Morgunblaðið - 19.08.2011, Page 23
✝ RagnheiðurMalmquist
Hjartardóttir fædd-
ist á Lækjamóti, Fá-
skrúðsfirði, 21.
mars 1936. Hún lést
á Landspítalanum
við Hringbraut 8.
ágúst 2011.
Foreldrar Ragn-
heiðar voru Hjörtur
Guðmundsson, f. 12.
ágúst 1907, d. 6. október 1986 og
Guðrún Sigríður Bjarnadóttir, f.
5. apríl 1913, d. 15. febrúar 2005.
Systur Ragnheiðar eru Sigríður.
f. 29. mars 1937, d. 5. ágúst 1993,
Guðbjörg, f. 29. mars 1937, d. 18.
júlí 2009, Lára, f. 15. júlí 1938,
Aðalbjörg Hrefna, f. 27. júní
1940, d. 19. febrúar 1941, Aðal-
björg Rafnhildur, f. 18. júlí 1942
og Birna Valdís, f. 10. maí 1946,
d. 25. ágúst 1999. Fóstursystkini
Ragnheiðar voru Jóhann Malm-
quist, Ragnar Malmquist og
Birna Fanney Óskarsdóttir.
Ragnheiður eignaðist fimm
börn. Þau eru 1) Ingvar Hjörtur
Harðarson, f. 26. júlí 1955; 2) Ei-
ríkur Hreinsson, f. 27. nóvember
1957. Maki hans er Þórunn G.
Þorsteinsdóttir og
eiga þau tvö börn;
3) Steinar Hreins-
son, f. 26. ágúst
1960, d. 30. sept-
ember 1961; 4) Sig-
rún Helga Hreins-
dóttir, f. 29. júlí
1962. Maki hennar
er Héðinn Ólafsson
og eiga þau þrjú
börn og fjögur
barnabörn; 5) Valdimar Másson,
f. 17. desember 1968. Stjúpdóttir
Ragnheiðar er Margrét Helena
Másdóttir og á hún fimm börn og
sjö barnabörn.
Ragnheiður lauk gagnfræða-
prófi frá Eiðum. Hún flutti ung
að heiman og starfaði lengi sem
verkakona við ýmis störf. Ragn-
heiður giftist Hreini Eiríkssyni
og bjuggu þau á Hornafirði.
Seinna giftist hún Ágústi Má
Valdimarssyni og bjuggu þau á
Seyðisfirði og Grindavík lengi
vel en fluttust til Hafnarfjarðar
árið 1985.
Útför Ragnheiðar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 19.
ágúst 2011, og hefst athöfnin kl.
15.
Það er erfitt fyrir okkur syst-
urnar að kveðja hana ömmu okk-
ar, hún var svo stór hluti af lífi
okkar, hún hefur alltaf haft djúp
áhrif á daglegt líf okkar og við telj-
umst lánsamar ef við líkjumst
henni á einhvern hátt.
Hvernig er best að lýsa henni
ömmu okkar? Hún var harðdug-
leg, handlagin, hlý og góð við alla,
gerði allt sem hún gat fyrir börnin
sín, barnabörn og barnabarna-
börn og aðra vandamenn.
Við systurnar vorum svo
heppnar að hafa ömmu okkar ná-
lægt okkur alla okkar ævi. Við
eyddum miklum tíma hjá henni og
nutum þess að hlusta á sögurnar
um æsku hennar, fjölbreytta ævi
og hve lífið var öðruvísi í hennar
ungdómi en okkar. Þegar hún var
að rifja upp gamla tíma var hún
iðulega með prjóna við höndina;
alltaf að útbúa eitthvað fallegt á
barnabörnin og barnabarnabörn-
in. Hún var sannur handavinnu-
snillingur, prjónaði heil ósköp og
gat saumað allt frá rúmfötum til
fallegra íþróttagalla og kjóla, en
einnig kunni hún vel til verka með
heklunál. Það var ekkert sem hún
gat ekki gert – nema keyra bíl, en
hún lærði það aldrei en hefði hún
gert það hefði hún mjög líklega
verið fyrirmyndar ökumaður.
Hún var mikill gestgjafi og
bauð alla velkomna sem þurftu á
gistingu að halda. Ættingjar sem
bjuggu í órafjarlægð komu alltaf
að hlýju og góðu heimili fullu af
kræsingum og vel uppábúnum
rúmum. Það var sama hversu
margir voru í heimili, það var allt-
af hægt að finna pláss fyrir fólkið
hennar ömmu.
Amma var án efa mesta hörku-
kvendi sem við þekktum og það
má með sanni segja að Guð býr
ekki til margar konur eins og
hana. Það voru allir ríkari af því að
hafa þekkt hana.
Við söknum hennar gríðarlega
mikið alla daga, hún verður ofar-
lega í huga okkar um ókomna tíð
og við getum vonandi lifað eftir
góðum ráðum hennar og gert
hana stolta.
Barnabörnin,
Anna Heiða, Birna
Dögg og Fjóla Rut.
Elsku systir, mig langar að
minnast þín í örfáum orðum. Mér
finnst ekki tímabært að þú sért
horfin frá okkur en við ráðum víst
engu í þessu lífi. Það var samt
ósköp gott að þú þyrftir ekki að
berjast lengur við þennan íllvíga
sjúkdóm en aldrei kvartaðir þú,
sagðir alltaf allt gott. Það er skrýt-
ið og tómlegt að hugsa til þess að
fá þig ekki oftar í heimsókn aust-
ur.
Við vorum mjög nánar systur
og ég hlakkaði alltaf svo til þegar
þú varst að koma, þá gerðum við
svo margt skemmtilegt, t.d að fara
í berjamó út í Hrútasund þegar þú
vildir alls ekki fara heim fyrr en
við værum búnar að finna hrúta-
ber og lengi var leitað en engin
fundum við berin. Svo ógleyman-
legu bíltúrana okkar út um allt.
Einnig er ég mjög þakklát fyrir
allar ánægjulegu stundirnar sem
við áttum saman í sveitinni þegar
við vorum litlar, þá var margt
skemmtilegt gert. Ég hef notið
þess að fá að hafa strákana þína
hér fyrir austan og hef ég alltaf átt
svolítið í þeim, að mér finnst. Nú
ertu komin til Más og Steinars
litla og allra hinna ættingjanna.
Ég vil þakka fyrir allt gott á
liðnum árum, elsku Ragnheiður
mín, og senda börnunum þínum
og öðrum ættingjum innilegar
samúðarkveðjur.
Lára systir.
Ragnheiður Malm-
quist Hjartardóttir✝ Stefán Jónssonfæddist í
Reykjavík 6. janúar
1931. Hann lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni 8.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar Stef-
áns voru Pála Krist-
jánsdóttir fædd í
Reykjavík 1. feb.
1911, d. 22. des.
1995 og Jón Ingvar
Guðmundsson bakari f. 17. okt.
1908, d. 18. jan. 1938. Fósturfaðir
Stefáns var Gunnar B. Einarsson
f. 26. mars 1909, starfsmaður
Mjólkursamsölunnar, d. 8. okt.
1997.
Systir Stefáns og samfeðra
var Jóna Pála Wissmar f. 1938, d.
11. okt. 1991. Bræður Stefáns
eru Þórir Gunnarsson f. 1941,
Kristján Gunnarsson f. 1950. Ár-
ið 1954 kvæntist Stefán Evu Ósk-
arsdóttur og eignuðust þau 4
börn. Margrét Stefánsdóttir f.
1954 snyrtisérfræðingur, gift
Ingvari J. Karlssyni lækni. Börn
Margrétar eru Eva María Sig-
urðardóttir f. 1976, d. 19. ágúst
2001. Jón Stefán Sigurðsson f.
1980. Ingvar Stefánsson f. 1958,
pípulagningameistari, giftur Ás-
laugu Hartmannsdóttur sér-
birgðastöðvar í Hvalfirði,
íþróttahúsið á varnarsvæðinu og
hans síðasta verkefni var ný hita-
veitulagning á Vesturlandsvegi
1998. Hann var einnig formaður
starfsmannafélags ÍAV í mörg
ár. Hann gekk í frímúrararegl-
una í stúkuna Eddu 14.1. 1958 og
síðar í Helgafell 3. feb. 1965. Þar
vann hann mörg embættisstörf
og var sæmdur heiðursmerki
1976. Hann var formaður Meist-
arafélags pípulagningameistara
í mörg ár og var gerður að heið-
ursfélaga eftir störf sín þar.
Var félagi í Iðnaðarmanna-
félagi Reykjavíkur. Félagi í
Lagnafélagi Íslands og var þar í
viðurkenningarnefnd til 2008.
Félagi í Kiwanisklúbbnum Brú á
Keflavíkurflugvelli. Stefán bjó
lengst af í Vogahverfinu í
Reykjavík og var einn af stofn-
endum foreldrafélags Vogaskóla
og fyrsti formaður.
Stefán var mikill sjálfstæð-
ismaður og virkur í hverfafélagi
sínu, starfaði einnig í kjörnefnd á
tímabili. Stefáni var margt til
lista lagt. Gerði ófáa listmuni og
nytjahluti úr smíðajárni. Einnig
var hann góður teiknari og mál-
ari. Hann elskaði að smíða, Hvað
sem var, sumarbústaðir, hús-
gögn, kassabílar, leikföng, bílar,
allt lék í höndum hans.
Útför Stefáns fer fram frá
Langholtskirkju í dag, 19. ágúst,
og hefst athöfnin kl.13.
kennara. Börn
þeirra eru Kristín
Ósk f. 1984 og Hart-
mann f. 1989. Ásta
Edda Stefánsdóttir
innfl.stjóri, f. 1962,
gift Birgi Björg-
vinssyni
Börn þeirra eru
Andri Björn f. 1988
og Brynja Dóra f.
1995. Ellert Krist-
ján Stefánsson f.
1969, giftur Helgu Veronicu
Gunnarsdóttur. Börn þeirra eru
Amanda Sif f. 2002, Ísar Máni f.
2004, Veronica Sif f. 2008. Einnig
á Ellert þau Stefán f. 1993 og
Rögnu Láru f. 1990.
Stefán var pípulagningameist-
ari og starfaði lengst af hjá Ís-
lenskum aðalverktökum. Hóf
störf þar á 6. áratugnum og vann
þar til 67 ára aldurs. Hann tók
sér þó hlé frá störfum fyrir ÍAV í
áratug þegar hann rak fyrirtæki
á 7. áratugnum ásamt Þóri bróð-
ur sínum. Lögðu þeir pípulagnir
m.a. í Frímúrarahúsið, Mennta-
skólann við Hamrahlíð og Nor-
ræna húsið .
Hjá Aðalverktökum vann
hann ýmis störf. Hann var bygg-
ingastjóri m.a. fyrir olíuhöfnina í
Helguvík, endurnýjun olíu-
Elsku hjartans pabbi.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Pabbi, þú varst alltaf allt í öllu
alls staðar og lékst á als oddi fyrir
alla. Glaðværð, jákvæðni, nær-
gætni og bjartsýni voru kostir í
þínu fari jafnt sem, virðing, þol-
inmæði, hugmyndaauðgi, fram-
takssemi og áræði. Sannur þús-
undþjalasmiður og fjöllistamaður
varst þú.
Þú hafðir svo margt gott til að
bera, þú varst yndislegur faðir og
veittir okkur systkinum og móður
okkar, öryggi, nærgætni, hjálp-
semi, örlæti, gleði og hamingju,
svo varst þú líka einstaklega
glæsilegur og fallegur maður.
Minning þín er ljós í lífi mínu.
Þín elskandi dóttir,
Margrét.
Elsku pabbi , tengdapabbi og
afi Stebbi, mörg minningabrot
koma upp í hugann á kveðjustund,
minningar sem við eigum og veita
okkur ánægju og hlýju þegar við
hugsum til þín.
Um leið og við þökkum þér
samfylgdina kveðjum við þig með
ljóði afa þíns, Kristjáns Sveinsson-
ar frá Hofsstöðum á Mýrum.
Það er gott með þér að vera
í þessum heimi, Jesú minn.
Hvar sem kann eg byrði að bera.
beygi eg mig við krossinn þinn.
Þar mun eg fá hjálp og hlíf,
hérna meðan endist líf.
Hvar sem geng eg, úti eða inni,
óhætt verður sálu minni.
Þegar æfikvöld mitt kemur,
kvíði eg ekki þeirri stund.
Anda minn ei kvölin kremur,
á krossinum rann þér blóðug und.
Þar rann blóð á meinin mín,
mildi Jesú, náðin þín.
Svo í friði eg fengi lifað,
fyrir þig er nafn mitt skrifað.
Blessuð sé minning þín.
Ingvar, Áslaug, Kristín Ósk,
Hartmann.
Elsku afi minn.
Það er með söknuði í hjarta sem
ég byrja að skrifa þessi orð. Því
þetta eru einungis orð sem eiga svo
erfitt með að lýsa því hversu góður
maður þú ávallt varst. Ég finn ekki
réttu orðin til að lýsa öllum þeim
kærleika sem þú barst í brjósti þér
og hvernig ég fann alltaf að ég var
elskaður í þinni návist. Þú hafðir
svo góða nærveru og öllum leið svo
vel í kringum þig.
Þú varst alltaf traustur, heiðar-
legur og einn mesti harðjaxl sem
ég hef þekkt. Það var mjög auðvelt
að vera vinur þinn, þú gerðir aldrei
mun á aldurshópum, allir voru vin-
ir þínir því allir vildu vera vinir þín-
ir. Þú varst það skemmtilegur kar-
akter.
Ég á fleiri minningar úr sum-
arbústaðnum en ég get talið. Minn-
ingar sem eru mér dýrmætar, ekki
einungis vegna þess tíma sem við
deildum heldur vegna alls þess
sem þú kenndir mér, eins og að
smíða sverð, naglhreinsa spýtur,
pílukast, slá gras á fagmanlegan
hátt o.m.fl. Fátt var það sem þú
gast ekki miðlað frá þér. Á minni
lífsleið hef ég sjaldan hitt jafn klár-
an og hæfileikaríkan mann og þig.
Ég hef alltaf litið á þig sem höf-
uð fjölskyldunnar og eftir að pabbi
féll frá fyrir tíu árum, varð sam-
band okkar nánara. Þú reyndir alls
ekki að ganga mér í föðurstað en
ég fann hvernig þú vildir hjálpa
mér í öllu því sem þú gast. Það
myndaðist góður vinskapur og
honum mun ég aldrei gleyma.
Þú hefur lifað góðu og fallegu lífi
og persónuleiki þinn sýndi það svo
sannarlega. Nú kveð ég þig, elsku
besti afi minn, og ég skal ávallt
gæta þess að lifa mínu lífi eins vel
og ég get með ást og umhyggju að
leiðarljósi eins og þú gerðir alla
þína daga.
Bless, elsku besti Stebbi afi.
Jón Stefán (Nonni).
Stefáni kynntist ég fyrst fyrir
rúmum fjörutíu árum. Það sem sit-
ur í minningunni síðan þá, er
hversu góða nærveru hann hafði.
Mörgum árum seinna varð Stefán
tengdafaðir minn og þá kynntist ég
aftur þessum ljúfa ákveðna manni.
Stefáni hrakaði hratt seinni árin
vegna lungnaþembu, en var alltaf
skýr og áhugasamur. Var oft erfitt
að horfa uppá alvarlegan sjúkdóm
draga stöðugt af Stefáni. Hann bar
sig þó alltaf vel og sýndi enga upp-
gjöf. Þrátt fyrir veikindin kom-
umst við saman í sveitaferð norður
í land og höfðum öll gaman af.
Eins og flestum góðum mönnum
var Stefáni fjölskyldan allt. Sam-
heldnari fjölskyldu er vart að
finna. Það er til fyrirmyndar
hvernig þau hugsuðu um Stefán
þessi veikindaár. Stefán var fé-
lagslyndur. Áhugasamur um Frí-
múrararegluna og leiddi. Loks
kom hvíldin, en ljóst var að lengra
varð ekki komist í þessu lífi. Guð
blessi þig Stefán.
Ingvar J. Karlsson.
Hjartkær vinur til hartnær 50
ára hefur nú lagt upp í sína hinstu
för. Við vorum svo lánsöm að eign-
ast, fyrir löngu síðan, að vinum,
hjónin Stefán og Evu. Oft var glatt
á hjalla í góða hópnum okkar,
sungið og spilað. Þar voru þau
Stebbi og Eva kátust allra og
héldu uppi fjörinu, þau sungu best
og spiluðu best. Farið var í tjald-
ferðir og seinna í sumarbústaði
eða hist í heimahúsum. Alltaf var
jafn gaman að vera með þeim
hjónum, hvort sem var í gleðskap
eða við merkisatburði í lífi fjöl-
skyldna okkar.
Stebbi var góður sögumaður og
hafði frá mörgu að segja. Hann var
alinn upp í Reykjavík og var orð-
inn stálpaður strákur á stríðsárun-
um. Friðardagurinn 8. maí 1945
var honum minnisstæður. Þá fóru
strákarnir niður í bæ til að taka
þátt í fagnaðarlátunum, sem eins
og kunnugt enduðu með ýfingum
milli erlendra hermanna og Ís-
lendinga og var eins og bærinn
hefði orðið fyrir loftárás þegar upp
var staðið.
Stefán lærði pípulagnir á unga
aldri og varð meistari í iðn sinni.
Stebbi var dugandi iðnaðarmaður,
vann víða, og kom að byggingu
stórhýsa í Reykjavík, m.a.
Menntaskólanum við Hamrahlíð
og Norræna húsinu í Reykjavík.
Stebbi vann við eigin rekstur um
árabil og síðar gerðist hann starfs-
maður á Keflavíkurflugvelli og
vann hann hjá Íslenskum aðal-
verktökum. Stebbi var óþreytandi
í vinnu að félagsmálum pípulagn-
ingameistara og kom að uppbygg-
ingu á aðstöðu til útivistar og or-
lofsdvalar fyrir fjölskyldur þeirra.
Stebbi gekk ungur til liðs við
Frímúrararegluna og vann ötul-
lega að framgangi reglunnar.
Hann tók virkan þátt í uppbygg-
ingu stórhýsis reglunnar við
Skúlagötu í Reykjavík og var emb-
ættismaður og forystumaður í
stúkustarfi um langt árabil. Meðal
annars vann hann að tengslum
milli frímúrabræðra meðal varnar-
liðsmanna á Keflavíkurflugvelli og
íslenskra frímúrarabræðra.
Stebbi og Eva byggðu sér sum-
arbústað við Þingvallavatn, og
þangað var nú gaman að koma.
Eftir að þau seldu hann byggðu
þau sér annan bústað vestur á
Mýrum. Þar áttum við margar
ánægjulegar samverustundir með
þeim hjónum og fleiri góðum vin-
um. Stebbi hafði góða söngrödd og
spilaði listilega vel á gítar. Hann
var einnig góður frístundamálari
og er ljúft að geta þess, að á okkar
síðustu samverustund gaf hann
okkur fallega vatnslitamynd. Mikið
þótti okkur vænt um það.
Þau hjón voru lánsöm í lífinu,
áttu hvort annað frá unga aldri og
eignuðust fjögur yndisleg börn.
Þau áttu miklu barnaláni að fagna.
Þó dró dimmt ský fyrir sólu þegar
dótturdóttir og tengdasonur þeirra
fórust í hörmulegu slysi. Það áfall
varð þeim þyngra en tárum taki.
Þau hjónin báru þessa miklu raun
af aðdáunarverðu æðruleysi.
Nú er komið að leiðarlokum.
Það hefur auðgað líf okkar að hafa
átt vináttu Stefáns og Evu, öll
þessi ár. Vertu sæll, kæri vinur, við
þökkum þér fyrir samfylgdina og
allar ánægjulegu samverustund-
irnar. Við biðjum góðan Guð að
styrkja þig, elsku Eva, börnin ykk-
ar og alla fjölskylduna.
Ragna og Guðmar.
Lærimeistari minn Stefán Jóns-
son pípulagningameistari er látinn.
Hann var einn af þeim sem námu
pípulagnir á síðustu öld þegar gíf-
urleg breyting var að eiga sér stað
í þessu fagi og miklar framfarir.
Eiginþyngdarkerfi, kola- og olíu-
kyndingar voru við völd. Fagið var
erfitt og útheimti hraustmenni. Í
raun má líkja þróun í pípulögnum
við byltingu, og enn þann dag í dag
eru framfarirnar óstöðvandi í efn-
um og tækni í þessu áhugaverða
fagi.
Pípulagnir eru fag þar sem ná-
kvæmni og fagmennsku er krafist,
það er ferlið með lífsvökvann vatn-
ið sem þarf að koma á rétta staði til
að auka hreinlæti og vellíðan neyt-
andans. Á Íslandi var að hefjast
nýr tími, fátæktin var á undanhaldi
og mikil þörf á framsýnum og dug-
andi iðnaðarmönnum. Það var því
ótrúleg heppni fyrir ungan mann
sem hafði loks áttað sig á því að
eitthvað varð að læra til að komast
áfram í lífsins ólgusjó með bú og
fjölskyldu.
Ég kynntist Stefáni 1964 þar
sem ég var í trésmíðavinnu með
gömlum vini, hann var þar að vinna
í pípulagnaverkefni og sagðist
vanta nema í pípulagnir og spurði
hvort ég væri til í reynslutíma.
Hvað gat hentað betur sveita-
manni? hugsaði ég og stökk á til-
boðið með bros á vör.
Reynslutíminn gerði það að
verkum að ég fann mig strax í
þessari iðn. Stefán var þýður, til-
litssamur og þolinmóður kennari
sem upplýsti á þann hátt sem góð-
um manni sæmir. Hann lagði mikla
áherslu á kurteisi við viðskiptavin-
inn, hreinlæti og umfram allt fag-
mennsku, það væri lykillinn að vel-
gengni í starfi. Á þessum tíma var
Stefán stórtækur, rak fyrirtæki
með bróður sínum „Stefán og Þór-
ir“. Verkefnin voru stór og smá.
Hann lét mig fljótt fara að sinna
viðgerðavinnu í heimahúsum sem
mikil þörf var á þá sem nú, og sagði
þar endalausan brunn þekkingar-
öflunar og þroska fyrir nemand-
ann, ekki síst samskipti við fólk.
Allt þetta hefur staðist í tímans
rás.
Svo voru það stórverkefnin, ein-
býlishús, blokkir, Menntaskólinn í
Hamrahlíð, Norræna húsið og Frí-
múrarahöllin, svo eitthvað sé
nefnt. Hann lét mann kynnast öll-
um verkþáttum. Stefán var glað-
sinna, man aldrei eftir að kastast
hafi í kekki milli okkar, hann var
góður félagi og vinur. Oft var ég
gestur inni á heimili þeirra Stefáns
og hans góðu og lífsglöðu konu
Evu. Það var alltaf eitthvað
skemmtilegt og uppbyggjandi í
umræðunni þar á bæ. Þakkir mín-
ar til hins frábæra lærimeistara
koma beint frá hjartanu, og
kannski á Stefán sinn þátt í að enn
hlakka ég til að mæta í mína vinnu
47 árum síðar. Innilegar samúðar-
kveðjur til eiginkonu barna og ann-
ara aðstandenda. Hafið þökk.
Hilmar Hjartarson
pípulagningameistari.
Stefán Jónsson
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2011
Minningargrein á netinu
Hafdís Guðrún Hafsteinsdóttir
Höfundar: Bryndís, Hafþór, Þorri og Embla. Chris, Dan the
man, Jens the english lady.
Meira: mbl.is/minningar
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson