Morgunblaðið - 19.08.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.08.2011, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2011 Í hinum gamla, göfga minjasal þú geymir Skálholt, Þingvöll, Haukadal Því segir Ísland: Sjá við háborð mitt er sæti þitt. Þannig lýsir Eirík- ur Einarsson frá Hæli sýn á stöðu Þingvalla í einu erindi í hinu þekkta ljóði, Árnesþing – Vísur gamals Árnes- ings. Það eru engar ýkjur að í huga margra eru Þingvellir fremstir þegar skipað er til sætis við háborð náttúru og sögu lands- ins okkar. Enda er staðurinn á lista UNESCO yfir heimsminjar. Hugmyndasamkeppni um uppbyggingu þjóðgarðsins Í fyrra voru 80 ár frá stofnun þjóðgarðsins á Þingvöllum. Af því tilefni ákvað Þingvallanefnd að fram færi einskonar hugmynda- samkeppni meðal þjóðarinnar um hvernig uppbyggingu og starfsemi þjóðin vill á Þingvöllum. Nú er tími samkeppninnar að renna út. Hinn 22. ágúst næstkomandi er síðasti dagur til að skila tillögum og hugmyndum um uppbyggingu eða aðrar þær hugmyndir stórar sem smáar sem menn vilja koma á framfæri. Skila á til Alþingis- Skála, Kirkjustræti, 150 Reykja- vík, og merkja Hugmyndaleit. Ég hvet Íslendinga alla til að velta fyrir sér hvernig þeir vilja sjá Þingvelli þróast og verða í huga og hjarta hvers manns sá staður sem lýst er svo fagurlega í Vísum gamals Árnes- ings. Hvaða sýn hefur þú? Margir hafa ákveðnar skoðanir á hvað eigi að vera inn- an þjóðgarðsins og hvað ekki. Sjálfur hef ég verið þeirrar skoð- unar að byggja eigi upp aðstöðu til veit- inga og jafnvel gistingar í stað Valhallar sem brann. Hvort og þá hvar nákvæmlega sú uppbygging á að vera er m.a. eitt það sem hver og einn getur haft um að segja með þátttöku í hug- myndaleitinni. Einnig hafa verið uppi tillögur um víkingaþorp, lif- andi söguleika svo eitthvað sé nefnt. Hvað skal t.a.m. gera við stíginn niður í Almannagjá og holuhrunið sem þar varð í vor? Siglingar á Þingvallavatni, hvernig skal nýta gamla Þingvallabæinn og fleira má nefna. Hvernig tökum við á móti stig- vaxandi fjölda innlendra sem og erlendra ferðamanna á næstu ár- um svo sómi verði af. Spáð er að innan nokkurra ára verði fjöldi er- lendra ferðamanna orðinn meiri en ein milljón manns. Hlið inn í þjóðgarðinn nýtt hlutverk héraðsskólans á Laugarvatni Með vaxandi ferðamanna- straumi er nauðsynlegt að dreifa álaginu á stærra svæði og fleiri staði. Í því sambandi hef ég lagt til að nýta Héraðsskólahúsið á Laugarvatni sem eina af starfs- stöðum Þingvallaþjóðgarðar. Það fallega hús er nú nýlega uppgert og mikil staðarprýði. Myndi starf- semi Þingvalla sóma sér vel í hús- inu. Hugmyndin byggist á þekktri fyrirmynd úr öðrum þjóðgörðum, m.a. frá þjóðgarði Skota þar sem eru þrjú megin„hlið“ inn á svæðið og starfsemi á öllum þremur stöð- unum. Slíkt starfsemi á Laug- arvatni myndi styðja við meg- instarfsemina á Þingvöllum sjálfum á Hakinu og í upplýsinga- miðstöðinni og saman mynda heild sem Þingvöllum væri sómi að. Til að byrja með væri fyrst og fremst um að ræða upplýsingagjöf, fræðslu og tengda starfsemi. En í framtíðinni gæti Héraðsskólahúsið hæglega orðið stjórnsýsluhús þjóðgarðsins og aðsetur fræða og rannsókna. Þannig er hægt að slá tvær flugur í einu höggi, dreifa álagi vaxandi ferðamannastraums og koma mjög viðeigandi starf- semi í hið glæsilega skólahús á Laugarvatni. Ég hvet alla til að skila sínum hugmyndum um hvernig Þingvell- ir viðhaldi stöðu sinni við háborð Íslands. Þingvellir – hugmyndaleit þjóðarinnar Eftir Sigurð Inga Jóhannsson »Ég hvet alla til að skila hugmyndum um hvernig Þingvellir viðhaldi stöðu sinni við háborð Íslands. Sigurður Ingi Jóhannsson Höfundur er alþingismaður og situr í Þingvallanefnd. Lögreglan í Reykjavík hefur und- anfarið talið sitt helsta verkefni að skrifa sektarmiða á bíla fótboltaáhuga- manna sem mæta á leiki félaga sinna. Ég hef haft nokkra sam- úð með þessu nýja áhugamáli lögregl- unnar, því á stundum hefur verið þrengt að nágrönnum sem hafa átt í erf- iðleikum með að komast ferða sinna. Á því hefur þurft að taka. En það virðist ekki vera í huga lögreglunnar í Reykjavík. Ég var heldur seinn fyrir á leik með félagi mínu, Víkingi, í Foss- vogi í vikunni. Mætti í hálfleik og kom þá að tveimur löggum í fullum skrúða í leðurjúniformi með hjálma á höfði og tungu út í munn- vikum, pírandi í skrifblokkir skrif- andi sektarmiða á um 40 bíla norð- ur af Bjarkarási við Bústaðaveg. Ég varð afar hissa því ég hafði tal- ið sjálfsagt að leggja á þessu auða malarsvæði, ganga nokkur hundr- uð meta og þannig minnka álagið inn í hverfinu. Ég spurði því kapp- ana hverju sætti en þeir kváðust vera að framfylgja skipunum Hverfisgötu. Mér fannst lítið fara fyrir köpp- unum enda hreint og klárt áreiti. Hinum megin Bústaðavegar er sams konar opið malarsvæði og ég spurði því hvort ég mætti leggja þar; nei, aldeilis ekki. Ég yrði að leggja við Sprengisand. Þar hins vegar er einkastæði Grillhússins. Hefur lögreglan leyfi til þess að vísa bílum þangað? Ég bara spyr sisona. Þessi framganga lögreglu er al- gerlega óásættanleg og engu lík- ara en baunateljarar séu við völd við Hverfisgötu. Heiðursmennirnir Bjarki Elíasson og Óskar Ólason hefðu aldrei látið svona vitleysu viðgangast meðan þeir stýrðu lið- inu. Sérstaklega munu hinir svart- klæddu hafa verið iðnir við að áreita Víking, að mér skilst. Menn hafa furðað sig á þessu nýja áhugamáli lögreglunnar. Sumir telja þessa sektargleði lið í skatta- gleði fjármálaráð- herra. Það kann vel að vera enda Steingrímur Joð hugvitssamur með afbrigðum þegar kem- ur að sköttum og álög- um. Hvað sem því líður virðist lögregla leggja meiri áherslu á að áreita heiðvirða borg- ara en stöðva flæði fíkniefna um borg og bí. Nú er veisla hjá fíkniefnasölum en sem kunnugt er er engin löggæsla í landhelgi Ís- lands. Bláar Evrópustjörnur hafa verið málaðar á varðskipin og þau send til að slökkva ófriðarelda í Miðarhafi. Smyglarar sigla óáreitt- ir í alsælu yfir hafið færandi varn- inginn heim. Og þar sem fíkniefnin flæða um götur Reykjavíkur er þá ekki ráð að setja kíkinn fyrir blinda augað og hrella í staðinn saklausa borgara til þess að halda sýnileika? Maður spyr sig. Hver sem ástæðan er þá verður að þessu áreiti lögreglu að linna. Ég var formaður í Víkingi fyrir 15 árum. Við lögðum þunga áherslu á að tryggja aðgengi að Víkinni og fjölga bílastæðum. Við því fengum við engin viðbrögð. Félagar mínir, sem við kyndlinum hafa tekið, hafa mætt sama áhugaleysi. Meðan yf- irvöld sitja aðgerðalaus er fráleitt að lögregla mæti á félagssvæði og áreiti heiðvirt fólk . Því beini ég þeirri frómu ósk til yfirvalda að þau láti af þessari vit- leysu og þeirri spurningu hvar leggja megi bílum við Víkina. Svar óskast. Löggur í lögguleik áreita fólk Eftir Hall Hallsson Hallur Hallsson »Ég beini þeirri frómu ósk til yf- irvalda að þau láti af þessari vitleysu og þeirri spurningu hvar leggja megi bílum við Víkina. Svar óskast. Höfundur er blaðamaður og rithöf- undur og er fyrrverandi formaður Víkings. Aðsúgurinn að Gunnari í Krossinum sætir nokkurri furðu. Á yfirborðinu virðist tilgangurinn vera að hrekja Gunnar úr hlutverki leiðtoga í Krossinum. A.m.k. er það nið- urstaðan í ákæruskjali, sem nýlega birtist á netinu, dómstóli alþýð- unnar. Það á að heita svo að Gunnar sé hættulegur konum og þurfi því að láta af embætti. Hvers vegna komu þessar ásak- anir ekki fram fyrr, ef þær eiga við rök að styðjast? Gunnar hefur verið forstöðumaður í Krossinum áratug- um saman án þess að nokkuð hafi heyrst um meint afbrot hans meðal safnaðarkvenna. Blasti það ekki við ákærendum hans að hann væri hættulegur maður allan þennan tíma? Enginn virðist hafa verið lát- inn vita af þessum meintu afbrotum fyrr en nú. Og hafi einhver verið lát- inn vita er sá hinn sami þá ekki skaðabótaskyldur? Eins og bisk- upinn? Hvað hélt aftur af konunum, svo að þær hylmdu yfir hina meintu glæpi Gunnars? Og hvaða hindrun, ef einhver var, var rutt úr vegi fyrir opinberunum þeirra þegar þær komu fram? Hvað getur hafa gerst í lífi þess- ara kvenna sem verður þess valdandi að þær stíga skyndilega þetta skref eftir öll þessi ár? Um þetta getur áhorfandi úti í bæ auð- vitað lítið sagt, því hann fylgist ekki svo grannt með þessum konum. Þær eru ekki opinberar persónur. Öðru máli gegnir um Gunnar, sem er þjóðþekktur. Það varð að fjölmiðlamáli að hann skildi við eig- inkonu sína til margra ára. Einnig var mikið skrifað samband hans við Jónínu Benediktsdóttur athafna- konu. Vill síðan svo merkilega til að ásakanirnar koma beint í kjölfarið á brúðkaupi þeirra. Þá var allt í einu lag. Eftir marga áratugi. Var kannski eftir allt saman ekki neinn áhugi á hinum meintu afbrotum Gunnars? Nei, beindist kannski áhuginn frekar að því að gera líf Jónínu Benediktsdóttur að óbæri- legu helvíti? Það skyldi þó ekki vera. BALDUR PÁLSSON, kerfisfræðingur. Þá var lag Frá Baldri Pálssyni Bréf til blaðsins - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is Föstudaginn 26. ágúst kemur út glæsilegt sérblað um heilsu og lífsstíl semmun fylgjaMorgunblaðinu þann dag –– Meira fyrir lesendur SÉ R B LA Ð NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 22. ágúst Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569-1105 MEÐAL EFNIS: Andleg vellíðan. Afslöppun. Dekur. Svefn og þreyta. Mataræði. Fljótlegar og hollar uppskriftir. Ný og spennandi námskeið í heilsuræktarstöðvum. Hreyfing og líkamsrækt. Hvað þarf að hafa í ræktina. Hollir safar. Skaðsemi reykinga. Ásamt fullt af fróðleiksmolum og spennandi efni. Heilsa & lífsstíllHeilsa og lífsstíll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.