Morgunblaðið - 19.08.2011, Síða 12
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
„Það var einn kippur og svo rauk
laxinn út yfir ána og síðan lengst
niðureftir. Ég þurfti að hlaupa eftir
honum, en svo sneri laxinn við og fór
uppeftir. Hann fór aftur á tökustað-
inn og þar náði ég að landa honum,“
segir Stefán Ernir Þorsteinsson um
viðureignina við 103 cm hæng sem
hann landaði í Laxá í Aðaldal í vik-
unni. Laxinn tók rauðan Frigga á
Hagabökkum og miðað við viðmið-
unarkvarða Veiðimálastofnunar hef-
ur hann vegið tæp 22 pund.
„Ég var ekkert sérstaklega lengi
að þreyta laxinn, kannski í rúmlega
korter,“ bætir Stefán við en hann er
16 ára gamall og var að veiða í
fjórða skipti í ánni ásamt eldri
bræðrum sínum, Jóni og Vilhelm.
Þeir fengu alls níu laxa, þar á meðal
einn 96 cm, annan 88 cm og tvo 85
cm, en sá stóri var eini laxinn sem
Stefán landaði. Hann segist hafa
fengið þrjá eða fjóra í fyrri ferðum
sínum í ána en þetta sé sá lang-
stærsti. Hann hafi eitt sinn náð ein-
um 93 cm löngum. Þá hafi ekki verið
slæmt að fá stærri fisk en bræð-
urnir.
„Það var mjög skemmtilegt,“ seg-
ir hann lukkulegur og bætir við að
þetta sé næststærsti lax sem veiði-
menn í fjölskyldunni hafi landað.
Frændi hans einn hafi stærst fengið
110 cm lax, einnig í Laxá í Aðaldal.
Flestir laxanna tóku sömu túpu-
fluguna hjá þeim bræðrum, rauðan
Frigga, eins og hálfs tommu.
„Frigginn var skæður. Svo tóku
tveir svarta Frances og einn Laxá
gula.“
Sjö af löxunum níu voru stórlaxar,
yfir 70 cm langir, en laxveiðimenn
um land allt segja smálaxagöngur
hafa verið lélegar í sumar.
Nítján á vaktinni
Eins og sjá má á nýjum tölum
Landssambands veiðifélaga um afla-
hæstu laxveiðiárnar, á vefnum ang-
ling.is, þá er Eystri-Rangá á mikilli
siglingu og að sigla framúr öðrum.
Þar veiddust 660 laxar í liðinni viku.
Fínar göngur eru enn í Rangánum
báðum. Til að mynda veiddust 80
laxar í fyrradag í Ytri-Rangá, mikið
til lúsugir nýrenningar, og þegar
blaðamann bar að garði við Eystri-
Rangá hitti hann lukkulega veiði-
menn sem voru að koma af neðsta
svæðinu og höfðu fengið 19 laxa á
stöngina um morguninn, á spúninn,
og sögðu mikið af laxi vera þar á
svæðinu.
Veiðin í Laxá í Dölum hefur verið
afspyrnudræm, er komin í aðeins
210 laxa á sex stangir. Áin er við-
kvæm fyrir vatnsleysi en engu að
síður veiðist þar yfirleitt mun meira
en þetta; á sama tíma í fyrra höfðu
veiðst um 630 laxar, 605 árið 2009 og
um 1.000 á sama tíma sumarið 2008.
Veiðimenn sem voru í ánni í síð-
ustu viku sögðu lítið af laxi í ánni,
nema þá helst í Þegjanda og
Lambastaðakvörn, þar sem lax var
linnulítið á lofti. Síðustu daga hefur
veiðin loks tekið kipp, því sam-
kvæmt fréttavef SVFR fékk síðasta
holl tæpa 50 laxa. Nú er orðið leyfi-
legt að beita maðki í ánni og má
gera ráð fyrir að aflatölur stígi um-
talsvert.
„Það var einn kippur og
svo rauk laxinn út yfir ána“
Sextán ára piltur veiddi 103 cm lax í Aðaldal Góður gangur í Eystri-Rangá
Stórlax Stefán Ernir Þorsteinsson með 103 cm hæng sem hann veiddi við Hagabakka í Laxá í Aðaldal. „Ég var ekk-
ert sérstaklega lengi að þreyta laxinn, kannski í rúmlega korter,“ segir hann um viðureignina við sinn stærsta lax.
Aflahæstu árnar
Eystri-Rangá (18)
Ytri-Rangá og Hólsá (20)
Norðurá (14)
Blanda (16)
Þverá-Kjarrá (14)
Miðfjarðará (10)
Selá í Vopnafirði (7)
Haffjarðará (6)
Langá (12)
Elliðaárnar (6)
Grímsá og Tunguá (8)
Laxá í Aðaldal (18)
Laxá í Kjós (10)
Breiðdalsá (8)
Laxá í Leirársveit (6)
Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði
Staðan 17. ágúst 2011
Heimild: www.angling.is
Á sama
tíma í fyrra
3.116
3.117
1.897
2.739
3.107
2.125
1.468
1.502
1.205
1.060
1.434
1.005
850
529
812
Veiðin
10. ágúst
1.897
1.711
1.892
1.708
1.441
1.208
1.273
1.160
997
944
824
668
728
580
580
2.557
2.160
1.950
1.817
1.528
1.504
1.404
1.245
1.207
1.020
916
782
754
692
639
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2011
Undanfarnar nætur hafa farið fram
stillingar á útilýsingunni á Hörpu-
torgi. Verkfræðistofan Verkís sá
um lýsingarhönnun og hafa starfs-
menn verið að stilla ljósin á torginu
fyrir komandi Menningarnótt. Út-
færsla lýsingarinnar byggist á því
að lýsa gangandi vegfarendum um
torgið og um leið að kalla fram
stemningu með skuggamyndum af
trjám og öldugangi. „Vegfarendum
er ætlað að upplifa sig á leiksviði
náttúrunnar en um leið er þess gætt
að lýsingin valdi ekki truflun eða
glýju þegar horft er á Hörpu. Þetta
gerir umhverfið að einu stóru leik-
sviði þar sem Harpa er miðpunkt-
urinn og lýsingin styður við um-
hverfi hennar,“ segir í tilkynningu.
Hörpuljósin stillt
Vetraráætlun Strætó tekur gildi
sunnudaginn kemur, 21. ágúst.
Tíðni ferða eykst á flestum leiðum
og verður svipuð og síðasta vetur,
segir í frétt frá Strætó..
Leiðir 1 og 6 munu aka á 15
mínútna fresti frá kl. 6.30 til 18.00
á virkum dögum í stað 30 mínútna
í sumar.
Leiðir 2, 3, 4, 11, 12, 14 og 15
aka einnig á 15 mínútna fresti, en
einungis á annatímum, frá klukk-
an 6.30 til 9.00 og 14.00 til 18.00 á
virkum dögum.
Tíðni ferða á virkum dögum
verður aukin töluvert á leið 23
sem ekur um Sjálandshverfi í
Garðabæ og Álftanes en ekki
verður lengur ekið að Vífils-
stöðum. Auk þess mun verða ekið
á leið 23 á laugardögum.
Vetraráætlun tekur
gildi hjá Strætó
Nýr sunnlenskur fréttavefur,
www.dfs.is, sem er skammstöfun
fyrir Dagskráin, fréttablað Suður-
lands, er tekinn til starfa. Um er að
ræða vef á vegum Prentmets Suð-
urlands, sem rekinn verður sam-
hliða Dagskránni. Þar verður að
finna allar nýjustu sunnlensku
fréttirnar, greinaskrif Sunnlend-
inga, menningartengt efni, sunn-
lenska matgæðinginn og fleira og
fleira. Ritstjóri vefsins verður
Magnús Hlynur Hreiðarsson en all-
ir starfsmenn Prentmets Suður-
lands munu koma að vinnu vefsins á
einn eða annan hátt.
Nýr fréttavefur
Skagfirskir
bændur og
Reiðhöllin
Svaðastaðir
við Sauð-
árkrók blása
til landbún-
aðarsýningar
og bændahá-
tíðar í Skaga-
firði næstkomandi laugardag, 20.
ágúst, kl. 10. Þar mun margt
fróðlegt og skemmtilegt bera fyr-
ir augu manna og má m.a. nefna
sveitamarkað, fróðleik um fornar
vinnsluaðferðir til sveita, smala-
hundasýningu, hrútasýningu,
kálfasýningu, vélasýningu, hús-
dýragarð, bændafitness og fleira.
Aðgangur á sýninguna er ókeyp-
is.
Nánari dagskrá Sveitasælu er
að finna á www.visitskagafjor-
dur.is.
Sveitasæla í
Skagafirði á morgun
STUTT
ALLIR LITIR
RÚV hefur verið tilnefnt til al-
þjóðlegra Emmy-verðlauna fyrir
fréttaflutning sinn af eldgosinu í
Eyjafjallajökli vorið 2010.
Tilnefningin er fyrir bestu frétta-
umfjöllun, en auk RÚV eru Sky
News, TV Globo í Brasilíu, ABS-
CBN á Filippseyjum tilnefnd til
verðlaunanna í ár.
Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk-
ur miðill er tilnefndur fyrir frétta-
umfjöllun, samkvæmt tilkynningu
frá RÚV.
Tilkynnt verður um verðlaunin
við athöfn í Lincoln Center í New
York 26. september. Alþjóðlegu
Emmy-verðlaunin eru veitt árlega
en aðild að samtökunum sem veita
verðlaunin eiga fagmenn úr
skemmtanaiðnaði og fréttaheim-
inum frá 50 löndum og 500 fyr-
irtækjum.
RÚV tilnefnt til Emmy-verðlauna fyrir
fréttaflutning af gosinu í Eyjafjallajökli
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að
ljós yrði tendrað á Friðarsúlunni í Viðey á
sunnudagskvöld.
Tilefnið er að stjórnvöld í Noregi hafa
ákveðið að sunnudagurinn 21. ágúst skuli til-
einkaður minningu þeirra er létust í hryðju-
verkaárásunum í Osló og á Úteyju þann 22.
júlí síðastliðinn.
Reykjavíkurborg vill með þessu senda sam-
úðarkveðjur til Norðmanna og minnast þeirra
sem létust í árásunum. Að öllu jöfnu er ekki
kveikt á Friðarsúlunni fyrr en 9. október ár
hvert en í samráði við höfund verksins, Yoko
Ono, er nú lagt til að gerð verði á því undan-
tekning og að ljós súlunnar fái að loga frá sól-
setri 21. ágúst og fram á morgun.
Friðarsúlan tendruð á sunnudagskvöld