Morgunblaðið - 19.08.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2011
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Reykjavík - Reykjanesbæ
Akureyri - Húsavík
Vestmannaeyjum
RAFSTÖÐVAR
Arges einfasa Rafstöð HD6500
Bensín m/rafstarti 5,2KW
98.900,-
Arges einfasa Rafstöð HD3800
Bensín m/rafstarti 3,2KW
87.900,-
Fyrrverandi forseti fram-kvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins, Jacques Delors, einn
helsti hugmyndafræðingur „evr-
ópuhugsjónarinnar“, sagði í sam-
tali við belgíska
dagblaðið Le Soir í
gær að sambandið
stæði á barmi
hengiflugs og til
þess að falla ekki
fram af yrðu ríki
þess að framselja
meira af fullveldi
sínu til Brussel:
Opnið augu ykk-ar, evran og
ESB standa á brún
hengiflugs,“ segir
Delors í viðtalinu.
Svo ótrúlega sem það hljómarþá virðist Delors ekki hafa
lesið grein Péturs J. Eiríkssonar
um að allt tal um þörf og vilja til
aukinnar miðstýringar í Brussel
sé séríslenskur misskilningur.
En hitt er þó enn ótrúlegra aðþað skuli ekki hafa róað De-
lors nóg að lesa hugleiðingar Sig-
ríðar Ingadóttur alþingismanns
um að óróinn í kringum evruna
sé einungis taugakippir á mark-
aði.
Auðvitað hlýtur hann einnig aðhafa heyrt skýringar hagvís-
indamanna Samfylkingarinnar,
þeirra Björgvins Sigurðssonar og
leiðtoga hans Össurar Skarphéð-
inssonar um að fréttir um evruna
væru uppörvandi en ekki óttaleg-
ar. Aðrir eins menn og þessir
tveir fara ekki með neitt fleipur.
Hafi Delors fengið slíkar skýr-ingar frá þeim sem best
þekkja til, hvers vegna talar hann
svona? Maður bara spyr.
Jacques Delors
Skilur hann
ekkert?
STAKSTEINAR
Össur
Skarphéðinsson
Veður víða um heim 18.8., kl. 18.00
Reykjavík 13 léttskýjað
Bolungarvík 7 alskýjað
Akureyri 9 skýjað
Kirkjubæjarkl. 12 skýjað
Vestmannaeyjar 11 léttskýjað
Nuuk 12 skýjað
Þórshöfn 13 skýjað
Ósló 20 léttskýjað
Kaupmannahöfn 18 heiðskírt
Stokkhólmur 21 léttskýjað
Helsinki 18 heiðskírt
Lúxemborg 28 heiðskírt
Brussel 17 þrumuveður
Dublin 12 skúrir
Glasgow 16 léttskýjað
London 13 skýjað
París 23 skýjað
Amsterdam 17 léttskýjað
Hamborg 20 heiðskírt
Berlín 27 heiðskírt
Vín 30 léttskýjað
Moskva 17 skúrir
Algarve 25 heiðskírt
Madríd 36 léttskýjað
Barcelona 27 léttskýjað
Mallorca 33 heiðskírt
Róm 31 léttskýjað
Aþena 30 heiðskírt
Winnipeg 27 léttskýjað
Montreal 26 léttskýjað
New York 21 heiðskírt
Chicago 26 léttskýjað
Orlando 30 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
19. ágúst Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:31 21:33
ÍSAFJÖRÐUR 5:24 21:50
SIGLUFJÖRÐUR 5:06 21:33
DJÚPIVOGUR 4:58 21:05
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Þorsteinn Pálsson, samninganefndarmaður í samn-
inganefnd Íslands í aðildarviðræðum við Evrópu-
sambandið, segir að það fari ekki framhjá nokkrum
manni að ágreiningur sé á milli stjórnarflokkanna
um hvernig viðræðum við ESB um landbúnaðarmál
sé háttað.
„Ég lít á þetta sem ágreining milli stjórnarflokk-
anna, en ekki tveggja ráðherra. En ég þekki vit-
anlega ekki til innanbúðarmála í ríkisstjórninni.
Ágreiningurinn hefur komið skýrast fram varðandi
landbúnaðarmálin og vitanlega hefur sá ágreiningur
áhrif á framgang viðræðna,“ sagði Þorsteinn þegar
Morgunblaðið hafði samband við hann í gær.
„Það er hverjum og einum ljóst að ágreiningur
stjórnarflokkanna hefur tafið viðræðurnar og veikir
að mínu mati stöðu Íslands í viðræðunum. Ég hef frá
upphafi haft ákveðnar efasemdir
um að þessir tveir flokkar gætu
lokið málinu, þó þeir gætu hafið
það,“ sagði Þorsteinn.
Þorsteinn var spurður hvort
það væri þá ekkert að gerast í
viðræðum við ESB: „Það er nú
kannski ekki alveg að marka það,
því það hafa verið sumarfrí að
undanförnu, bæði hér á landi og
hjá Evrópusambandinu. En það
hefur komið fram áður, að Jón Bjarnason skýrði
samninganefndinni frá því í vor sem leið, að það væri
óheimilt að semja um nokkuð annað en fulla og
óbreytta tollvernd og það væri óheimilt að leggja
fram nokkrar áætlanir um breytingar á stofnana-
kerfi landbúnaðarins.
Ég hef því litið svo á að landbúnaðarráðherra hafi
stöðvað viðræður á þessu sviði,“ sagði Þorsteinn.
Ágreiningur veikir stöðu Íslands
Þorsteinn Pálsson segist frá upphafi hafa efast um að
stjórnarflokkarnir gætu lokið aðildarviðræðum við ESB
Þorsteinn Pálsson
Í fundargerð samninganefndarinnar, frá
því 19. maí sl. segir m.a.: „Fram kom í máli
formanns að umboð fulltrúa sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðuneytis væri takmarkað
að því er varðar skoðun á öðrum kostum
en tollvernd auk þess sem ekki væri til
staðar umboð til að vinna að áætlanagerð.
Fulltrúar í samninganefnd lýstu áhyggj-
um af þessum takmörkunum á umboði og
töldu mikilvægt að leitað yrði lausna þar á.
Einn samninganefndarmanna taldi að líta
mætti svo á að með slíkri yfirlýsingu væri
verið að stöðva viðræðurnar.“
Er að stöðva
viðræður
ÚR FUNDARGERÐ
Laugardaginn 20. ágúst verður Inn-
djúpsdagur haldinn í fyrsta skipti en
þá verður efnt til fjölskylduhátíðar
með miðaldaívafi við innanvert Ísa-
fjarðardjúp.
Inndjúpsdagurinn er samstarfs-
verkefni fræðimanna sem starfað
hafa við fornleifauppgröft í Vatns-
firði, aðila í ferðaþjónustu við inn-
anvert Ísafjarðardjúp og Súðavík-
urhrepps.
Hægt verður að fræðast um forna
frægð Vatnsfjarðar undir leiðsögn
fræðimanna og staðkunnugra og í
Heydal verður miðaldadagskrá og
hirðdansleikur í anda Björns Jór-
salafara sem bjó í Vatnsfirði á 14. og
15. öld með hirð sinni.
Vatnsfjörður við Ísafjarðardjúp
er einn af merkustu sögustöðum
landsins en allt frá landnámsöld og
fram yfir siðaskipti var Vatnsfjörður
stórbýli og höfðingjasetur. Und-
anfarin 8 ár hafa farið fram um-
fangsmiklar fornleifarannsóknir í
Vatnsfirði og frá árinu 2005 hefur
verið starfræktur þar alþjóða-forn-
leifaskóli samhliða uppgreftrinum.
Boðið verður upp á ókeypis leiðsögn
um fornleifaleitarsvæðið í Vatnsfirði
laugardaginn 20. ágúst kl. 13 og 15
og kl. 11 sunnudaginn 21. ágúst.
Í Heydal við Mjóafjörð, skammt
frá Vatnsfirði, verður efnt til mið-
aldadagskrár á Inndjúpsdeginum í
anda Björns Jórsalafara. Meðal ann-
ars verður fluttur frumsaminn leik-
þáttur um Björn Jórsalafara kl. 17,
laugardaginn 20. ágúst, og lesnir
upp valdir kaflar úr Sögu Vatns-
fjarðar, en ritun sögunnar er nýlega
lokið og verður hún gefin út á næstu
misserum.
Á laugardagskvöldinu verður boð-
ið upp á hlaðborð með miðaldaívafi í
Heydal og að því loknu verður efnt
til hirðdansleiks þar sem meðal ann-
ars verða kynntir miðaldadansar.
Dansleikur í anda
Björns Jórsalafara
Inndjúpsdagur haldinn í fyrsta skipti