Morgunblaðið - 19.08.2011, Page 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2011
FRÉTTASKÝRING
Önundur Páll Ragnarsson
onundur@mbl.is
Í vor veitti Alþingi einstaklingi ríkisborg-
ararétt með lögum, þrátt fyrir að vita ekki
hver hann er. Viðkomandi uppfyllti ekki það
skilyrði laga um íslenskan ríkisborgararétt,
nr. 100 frá 1952, að hafa sannað með full-
nægjandi hætti hver hann sé. Það kemur
fram í 1. tölulið 9. greinar laganna. Í svari
Útlendingastofnunar við fyrirspurn Morg-
unblaðsins, um hversu margir þeirra sem
hlutu í vor ríkisborgararétt með lögum, upp-
fylltu ekki hvert og eitt skilyrði laganna,
kemur fram að einn umsækjandi hafi ekki
uppfyllt þetta skilyrði.
Stofnunin svaraði fyrirspurninni aðeins
hvað varðar þau lagaskilyrði sem hún kann-
ar, en vísaði að öðru leyti á aðrar stofnanir.
Fyrirspurnin var einnig send á allsherj-
arnefnd Alþingis, innanríkisráðuneytið og
embætti ríkislögreglustjóra, sem neituðu að
veita upplýsingar um málið, nema innanrík-
isráðuneytið upplýsti að 55 sóttu um rík-
isborgararétt hjá Alþingi í vor og að þar af
fengu fimmtíu. Útlendingastofnun hefur veitt
295 umsagnir á þessu ári, þar af 55 vegna
umsókna til Alþingis í maí síðastliðnum. Af
þessum 55 fullnægðu 30 ekki almennum skil-
yrðum um búsetu, sem tilgreind eru í 8. gr.
laganna. Þ.e. þeir höfðu ekki búið hér nógu
lengi til að ráðherra gæti veitt þeim réttinn.
Vekur spurningar um jafnræði
Tekið skal fram að Morgunblaðið hefur
engar heimildir fyrir því að viðkomandi um-
sækjandi eigi sér vafasama fortíð, eða að
ekki hafi verið réttlætanlegt að veita honum
ríkisborgararétt. Engu að síður er vitneskja
um uppruna fólks forsenda þess að annað sé
hægt að vita um fortíð þess, svo sem um sak-
arskrá, skattaskuldir, fjölskyldu- eða fé-
lagstengsl og fleira. Málið vekur því spurn-
ingar um jafnræði, þar sem á Íslandi býr
nokkur fjöldi fólks sem ekki nýtur fullra
réttinda, einmitt af þeirri ástæðu að það get-
ur ekki sannað uppruna sinn. Þar er sér-
staklega átt við hælisleitendur.
Skemmst er að minnast máls hælisleitanda
sem hótaði í örvæntingu að kveikja í sér á
skrifstofu Rauða krossins í Reykjavík, eftir
að hafa beðið úrlausnar sinna mála í sex ár.
Lítil stjórnsýsla svona málum
Einföld lagaskilyrði eins og þau í lögum
um ríkisborgararétt geta ekki fyrirfram tekið
fullkomlega á öllum tilvikum sem koma upp.
Sum tilvik liggja einfaldlega á mörkunum og
þau þarf að meta sérstaklega. Meginregla
laganna er sú að Alþingi sjái um veitinguna
og gilda þá engin sérstök skilyrði. Til þess að
ráðherra geti veitt réttinn þurfa fyrrnefnd
skilyrði hins vegar að vera uppfyllt.
Fólk sendir þó yfirleitt ekki umsóknir sín-
ar til Alþingis fyrr en eftir að reynt hefur
verið að fá ríkisborgararétt frá ráðuneytinu.
Því má halda því fram að í framkvæmd sé
meginreglan sú að ráðuneytið veiti ríkisborg-
ararétt, en Alþingi skeri úr um marka-
tilvikin.
Hefð er fyrir því að þrír þingmenn í alls-
herjarnefnd fjalli um þessi mál í eins konar
undirnefnd, en aðrir þingmenn treysti mati
þeirra. Yfirleitt er það einn úr hvorum
stjórnarflokki og einn úr stjórnarandstöðu. Í
vor voru það Róbert Marshall, formaður alls-
herjarnefndar, Samfylkingu, Þráinn Bertels-
son, Vinstrihreyfingunni – grænu framboði,
og Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki, sem
fjölluðu um málið, út frá umsögnum fyrr-
nefndra stofnana.
Segja má að ákvörðun í málinu hafi legið
hjá þeim, þó svo að formlega hafi Alþingi
samþykkt frumvarpið. Umræður um um-
sóknir voru engar í þingsal. Frumvarpi
nefndarinnar fylgdi engin greinargerð, þótt
þingskapalög kveði á um skyldu til þess.
Ekkert nefndarálit leit dagsins ljós. Op-
inber málsmeðferð á vettvangi þingsins var
engin. Þar að auki var listi með nöfnum
umsækjenda borinn undir atkvæði í heild
sinni í einni og sömu grein. Alþingi tók því
ekki afstöðu til hvers umsækjanda fyrir
sig, heldur greiddi atkvæði um að
samþykkja eða hafna öllum. Skv.
upplýsingum frá skrifstofu Alþing-
is hafa þingmenn aðgang að sömu
upplýsingum og allsherjarnefnd,
vilji þeir kynna sér þær. Almennt
er ekki algengt að þingmenn geri
það en einhver dæmi eru þess þó
í sögu svona frumvarpa.
Óþekktur hlaut ríkisborgararétt
Einn af þeim 50 sem hlutu ríkisborgararétt með lögum í vor hafði ekki sýnt fram á hver hann væri
Fimmtíu og fimm manns sóttu um ríkisborgararétt hjá Alþingi í vor og þar af fengu hann fimmtíu
Róbert Marshall, formaður allsherjar-
nefndar, vildi engar upplýsingar veita
um umsækjendur um ríkisborgararétt
frá því í vor, á þeirri forsendu að tölu-
legar upplýsingar gætu reynst per-
sónugreinanlegar vegna þess hversu
fámennur hópurinn var. Nefndin er
bundin trúnaði og er ekki undir gild-
issviði upplýsingalaga.
Hann segir yfirferðina á umsóknum
vandaða. Undirnefndin fari yfir papp-
írana með fulltrúa frá ríkislögreglu-
stjóra, innanríkisráðherra og útlend-
ingastofnun hjá sér. Yfirferðin þar sé
mikil og djúp. „Síðan hafa allir nefnd-
armenn í allsherjarnefnd aðgang að öll-
um þessum upplýsingum skriflega og
geta óskað eftir viðbótarupplýs-
ingum,“ segir Róbert. Spurður
út í verklagið í þinginu sjálfu,
hvernig allur listinn er kynntur
Alþingi án þingumræðu, grein-
argerðar eða nefndarálits sagði
Róbert að þetta væri eins og
með önnur mál í þinginu.
„Að maður treystir fé-
lögum sínum í öðrum
þingnefndum til þess að
fara jafnvel yfir mál og
maður hefði sjálfur gert.
Því maður hefur ekki
tíma til að fara yfir þau
öll.“
Djúp yfirferð
TRÚNAÐUR Í ALLSHERJARNEFND
Róbert
Marshall
Samkvæmt 66. grein stjórnarskrár
lýðveldisins er útlendingum veittur
ríkisborgararéttur á Íslandi sam-
kvæmt lögum. Þannig var það einn-
ig í stjórnarskránni frá 1920. Fyrsti
maðurinn sem hlaut ríkisborgara-
rétt sérstaklega með lögum var
kaþólski presturinn Jóhann Martin
Meulenberg, hinn 27. júní árið
1921. Síðan þá hefur sá háttur verið
hafður á reglulega og viðtakendum
réttarins hverju sinni fjölgað með
árunum.
Fyrir fullveldi Íslands voru hér í
gildi almenn lög danska ríkisins um
„rjett innborinna manna“ og síðar
um ríkisborgararétt. Eftir fullveldi
voru sett lög árið 1919 um mála-
flokkinn og svo ný árið 1926, sem
breytt var 1935. Svo voru ný heild-
arlög sett árið 1952 sem enn eru í
gildi með síðar tilkomnum breyt-
ingum. Sú löggjöf er því talsvert
komin til ára sinna að grunni til.
Þótt Alþingi sé ekki bundið af
þessum eldri lögum, hverju sinni
sem það setur lög um veitingu rík-
isborgararéttar til nafngreindra
einstaklinga, starfar allsherjar-
nefnd ekki í tómarúmi. Hún setti
sér reglur um meðferð þessara
mála árið 1994, sem eru mjög keim-
líkar þeim reglum sem fram koma í
almennu lögunum, hvað varðar bú-
setuskilyrðin, þau eru efnislega
nánast eins og í lögunum.
Ólíkar reglur
Sá munur er þó meðal annars á
að í reglum allsherjarnefndar er
ekki gerð krafa um að umsækjandi
hafi sannað hver hann er og að í
ákvæði um flóttamenn er gefin
heimild til að láta hið sama gilda,
eins og um þá, um fólk sem hefur
réttarstöðu sem „jafna má til flótta-
manna“ að mati nefndarinnar.
Ekki er gerð krafa um að hafa
staðist íslenskupróf eins og í lög-
unum og í ákvæðinu um að umsækj-
andi skuli hafa óflekkað mannorð
segir að sektir fyrir minniháttar
brot hindri ekki veitingu rík-
isfangs, ólíkt því sem segir í lög-
unum. Í lögunum hindra slík brot
veitingu ríkisfangs í eitt ár.
Allsherjarnefnd
með sínar reglur
Alþingi veitti fyrst ríkisfang 1921
Morgunblaðið/Golli
Í þingsalnum Alþingi veitir ríkisborgararétt með lögum en allsherjarnefnd
sér alfarið um málsmeðferðina. Alþingi kýs um lista umsækjenda í einu lagi.
Morgunblaðið/Golli
Passi Ríkisborgarar hafa íslensk vegabréf.
HERRAKRINGLAN /DÖMU & HERRASMÁRALIND
Nýjar
haustvörur
Leðurjakki
19,900
facebook.com/Selected Iceland