Morgunblaðið - 19.08.2011, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2011
70 lítil
hjörtu þurfa
lækningu á
hverju ári
Á allra vörum safnar nú fyrir nýju barnahjarta-
sónartæki, í samstarfi við Neistann. Vertu með
og leggðu hjartveikum börnum lið með því að
kaupa Á allra vörum gloss frá Dior! Sjá nánar
á www.aallravorum.is.
ÞAÐ ÞARF STÓRT
HJARTA TIL AÐ
BJARGA ÞEIM LITLU
Hjartans
þakkir:
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
H
insegin heimboðið
Bakdyramegin er
einn af þeim mörgu
viðburðum sem
verða í boði á Menn-
ingarnótt sem fer fram í Reykjavík
á morgun. Heimboðið stendur frá
klukkan fjögur til ellefu og eru það
íbúar að Grettisgötu 45 sem bjóða
alla velkomna heim til sín. Þar
leiða saman hesta sína listamenn
úr hinseginheimum og sýna gest-
um og gangandi verk sín. Á dag-
skrá verða gjörningar, dansverk,
myndlist, grafísk hönnun, tónlist,
bókmenntir, ljóð, kvikmyndalist og
fleira.
„Okkur langaði til að gera
eitthvað skemmtilegt á Menning-
arnótt. Árni býr þarna og stakk
upp á að framkvæma þennan við-
burð í léttu Facebook-spjalli. Við
þekkjum fullt af ótrúlega hæfi-
leikaríku og skemmtilegu fólki úr
þessum hinsegin-veruleika og
ákváðum að slá margar flugur í
einu höggi. Það tóku allir ákaflega
vel í það að taka þátt í þessu opna
húsi,“ segir Gunnar Helgi Guð-
jónsson einn þeirra sem standa að
heimboðinu Bakdyramegin. Hinir
eru Árni Grétar Jóhannsson íbúi
að Grettisgötu og Sigríður Eir
Zophoníasardóttir.
Listrænir þremenningar
„Við erum vinir og vinnum öll
saman á Trúnó og Barböru. Við
komum líka öll nálægt listum. Árni
er leikstjóri, menntaður frá Rose
Bruford College í Lundúnum. Sig-
ríður Eir stundar nú nám í leiklist-
ardeild Listaháskóla Íslands og ég
Sýna hæfileika úr
hinseginheimum
Listamenn úr hinseginheimum leiða saman hesta sína og sýna gestum og gang-
andi verk sín á Menningarnótt á morgun. Bakdyramegin nefnist viðburðurinn
sem fer fram á Grettisgötu. Boðið verður upp á kaffi og bakkelsi og fjölbreytt at-
riði, meðal annars; tónlist, myndlist, leiklist, brúðuleikhús, dans og handahlaup.
Fjölhæf Sigríður Eir syngur í dúettinum Gullbrá sem kemur fram á lista-
veislunni Bakdyramegin á Grettisgötu 45 á morgun.
Listaveisla Vatnslitaverk eftir Gunnar Helga sem sýnir á Grettisgötu.
Ástralska tísku- og lífsstílstímaritið
Peppermint er prentað á endurunn-
inn pappír og gefur sig út fyrir að
vera hið eina sanna „græna“ tímarit
á vefsíðu sinni. Þar má sjá og skoða
ýmsar skemmtilegar greinar tengdar
tísku, förðun, listum og fleiru. Í tísku-
greinunum má finna frétt um nýjar
og fremur óhefðbundnar handtöskur.
Þær eru hannaðar af fyrirtækinu Hel-
veticus og búnar til úr endurnýttum
Swiss army teppum. Hvíta krossinn á
rauðum bakgrunni, einkennismerki
Swiss army, er að finna á töskunum.
Smart hönnun sem hefur vakið mikla
athygli um heim allan. Þá er einn
undirflokkurinn á vefsíðunni tileink-
aður öllu því sem umhverfisvænt og
endurunnið er. Það er alltaf gaman að
fylgjast með því sem er að gerast í
tímaritum svo ekki sé talað um að sjá
hvað sé vinsælast hinum megin á
hnettinum.
Vefsíðan www.peppermintmag.com
Smart Taska úr endurunnum Swiss army teppum nýtist vel í ræktina.
Hið eina sanna græna tímarit
Þið hafið ekki efni á að fara í utan-
landsferð fyrir haustið til að kaupa
föt, ykkur finnst rassinn of stór eða
hárið lufsulegt, þið nennið ekki í
vinnuna eða finnst foreldrar ykkar
óþolandi. Yfir þessu vælið þið og tuð-
ið og látið þessar grunnhyggnu hugs-
anir skemma fyrir ykkur dagana.
Hvernig væri nú að hætta þessari
dramatík og vangaveltum yfir smá-
munum? Þakkið frekar fyrir lífið, fyrir
að fá að umgangast fjölskylduna og
fyrir að hafa vinnu. Elskið ykkur eins
og þið eruð, þið verðið ekkert öðru-
vísi. Það er staðreynd að lífið er
stutt, njótið þess á meðan það varir.
Endilega …
… hættið
þessu væli
Reuters
Nýtur lífsins Victoria svíaprinsessa
„smælar“ framan í heiminn.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Eins og flestir Íslendingarvita, er Reykjavík-urmaraþonið á morgun.Maraþonið er löngu orðið
einn af þessum skylduatburðum, at-
burðum eins og 17. júní-skemmt-
unum og útitónleikum með Elton
John. Þar munu fjölmargir hlaup-
arar láta ljós sitt skína, og er ég þar
engin undantekning. Ef til vill að
ljósinu undanskildu. Ég ákvað í vor
að ég ætlaði að taka þátt, og þá kom
ekkert minna en hálfmaraþon til
greina. Bjartsýni? – Já, heldur bet-
ur.
Þar sem ég tók þessa ákvörðun
tiltölulega snemma, gafst góður tími
til undirbúnings. Ég
hugsaði með mér að ég
hefði nú æft íþróttir
frá blautu barnsbeini,
og því ætti hálf-
maraþon að vera „pís
of keik“ fyrir mig. Það
kom þó annað á dag-
inn. Langhlaup er nefni-
lega erfitt. Hrikalega
erfitt.
Ég hóf sum-
arið á því að
hlaupa stuttar
vegalengdir,
en vegalengd-
irnar jók ég
jafnt og þétt
og þegar sum-
arið var hálfn-
að var ég bara
orðinn nokkuð
góður á því. Þeg-
ar síðan kom í mig
ferðafiðringur, og ég eyddi nokkrum
helgum í röð í það að ferðast innan-
lands og slappa af, hugsaði ég með
mér að það gerði nú lítið til þótt
hlaupaplanið raskaðist lítillega.
Þetta kæru- og agaleysi mitt átti þó
eftir að koma í bakið á mér, því það
er víst ekki hægt að spóla yfir
nokkrar vegalengdir án þess að lík-
aminn gjaldi fyrir það dýru verði.
Fljótlega komst ég að því að
hlaupalaga-listinn, hlaupa-
playlistinn, skiptir höfuðmáli í
hlaupinu. Þetta á ekki síst við þegar
maður er farinn að telja hlaupatím-
ann í klukkustundum, en þá er eins
gott að velja lög í réttu tempói.
Quarashi gerir til dæmis gæfumun-
inn fyrir mig – Stun Gun klikkar
ekki á lokasprettinum.
Annað sem skiptir miklu máli
þegar maður er að
hlaupa svona, er út-
búnaðurinn. Ég
spyrnti lengi vel
við þeirri fá-
sinnu, að mér
fannst, að
hlaupa í buxum
sem láta stælt-
asta fótbolta-
mann (eins og
mig sjálfan) líta
út eins og
Sambó-lakkrís.
Þegar ég loks-
ins lét undan
þrýstingi og
smellti mér
í leggings-
hlaupabux-
HeimurRóberts