Morgunblaðið - 19.08.2011, Qupperneq 4
BAKSVIÐ
Hjalti Geir Erlendsson
hjaltigeir@mbl.is
Félagarnir og ævintýramennirnir
Haraldur Sigurðsson, eldfjalla-
fræðingur, og Ragnar Axelsson,
ljósmyndari, lentu vægast sagt í
kröppum dansi þegar eldingu laust
niður örfáum
metrum frá þeim
við gígbrún
Eyjafjallajökuls
í eldgosinu í
fyrra. Atvikið
náðist á mynd-
band en líklega
hefur aldrei fyrr
náðst mynd af
eldingu svo ná-
lægt mönnum.
„Það náðist á
videó þegar eldingu slær niður
rétt fyrir aftan okkur þar sem við
höfðum staðið nokkrum sekúndum
áður. Við höldum að það hafi aldr-
ei gerst fyrr að svona hafi náðst á
myndband,“ segir Ragnar. Þeir
voru staddir inni í gosmökknum
rétt sunnan við Goðastein og gló-
andi hraunmolar spýttust út í allar
áttir.
Glóandi bombur og
stórir pyttir
„Þegar við gengum inn í mökk-
inn var mikið öskufall á okkur og
dálítið góðir molar líka. Svo fórum
við að sjá stóra pytti þar sem
bombur höfðu lent og brætt sig
inn í ísinn, svona metri eða hálfur
í þvermál. Þá fórum við að hugsa
að það væri ekki rétt að fara
lengra,“ segir Haraldur í samtali
við blaðamann. Andrúmsloftið hafi
sannanlega verið rafmagnað og
mikil spenna í loftinu þegar eld-
ingunni laust niður rétt fyrir aftan
þá félaga, þar sem þeir höfðu stað-
ið aðeins nokkrum sekúndum áð-
ur.
„Það var svo mikið rafmagn í
loftinu að það stóð á endum á
manni hárið. Þegar við vorum að
ganga til baka þá allt í einu skall
þessi elding bara rétt fyrir aftan
okkur. Ég myndi halda að hún
væri ekki meira en svona 10 metr-
um fyrir aftan okkur.“ Haraldur
segir erfitt að lýsa aðstæðum með
orðum. „Maður vissi ekkert hvað
myndi gerast næst. Við vorum í
umhverfi sem við gátum ekk-
ert stjórnað.“
Þrátt fyrir nálægðina við
eldinguna heyrðust ekki
miklar þrumur, né heldur
heyrðist mikið í kraft-
miklu eldgosinu sem þó
var rétt við hæla þeirra.
„Allt umhverfið var
þrungið af ösku. Maður
heyrði ekki mikið því
askan í andrúms-
loftinu dempar all-
an hávaða.
Öll hljóð
verða að nokkurs konar skrölti og
maður heyrir til dæmis engar
drunur í sprengingunum,“ segir
Haraldur.
Tilgangur ferðarinnar að gígn-
um var að safna sýnum sem þeir
og gerðu þrátt fyrir afar erfiðar
aðstæður. „Við tókum nokkur sýni
með okkur og svo fórum við bara
út úr mökknum. Þetta var orðið
mjög erfitt því við vorum ekki með
gasgrímur,“ segir Haraldur.
Þörfin til að rannsaka eld-
gosið var öðru yfirsterkari
Hann segir eldingar mjög al-
gengar í sprengigosum líkum því
sem varð í Eyjafjallajökli. Ástæð-
an sé núningur milli öskukorna í
loftinu sem myndi spennu. Þá
myndist einnig skammhlaup milli
andrúmsloftsins og jarðarinnar.
„Það getur verið mikill fjöldi eld-
inga í svona gosum, sérstaklega
þegar það er mikil gufa í því eins
og myndaðist þarna þegar jökull
bráðnaði,“ segir Haraldur.
Þrátt fyrir að þeir hafi vafalaust
verið í lífshættu þá hvarflaði það
aldrei að þeim fyrr en síðar. Þörf-
in til að skoða og rannsaka var
öllu öðru yfirsterkari.
Atvikið, þegar eldingunni lýstur
niður, má sjá í heimildarmyndinni
„Andlit norðursins“ þar sem fylgst
er með störfum ljósmyndarans
Ragnars Axelsonar á norður-
slóðum. Myndin er sýnd í Bíó
Paradís við Hverfisgötu.
Spennuþrungin stund
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og Ragnar Axelsson ljósmyndari
voru hætt komnir á Eyjafjallajökli í fyrra Einstök mynd náðist af eldingu
Ljósmynd/Sagafilm
Eldingin Það náðist á myndband þegar eldingu laust niður rétt fyrir aftan Harald Sigurðsson og Ragnar Axelsson við gígbrún eldgossins í Eyjafjallajökli í fyrra.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2011
Mennta- og menningarmálaráðu-
neytið hefur komist að þeirri nið-
urstöðu að Kvikmyndaskóli Íslands
geti ekki uppfyllt
skilyrði við-
urkenningar um
rekstrarhæfi.
Mati á rekstr-
arhæfi skólans er
lokið.
Ríkisend-
urskoðun tekur
undir þetta og
telur auk þess
rétt að ráðist
verði í sérstaka
úttekt á því hvernig farið hefur verið
með framlag ríkisins til skólans. Í
ljósi þessa er skv. tilkynningu frá
ráðuneytinu í gær ekki unnt að ganga
til samninga við skólann um hækkun
á fjárframlögum til hans meðan svo
mikil óvissa ríkir um reksturinn.
Menntamálaráðherra fundaði með
forsvarsmönnum skólans í gær og
kynnti þeim þessa niðurstöðu.
„Áréttaði ráðherra að skólinn hefði
skuldbindingar gagnvart nemendum
og óskaði eftir svörum um hvernig
hann hygðist standa við þær,“ segir í
frétt ráðuneytisins. „Beðið er upplýs-
inga um áform skólans um næstu
skref og þá með hvaða hætti ráðu-
neytið getur komið að þeim skrefum
með hagsmuni nemendanna að leið-
arljósi.“
Stendur við yfirlýsinguna
„Ég sagði einfaldlega að ef ekki
yrði fundin sanngjörn lausn á mál-
efnum Kvikmyndaskólans myndi ég
ekki styðja fjárlögin. Og það stend-
ur,“ sagði Þráinn Bertelsson, þing-
maður VG í samtali við mbl.is í gær-
kvöldi. Þráinn hefur áður lýst þessu
yfir. „Þetta er bara þvílík handabaka-
vinna og er bara ráðuneytinu og þeim
sem þar ráða húsum til mikillar
skammar, finnst mér. Ég get ekki
sagt annað,“ segir Þráinn um af-
greiðslu ráðuneytisins á málinu.
Óvissa ríkir um starfsemi Kvik-
myndaskólans í vetur en skólinn átti
að óbreyttu að hefja starfsemi innan
nokkurra daga.
„Mér finnst þetta bara vera ótrú-
lega sorglegt mál. Og sorglegast af
öllu þessu finnst mér vera að það sé
fólk úr mínum flokki sem á að stjórna
þessu ráðuneyti. Ég hélt að það væri
áhugi á menningu í þessum flokki,“
segir Þráinn og kennir um skrifræði í
menntamálaráðuneytinu og aðgerða-
leysi menntamálaráðherra, Katrínar
Jakobsdóttur.
Fær ekki
hærri
framlög
Þráinn
Bertelsson
Kvikmyndaskól-
inn ekki talinn
rekstrarhæfur
Afrakstur ferðarinnar á Eyja-
fjallajökul má meðal annars sjá á
Eldfjallasafni Haraldar Sigurðs-
sonar í Stykkishólmi. Á ferðum
sínum um heiminn og í störfum
sínum hefur Haraldur komið sér
upp miklu safni af efni, ýmiskon-
ar listaverkum, rannsóknarefni
og bókum sem snerta eldgos og
eldvirkni víðsvegar um heiminn.
Hluti þeirra sýna, sem hann tók
við gígbarminn í Eyjafjallajökli,
er til sýnis á safninu. Þar á meðal
bombur sem eru allt að metri í
þvermál. Sérstök sýning sem
fjallar um eldgosið í Eyja-
fjallajökli árið 2010 var sett upp í
vor. Þar má meðal annars sjá
listaverk eftir Ragnar Ax-
elsson ljósmyndara af gos-
unum á Fimmvörðuhálsi
og í Eyjafjallajökli.
Einnig ljósmyndir
eftir Jóhann Ísberg
og vatnslitamynd
af sprengigosinu
í Eyjafjallajökli
eftir Vigni Jó-
hannsson.
Bombur
til sýnis
ELDFJALLASAFNIÐ
Haraldur
Sigurðsson
Ragnar
Axelsson
Hjalti Geir Erlendsson
hjaltigeir@mbl.is
Brátt hverfur síðasta bankaútibúið af
Laugaveginum þegar Landsbankinn
flytur útibú sitt frá Laugavegi 77 í
Borgartún 33. Bankinn lét byggja
húsið árið 1961 og hefur verið með
starfsemi þar síðan. Útibúið á
Laugavegi 77 hefur í nokkurn tíma
verið stærsta útibú bankans en fjöl-
margir einstaklingar og fyrirtæki
eru með viðskipti þar. Fyrr á árum
voru fjölmörg bankaútibú á Lauga-
vegi og í Bankastræti. Því má segja
að brotthvarf Landsbankans marki
tímamót í sögu miðbæjarins. Nýja
útibúið í Borgartúni tekur til starfa
eftir áramót þegar Laugavegsútibú
og útibúið í Holtagörðum sameinast
að fullu.
Breyttir viðskiptahættir
„Starfsemi útibúanna hefur þegar
verið sameinuð að einhverju leyti. Í
augnablikinu er þetta þannig að
Holtagarðaútibúið er opið að litlum
hluta, þar eru gjaldkerar og einhver
þjónusta en allir þjónustufulltrúar og
önnur starfsemi er flutt upp á Lauga-
veg og verður þar þangað til við för-
um í Borgartúnið,“ segir Kristján
Kristjánsson, upplýsingafulltrúi
Landsbankans. Hann segir að öllum
viðskiptavinum útibúanna hafi verið
gerð grein fyrir flutningunum en ná-
kvæm tímasetning liggi ekki fyrir.
Breyttir viðskiptahættir og hag-
ræðing eru aðalástæða breytinganna
en stærstur hluti þjónustu bankans
við viðskiptavini fer nú fram í gegn-
um tölvu eða síma.
„Nú er það þannig að bara 10% af
snertingum viðskiptavina við bank-
ann fara fram við heimsókn í bank-
ann. Hlutverk útibúanna hefur verið
að breytast og þau þurfa því ekki að
vera eins víða,“ segir Kristján.
Landsbankinn var lengst af með
allt húsið að Laugavegi 77 undir
starfsemi sína en það er í eigu bank-
ans. Nú nýtir bankinn aðeins tæp-
lega 30% húsnæðisins. Ekki er ljóst
hvað tekur við í rýminu sem losnar.
Valitor er með stóran hluta hússins á
leigu. Óvíst er hvort Landsbankinn
selji húsnæðið í bráð.
Síðasti bankinn hverfur af Laugaveginum
Landsbankinn sameinar tvö útibú og flytur í Borgartúnið
Breyttir viðskiptahættir og hagræðing eru aðalástæðan
Morgunblaðið/Eggert
Breytingar Landsbankinn hættir starfsemi við Laugaveg um áramótin.