Morgunblaðið - 19.08.2011, Page 14

Morgunblaðið - 19.08.2011, Page 14
Samtals verður hlaupið 1.323 kíló- metra fyrir UNICEF í Reykjavík- urmaraþoninu. Aldrei hafa fleiri hlaupið til styrktar UNICEF á Ís- landi, en um það bil sex sinnum fleiri hafa skráð sig fyrir stofn- unina í ár en í fyrra. „UNICEF veitir mikla og sam- hæfða aðstoð á svæðinu öllu sem nú er í vanda vegna mestu þurrka í sex áratugi. Það sem af er þessari viku hafa samtökin sem dæmi komið nægum hjálpargögnum til Mogad- ishu og suðurhluta Sómalíu til að meðhöndla 4.300 lífshættulega van- nærð börn. Öll áheit sem safnast af hlaupinu renna til neyðaraðgerða UNICEF á þurrkasvæðunum í aust- urhluta Afríku. Framlögum til hjálparstarfs UNICEF verður með- al annars varið til að útvega lífs- nauðsynleg bóluefni, lyf, hreint vatn og sérstakt vítamínbætt jarð- hnetumauk fyrir alvarlega van- nærð börn.“ segir í tilkynningu frá samtökunum á Íslandi. Hægt er að leggja málefninu lið á vefsíðunni hlaupastyrkur.is. Þakklæti Starfsmenn UNICEF í flóttamannabúðunum í Dadaab í Keníu eru gríðarlega þakklátir fyrir stuðning Íslendinga. Í Dadaab eru stærstu flóttamannabúðir í heimi. Hringvegurinn hlaupinn fyrir UNICEF í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2011 Jákvæður Andri fer 10 km í hjólastól. Andri Valgeirsson ætlar að fara 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun. Andri, sem er bundinn við hjólastól, safnar áheitum fyrir Sjálfsbjörg, Landssamband fatlaðra. ,,Með þessu vil ég vekja athygli á málefnum hreyfihamlaðra og sýna jafnfram fram á að við erum ekki öll einhverjir fýlupúkar, vælandi yfir of lágum bótum. Við getum gert það sem hugurinn ber okkur og viljum við sýna það í jákvæðu ljósi,“ segir Andri. 10 km á hjólastól Guðmundur Felix Grétarsson, 39 ára rafveituvirki, missti báða hand- leggina þegar hann fékk ellefu þús- und volta rafstraum í gegnum sig og féll átta metra niður á frosna jörð fyrir rúmum 13 árum. Á heimasvæði hans á hlaupastyrk.is segir: ,,Ég hef verið að vinna að því undanfarin fjögur ár að komast í handaágræðslu í Frakklandi. Þó að ekkert sé afráðið með það hvort af aðgerðinni verður (en það verður ákveðið 9. sept.) hefur fylgt rann- sóknaferlinu gríðarlegur kostn- aður. Það er von mín að með þessu hlaupi geti ég fengið einhvern stuðning við að axla þær byrðar.“ Hann hefur tvívegis á þessu ári haldið utan í rannsóknir og hefur sjúkrahúskostnaður og kostnaður- inn við ferðalög og annað, hlaupið á milljónum króna. Þar sem aðgerðir á borð við þessa flokkast undir til- raunaaðgerðir tekur Trygg- ingastofnun ekki þátt í kostn- aðinum. Guðmundur hleypur 10 kílómetra á morgun til styrktar handa-hlaupi. Ákveðinn Guðmundur Felix Grétarsson hleypur til styrktar handa-hlaupi. Handalaus maður fer í handa-hlaup Það málefni sem hefur náð hvað mestum áheitum hingað til er Styrktarsjóður Susie Rutar. Sjóðurinn var settur á laggirnar eftir sviplegt andlát Susie Rutar sumarið 2007. Á heimasíðu sjóðsins segir að sjóðurinn hafi unnið að verkefnum sem annars vegar snúa að að- gerðum opinberra aðila á sviði varna gegn fíkniefnum og hinsvegar að forvarnarverkefnum. Sjóðurinn hefur meðal annars verið með forvarnarauglýsingar í sjón- varpi, sem vekja á fólk til umhugsunar um fíkniefni og afmá ranga staðalímynd af þeim sem lenda í klóm fíkniefna. Systir Susie Rutar, hún Diljá Mist Einars- dóttir, hleypur fyrir sjóðinn en hún hefur safnað í kringum 750.000 kr. ,,Ég er að vonast til þess að vekja frekari athygli á sjóðnum, en að mínu mati eru fíkniefnaforvarnir eitt helsta velferðarmálið sem snýr að ungu fólki. Susie Rut var og er einstök manneskja og systir, og það er heiður að fá að hlaupa til styrktar minningu hennar.“ Styrktarsjóður Susie Rutar Diljá Mist Einarsdóttir Gunnar Ármannsson hleypur á morgun í Reykjavíkurmaraþoninu, fimmta og jafnframt síðasta hlaup- ið sitt í áheitahlauparöðinni til styrktar Krabbameinsfélaginu und- ir slagorðinu ,,Ég hleyp af því ég get það“. Fyrir fimm árum lauk Gunnar við krabbameinslyfjameðferð sína vegna hvítblæðis og í tilefni þess ákvað hann að hlaupa fimm lang- hlaup til styrktar Krabbameins- félaginu. Það fyrsta var Parísar- maraþonið (42,2 km) og svo hljóp hann á Meistaramóti Íslands (100 km). Þriðja hlaupið var Laugaveg- urinn (55 km), fjórða hlaupið var Jökulsárhlaup (32,7 km) og Reykja- víkurmaraþonið er svo síðasta hlaupið hans í þessari hlauparöð. Síðasta hlaupið Róbert B. Róbertsson robert@mbl.is Reykjavíkurmaraþon fer fram í 28. sinn á morgun, laugardaginn 20. ágúst. Fyrsta hlaupið fór fram árið 1984 og þá tóku 250 hlauparar þátt, en keppninni hefur vaxið fiskur um hrygg síðan þá og hefur fjölgunin á síðustu árum verið mikil, en í fyrra tóku 10.444 hlauparar þátt. Þátttak- endur eru fólk á öllum aldri; þeir yngstu innan við árs gamlir og taka þátt í Latabæjarhlaupinu, en elsti skráði þátttakandinn er 85 ára og hleypur hann maraþon. Forskráningu í hlaupið er lokið og eru forskráðir hlauparar 9.788 tals- ins, sem er tæplega 30% aukning frá því í fyrra. Mest er aukningin í 21 km hlaupinu, en þar er 44% aukning á milli ára. Í 3 km hlaupinu er 27% aukning, í 10 km hlaupinu er 25% aukning og í maraþoninu er 16% aukning. ,,Það hafa aldrei skráð sig jafn- margir í forskráningu,“ segir Svava Oddný Ásgeirsdóttir, hlaupstjóri Reykjavíkurmaraþonsins. ,,Við reynum meðvitað að fá fólk til þess að skrá sig fyrr, en það stefnir í met- þátttöku í öllum vegalengdum. Met- þátttakan er um 11 þúsund manns og við erum komin í 10 þúsund núna, svo við erum að reikna með í kring- um 12 þúsund þegar uppi er staðið.“ Aukning erlendra keppenda Athygli vekur fjöldi erlendra þátt- takenda sem hefur skráð sig, en er- lendir þátttakendur eru í kringum 1.300 talsins frá 58 löndum og er það einnig aukning frá fyrri árum. ,,Það hafa aldrei verið svona margir erlendir keppendur áður, en þeir hafa oft verið í kringum 1.000 manns. Þessir hlauparar koma með fjölskyldu og vini með sér og eru jafnvel á Íslandi í marga daga og eru ótrúlega ánægðir með Ísland, svo þetta er ferðamálaviðburður líka,“ segir Svava. Hægt að fylgjast með hlaupinu á netinu Hægt verður að fylgjast með gangi hlaupara í 10 km, 21 km og 42 km vegalengdum á heimasíðu Reykjavíkurmaraþonsins, maraþon- .is. Hlauparar í þessum vegalengd- um fá sérstaka tímatökuflögu, sem fest er í skóreimar keppenda. Tíma- tökutækin eru svo staðsett á fjórum stöðum úti á brautinni og senda upp- lýsingar með símkortum á netið. ,,Þetta hefur verið partur af hlaupinu síðastliðin 3 ár. Við þetta bætist að hægt verður að rýna í tímatökurnar og úrslitin á netinu. Til dæmis verður hægt að sjá nálægt hverjum keppendur voru á vissum tímapunkti og hverjir fóru fram úr þeim á öðrum, o.s.frv. Þannig að það er eiginlega hægt að upplifa hlaupið aftur og velta sér upp úr því,“ segir Svava. Hraðastjórar Í ár býðst hlaupurum í 10 km, hálfmaraþoni og maraþoni aðstoð við að ná hraðamarkmiðum sínum, en þessar vegalengdir munu hraða- stjórar hlaupa á áveðnum jöfnum hraða. Þeir verða í merktum vestum og með blöðrur til að hlauparar geti fylgt þeim. ,,Það var fyrst boðið upp á þetta í 10 km hlaupinu árið 2009. Það gafst vel og þetta var svo end- urtekið í fyrra í 10 km og hálf- maraþoni, en í ár bætist maraþonið við. Á ákveðnum tímapunkti í hlaup- inu segir maður við sjálfan sig: ,,Æ, þetta er svo erfitt!“ en ef maður er búinn að hengja sig á hlaupastjóra þá er það hvatning að halda í við hann og það rekur mann áfram,“ segir Svava. Lokað hefur verið fyrir forskrán- ingu á netinu, en möguleiki er á að skrá sig á skráningarhátíðinni sem fram fer í dag, föstudag, milli klukk- an 10 og 19 í Laugardalshöll. Morgunblaðið/Eggert Maraþon Allt bendir til þess að metþátttaka verði í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun. Stefnir í metþátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Ofurkona Amy Palmiero - Winters ætlar að hlaupa tvöfalt maraþon.  9.788 búnir að skrá sig  Tæplega 30% aukning frá í fyrra Ofurkonan Amy Palmiero-Winters verður væntanlega fyrst aflimaðra kvenna til þess að hlaupa heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun. Amy mun ekki láta það nægja heldur ætlar að hlaupa tvö- falt maraþon, 84 km. Hún mun leggja af stað klukkan 4:00 í nótt og ætlar að vera búin með mara- þon þegar Reykjavíkurmaraþonið byrjar klukkan 8:40 í fyrramálið. Amy lenti í alvarlegu mótorhjóla- slysi árið 1994 sem varð til þess að aflima þurfti hana á vinstri fæti. Hingað er hún komin á veg- um stoðtækjafyrirtækisins Öss- urar og ætlar hún ásamt nokkrum starfsmönnum fyrirtækisins að hlaupa til styrktar Íþrótta- sambandi fatlaðra. Amy er alls enginn nýliði í grein- inni, en hún hefur tekið þátt í fjöldamörgum maraþonum. Hún var t.d. fyrst kvenna til þess að ljúka hinni miklu þrekraun: Badwa- ter Ultra-maraþoninu, sem er 217 km langt hlaup og fór hún þessa vegalengd á 41 klukkustund. 84 km á annarri löppinni OFURKONAN AMY PALMIERO-WINTERS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.