Morgunblaðið - 19.08.2011, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 19.08.2011, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2011 ✝ Elísa Sól Sonju-dóttir fæddist á Akureyri 10. nóv- ember 1998. Hún lést í faðmi fjöl- skyldu sinnar að heimili sínu 11. ágúst 2011. Foreldrar Elísu Sólar eru Sonja Björk Elíasdóttir, f. 21. júlí 1975 og Tómas Þór Eiríks- son, f. 10. apríl 1977. Börn þeirra eru Sandra Ýrr, f. 27. júní 1994, Lúkas Nói, f. 13. júní 2007, Karítas Ylfa, f. 25. apríl 2010. Foreldrar Sonju eru Sig- urbjörg Kristjánsdóttir f. 24.júní 1952 og Elías Þor- steinsson f. 16. ágúst 1952 búsett á Akureyri. Bræður Sonju eru Unnar, f. 16. nóvember 1972, giftur Hannah Sterling, f. 27. apríl 1965, Arnar, f. 1. apríl 1980, í sambúð með Guðfinnu Árnadóttur, f. 26. júlí 1985, þau eiga tvær dætur, Heiðar, f. 24. júlí 1982, d. 9. september 2001, Örvar, f. 28. október 1988, í sambúð með Mörtu Dögg Valdi- marsdóttur f. 26. október 1991. For- eldrar Tómasar eru Margrét Gunn- arsdóttir, f. 17. júlí 1952 búsett í Garðabæ og Eirík- ur Tómasson, f. 17. maí 1953, í sambúð með Katrínu Sig- urðardóttur, f. 21. ágúst 1963, búsett í Grindavík. Bræður Tómasar eru Heiðar Hrafn, f. 27. september 1974, í sambúð með Berglindi Björk Guðmunds- dóttur, f. 21. desember 1977, þau eiga fimm börn, Gunn- laugur, f. 7. apríl 1982, í sambúð með Helgu Jakobsdóttur, f. 23. september 1983, þau eiga tvo syni, Gunnar, f. 10. október 1988. Blóðfaðir Elísu Sólar er Pétur Gunnarsson, foreldrar hans eru Heiða Björk Pétursdóttir og Gunnar Steinþórsson. Elísa Sól verður jarðsungin í Hafnarfjarðarkirkju í dag, 19. ágúst 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku fallega, góða, yndislega Sólin okkar er farin frá okkur. Þeg- ar við hugsum til þín þá hellast minningarnar og sorgin yfir okkur. Það hafa verið forréttindi að eiga þig, elskan okkar. Barátta þín og æðruleysi hefur kennt okkur svo ótrúlega mikið. Foreldrar eiga að kenna börnum sínum á lífið en sú lífsreynsla að hafa þig hjá okkur á þessari stuttu lífsleið þinni hefur gert okkur að betri manneskjum. Þrátt fyrir erfiða og langa baráttu þá var nú alltaf stutt í þinn ein- staka húmor og þitt frábæra bros sem bræddi hjörtu okkar. Þegar við rifjum upp þær mörgu og góðu minningar sem við eigum með þér, elsku stelpan okk- ar, þá er ofarlega í huga okkar ferðin sem við fjölskyldan fórum saman til Flórída 2005. Þar naust þú þín í botn og ferðin var í alla staði eitt sólskinsbros. Það er ótrúlegt hvað mikið var lagt á einn lítinn líkama með stóra og hlýja sál. Alltaf stóðst þú þig með eindæmum frábærlega og erfitt að lýsa því með orðum hvað við vorum og erum stolt af þér og hvernig þú fórst áfram á barátt- unni, hógværðinni, seiglunni, æðruleysinu og fallegu þrjóskunni þinni. Þrátt fyrir þinn erfiða sjúkdóm þá máttir þú ekkert aumt sjá hjá öðrum og fannst til með öllum þeim sem áttu um sárt að binda. Við erum innilega þakklát öll- um þeim sem hafa stutt þig og okkur í þessari löngu baráttu. Við munum aldrei gleyma þér og þínu viðhorfi til lífsins og mun- um halda uppi minningum um þig, elsku Sólin okkar. Við munum passa það að systkinin þín munu minnast þín og þekkja þig enda líta þau upp til þín og sakna þín mjög mikið. Við vitum það og finn- um að þú ert frjáls og þér líður vel. Það vantar stórt púsl í fjöl- skyldu okkar núna en við vitum að þú ert alltaf með okkur, elsku Sól- in okkar. Við elskum þig að eilífu. Mamma og pabbi. Elsku fallega systir mín. Takk fyrir allar æðislegu stundirnar okkar saman, ég á eftir að sakna þín alveg óendanlega mikið en það sem mun hjálpa mér í gegnum þennan erfiða tíma er að vita hversu vel þér líður núna. Þú varst alltaf svo fyndin og skemmtileg þrátt fyrir allt það erfiða sem þú þurftir að ganga í gegnum. Ég gleymi því ekki þegar þú vaktir mig snemma um morgun- inn og sagðir að ég hefði sofið yfir mig og ég þyrfti að drífa mig á fætur því við værum að fara til Akureyrar. Ég stökk á fætur og fékk mér að borða og hafði mig til í hvelli, en svo beið ég bara og leit svo á þig, þú glottir bara og fékkst svo hláturskast og segir að klukk- an sé bara 7 og þá voru nokkrir klukkutímar þangað til að við átt- um að leggja af stað, þér fannst þetta sko fyndið. Þú varst alveg með húmorinn í lagi og í rauninni varstu bara æð- isleg í alla staði, elsku stelpan mín, ég vildi að ég gæti tekið utan um þig núna og sagt hversu mikið ég elska þig. Ég veit að þú ert með mér alla daga og allar nætur, þú og minningarnar um þig munu lifa í hjarta mínu þar til ég hitti þig aftur, elsku Elísa Sól mín. Þín stóra systir, Sandra Ýrr. Elísa Sól kom inní líf mitt og minnar fjölskyldu á fyrstu árum ævi sinnar. Hún var kröftug og lífsglöð stelpa, sem hreif alla með sér. Það var ekki á neinn hátt hægt að sjá að hún bæri í sér banvænan sjúkdóm. Það eru fjölmargar og góðar minningar, sem koma upp í hug- ann nú, þegar að leiðarlokum er komið í hennar jarðneska lífi. Minningar um barn sem var lífsglatt og fjörugt, með mikinn viljastyrk og baráttuhug. Barn og síðan unga stúlku sem bjó yfir miklu raunsæi. Uppgjöf var ekki til hjá henni, þó svo að tilfinningar væru henni oft erfiðar þegar hún varð eldri og skynjaði og skildi að hún bæri í sér sjúkdóm. Hún yfirvann allt- af þessar tilfinningar og tók gleði sína á ný. Ég á minningu um okkur sam- an, sem kemur oft upp í hugann núna. Það var þegar við fórum með barnabörnin í bíó, en það er varla hægt að segja að það sé ár- legur viðburður að ég fari í bíó. Við Elísa Sól áttum það sam- eiginlegt að hafa aldrei séð mynd í þrívídd áður. Í myndinni voru einhver kvik- indi sem sífellt skutust að okkur, og hún var hrædd við þetta og vildi fara heim í hléi. Ég sagði henni að sitja hjá mér og við skyldum bara setja hnefann á loft gegn þessum kvik- indum þegar þau skytust að okk- ur, og þá yrðu þau hrædd og myndu flýja. Við sátum síðan saman sífellt með hnefann á lofti, og kvikindin hörfuðu, og hún var farin að hlæja eftir nokkrar mín- útur. Svona minning um góða stund saman er dýrmæt. Elísa Sól átti marga vini, og hún var örugg í framkomu, og ófeimin. Hún var okkur öllum fyrirmynd. Hún barðist við örlög- in af ákveðni og viljastyrk. Hún ákvað í sumarbyrjun að hún vildi fermast sem fyrst, og fylgdi því eftir af þeim viljastyrk sem hún hafði alltaf til að bera. Fermingin og fermingarveislan var á fallegum sumardegi, marg- menn, mjög hátíðleg og skemmti- leg. Þarna fengu vinir og ættingj- ar að njóta samvista við hana, og það geislaði af henni ánægjan og öryggið. Það var ekki hægt að sjá þá að við myndum aftur koma saman eftir nokkrar vikur, og þá til að kveðja hana. Það er mér mikils virði að hafa náð að kveðja hana og vera hjá fjölskyldunni síðustu stundir hennar. Sonja og Tómas, þið hafið staðið ykkur frábærlega síðustu árin. Aldrei gefið neitt eftir, svo sjá mætti. Þið hafið sýnt vilja- styrk og getu sem er til fyrir- myndar. Ég veit að þessi vilja- styrkur, geta og samhygð mun fleyta ykkur áfram og hjálpa ykkur að takast á við sorgina og tómleikann sem óneitanlega fylgir þeirri miklu breytingu á lífi ykkar og barnanna ykkar við að missa Sólina okkar. Guð geymi þig, Elísa Sól, og varðveiti í eilífð- inni. Afi Eiríkur. Elsku Elísa Sól, stundum er erfitt að koma tilfinningum í orð og setningar. Sérstaklega öllum tilfinningunum sem ég finn fyrir núna. Þú veist að ég var að missa uppáhalds söngvarann minn. Mun alltaf muna þegar þú varst í Huldugilinu að syngja „Dúkkan hennar Dóru“, tala nú ekki um dansinn. Þú ert litla frænka mín en ekki bara það, þú ert gordjössið mitt. Stoltur er ég af þér, fullur af ást og aðdáun, elska þig. Þinn uppáhaldsfrændi, Örvar. Elsku Elísa Sól, ég man þegar ég flutti utan þegar þú varst rétt að verða eins árs gömul og ég hugsaði að tími minn með þér yrði takmarkaður og hafði ég nokkrar efasemdir um ákvörðun mína að flytja úr landi. En þrátt fyrir tak- markaðan tíma með þér þá hefur þú svo sannarlega skilið eftir stór spor í hjarta mínu. Ég man daginn sem ég fékk fréttirnar um sjúk- dómsgreininguna þína, ég grét alla nóttina og bað til guðs um að setja verndarvæng sinn yfir þig, fylgja þér og gefa þér styrk fyrir þessa löngu göngu. Þegar ég hitti þig eftir þessar fréttir þá var ég mjög lítill í mér en það breyttist um leið og ég sá þig, þú varst svo brosandi og glöð. Við höfum einungis hist í nokkra daga á hverju ári síðustu 10 árin og með hverju ári hefur sjúkdómur þinn beðið um meira og meira af þér en þú hefur svo sannarlega boðið honum birginn. Þrátt fyrir allt þá varstu alltaf brosandi með blá glitrandi augu þegar ég kom í heimsókn og alltaf var ég jafn hreykinn af þér og á sama tíma fannst mér lífið vera sí- fellt ósanngjarnara. Það að hafa ekki of miklar áhyggjur af því sem kemur á morgun, heldur að njóta þess sem maður hefur í dag er sú tilfinning sem ég fékk frá þér í hvert skipti sem ég náði að eyða tíma með þér í þessum veraldlega heimi. Þú hefur náð svo langt vegna endalausrar baráttu, þrjósku og umfram allt hugrekkis. Við öll höf- um lært svo mikið af þér og þá sérstaklega að maður getur náð langt ef maður leggur sig fram við það og er tilbúinn að berjast fyrir því. Lífið hér á jörð er nú svo stuttur kafli í sögu okkar að mað- ur verður að njóta þess tíma sem maður hefur með fjölskyldu sinni og gera hlutina saman, hlæja, gráta, elska, faðmast, sakna, sýna umhyggju, föndra, spila og um- fram allt hafa gaman saman og ég þakka guði fyrir þann tíma sem við náðum að eyða saman og sjá þig vaxa úr grasi í að verða lista- maðurinn sem þú ert. Aðrar minningar um þig verð ég að læra af sögum annarra og hef ég heyrt að það er nóg af þeim, þú hefur snert hjörtu og huga fleiri en ég mun kynnast á minni lífstíð. Með fjarlægðina á milli okkar hef ég eytt miklum tíma með þér í mínum eigin hugarheimi og það er kannski við hæfi að hafa hér ljóð sem kom upp í huga mínum eitt kvöldið. Enginn veit hvert þín leið liggur um þennan heim Áttavilltur ég var, en í hjarta mínu beið. Stutta lífsleið … þér gefin var þennan dag. Fyrstu ungu árin þín þú geislar eins og sól. Ég sé veginn, sem drottinn hann þér fól vonarneisti um alla tíð með mér býr Seinni ára þrautir þú barist hefur við. Í margra mílna fjarlægð ég hugann leiði að þér. Mér finnst það sárt að sjá þig þjást innra með þér. Fjölskylda og samheldni það mikilvæga er. Gleði og hamingju ég sé í augum þér þegar spilin eru á borðinu og fjölskyldan með. Styrkur og hugur þinn hefur komið þér svo langt. Hönd í hönd við lifum öll í sátt. Því veginn göngum öll fram á við, þér við hlið. Elsku Elísa Sól, ég sakna þín og mun varðveita þig í hjarta mínu þangað til við sjáumst næst. Þinn frændi, Unnar. Fyrstu minningar mínar um Elísu Sól eru þegar ég heimsótti Ísland í fyrsta skipti. Það var vet- urinn 2004, Unnar og ég vorum mjög spennt að hitta Sonju systur hans og hina ungu fjölskyldu hennar, Söndru Ýrr, Elísu Sól og maka hennar Tómas. Við heilsuð- um hvert öðru með stórum faðm- lögum og kossum og spjallið hófst. Á leiðinni frá flugvellinum sát- um við Elísa hlið við hlið, gláptum og brostum til hvor annarrar, hún hafði glitrandi prakkaraglampa í augum sínum og frá þeim degi vissi ég að hún væri sérstök og að við myndum verða góðir vinir. Í seinni heimsóknum kallaði hún alltaf á mig eða ég fór til hennar til að eiga góðar stundir saman, það var að spila eða að lesa, á íslensku auðvitað. Það var Elísa sem kenndi mér að telja upp í 10 á ís- lensku sem var mikið afrek fyrir mig. Þökk sé Elísu að ég fékk meiri áhuga á að tala tungumálið. Ég veit að Elísa var mjög hæfi- leikaríkur unglingur, hún elskaði allt listatengt, teikna, mála og föndra og hún hefur afrekað mikið á sínum stutta tíma á jörðu. Hún snerti fleiri hjörtu en ég og þú munum þekkja á okkar lífstíð, sem er mikið afrek í ljósi þess sem hún hefur gengið í gegnum. Á slæmum dögum meðhöndlaði hún veikindi sín með mikilli reisn. Ef ekkert annað, héldumst við í hendur og alltaf bauð hún þér sitt fallega bros. Elísa elskaði lífið, var skemmti- leg og ég elskaði að vera í kring- um hana. Hún nálgaðist lífið með reisn, sjálfstrausti og ákveðni, hún var ákveðin en sanngjörn, hún hafði mikinn vilja og vissi sinn eig- in hug. Hún var pottþétt leiðtogi, ekki fylgjandi. Ég mun sakna Elísu sárt ... þar til við hittumst aftur. Hannah Sterling. Elsku stelpan okkar hún Elísa Sól, hefur nú kvatt okkur og mikið er það stórt, skarðið í hjörtum okkar allra sem elska þig. Kannski er það vegna þess að stór hjörtu eins og þú hafðir, gleymast seint. Það eru svo mörg orð sem lýsa þér, listræn, brosmild, fynd- in, litrík, viljasterk, góðhjörtuð og gefandi. Þú gafst öllum miklu meira en orð fá lýst og fékkst mann til að hugsa um lífið á allt annan hátt. Þú hefur gert okkur að betri manneskjum. Næst þegar við hittumst þá getum við leikið okkur saman, hlegið að þínum einstaka og þroskaða húmor, spilað á spil og sungið eins og þér fannst svo gam- an. En þangað til munum við sakna þín gífurlega. Þú lifir í hjörtum okkar. Þinn frændi, Arnar og fjölskylda. Elsku Elísa Sól. Það er sárt að þurfa að kveðja þig en um leið er gott að vita að þú hefur fengið frelsið og friðinn. Þrátt fyrir erfið veikindin heyrð- um við þig aldrei kvarta og dáð- umst oft að því hvað þú varst róleg og yfirveguð í þinni baráttu. Þegar við fórum að rifja upp tímann okkar saman er sterkt í minningunni þegar þú og Sandra Ýrr komuð og voruð hjá okkur í Glaðheimum. Við borðuðum á okkur gat af nammi og mat. En Elísa Sól Sonjudóttir HINSTA KVEÐJA Þeir segja mig látinn, ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá hjarta mínu berst falleg rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós, sem ykkur er ætlað að gleðja. (Höf. ók.) Kæra vinir, guð gefi ykk- ur styrk á erfiðum tímum. Unnur Ósk. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, BERGÞÓRA KRISTINSDÓTTIR, Skjóli, áður til heimilis Eyjabakka 5, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi aðfaranótt laugardagsins 13. ágúst. Útförin fer fram frá Áskirkju Reykjavík þriðjudaginn 23. ágúst kl. 13.00. Kristinn Jónsson, Rakel Hugrún Eyvindardóttir, Kristrún Kristinsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HALLDÓRA HELGA MAGNÚSDÓTTIR, áður til heimilis að Bólstaðarhlíð 16, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Mörk að morgni fimmtudagsins 11. ágúst. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir fyrir einstaka alúð og hlýju færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Mörk, 3. hæð suður. Fyrir hönd aðstandenda, Svala Guðmundsdóttir, Már Hólm Einarsson, Magnea Sigríður Guðmundsdóttir, Jóhann Gilbertsson. ✝ Elskuleg dóttir mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT LOFTSDÓTTIR, Hjaltabakka 14, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 7. ágúst, verður jarð- sungin frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn 23. ágúst kl. 13.00. Ólöf Hjálmarsdóttir, Ólöf Leifsdóttir, Atli Bragason, Loftur Ólafur Leifsson, Júlíana Hauksdóttir, Ingibjörg Leifsdóttir, Halldór Jón Theodórsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Hjartkær eiginkona, móðir, dóttir, systir, mágkona og tengdadóttir, HANNA LILJA VALSDÓTTIR, Sogavegi 22, Reykjavík, lést af barnsförum á Landspítalanum í Foss- vogi sunnudaginn 14. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fjölskyldan þakkar fyrir hlýhug og samúðarkveðjur. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Gísli Kr. Björnsson, Þorkell Valur Gíslason, Guðrún Filippía Gísladóttir, Valgerður Lilja Gísladóttir, Sigríður Hanna Gísladóttir, Valur Steinn Þorvaldsson, Guðrún Sigurðardóttir, Sigríður Þóra Valsdóttir, Ingólfur Kristján Guðmundsson, Sigurður Már Valsson, Dröfn Helgadóttir, Anna Filippía Sigurðardóttir, Björn Ottó Halldórsson, Kristbjörn Helgi Björnsson, Steinunn Steinsen Katrín Ellý Björnsdóttir, Kristinn Halldórsson Björn Ragnar Björnsson, Guðrún Árnadóttir Birgir Magnús Björnsson, Unnur Hlíðberg Fanney Ósk Þórisdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.