Morgunblaðið - 19.08.2011, Page 16
FERÐALÖG
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Reykjanesskaginn nýtur vaxandi
vinsælda meðal innlendra og er-
lendra ferðamanna og fyrir því eru
ærnar ástæður. Þar er mikil nátt-
úrufegurð, jafnt til fjalla og niður við
sjó, mannlífið er fjölbreytt, sagan er
nánast við hvert fótmál. Átak Suð-
urnesjamanna til að efla ferðaþjón-
ustu hefur svo sannarlega skilað sér.
Af einhverjum ástæðum hefur
Reykjanesskaginn verið vanmetinn
af mörgum. Hugsanlega er skýringin
sú að þegar fólk ekur til og frá Kefla-
víkurflugvelli liggur leið þess um til-
tölulega sviplítið landslag, a.m.k. ef
miðað er við aðra hluta skagans. Ef
farið er út fyrir Reykjanesbrautina
blasa töfrar svæðisins fljótlega við.
Í kaupstöðunum og kauptúnunum
er ýmislegt forvitnilegt að sjá og
reyna og er hér aðeins drepið á örfáa
möguleika.
Menning og matur
Í Grindavík er t.d. hægt að fara í
fyrirtækið Stakkavík og fá að fylgj-
ast með fiskvinnslufólki að störfum
og ljúka svo heimsókninni með því að
gæða sér á ljúffengum sjávarréttum.
Þar er líka hægt að leigja fjórhjól eða
reiðhjól hjá Fjórhjólaleigunni eða
fara í útreiðatúr með Heim-
skautahestum – Arctic horses og
liggur þá vel við að ríða Hópsnes-
hringinn og sjá hvernig ógnarkraftar
hafsins hafa þeytt skipsflökum langt
upp í land. Veðurspáin fyrir helgina
er góð og því þarf enginn að hafa
áhyggjur af því að feikistórir brim-
skaflar teygi sig marga tugi metra
upp á land, rétt á meðan á útreiða-
túrnum stendur.
Mælt er með heimsóknum í Vík-
ingaheima í Njarðvík og Duus-húsin í
Keflavík, þar sem má m.a. sjá yfir
100 líkön af bátum. Fái krakkarnir að
velja er þó ekki ólíklegt að sumir velji
frekar að fara í Skessuhellinn eða í
Vatnaveröldina.
Í Sandgerði er t.a.m. hægt að
heimsækja Háskólasetrið og skoða
sýninguna Heimskautin heilla um dr.
um Jean-Babtiste Charcot sem fórst
með Pourquoi-Pas? árið 1936. Þá
mun víst vera nægt tilefni til Suð-
urnesjaferðar að ætla sér í skel-
fiskveislu í Vitanum í Sandgerði, sem
býður upp m.a. á grjótkrabba, eitt
veitingahúsa í Evrópu.
Kunnugir mæla einnig með ferð í
Hafnir þar sem verið er að grafa upp
landnámsskála.
Eitt er víst: Allir geta fundið eitt-
hvað við sitt hæfi á Reykjanesskag-
anum og hann mun örugglega koma
fólki skemmtilega á óvart.
Ljósmynd/Ómar Smári Ármannsson
Stutt Um 40 mínútur tekur að aka frá Hafnarfirði að Sogunum, ef farin er Djúpavatnsleið. Leiðin er þó styttri en áætlaður ferðatími gefur til kynna því síðasta spölinn þarf að aka varlega, a.m.k.
á fólksbílum. Stoppað er við Lækjarvelli, norðan Djúpavatns, en þaðan eru um 800 metrar í Sogin. Þeim er gjarnan lýst sem smækkaðri útgáfu af Landmannalaugum.
Ægifegurð innan seilingar
Náttúrufegurð er mikil og fjölbreytt á Reykjanesskaga Mikil og vaxandi þjónusta við ferðafólk
Í Sogunum má sjá Landmannalaugar í lítilli útgáfu Mikið af minjum Bragðgóður grjótkrabbi
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2011
Helgarferðin - Áhugaverðir áfangastaðir
Hægt að keyra
kringum skagann
Íslendingum finnst mörgum fúlt að
geta ekki keyrt hring á ferðalögum
og finnst stundum hálffúlt ef keyra
þarf sömu leið til baka. Þetta
vandamál er ekki til staðar á
Reykjanesskaga því hægt er að
keyra hringinn um hann. Mæla má
með því að byrja að keyra Vatns-
leysustrandarveginn í staðinn fyrir
að fara eftir Reykjanesbrautinni.
Síðan er hægt að keyra með strand-
lengjunni fyrir skagann og austur í
Þorlákshöfn. Mikið munar um nýj-
an veg frá Sandgerði út í Hafnir.
Morgunblaðið/RAX
Nýja tjaldstæðið í Grindavík hefur
verið afar vinsælt í sumar enda er
aðstaða fyrir húsbíla, fellihýsi og
tjaldvagna þar til fyrirmyndar. Í
þjónustuhúsinu er góð aðstaða til
að elda, fara í sturtu og þvo þvotta.
Þorsteinn Gunnarsson, upplýs-
inga- og þróunarfulltrúi Grindavík-
ur, segir að nú stefni í metfjölda á
tjaldstæðinu og að straumur ferða-
manna til Grindavíkur hafi aukist í
sumar. Sjálfsagt spili hátt bens-
ínverð þar inn í en sífellt fleiri átti
sig á möguleikum svæðisins.
Tjaldstæðið í
Grindavík vinsælt
Ljósmynd/Grindavíkurbær
Reykjanesskaginn er ekki síst fyrir
ferðamenn sem spá og spekúlera í
umhverfinu. Meðal þess sem þeir
geta haft gaman af að skoða er
Gunnuhver, stærsti leirhver lands-
ins. Hverinn er austur af Reykja-
nesvita og er leiðin að honum vel
merkt.
Eftir jarðskjálftana 2008 var var-
að við að vera á ferðinni við hver-
inn vegna breytinga á gufuvirkni
og leirgosa. Nú er búið að reisa nýj-
an útsýnispall til að auka öryggi
ferðalanga.
Gunnuhver er
stærsti leirhverinn
Ljósmynd/Ómar Smári ÁrmannssonAlltaf ódýrast
á netinu
Þú færð alltaf
hagstæðara verð
á flugfelag.is
Skannaðu kóðann
til að fá meiri upp-
lýsingar.
Ómar Smári Ármannsson úti-
vistarmaður bendir á að þar sé
gríðarmikið af fornminjum, um
600 hellar og ótal þjóðleiðir og
gönguleiðir. Aðspurður segir
hann að víða megi finna stór
bláber og krækiber, sérstaklega
uppi í hlíðum, s.s. í Herdísar-
fjalli, í Núpshlíðarhálsi og aust-
an í Sveifluhálsi.
Nýlega var gefið út göngu-
leiðarkort af skaganum sem
víða má nálgast.
Berin tilbúin
ÓÞRJÓTANDI MÖGULEIKAR