Jakob, langömmubörn og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN PÉTURSSON, Hraunbæ 37, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi sunnudaginn 31. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Stella Ingimarsdóttir, Jóhanna Jónsdóttir, Kristjana Jónsdóttir, Gísli Sighvatsson, María Jónsdóttir, Sigmar Reynisson, Kolbrún Jónsdóttir, Gunnar Ström og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ELÍSABET JÓNSDÓTTIR áður til heimilis að Ölduslóð 17, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 15. ágúst kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Gunnar Örn Gunnarsson, Erna Guðmundsdóttir, Brynjar Gunnarsson, Helga Birna Gunnarsdóttir, Axel Kristjánsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Ragnar Gíslason. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, METTA JÓNSDÓTTIR, Geirakoti, lést fimmtudaginn 11. ágúst á Borgarspítalanum. Útförin fer fram frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 20. ágúst kl. 14.00. Bjarni Ólafsson, Sigurjón Bjarnason, Ólafur Bjarnason, Unnur Fanney Bjarnadóttir, Hanna Metta Bjarnadóttir, Gísli Bjarnason, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN INGVARSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 16. ágúst kl. 15.30. Þeir sem vilja minnast hennar eru beðnir um að láta Slysavarnafélagið Landsbjörg njóta þess. Egill Rúnar Friðleifsson, Sigríður Hildur Svava Björnsdóttir, Erla Friðleifsdóttir, Ingvar Birgir Friðleifsson, Þórdís Árnadóttir, Guðmundur Ómar Friðleifsson, Sigrún Jakobsdóttir, Þóra Lovísa Friðleifsdóttir, Hallur Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.